Lögberg-Heimskringla - 17.10.1963, Blaðsíða 8

Lögberg-Heimskringla - 17.10.1963, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 17. OKTÓBER 1963 Úr borg og byggð Pumpkin Tea on October 24th in the auditorum of the Parish Hall, First Lutheran Church from 2 to 5 in the afternoon and from 7 to 10 in the evening. Conveners: Mrs. W. G. Johnson and Mrs. C. G. Anderson. Sale of candies, handicraft and homecooking, also candles. Sponsored by the Dorcas Society of the First Lutheran Church. ☆ Small family r e q u i r e s pleasant person for general housework. A friendly happy home for the right person. Private room, all modern conveniences. Apply Mrs. Linhart, 932 Renfrew Bay, Winnipeg. ☆ Betel Building Fund The publishers of Lögberg- Heimskringla, 303 Kennedy St., $10.00 — In memory of Tryggvi J. Oleson. Meðtekið með þakklæti K. W. Johannson, féhirðir byggingarsjóðsins. ☆ Rummage Sale sþonsored by Catholic Womens’ League at St. Mary’s School, Corner St. Mary Ave. and Hargrave. Friday night, October 18, 1963, 6 p.m. to 9 p.m. Satur- day morning, October 19, 1963 9 a.m. to 1 p.m. — Free parking in school yard. ☆ Vegna óvenju mikilla aug- lýsinga í þessu blaði varð all- mikið af settu lesefni að bíða næsta blaðs, dánarfregnir, gullbrúðkaup og fl. ☆ Fyrsti fundur Icelandic Canadian Club Ef óskadraumnum tókst ekki að rætast og ekkert varð af ferðinni til Islands í sumar, þá væri reynandi að bregða undir sig töfrateppinu og skokka á fyrsta fund Ice- landic Canadian Club sem haldinn verður þriðjudags- kvöldið 22. október, kl. 8.15 í Parish Hall Fyrstu lútersku kirkju. Skjótt mun teppið væna svífa af stað með mann, þá sezt verður á fundinum. Þar munu þrír menn úr stóra hópnum er gerðu reisu til íslands í sumar rifja upp minningar frá ferðinni. J. T. Beck segir frá ferðum sínum um sveitir og þorp landsins og viðhorfi öllu eins og það kom honum fyrir sjónir. W. J. Lindal, dómari, hefir orðið um Háskóla íslands og mun fara nokkuð út í hugar- þel aðstandenda hans til Vest- ur-lslendinga og tengsl við menningarmál vestra. Þá tekur til máls John Laxdal, kennari, og fer nokkr- um orðum um dagblöðin í Reykjavík og hvernig þau fögnuðu gestahópnum úr vest- urátt, sem sagður er að hafi verið hinn stærsti síðan út- lagarnir gerðu heimreið yfir hafið til að vera við alþingis- hátíðina frægu 1930. Kaffi og kræsingar verða auðvitað bornar gestum í fundarlok. Allir vita hvar Parish Hall stendur á Victor St., rétt fyrir sunnan Sargent Ave. Fjölmennið þið nú, blessaðir landar, því hér verð- ur frá mörgu sagt. — C.G. ☆ Karl Grímson 1871 — 1963 Karl Grímson var fæddur á Islandi 1871. Níu ára að aldri fluttist hann til Minnesota með móð- ur sinni og tveimur systkin- um. Sjötta desember 1895 kvæntist hann Kristínu Rósu Sigurpálsdóttur. Bjuggu þau nokkur ár í ís- lendinga byggðum í Norður Dakota en fluttu um aldamót til Raymönd, Washington. Árið 1911 fluttu þau til Ed- monton og 1917 festu þau kaup á landi i Wynyard byggð. Fluttu þau inn í bæinn Wynyard 1948. Þar dó Kristín og fór þá Karl til sonar síns, en síðasta árið var hann á elliheimilinu í Wynyard „Golden Acres“. Eignuðust þau Kristín og Karl fimm börn, fjórar stúlkur og einn dreng. Eftirl'ifandi börn þeirra eru, Rose gift P. A. Peters í Cali- fornia, Olive gift G. D. Alair, Victoria, B.C., Lillian í Cali- fornia og Walter í Wynyard. Karl var skýrleiksmaður, svo stálminnugur að hann mundi nöfn á bæjum og gat lýst landslagi á íslandi, sem hann yfirgaf 9 ára. Og fólki, sem hann hitti einu sinni gleymd'i hann svo að segja aldrei. En vinir hans minnast hans fyrst og fremst fyrir hina einstæðu ljúfmennsku. Gerði hann gott úr öllu og MESSUBOÐ Fyrsta lúterska kirkja Sr. V. J. Eylands, Dr. Theol. Heimili 686 Banning Street. Sími SUnset 3-0744. Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: A ensku: kl. 9.45 f. h 11.00 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. Sunnudagaskóli kl. 9.45 f. h. aldrei skyldi maður heyra hann hallmæla nokkrum manni þó hans lífskjör væru erfið sérstaklega í æsku (11 ára byrjaði hann að vinna) þá lét hann það ekki á sig fá. Var hann jafnan glaðlegur og spaugsamur. Enda spurðu dætur hans í sumar sem leið þegar þær sáu hve honum var að hnigna, „Has he still his wonderful sense of humor?“ Hann dó 10. ágúst tveimur dögum fyrir 92 ára afmælið, þegar maður nær svo háum aldri er dauðinn ekki sorgar- efni. En Karl hélt svo fullum sálarkröftum alveg fram í andlátið en söknuðurinn í bili er sá sami eins og þó yngri væri. Viljum við vinir hans í Wynyard þakka honum fyrir trygga vináttu og margar glaðar og góðar stundir sem við áttum með honum. J. D. Johnson. Þjóðræknissamkoma í Brown Manitoba Stjórnarnefnd Þjóðræknis- félagsins hefir nú séð um að allar deildir félagsins í Mani- toba hafa verið heimsóttar og ýmsir nefndarmenn hafa skemmt þar á samkomum. í haust er leið var farið til Sel- kirk, Gimli, Arborg og Lund- ar, og einnig Fróns samkoma haldin í Winnipeg. Hafa dr. Beck, frú hans, og Hólmfríður Danielson skemmt á öllum þessum samkomum; prófessor Haraldur Bessason á flestum þeirra og séra P. M. Péturs- son, núverandi forseti, hefir verið nokkrum sinnum með í förinni og flutt erindi. Laugardaginn 5. okt. var farið til Morden, í ljómandi sumardags blíðu; og voru í förinni dr. og Mrs. Beck, próf. Haraldur Bessason, Hólmfríð- ur Danielson og J. T. Beck. Staðnæmst var hjá systrun- um frú Lovísu Gíslason og frú Pálínu Sigurdson þar sem fínustu rjúkandi réttir biðu gestanna, og var þeim gerð góð skil. Síðan var farið til Brown, um fimmtán mílur s.- vestur frá' Morden, þar sem ísl. félagshúsið er. Isl. byggð- in í Brown er nú orðin mjög strjál og hefir víst öll byggð- in sótt samkomuna, því þar voru yfir sextíu manns. Ungur maður, Olafur Lin- dal, forseti „Islands" deildar, setti samkomuna á ágætri ís- lenzku og kallaði á J. G. John- son til að kynna gestina. Dr. Beck og próf. Bessason fluttu mjög skemmtileg ávörp; frú Margrét Beck sýndi og skýrði fallegar litmyndir frá íslandi; frú Hólmfríður skemmti vel að vanda með upplestri á ísl. og ensku. Las hún „Vöku- maður“ eftir Davíð Stefáns- son, grínkvæði eftir Guttorm, og ákaflega hlægilega grein á ensku sem fjallaði um „The ,Hot Line‘ to Moscow." Inn á milli skemmtu allir sér með söng, og spilaði frú Lovísa listilega undir. Einnig flutti hún stutta tölu um ferðina til Islands í sumar og flutti kveðjur frá ýmsum. Endaði svo allt með ágæt- um kaffiveitingum sem kon- urnar báru fram með sinni venjulegu rausn. Komið var aftur til Winnipeg um klukk- an tvö um nóttina og þar beið frú Ása Bessason með heitt kaffi á hinu prýðilega nýja heimili þeirra hjóna, að 84 Triton Bay í St. Vital. WARD 2 FOR SCHOOL BOARD Re-elect ANDREW MOORE He Supports: • Sound Educational Standards. • Sounded phonics in primary reading. • The best welfare of all children. EXPEHIENCE DOES COUNT Give your second choice to Mrs. Agnes McGavin. MOORE, Andrew | I~| AUGLÝSING um innköllun hlutabréfa í H.f. Eimskipafélagi íslands og útgáfu jöfnunarhlutabréfa Aðalfundur H.f. Eimskipafélags Islands 2. júní 1962 samþykkti að nota heimild þá, sem veitt er í D-lið laga nr. 70, 28. apríl 1962 um tekju- og eignarskatt, um útgáfu jöfnunarhlutabréfa, og á aukafundi félagsins 29. desember 1962 var þessi samþykkt endanlega staðfest, og samþykktum félagsins jafnfram breytt í samræmi við þessa ákvörðun. Með skírskotun til samþykktar þessarar, tilkynnist hluthöfum félagsins hérmeð, að innköllun hlutabréfanna er nú hafin, og vestanhafs verður henni hagað í aðalatriðum á þann hátt sem hér segir: Hlutabréfin ásamt stofnum af arðmiðaörkum skulu af- hent hr. Árna G. Eggertson, 209 Bank of Nova Scotia Bldg., Portage Avenue and Garry Street, Winnipeg 1, Man. (Ekki ,er nóg að afhenda eða senda stofninn af arðmiðaörkinni einan, heldur verður að afhenda sjálft hlutabréfið). Þeir hluthafar, sem ekki geta komið því við, að senda hr. Árna G. Eggertson hlutabréf sín, geta sent honum þau í ábyrgðarpósti, og sendir hann hlutabréfin síðan áfram til aðalskrifstofu Eimskipafélagsins í Reykjavík. Með því að hlutabréfin eru nafnskráð, er nauðsynlegt að skrifa á bakhlið þeirra greinilegt nafn og heimilisfang þess, sem hlutabréfin skulu nafnskráð á. Hafi orðið eigendaskipti á hlutabréfi. skal útfyllt sérstakt eyðublað með tilkynningu um eigendaskiptin. Eyðublöð þessi má fá hjá hr. Árna G. Eggertson. Hluthafar fá kvittun fyrir þeim hlutabréfum, sem þeir afhenda eða senda hr. Árna G. Eggertson. og verða hin nýju hlutabréf síðan gefin út og send hluthöfum í ábyrgðarpósti beint frá skrifstofu Eimskipafélagsins í Reykjavík. Sé um að ræða mörg hlutabréf í eigu sama hluthafa, verður aðalreglan sú, að þau verða sameinuð í stærri hluta- bréfum, nema sérstaklega sé óskað að það verði ekki gert. Ef um er að ræða skipti á stærri hlutabréfum t.d. milli erfingja, verða gefin út smærri hlutabréf sé þess óskað, en "þó eigi minna en 250 kr., sem er nafnverð minnstu hluta- bréfanna. Ef hluthafar óska af einhverium ástæðum að halda sínum gömlu hlutabréfum, skal það sérstaklega tekið fram þegar hlutabréfin eru afhent eða send, en nauðsynlegt er að afhenda félaginu þau, svo hægt sé að stimpla þau með ógildingarstimpli, áður en þau eru send hluthafa aftur. Nú hefur hlutabréf glatast eða eyðilagst á einhvern hátt, og skal það þá tilkynnt hr. Árna G. Eggertson. Eyðu- blöð fyrir slíkar tilkynningar má fá hjá honum. — Um út- gáfu nýrra hlutabréfa í stað glataðra og skemmdra fer eftir ákvæðum 5. gr. félagssamþykktanna. Reykjavík, 12. júlí 1963, H.F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.