Lögberg-Heimskringla - 17.10.1963, Blaðsíða 3

Lögberg-Heimskringla - 17.10.1963, Blaðsíða 3
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 17. OKTÓBER 1963 3 Litíð um öxl Úldrællir úr Lögbergi og Heimskringlu frá fyrri árum Valið hefir Dr. Þorvaldur Johnson Úr Heimskringlu, 15. oklóber 1903: Markverð kona. Réri til fiskjar í 40 ár, og fór í 18 hákarlalegur. . . . Kona þessi, sem hér er látin ónefnd eftir beiðni, er ættuð frá Ögri í Helgafells- sveit í Snæfellsnessýslu, nú 59 ára gömul, en þó eins ung? leg og hraust eins og hún væri aðeins fertug að aldri... Innan fermingaraldur var hún látin róa til fiskjar á Breiðafirði, og tók þá strax fullan hlut, sem aðrir full- gildir hásetar. Síðar fór hún í vinnumennsku og vann hjá helztu mönnum í Stykkis- hólmi, svo sem Richter kaup- manni, séra Eiríki Kuld og Guðmundi á Þingvöllum . . . Séra Eiríkur galt henni í kaup 3V2 vættir á landsvísu, eða rúmar 40 krónur um árið. En Guðmundur á Þingvöllum galt henni 36 krónur; hjá hon- um var hún í sex ár og réri til fiskjar haust og vor. Vann honum fullan hlut fiskjar eins og karlmenn, en fékk þó að- eins hálft kaup á móts við þá. Hún má heita að hafa alið aldur sinn á sjónum, því að um 40 ára tímabil réri hún til fiskjar haust' og vor, og alstaðar bar vinna hennar sama árangur—heilan hlut mót hálfu kaupi. Auk þessa fór hún 1 18 hákarlalegur, allar í opnum áttæring, og margar þeirra um hávetrar- tíma. Tíu af þessum legum fór hún á eigin reikning. . . . Eins og margt annað fólk á íslandi hafði hún lesið vestanblöðin á síðari árum og langaði til að komast til Ameríku. En árangurinn af æfistritrinu á ættjörðinni varð ekki meiri en svo að hún átti ekki í fargjald sitt. Ætt- fólk hennar í Winnipeg, sem er vel statt, sendi henni far- gjald og á því kom hún svo vestur í sumar, og býr nú hjá því í góðu yfirlæti. . . Gat aldrei lesið Faðiryorið Skógargerði, 4. ágúst 1963 Kæra frú Ingibjörg. Eins og þú sérð leiddist mér að sjá Faðirvorið í blaðinu þínu. Þar sem það rifjaði líka upp gamalt litið æfintýri, þá greip ég penna, sem ég fæ þó illa stírt og skráði þetta, sem ég sendi þér. Ég vona að þú reiðist mér ekki, og auðvitað ræður þú, hvort þú birtir þetta djásn í blaðinu. Berðu nafna mínum kveðju og Ríkarði Beck ef þú hittir hann. Veitist jafnan gæfu og gengi góðum Vestur-lslendingum Þeirra hróður lengi lengi lifir vel á enskum þingum. Verið öll blessuð og sæl. Gísli Helgason. * * * Ég þakka Gísla fyrir bréfið og greinina, sem ýmissra or- saka vegna var ekki hægt að birta fyrr en nú. Fréttirnar í bréfinu voru úreltar og sleppi ég þeim — I.J. Gal aldrei lesið Faðirvorið Þegar ég las þessa frásögu í ykkar ágæta blaði rifjaðist upp fyrir mér atvik frá veru minni í Möðruvallaskóla vet- urinn 1900—1901. Það var siður Hjaltalíns skólastjóra að lesa bænir laust fyrir klukkan 9 á hverju kvöldi í efribekkjarstofu skólans, en að þeim loknum kl. 9 skildi farið að hátta, og haldið upp í svefnloftin, en ljósin slökkt niðri. Brátt fóru neðribekkingar að slá slöku við að hlýða á bænir, en sátu kyrrir við lestur eða skriftir, enda var ekki að þessu fundið. Ég var meðal þeirra, sem fyrstir hættu að hlýða á bænirnar. Svo var það eitt kvöld, að ég var að skrifa meðan bæn- ir voru lesnar hinu megin við þilið. Þegar ég heyri að tekið er að lesa Faðir vor, segi ég. Nú er víst bezt að hætta þessu kallirm er farinn að lesa Faðirvorið. Við hlið mér sat Vestfirðingur, sem tók mig þegar á orðinu. Segirðu Faðir- vorið spyr hann. Já, ég kvaðst ósmeikur við það, þetta væri algengt orð á Austurlandi, og sennilega mikið víðar, nema þá líklega ekki á Vestfjörð- um. Nú lentu margir í þessa deilu, og minnir mig að fáir fordæma Faðirvorið nema Vestfirðingar, sem vildu hafa kvennkynsgreinir eða Faðir- vorin. Bænin væri kvennkyns. Næsta dag var svo þetta mikla vanda- og deilumál lagt fyrir Hjaltalín íslenzku- kennarann. Hann kvað réttast að bænin Faðir vor væri greinislaus. Ég minnist nú ekki að hafa séð Faðirvorið á prenti ný- lega, en það mun ekki horfið enn úr mæltu máli alþýðu manna. Off. SP 2-9509—SP 2-9500 Res. SP 4-6753 OPPOSITE MATERNITY HOSPITAL Nell’s Flower Shop 700 NOTRE DAME Wedding Bouquets - Cut Flowers Funeral Designs - Corsoges Bedding Plants S. L. Stefanson—JU 6-7229 Mrs. Albert J. Johnson ICELANDIC SPOKEN Lennett Motor Service Operated by MICKEY LENNETT IMPERIAL ESSO PRODUCTS Hargrave & Bannatyne WINNIPEG 2, MAN. PHONE WHiteholl 3-8157 Crown Trust Company Executors and Trustees since 1897 offering a full range of personal and corporate trust services to Clients. We invite you to call or write us today. No obligation. 364 Main Street WH 3-3556 C. R. VINCENT, J. A. WAKE, Manager. Estates Manager. Mundy’s Barber Shop 1116 Portage Avenue G. J. JOHNSON, Manager 4 BARBERS Bezta og vinsælasta rakara- stofan í Winnipeg ASGEIRSON Paints & Wallpapers Ltd. 696 SARGENT AVE. Builders' Hardware, Paints, Varnishes, Wallpapers SU 3-5967—Phones—SU 3-4322 Benjaminson Construction Co. Ltd. 911 Corydon Avenue GR 5-0498 GENERAL CONTRACTORS Residential ond Commercial E. BENJAMINSON, Monoger VIÐ KVIÐSLITI Þjáir kviðslit yður? Fullkomin lækning og vellíðan. Nýjustu að- ferðir. Engin teygjubönd eða viðj- ar af neinu tagi. Skrifið SMITH MFG. Company Depi. 234, Preston, Ont. ROSE THEATRE SARGENT ot ARLINGTON AIRCONDITIONED CHANGE OF PROGRAM EVERY FOUR DAYS Foto-Nite Every Tuesday and Wednesday SPECIAL CHILDREN'S MATINEE Every Saturday Why nol visii ICELAND now? ALL-WAYS Travel Bureau Ltd., 315 Hargrave Street, Winnipeg 2, Man., WHitehalí 2-2535, is the recognized Agent of all steamship- and airlines, including Icelandic Airlines, and has assisted more Iceland- ers in Manitoba with their travel arrangements than any other travel agent. Mr. P. E. Salomonsen and Mr. A. A. Anderson, both Scandi- navians, will render you every assistance in connection with your travel, in an endeavour to have your trip as comfort- able and pleasant, yet in- expensive, as possible. Consult ALL-WAYS Travel Bureau Ltd. 315 Hargrave Street, Winnipeg 2, Man. WHitehall 2-2535 — Business and Professional Cards —

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.