Lögberg-Heimskringla - 07.11.1963, Page 5

Lögberg-Heimskringla - 07.11.1963, Page 5
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 7. NÓVEMBER 1963 5 Ella Wells 1879 — 1963 skólastjóri sunnudagsskólans á annan áratug. Fyrir þessi og önnur félagsstörf var hún heiðruð með samsæti á fimm- tíu ára giftingarafmæli sínu, og um leið kjörin heiðurs- félagi kvenfélagsins. Kristin- dómurinn var henni hjart- fólgið mál. Hún gekk aldrei úr leið þegar klukkurnar kölluðu til helgra tíða. Síð- asta gönguför hennar utan 2. þingmaður ísfirðinga, 1881 —1885, og seinni kona hans, Guðríður Hafliðadóttir, fædd 4. nóv. 1840, dáin 13. jan. 1902. Hún var dóttir Hafliða Hafliðasonar að Borg í Skötu- firði, og konu hans, Helgu Jóhannesdóttur. Foreldrar Þórðar voru Magnús Þórðar- son, prestur að Rafnseyri, og kona hans, Matthildur Ás- geirsdóttir prests að Holti í Önundarfirði, Jónssopar. Ás- geir var móðurbróðir Jóns Sigurðssonar forseta. Abigael Mrs. Ella Wells vænn og vinsæll maður, og sambúð þeirra hjóna var talin mjög ástúðleg. Þau fylgdust að um langa ævi, og luku jarðvist sinni með stuttu millibili. Bæði höfðu þau ver- ið vistmenn á Elliheimilinu Slafholt í Blaine í nokkur ár, og þar létust þau; hún 9. maí, og hann 8. ágúst. 1 maíbyrjun var hún tilbúin að takast ferð á hendur til ís- lands, ásamt dóttur sinni. Var ferð þeirra ráðin með hópnum sem flaug beina leið frá Van- couver. Lifði hún lengi í til- hlökkun að sjá æskustöðvarn- ar eftir sjötíu ár. Allt var þeg- ar tilbúið. Ferðaskrifstofa ís- lands hafði skrifað henni bréf, og ráðstafað ferðum hennar um ögurhrepp í ísa- fjarðarsýslu. Var ráðgert að koma við á Skarðseyri, en þar hét áður að Þórðareyri, en þar ólst hún upp fram um ferm- ingaraldur. En staðurinn er nú í eyði. Þessi fyrirhugaða ferð hefði sennilega orðið næðings- söm, eins og veðráttu var farið á norður og vesturlandi, síð- ast liðið sumar. Ekki hefði það heldur orðið sársauka laust fyrir hana að sjá æsku- heimili sitt í auðn. En æðri ráðstöfun forðaði henni bæði frá kuldanum og vonbrigðun- um. Hún var kvödd til ann- arar farar, inn í hlýtt og sól- ríkt land, þar sem þeir eiga góða heimvon, sem eins og hún, eru knúðir af guðstrú og mannkærleika til góðra verka. Þau hjón hvíla nú hlið við hlið í hinum fagra reit Blaine bæjar. Þaðan er fagurt útsýni yfir láð og lög. Það fennir ótt í sporin, en þeir sem þekktu þessa konu, og mann hennar, þakka þeim samfylgdina, og geyma minningu þeirra í þakklátum hjörtum. V. J. E Leskaflor í íslenzku handa byrjendum Prof. Haraldur Bessason Prof. Richard Beck, Ph.D. XLVI Next we shall consider the declension of the strong masculine nouns sióll (chair) and himinn (heaven). Sing. Nom. stóll himinn Acc. stól himin Dat. stóli himni Gen. stóls Plur. himins Nom. stólar himnar Acc.. stóla himna Dat. stólum himnum Gen. stóla himna Translate into English: Stóllinn er úti í einu horni stofunnar, en arinninn er fyrir miðjum vegg. í arininn látum við oftast kol eða ein- hvern annan eldivið. Himnafaðirinn lætur rigna á fjöll og í dali, á hóla og hæðir. Jón Ögmundsson sat fyrstur á biskupsstóli á Hólum í Hjaltadal. Ég lánaði Þórarni lykil að útidyrahurðinni. í Heilagri ritningu er sagt, að himnarnir séu bústaðir réttlátra og að skapárinn eigi heima á himnum. Langt er þó til himins. Bílar eru nú mjög algengir á Islandi, og eigendum bíla fjölgar með ári hverju. Henni verður ekki reistur minnisvarði á alfaraleið, og líklega syngur henni enginn lof í ljóðum. Hvors tveggja var hún þó makleg að dómi þeirra sem þekktu hana. Hún fetaði trúlega í fótspor kyn- systur sinnar sem varð fræg forðum fyrir að bera lampa með logandi ljósi, og líkna þjáðum og deyjandi mönnum. En að baki hennar stóðu engar nefndir, eða skipulögð sam- tök. Hún veitti kærleiks- þjónustu, og vann líknarstörf, eingöngu af innri 'hvöt, og án þess að hugsa til lofs eða launa. Vettvangur hennar var takmarkaður við lítinn hóp útfluttra íslendinga sem komu til Vesturheims til þess að tína gullepli af lífsins tré, en fundu hvergi, þegar til kom frjósöm tré eða fagra lauka, en féllu oft örmagna við veginn er á daginn leið, særðir og hrjáðir. Um hana má segja, eins og sagt var um Dorkas forðum, að „hún var auðug af góðum verkum og ölmusugjörðum sem hún veitti. “ Hún gekk langan og gifturíkan æviveg og bar ljós trúar, vonar og kærleika þar sem leið hennar lá. Ég, sem rita þessar línur, átti samleið með henni um nokkur ár, fyrir aldarfjórðungi síðan. Ég sé hana enn glöggt í hugarsýn. Hún er oft á gangi um götur bæjarins þar sem hún átti heima, og jafnvel úti um holt og hæðir þar sem lítil hús voru falin í rjóðum skóg- arins. Hún er ávalt vel klædd, tíguleg í útliti og virðuleg í allri framkomu. Hún rekur alltaf .sama erindið: að gleðja bágstadda. Ég'sé hana þar sem hún gengur hljóðum skrefum um híbýli veikra og snauðra. Hún kemur ævinlega færandi hendi, fátæk kona, sem miðlar af auðlegð hjarta síns. Ef til vill er það aðeins vingjarn- legt bros og hvatningarorð, sem hún flytur; ef til vill eru það smágjafir, flýkur sem hún hafði saumað fyrir veiku kon- una eða litla barnið, eða ávextir, eða blóm úr eigin garði. Hún fæddi aldrei börn, en hún var að eðli sönn móðir og mikill barnavinur. Hún tók sér kjördóttur, og unni henni hugástum. Hún heitir Marian Kristín,1 íslenzk í móðurætt, dóttir Sigrúnar og Norman Plummer. Kristín, móðir Sigrúnar, var seinni kona hins vel þekkta athafna- manns, ófeigs Sigurðssonar í Calgary, Alberta. Hún taldi tökubarnið mestu guðs-gjöf ævi sinnar. Litla stúlkan óx upp, reyndist gáfuð og fjöl- hæf, og varð merk kennslu- kona og leiðtogi í félagsmál- um. Hún endurgalt ást fóstru sinnar í ríkum mæli, og reyndist henni ástrík og um- hyggjusöm svo að af bar. Hún var um mörg ár forseti kven- félagsins í kirkju sinni, og húss var kirkjuganga, sunnu- daginn áður en hún lézt. Síð- asta offrið var peningagjöf sem hún sendi til að hjálpa til að skreyta kirkju sína. Hún annaðist einnig gamalmenni á heimili sínu, árum Saman, fyrir lítið eða ekkert gjald. Þá var enginn ellistyrkur veittur, sjúkratryggingar eða barnavernd. Gamalmenni og börn voru sett á Guð og gadd- inn. Nú er mikil breyting orð- in á skipulagning þeirra mála, mildi og mannúð ríkja, eng- inn þarf að líða skort þó efnin séu smá, eða fátt til vina. Á þessum árum heyrði ég talað um líknarstörf hennar inflúenzu árið mikla. Læknar voru þá fáir, og hjúkrunar- konur engar, Þá gekk þessi hægláta kona að heiman og stundaði líknarstörf í annarra manna húsum. Hún hjúkraði sjúkum eftir mætti, þvoði þvotta, ræsti húsin, veitti framliðnum nábjargir, og matreiddi tíðum fyrir þá sem voru á bakaleið til lífsins. Margir blessuðu skuggann hennar þá, en nú eru þeir flestir horfnir sömu leiðina og hún sjálf. * * * Hún hét fullu nafni Abigael Þórðardóttir. Hún var fædd í Hattardal í Álftafirði, Norður ísafjarðarsýslu, 4. sept. 1879. Foreldrar hennar voru Þórður Magnússon, f. 26. sept. 1829, dáinn 7. apríl 1896, bóndi og fluttist vestur um haf með foreldrum sínum, árið 1894. Settist fjölskyldan fyrst að í Baldur, Manitoba, og þar gafst henni tækifæri til að sækja gagnfræðaskóla um hríð. Um langskólanám var ekki að ræða. Engu að síður varð hún vel menntuð kona; hún var sílesandi, mjög eftir- tektarsöm og stálminnug. Hún las mikið af klassiskum bók- menntum, bæði á ensku og íslenzku, og hafði gott vald á báðum málunum. Hún var einnig áskrifandi að ýmsum góðum tímaritum, fylgdist vel með og gat rætt áhugamál líðandi stundar. Hún skrifaði allmargar blaðagreinar, bæði á ensku og íslenzku, fyrir blöð vestanhafs. Skömmu eftir aldamótin fluttist hún vestur til Blaine, Washington, ásamt systkinum sínum, þ e i m Magnúsi Þórðarsyni, sem lengi var kaupmaður í Blaine, og Matthildi, sem varð seinni kona séra Halldórs E. John- son. Átti hún heima í Blaine lengst af síðan, en dvaldist þó um skeið bæði í Everett, Washington og Cloverdale, B.C., 24. des. 1902 giftist hún Charles Wesley Wells, en hann var ættaður frá Green County, Kentucky, og fæddur þar 20. maí 1877. Hann stund- aði timburverzlun lengst æv- innar, hafði einnig rekið sæl- gætisverzlun um tíma, og stundað önnur störf. Hann var Vocabulary: algengir, adj., common, nom. plur. masc. of algengur arinn, masc., fireplace, hearth biskupssióli, masc., bishopric, dat. sing. of biskupssióll bílar, masc., cars, nom. plur. of bíll búsiaðir, masc. dwelling place, nom. plur. of búsiaður dali, masc., valleys, acc. plur. of dalur eigendum, masc., owners, dat. plur. of eigandi eldivið, masc., fuel, acc. sing. of eldiviður fjölgar. increase in number, pres. ind. of fjölga fjöU, neuter, mountains, acc. plur. of fjall Heilagri riiningu, fem., The Holy Writ, dat. sing. of Heillög riining himnafaðirinn, the heavenly father horni, neuter, corner, dat. sing. of horn hóla, masc., hills, acc. plur. of hóll hæðir, fem., hills, elevations, acc. plur. of hæð kol, neuter plur., coal langt, adv., far lánaði, lent, pret. ind. of lána lykil, masc., key, acc. sing. of lykill læiur, lets, pres. ind. of láta með ári hverju, every year miðjum, adj. (dat. sing. in the masc. gender), mid —, in the middle of, the nom. sing. masc. is miður réiilátra, adj., righteous, gen. plur. of réiilátur rigna, rain skaparinn, the creator siofunnar, fem., room, gen. sing. of siofa úiidyrahurðinni, fem., front door, dat. sing. of útidyra- hurð Þórarni, dat. (see himni)

x

Lögberg-Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.