Lögberg-Heimskringla - 17.10.1963, Blaðsíða 4

Lögberg-Heimskringla - 17.10.1963, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 17. OKTÓBER 1963 Lögberg-Heimskringlo Published every Thursday by NORTH AMERICAN PUBLISHING CO. LTD. Printed by # WALLINGFORD PRESS LTD. 303 Kennedy Street, Winnipeg 2, Man. Editor: INGIBJÖRG JtóNSSON EDITORIAL BOARD Winnipeg: Dr. P. H. T. Thorlakson, chairman, Haraldur Bessa- son, Rev. Valdimar J. Eylands, Caroline Gunnarsson, Jóhann G. Jóhannson, Thorvaldur Johnson, Jakob F. Kristjánsson, Rev. Philip M. Pétursson. Vancouver: Dr. S. E. Bjömsson. Montreal: Áskell Löve. Minneapolis: Valdimar Björnsson. Grand Forks: Richard Beck. Reykjavík: Birgir Thorlacius. Akureyri: Steindór Steindórsson. London: Dr. Karl Strand. Subscription $6.00 per year—payable in advance. TELEPHONE WH. 3-9931 Authorized a> >«cond da» moil by the Post Office Deportment, Ottowa, and for payment of Postage in cash. íslenzkan Skýrsla sú, er birtist á þessari síðu blaðsins er undir- rituð af dr. Sigurði Nordal og öðrum mætum íslendingum, en við nefnum hann sérstaklega vegna þess að við minnumst ritgerðar hans, Framiíð íslenzkrar menningar i Vesiurheimi. er birtist í Tímarili Þjóðræknisfélagsins árið 1937. Sú ritgerð var svo skilniingsrík og gagnmerk að hana hefði átt að sér- prenta bæði á íslenzku og ensku til dreyfingar meðal allra Islendinga vestan hafs. Þjóðræknisfélaginu hefir ávalt verið ljóst að á hverjum tíma væri stórum hóp af hinni uppvaxandi kynslóð ekki unnt að afla sér upplýsinga um menningarerfðir sínar með öðru móti en á enskri tungu. Þessvegna lagði félagið fram mikið fé til útgáfu Hisíory of Iceland eftir Gjerset og félagsmenn hafa frá upphafi flutt fyrirlestra víðsvegar á ensku -um sögu Islands og menningu svo þúsundum skipta, og hefir dr. Richard Beck verið duglegastur allra á þeim vettvangi. Margir þessara fyrirlestra auk ritgerða hafa birst í blöðum og tímaritum, einnig í Iceland Thousand Years, en félagið átti hlutdeild í útgáfu þeirrar bókar. Þá hvatti Þjóðræknisfélagið unga Islendinga lil að mynda þjóðræknisdeild og var hún stofnuð á ársþingi félagsins 1938 og gefið nafnið Young Icelanders og síðar var það nefnt Icelandic Junior League en svo að lokum Icelandic Canadian Club. Hefir þetta félag innt mikið og gott starf af hendi, sérstaklega með útgáfu ritsins Icelandic Canadian. Ávalt hefir verið náið og vinsamlegt samband milli Þjóð- ræknisfélagsins og Icelandic Canadian Club, enda stefna bæði að sama marki. Fleiri félög meðal enskumælandi Islendinga hafa verið stofnuð vestan hafs: í Toronto, tvö í California, í Chicago, í New York og e.t.v. víðar og er íslenzkan ekki útilokuð á fundum þeirra. Þeir sem geta, reyna að nota þá íslenzku, sem þeir kunna, í samtölum hver við aðra. Vitaskuld hefir Þjóðræknisfélagið lagt megin áherzlu á kennslu íslenzkunnar, því eins og dr. Nordal segjir í fyrr- nefndri ritgerð „hún er lykill að íslenzkum bókmenntum og íslenzkri menningu sem kynnst verður af bókum. Samhengi fornar og nýrrar tungu er svo náið og órofið, að þetta gildir eigi að síður um fornbókmenntirnar, alit aftur til elztu Eddu- kvæða og dróttkvæða, en hinar nýrri bókmenntir. Efni og búningur andi og stíll þessara bókmennta er svo samgróið, að þeirra verður aldrei notið að gagni né, þær skildar út í æsar, nema að þær séu lesnar á frummálinu." Ennfremur segir dr. Nordal: „Bretum hefir verið ljósara en nokkrum öðrum erlendum fræðimönnum, að til að færa sér bókmenntirnar í nyt að gagnd, verða þeir að lesa þær á frummálinu, þekkja lifandi íslenzkt mál og helzt að kynnast landinu og þjóðinni." I næsta blaði munum við skrifa um, hvernig eigi að halda íslenzkunni lifandi í lengstu lög vestan hafs og leyfum okkur þá að vitna frekar í ritgerð dr. Sigurðar Nordals. Canada Savings Bonds Enn á ný býður Sambandsstjórnin almenningi að leggja í sparisjóð, með því að kaupa Canada Savings Bonds. Þetta er átjánda árið ^m einstaklingum veitist þetta tækifæri. Vext- irnir á verðbréfunum þetta ár hafa aðeins einu sánni verið of- urlítið hærri. Þessi verðbréf (Bonds) eru jafngóð og peningar; það er hægt að framvísa þeim á bönkum hvenær sem er og fá fullgildi þeirra í peningum ásamt vöxtum. Lesið auglýsing- una um þau á öðrum stað í blaðinu. Vextirnir á verðbréfun- úm eru allmikið hærri en vextir á sparisjóðum sem fólk á í bönkum. Canada Saving Bonds er með- þeim beztu sparnað- ar tækifærum í heimi fyrir einstaklinga, sem ekki geta lagt til hliðar nema smáupphæðir á ári. Skýrsla fró Ísland-Kanada Róðinu til Canada-Iceland Foundalion Þann 20. júní s.l. sat ég, sem formaður Canada-Iceland Foundation, á fundi sem Is- land-Kanada Ráðið hélt í Reykjavík á skrifstofu aðal- ræðismanns Kanada á fslandi, Hallgríms F. Hallgrímssonar. Þar bar ég fram skýrslu um menningarstörf Vestur - ís- lendinga og hvað það væri sem Canada-Iceland Found- ation áliti að væri nauðsyn- legt til þess að þessi menn- ingarstörf gæti haldið áfram. I skýrslunni lét ég í ljós að fyrir okkur hina eldri væri þetta að mörgu leyti fyrst og fremst fjárhagsvandamál, en um leið tók ég fram að til- gangurinn væri ekki að biðja um styrk frá Islandi. Hér fylgja þarfirnar sem bent var á. 1. Verðlaun handa velgefn- um nemendum, sem eru að byrja í háskólanum og kjósa íslenzku sem námsgrein eða sýna áhuga á íslenzkum fræð- um. 2. Verðlaun handa stúdent- um, sem skara fram úr í ís- lenzku. 3. Lyfta undir bagga hvað snertir ferðakostnað stúdenta, sem fara til íslands til þess að halda áfram námi í íslenzku. 4. Hjálpa ritstjórum, skáld- um, rithöfundum og lista- mönnum, sem langar til að heimsækja ísland. Hið sama á við nemendur sem koma hingað frá íslandi. 5. Styðja Lögberg-Heims- kringlu, Tímaritið og The Icelandic Canadian og hjálpa til að safna peningum fyrir þessi og svipuð fyrirtæki á þeim grundvelli, að höfuðstól megi ekki skerða. 6. Að stuðla að því, að hægt verði að sinna framkvæmd- um í þeim málum, sem eru á d a g s k r á Canada-Iceland Foundation. Margir tóku til máls og allir voru sammála að styðja ætti öll okkar sameiginlegu ís- lenzku menningarmál. Afráð- i var að Ráðið semdi skýrslu eða bréf, sem væri sent til mín í Winnipeg, og fylgir það þessari útskýringu. V. J. Líndal. ♦ * * ÍSLAND-KANADA RAÐ Reykjavík, 25. júní 1963. Herra dómari, Valdimar J. Líndal, WINNIPEG. Kæri landi, 1 þessum línum langar okk- ur til að festa á blað fáein af þeim atriðum, sem bar á góma 20. júní s.l., þegar við nutum þeirrar ánægju, að þú sazt fund með okkur. Við litum fyrst og fremst á þær sem stutta kveðju frá Island — Kanada — ráðinu til sam- starfsmanna þinna í Canada — Iceland Foundation — fé- laginu, sem við höfum ekki átt kost á að ræða munnlega við. Hér er ástæðulaust að fjöl- yrða um alla þjóðræknisstarf- semi Vestur-íslendinga. Við viljum heldur ganga beint að spurningunni: Hvert er við- horf heimaþjóðarinnar á ís- landi til hinna yngri kynslóða af íslenzkum ættum vestan- hafs, sem kunna lítið eða ekkert í íslenzku, en vita þó um uppruna sinn og bera þess vegna í brjósti ræktarsemi til Islands og Islendinga? Ef þessir frændur okkar halda, að í augum heimaþjóð- arinnar séu öll tengsl milli þeirra og hennar bundin við tunguna eina saman, er það fullkominn misskilningur. Tvennt hlýtur að vera hverj- um skyni bornum manni ljóst: íslenzkan getur ekki haldið áfram að vera móður- mál ungu kynslóðanna eins og hinna eldri, heldur verða færri og færri af þeim, sem tala hana eða jafnvel skilja. I öðru lagi eru þessir afkom- endur landnemanna fyrst og fremst Kanadamenn (eða Bandaríkjamenn) og skyldir til að vera góðir borgarar í sínu fósturlandi. Við Islend- ingar gerum vissulega sömu kröfu til barna og niðja þeirra útlendinga, sem verða íslenzk- ir ríkisborgarar. Eigi og síður eru góð skil- yrði til samstarfs milli þess- ara ungu kynslóða og íslend- inga austan hafs, og Canada- Iceland Foundation — félagið hefur, eins og nú stendur á, í þessu efni mikilvægu hlut- verki að gegna fyrir framtíð- ina. Við vonum, að fleiri og fleiri af þeim frændum okk- ar, sem efnungis mæla á enska tungu, eigi eftir að sækja ísland heim, sjálfum sér og okkur til ánægju og gagnkvæms lærdóms. Sam- göngur eru orðnar auðveldar, og því skal ekki heldur gleymt, ef þá langar til þess að sjá „gamla landið“, að enskukunnátta er orðin býsna almenn á íslandi og vex með hverju ári. Þeir geta hins veg- ar gert mikið til þess að kynna ísland og vera íslendingum haukar í horni vestan hafs og standa um það að sumu leyti betur að vígi en fyrstu kyn- slóðirnar, vegna fullkomnara valds síns á enskri tungu. Og loks er það skoðun okkar, og það er mikilvægt atriði, að með því að kynna sumt af því bezta, sem íslenzk menning hefur að bjóða, geti þeir auðgað menntalíf fósturlands síns. Til þess að drepa hér á eitt hlutstætt atriði, skulum við nefna það, sem okkur er efst í huga: íslenzka kennarastól- inn í Manitoba - háskóla. Stofnun hans var eitt stór- brotnasta afrek hinna eldri kynslóða og þeim til ævarandi sóma. En hún var samt ekki nema upphaf annars meira og fleira, sem gera þarf. Kanada- mönnum yfirleitt mun ekki vera það svo ljóst sem skyldi, að háskólar þeirra hafa fram að þessu í ástundun íslenzkra fræða staðið mjög að baki há- skólum á Bretlandi og í sum- um brezkum samveldislönd- um, einkanlega Ástralíu, þar sem þó ekki hafa komið til greina nein áhrif íslenzkra innflytjenda. I Bretlandi (og líka í Ástralíu) hafa íslenzk fræði jafnan verið kennd í sambandi við ensk fræði, og þá fyrst hafa þau getað notið sín að verðleikum. íslenzk tunga hefur sem há- skólanámsgrein fyrir ensku- mælandi þjóðir þrennt til. síns ágætis, sem verður ekki vefengt. Af henni má læra allt það um elzta stig germanskra mála, þar á meðal ensku, sem unnt er að læra af þeim forn- tungum, gotnesku og engil- saxnesku, sem nú eru stund- aðar í því skyni. En þar sem ekki er til á gotnesku nema lítið brot af biblíuþýðingu og fáar engilsaxneskar bækur eru lesnar vegna annars en málsins, eru til á íslenzku miklar klassískar bókmennt- ir, sem annar eins maður og Gilbert Murray (svo að eitt dæmi sé nefnt) hefur sagt, að væru „að sumu leyti jafn tiginbornar hebreskum og grískum bókmenntum", — og gat hann ekki lengra til jafn- að. Loks er það ómetanlegt, að íslenzka er í senn forn- tunga og lifandi mál, sem jafnt má nema af bókum sem vörum þjóðarinnar í dag. Fyrir þær sakir er kennara- stóll sá í Winnipeg, sem jafn- an verður skipaður innborn- um íslendingi, sjálfkjörin miðstöð þessara fræða í Kan- ada og jafnvel allri Ameríku, þegar stundir líða fram. Ekkert geta samtök íslenzk- ættaðra manna í Kanada nú og framvegis innt af höndum, sem okkur virðist brýnna og þarfara en að slá skjaldborg um þennan kennarastól og það, sem kringum hann grær. Þetta virðist einsætt, frá hvaða sjónarmiði sem á er litið. Meðal þeirra ráðstafana, sem hér geta komið til greina, viljum við leyfa okkur að nefna tvær, til athugunar. Það mundi vera hinum unga efn- ismanni, sem nú situr um- ræddan kennarastól, mikils virði að dveljast nokkurn tíma í Bretlandi til þess að kynnast rækilega kennslu í þarlendum háskólum og hvernig íslenzk fræði eru þar tengd enskudeildunum. 1 öðru lagi mundi það einna bezt færa Kanadabúum heim sanninn um, hvers íslenzk fræði eru metin í móðurlandi enskrar menningar, ef Mani- toba-háskóli vildi bjóða heim til fyrirlestrarhalds eirthverj- um brezkum háskólakennur-

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.