Lögberg-Heimskringla - 17.10.1963, Blaðsíða 6

Lögberg-Heimskringla - 17.10.1963, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 17. OKTÓBER 1963 GUÐRÚN FRA LUNDI: ÖLDUFÖLL Skáldsaga Gunnvör bjó sig undir að flytja í sjálfsmennsku út í kaupstað. Á sumardagsmorg- uninn fyrsta kom Hrólfur labbandi utan mýrarnar. Fáir voru hrifnir af þeirri heim- sókn. Hann gerði boð fyrir Gunnvöru. Hún gekk til dyra og var heldur stutt í spuna, þegar hann heilsaði henni með innilegum hamingjuósk- um um gleðilegt sumar og þakkaði henni fyrir veturinn. „Það er nú bara það hlá- legasta, að við höfum aldrei sézt á vetrinum“, sagði hún. „Nún, jæja. Ég mundi þetta nú ekki almennilega“, sagði hann hálf vandræðalegur. „En mamma hefur alltaf verið að búast við þér í allan vetur. Það hefur ekki verið dregið í spil hjá okkur að heitið geti, því að við erum of fá til þess að fara í víist“, sagði hann. „Um það varðar mig ekk- ert“, sagði hún. „Ég er ekki alveg búin að gleyma því, sem móðir þín kastaði framan í mig á hvítasunnudaginn síð- astiiðið vor. Og hef því ekki hugsað mér, að verða gestur hennar þessar vikur, sem ég á eítir að vera í nágrenninu“. „Ja, þá varð ég nú alvar- lega hissa, þegar ég frétti að þú ætlaðir að fara að flytja út í kaupstað. Mamma vill endilega fá þig fyrir vinnu- konu næsta ár. Það yrði betra fyrir þig, en fara á mölina, anslausa mölina. Þar álítum við að ómögulegt sé að lifa“, sagði hann. „Ég treysti mér ekki til þess að vinna lengur hér á Stóru- Grund, og því síður á Litlu- Grund“, sagði hún. „Þér myndi áreiðanlega líða betur hjá okkur. Það máttu vera viss um. Hún hefur ekki verið að breyta til hún Brynka gamla, það sýnir að mamma er henni góð húsmóð- ir,“ stamaði Hrólfur. „Það hefur víst enginn get- að sagt um það, hvernig hún hefur það hjá ykkur, og ekki langar mig og líklega enga aðra konu, að taka við verk- unum hennar“, sagði Gunnvör og iór inn í bæinn, án þess að bjóða gestinum góðgerðir, sem var þó vanalegt í sveitinni þá. Gunnvör fann að húsmóðir hennar var kaldari við hana í viðmóti síðan hún vissi, að henni væri það alvara að fara í burtu á næstu krossmessu. Þess vegna gat hún ekki verið að biðja um góðgerðir handa þessum eina gesti, sem bar þar að garði, sem kom til að finna hana. Hrólfur rölti til og frá um hlaðið nokkra stund. Þá kom Bjarni út og bauð honum inn. Hrólfur var óvenju fátalaður og kvartaði um, að sig vantaði kvenfólk. „Það geta nú fleiri sagt en þú“, sagði Friðrika. „Ég skil nú bara ekkert í henni Gunnvöru, að vilja hvorki vera kyrr hjá þér eða fara til okkar“, sagði Hrólfur. „Það hefst allt af því, að þessi fallega Sigríður kom ningað“, sagði Friðrika stutt- æga. „Hún hefur víst gyllt það fyrir henni að flytja út í Kaupstaðinn. Þar þarf víst ekkert að vinna“. „Já, hvernig er hægt að lifa án þess“, sagði hann. „Nei, petta hlýtur að vera einhver misskilningur. Sigríður hefur ekki talið hana á það. Ég trúi engu misjöfnu um hana“. „Það er nú víst ekkert ljótt við það, að telja kunningja sma á að vera þar, sefn þeim iíður vel. Sigríður er nú búin að ná sér í duglegan mann og ætiar ser sjáifsagt að hafa góða daga, enda er hún ekki xyrir ernðisvinnu, litla stúlk- an“, sagði Friðrika. „Svo að þetta segir þú, kona góð“, sagði hann. „Mér sýnd- ist hún vinna ágætlega". „Jæja, þá erum við ekki á sama máli. En ólíklegt þykir mér samt, að móðir þín hefði orðið hrifin af verkunum nennar", sagði Friðrika. „Það var víst eitthvað svip- úö álit, sem hún hafði á Sig- nði“, sagði hann dauflega. „En þar heiði orðið mér að mæta, ef hún hefði unnið á nitiu-Grund“. Gunnvör taldi dagana til Krossmessunnar. Það voraði vel til alirar ógæfu fyrir hana. Hún varð að vinna á túninu og kljúía taðið, áður en hún liutti burtu. Farangurinn var ekkert annað en einn rúm- ratapoki, koffort og einhver pokaskjatti ofan á milli. Rokk- mn sinn reiddi hún á kné sér. Pað tók því ekki að biðja um hest undir hann. Toni litli fór imeð henni. Henni brá illa við, þegar hún sá rjúka í Bakkabúð. Hún hafði búizt við því, að Hallfríður yrði ílutt í nýja húsið eins og um nafði verið talað. Hallfríður kom út og bauð Gunnvöru velkomna með hinu góðlega brosi sínu. „Ég hef lagt í vélina flesta daga síðan ég flutti. Mér leið- íst svo, að sjá ekki rjúka“, sagði hún. „Ekki er nú bú- slóðin mikil. Lítið var það, sem ég flutti með að Bakka- búð. En það var þó á tveim hestum. Og ekki átti ég pott, ketil eða disk í eigu minni. En En nú þegar ég flyt burtu úr þessum blessuðum kofum, finnst mér ég vera orðin rík“, sagði Hallfríður. „Það er svipað með mig. Ég á ekki neitt til neins. Og verð að byrja með að kaupa í skuld, hvernig sem gengur að borga“, sagði Gunnvör. „Vertu ekkert að kvíða því. Náttúrlega tekur þú fisk eins og við hinar. Bezt er að vera í ielagi við einhverja. Svo get- ur þu íengið sma snúninga, sem oorgaöir eru vel. Það er nremt eKKi það versta, að nytja á molina", sagði Hall- íriöur. „Her sýður á Katli. Við iáum oKKur þá iíklega kaffi- sopa til hressingar og bjóð- um þessum laglega hesta- sveim þinum með okkur. Ég neí látið rusi i véiina, svo að pao ryKi upp úr rörinu á nverjum degi“. „Þetta er likt þér, að taka svona á móti mér“, sagði Gunnvör kiokk af þakklæti. „Ég er ekki búin að gleyma þvi, þegar ég ílutti hingað. Pa var gott aö eiga góða vin- Konu, sem tók vei á móti mér. Það var Þorbjörg í Nausti. Ég býst við, að hun verði þér ekki slæm nágrannakona". „Já, ég vona að mér leggist eitthvað tii, svo að ég geti dregið áfram iífið hérna. En ekki er þó beint hægt að segja, að spáð hafi verið vel fyrir mér um það“, sagði Gunnvör. Toni bjóst til heimferðar, þegar hann var búinn að drekka kafíisopann með kon- unum. Hann fór aftur til baka með Skjóna Gunnvarar. Hann átti að tá að ganga í högunum á Stóru-Grund um sumarið. „Ekkert er líklegra, en ég verði að lóga honum í haust, aumingja klárnum“, sagði hún og strauk honum um höf- uðið með lófanum. Það stóðu tár í augum hennar. Það voru fyrstu og síðustu tárin, sem hún gaf sveitalífinu, sem hún var nú að segja skilið við. Fram undan var fyrir henni óþekktur verkahringur, sem hún vandist furðu fljótt. Hún tók fisk í félagi við Hallfríði og Þorbjörgu í Nausti. Eftir mánaðartíma var hún orðin vel ánægð með hlutskipti sitt í þessu nýja umhverfi. Það var stundum talsvert erfiði í fiskvinnunni, en svo komu þægilegar hvíldir á milli. Þá var gott að vera sjálfs sín húsbóndi og njóta hvíldar- innar, að loknu erfiði. Þá var farið að lífga við hálfkulnað- an móeldinn og hita sér kaffi- sopa, eða það, sem var langt um betra og þægilegra, að kveikja á olíuvélinni og hita á henni. En hún eyddi tals- verðri olíu, sem kostaði pen- inga. En í það dugaði ekki að horfa. Einn daginn um miðaftans- bil sótti á hana svo mikill svefndrungi, þegar hún kom heim eftir erfiðan vinnudag við að bera saman hálf þurran fiskinn, að hún hallaði sér út af, áður en heitt var orðið á katlinum. Hún sofnaði að nokkru leyti, en heyrði þá inn um opinn gluggann, að sagt var í þægilegum konuróm: „Hér held ég að Gunnvör eigi heima“. Gunnvör rauk á fætur. Skyldi hana hafa verið að dreyma eða ætlaði einhver sveitakona að líta inn til hennar. Það hafði hún tæp- lega getað vonað að kæmi fyrir. Skyldi það geta skeð, að Friðrika væri búin að melta þykkjuna, sem í henni var út af þvi, að hún fór 1 burtu frá henni. Það voru barin þrjú högg á þæjarþilið að gömlum sveita- sið. Gunnvör neri andlitið með votu handklæðishorni áður en hún gekk til dyra. Það voru þá bara mæðgurnar frá Fjalli, sem stóðu úti í sín- um beztu fötum, eins og vana- legt var, þegar farið var í kaupstaðinn. Gunnvör varð yfir sig hissa. „Það datt mér nú aldrei í hug, að þú færir að heim- sækja mig, Vilborg mín bless- uð“, sagði hún og bauð gest- um sínum að ganga í bæinn, þó að hann væri tæplega samboðin slíkum gestum. „Við erum víst að villast hér“, sagði Vilborg. „En gott var þó að finna þig hérna“. „Ætlaðir þú kannske að finna Þorbjörgu?“ spurði Gunnvör og leit á hana. „Nei, Þorbjörgu langar mig ekkert til að finna“, anzaði Vilborg. Og það brá sem snöggvast fyrir á andliti henn- ar köldum þóttasvip, sem Gunnvör kannaðist svo vel við. „En Elínborg mín ræður ferðinni í þetta skipti. Hún vill endilega sækja heimboð, sem bróðir hennar gerði henni í réttunum í haust. Ég kann ekki við annað en fylgjast með henni. Það fer víst svo að lokum, að foreldrarnir verða að láta í minni pokann fyrir börnunum, þegar þau eru ráðrík“. Gunnvör bauð þeim til sætis á rúmið, því að ekki voru til stólar á því heimili. When alcohol is fhe sportsman’s friend The resulf may be A SAD-SAD-END One In a teries presented in the puhlic inlerest hy the MANITOBA COMMITTEE on ALCOHOL EDUCATIOM Departroent of Education, 116 Edmonton Street* Winnipeg 1, Manitoba 61-2

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.