Lögberg-Heimskringla - 17.10.1963, Blaðsíða 5

Lögberg-Heimskringla - 17.10.1963, Blaðsíða 5
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FlMMTUDAGINN 17. OKTÓBER 1963 5 um í þessum fræðum. Mundi ekki vera völ á einhverjum brezkum styrkjum til slíkra hluta? Af Islands hálfu ber að sjálfsögðu að vinna að því, bæði af ríkisstjórn og háskóla, að hér séu jafnan tiltækir styrkir til námsdvalar á Is- landi handa duglegum og áhugasömum nemendum í ís- lenzkum fræðum frá Mani- toba-háskóla, hvort sem þeir eru af íslenzku bergi brotnir eða ekki. Mætti m.a. veita slíka styrki sem verðlaun handa þeim, sem fram úr skara. Fleira mætti nefna, ef þetta væri ekki þegar orðið lengra mál en til var ætlazt. Einu skal þó enn við bætt, til áherzlu á það, sem að framan var sagt, því að við teljum það meginatriði. Sú hreyfing meðal íslenzkætt- aðra manna, sem sumir mæla einungis á enska tungu, er hófst að marki um tuttugu og fimm árum síðan, er enn til- tölulega ung og miður kunn á íslandi en skyldi. En hún hefur skilyrði til þess að lifa og þróast miklu lengur en Á síðasta degi hins deyj- andi árs, 31. desember 1962, lézt Guðrún Johnson, 96 ára gömul, á heimili dóttur sinn- ar og tengdasonar, Mr. og Mrs. G. S. Goodman, Milton, North Dakota. Var þetta í samræmi við líf hennar að hún skyldi kveðja með gamla árinu og með því fylgjast inn í aldanna skaut, því hún vildi hafa allt svo hæfilegt og listfengt. Á þrettánda degi hins nýja árs, varð Leifur Johnson son- ur hennar bráðkvaddur í Milton. Var hann einnig til heimilis hjá systir sinni og tengdabróður. Það voru tvær vikur upp á dag á milli útfara þeirra mæðgininna. Guðrún fæddist 6. ágúst 1866 að Hömrum í Eyjafirði. Voru foreldrar hennar Þor- leifur Björnsson bóndi að Fornhaga í Hörgárdal, sonui^ Björns bónda að Fornhaga, Þorlákssonar og konu hans Guðrúnar Gamalíelsdóttur prests að Myrká, Þorleifsson- ar. Var móðir Guðrúnar, Guðrún Árnadóttir frá Þúfna- völlum. Á unglings aldri var Guðrún nokkur ár á Stein- stöðum á heimili Stefáns, þingmanns Jónssonar og þótti henni æfinlega vænt um Steinstaða fólkið. Hún giftist Vigfúsi Jóns- syni ættuðum frá Fornhaga í Möðruvallarsókn í Eyjafirði árið 1889. Voru foreldrar hans Jón Jónsson og Hólmfríður Vigfúsdóttir. Kom Hólmfríður til Ameríku og var hjá Vig- fúsi og Guðrúnu og dó hjá þeim. Vigfús var snyrtimenni, vel gefinn og vandaður. Bjuggu þau Vigfús og Guðrún nokkur önnur íslenzk þjóð- ræknisstarfsemi vestan hafs, og Islendingar mega vissulega ,vera þakklátir fyrir það, að hún kom fram á réttum tíma, áður en um seinan var. Við viljum að lokum þakka þér, Valdimar dómari, fyrir þátt þinn í þessari hreifingu, fyrir komu þína til Islands og fróð- lega skýrslu um málið og óska Canada-Iceland Found- ation-félaginu allra heilla og góðs árangurs í því mikilvæga hlutverki, sem það hefur tek- izt á hendur. Ármann Snævarr reklor Gylfi Þ. Gíslason menntamálaráðherra Sigurður Nordal prófessor Bjarni Benediktsson dómsmálaráðherra Hallgrímur F. Hallgrímsson forstjóri Vilhjálmur Þór seðlabankastjóri Guðmundur Vilhjálmsson forstjóri Sigurbjörn Einarsson biskup. fyrst í Hallfríðarkoti í Hörg- árdal og seinna tvö ár á Ytri- borgisá. Til Ameríku fluttu þau 1891 og komu beint til Garð- arbyggðar og þar varð heimili þeirra til æfiloka. Það var of seint er þau komu að fá heim- ilisrétt á löndum, svo ekki var um annað að gjöra en vinna fyrst og svo seinna að kaupa land. Unnu þau á meðal ann- Mrs. Guðrún Johnson ars fyrir Sigurð Sigurðsson, sem var þá einhleypur og mjög önnum kafinn í allskon- ar opinberu starfi svo að nauðsyn var að hafa gott fólk til að stjórna hedmili hans. Skömmu eftir aldamótin keypti Vigfús land, tvær míl- ur norðaustur af Garðar og var það heimili fjölskyldunn- ar til 1936. Hafði verið byggt á þessu landi af útlending að mig minnir. Allir voru út- lendingar nema við íslend- ingarnir, jafnvel þeir er áttu forfeður, sem höfðu komið á fyrsta fólksflutnings skipinu, Mayflower, til þessarar álfu. Á þessu heimili man ég mest og bezt eftir Guðrúnu, því að foreldrar mínir og Vig- fús og Guðrún voru öll árin mesta vinafólk. Hún var sér- staklega myndarleg og reglu- söm. Var heimilið smekklegt, æfinlega tárhreint og í alla staði aðlaðandi. Það var svo gaman að koma þangað. Allt sem Guðrún gjörði var svo vel gjört, hvort það var mat- reiðsla, saumaskapur eða önnur handiðn. Hún sjálf og allt heimilisfólkið var snyrti- legt og vel til fara. Þetta ein- kendi og heimilisbraginn. Áhersla var lögð á það, sem var fróðlegt, gott og fallegt. Kærleikur ríkti á heimilinu og fann maður hann umlykja sig um leið og maður steig þar inn. Guðrún var lagleg kona og fínleg. Hún var frekar hæg í framkomu, en vinaleg og glaðleg. Hún var orðheppin og sagði mjög skemmtilega frá. Söngrödd hafði hún háa og tæra og var hún öll árin í kirkjusöngflokk og öðrum söngfélagsskap sem var æfin- lega meir og minna af í Garðarbyggð. Öll árin vann hún í Kvennfélagi Garðar- byggðar og var gjörð heiðurs meðlimur á síðustu árum. Hún var líka meðlimur Garð- arsafnaðar frá því fyrsta. Vóru þau Vigfús og Guðrún gestrisin og félagslynd og voru æfinlega með í öllum byggðar störfum og félags- skap. Vigfús dó 27. október 1933. Guðrún og Leifur sonur henn- ar héldu áfram búskap til 1936, en þá fluttu þau til Garðar. Tíu árum seinna varð Guðrún, þá áttræð hastarlega veik og varð að ganga undir stóran uppskurð. Eftir þessi veikindi fluttu þau mæðgin- inn til Goodmans hjónanna í Milton. Náði Guðrún aftur góðri heilsu og var hún ern og fjörug fram að síðustu tveimur árunum. Þá fór heils- an síversnandi og voru síðustu vikurnar strangar. Alltaf fylgdist hún með því sem var að gjörast og hafði gaman af að lesa og spjalla um málefni dagsins. Skömmu fyrir síðustu forseta kosning- ar í Bandaríkjunum hitti ég Guðrúnu og var unun að sjá og heyra hvað hún var inn- lifuð í allt sem gekk á. Trúði hún mér fyrir því að Nixon myndi ekki komast að, það kom á daginn. Fyrst fann ég verulega hvað henni þótti vænt um ís- land eftir að ég hafði verið þar 1956. Þegar við hittumst eftir það leið aldrei á löngu þar til við vorum komnar í hugarflugi um hinn yndis- lega Eyjafjörð. Sagði hún mér margt skemmtilegt og fróðlegt þaðan og var auðséð hvað þessar endurminningar voru henni kærar. Guðrún lifði systkini sín. Voru þau Gamalíel Þorleifs- son, bóndi á Garðar, vel þekktur á meðal Islendinga austan hafs og vestan; Pálína gift Jóhanni Tómassyni bónda á Garðar; og Ólöf sem dó í æsku. Voru þessi systkini vel gefin og myndarleg. Þau sungu öll vel og höfðu miklar sönggáfur. Börn Guðrúnar, öll fædd nálægt Garðar, voru þrjú. Hólmfríður (Fríða), Þorleifur (Leifur) og Guðrún (Rúna). Fríða var kennari víða í ríkinu og um mörg ár í Jamestown. Kom hún sér ágætlega. Nú býr hún í Grand Forks. Rúna var yngst og er hún gift G. S. Goodman. Eiga þau einn son, Jerome David, sem er í félagsskap með föður sínum í landbúnaði. Eru þeir Goodmans feðgar víða þekktir fyrir sinn stóra og fyrirmynd- ar búskap. Rúna er mesta myndar kona og syngur hún svo vel að öllum þykir unun að. Hún syngur oft einsöngva og svo líka með öðrum á sam- komum. Leifur var eini sonurinn og dó hann fáum dögum eftir lát móður sinnar. Hafði hann umborið heilsuleysi í mörg ár. Leifur var hár og mynd- arlegur maður, sem kom vel fyrir. Hann var hugsunar- samur og lipur við móður sína og glaðlegur og vinalegur við alla. Hann var laghentur og duglegur þegar heilsan leyfði vinnu. Hann hafði fallega söngrödd og hafði yndi af söng. Guðrún og Leifur voru jarðsungin af séra Claude Snider sóknarpresti íslenzku byggðana í Pembinasýslu í Norður Dakota, og hvíla þau nú á meðal frænda og vina í kirkjugarði Garðarsafnaðar. Var útför Guðrúnar 3. janúar, 1963, en Leifs 17. janúar 1963. Nú kveðjum við þessa kæru vinj og þökkum þeim fyrir allt og allt. Við munum ávalt geyma þau í hjarta og minni. Blessuð er minning sú. Kathryn O. Thordarson. NÆRFÖT - SOKKAR - T-SKYRTUR LOWEST AIR FARES TO ALL SCANDINAVIAN COUNTRIES ONLY ON ICELANDIC LOWEST fares from New York of any scheduled airline...and even lower during Fall Thrift Season. Extra sav- ings on Family Plan and Thrift Sea- son fares for 10y2 months, Aug. 16 to Apr. 30; return Oct. 16 to June 30. Savings also apply to children 12 to 25. Save wherever you go... pay far less than jet Economy fares to key cities of Scandinavia and other European countries. Enjoy real lcelandic hospitality, free meals and cognac, expert service by 3 stewardesses on every long* range pressurized DC-6B. VISIT ICELAND, newest tourist discoYery. The PIONEER of low Fares to Europe /GELANDWaiiíunes 610 Fifth Ave. (Rockefeller Owiter) New York 20 PL 7-8585 WPITE FOR NEW YORK * CHICAGO * CAN PRANCISCO FOLDER XI ASK ANY TRAVEL AGENT ICELAND NORWAY SWEDEN DENMARK FINLAND ENGLAND HOLLAND GERMANY » MINNING: Mrs. Guðrún Johnson

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.