Lögberg-Heimskringla - 21.11.1963, Blaðsíða 1

Lögberg-Heimskringla - 21.11.1963, Blaðsíða 1
Högberg - ^etmsfertngla Stofnað 14. Jan.. 1888 Stofnuð 9. sept.. 1886 77. ARGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 2l~NÓVEMBER 1963 NÚMER 44 Hon. K. Valdimar Björnson: Sendiherrann sextugur Neðansjávargos SV af Eyjum í þeim mikla heillaóska fjölda sem berast munu Thor Thors á sextugs-afmælinu vilja Vestur íslendingar, bæði í Kanada og Bandaríkj- unum, sannarlega teljast með. Hann er sendiherra íslands í báðum löndunum — auk þess að hafa verið frá upphafi „ambassador“ lands síns hjá Sameinuðu þjóðunum. Þá er hann líka sendiherra íslands í Suður Ameríku löndunum, Brasilíu, Argentínu og Kúbu. Ambassador Thor Thors í Vesturálfu er Thor merk- ur brautryðjandi í utanríkis- þjónustu Islands. Það mætti vel heimfæra á sendiherrann sjálfan orð þau sem hann not- aði í niðurlagi kafla um föður sinn, Thor Jensen, sem birtust í bókinni, „Faðir minn“, og eru á þessa leið: „Faðir minn sameinaði það að Vera sannur hugsjónamaður og mikill at- hafnamaður. Hann var braut- ryðjandi.“ Athafnasamur og hugsjóna- ríkur hefur Thor með sönnu verið frá því er starfsferill hans hófst heima á íslandi. Og hann hefur fengið að inna af hendi það mikla hlutverk að vera brautryðjandi í þjónustu þjóðar sinnar á þýðingar- miklum vettvang'i frá því er stríðið mikla geisaði 1940, og fram á þennan dag. Foreldrar hans voru ein- stæð hjón, að mannkostum og hæfileikum. Nú verða hundr- að ár liðinn hinn þriðja dag næsta mánaðar síðan Thor Jensen fæddist í Danmörku — og 85 ár í sumar sem leið, síðan hann kom til íslands, rúmlega 14 ára drengur, að vinna við verzlun á Borðeyri við Hrútafjörð. Thor minnist með réttmæti drengsins danska sem varð sann-íslenzk- ur höfðingi, í greininni um föður sinn, er hann hugsar til landnámsins í fornöld, og segir: „En landnám íslands hefur haldið áfram . . . Einn þáttur þess er landnám drengsins, sem kom frá Dan- mörku. Hann nam ekki í öndverðu víðáttumikið land, að hætti fyrstu landnáms- mannanna. Landnám hans var lítil búðarhola. En þaðan lá leiðin víða og mörgu var af- kastað. Faðir minn átti þátt í að vekja þjóðina, skapa hið nýja Island, og á þann veg opna leiðina til sjálfstæðis og fullveldis.“ Aðal starf Thors sendiherra í nærri fjórðung aldar hefur einmitt verið bundið Við sjálfstæði og full- veldi Islands í milliríkjamál- um þess. Thor Jensen giftist Margréti Þorbjörgu Kristjánsdóttur, ættaðri af Snæfellsnesi, 21. maí 1886, og Thor „afmælis- barnið“ sem nú er he'iðraður, var fæddur 26. nóvember 1903, í Reykjavík, hið níunda af tólf börnum þeirra. Frú Margrét dó haustið 1945 og Thor Jensen tveimur árum seinna. Einn náinn ættingi frú Margrétar — Kristján Richter, bróðir hennar, er enn á lífi í hárri elli, í St. Paul, Minnesota, sá eini sem eftir er af þeim ættlegg. Sendiherraefnið lauk stúd- entsprófi Við Menntaskóla Reykjavíkur 1922 og varð kandidat í lögfræði við Há- skóla íslands 1926. í báðum stofnunum skaraði hann fram úr við nám, og sló hann met á sinni tíð í lagaprófinu. Hann stundaði framhaldsnám á Cambridge í Englandi og við Sorbonne-hásskólann í París. Hann var forstjóri fjölskyldu- fyrirtækisins, þ. e. útgerðar- félagsins „Kveldúlfur“, 1927 —34, og forstjóri í Sölusam- bandi íslenzkra fiskframleið- enda 1934—40. Tengls Thors við Vestur- heiminn byrjar einmitt með starfi hans í fiskisölu. Hann fór sendifarir á vegum SIF í markaðsleit og öðrum verzl- unarerindum, til Argentínu og Brasilíu 1935 og til Ný- fundnalands og Norður-Ame- ríku 1938. Hann varð formað- um sýningarráðs Islands á heimssýningunni í New York 1939. Hinn glæsilegi ferill hans í utanríkisþjónustunni byrjar 1. ágúst 1940, er hann var skipaður aðalræðismaður íslands í New York, og þá varð hann fyrsti sendiherra íslands í Bandaríkjunum, með aðsetur í höfuðborginni Wash- ington, 23. október 1941. Síðan hafa bætzt við sendiherra- stöður sem hann heldur sam- Framhald á bls. 2. Snemma á fimmtudags- morguninn 14. nóvember var fiskibáturinn ísleifur II á ferð nálægt Geirfuglaskeri suð- vestur af Vestmanneyjum. Skipsmaður að nafni Ólafur Vestmann var á vakt, og fann hann allt í einu ein- . hverja óeðlilega hreyfingu á bátnum; þegar hann litaðist um sá hann þá stórann mökk bera við himinn, er honum sýndist helzt líkjast fjalli, því um þetta leiti var aðeins farið að birta, en þar eð hann kann- aðist ekki við neitt fjall á þessum slóðum, vakti hann áhöfnina og komust menn fljótt að raun um að hér var um stórkostlegt neðansjávar- eldgos að ræða. Skipstjóri gerði mönnum í landi aðvart um þetta náttúrufyrirbrigði og innan nokkurra stunda voru þangað komnir náttúru- fræðingar, blaðamenn og aðr- ir í flugvélum og á bátum til að athuga þetta undur. Á gosstaðnum er um 65 faðma dýpi og stóð gosmökk- urinn um 20 þúsund fet upp í loftið. Þarna hafði myndast allt að 800 metra sprunga á hafsbotni er þeytti hrauni upp á tveim stöðum, en það var laust í sér og varð mest að gjalli og ösku upp í strok- unum. Hagl með vikri buldi á bátum og flugvélum í kring, en það myndaðist á sama hátt og venjulegt hagl af kuldan- um kringum vikurinn. Enn- fremur sáust eldglæringar. ]Megna brennisteinsfýlu lagði af gosinu. Þessar nýju eldstöðvar virð- ast vera á sömu sprungu og þéirri, er Vestmanneyjar hafa myndazt úr. Þær eru líka á norðaustur — suðvestur línunni, sem nær öll eldgos á Islandi hafa orðið á, og nú síðast hafa á skömm- um tíma orðið þrjú eldgos — í Heklu, Öskju og nú við Vest- mannaeyjar. Þetta sýnir að Island er alveg jafn „lifandi“ og á liðnum öldum. Ný eyja rís úr sjó Á föstudaginn höfðu gíg- barmarnir risið úr sjó og myndað eyju og var hún um 200 metra á lengd og 10 metra há og á laugardag var hún orðin 500 metrar á lengd og 40 metra há. Ekki er talið víst að þessi eyja verði þarna til lengdar, en þó eru nú margir farnir að hugleiða nöfn fyrir hana Séstey, en Séstei ef hún hverfur; Erey,’ en Varey ef hún sekkur; Gos- ey, Nýey, Ólafsey og fl. Gosið mun vera um 12 míl- ur í suðvestur af Vestmanna- eyjum og eftir að fréttin barzt til Heimaeyjar tæmdist þorp- ið á stuttum tíma; fólkið Dyrptist upp á suðurodd eyj- arinnar og hafði þar „ring- side seats“ að þessum sjón- leik náttúrunnar. Yfirleitt munu eyjarskeggjar hafa tek- ið þessum viðburðum rólega; vindáttin hefir verið hagstæð — úr norðaustri. En þeir bera þó kvíðboga fyrir því að ef hún breytist og verður suð- læg má búast við að vikur ber'ist inn yfir bæjinn og þá Ólafur Thors baðst lausnar frá embætti forsætisráðherra Jslands af heilsufarsástæðum 14. nóvember og hefir nú dr. Bjarni Benediktsson verið skipaður forsæt'isráðherra, en hann var áður dóms-, iðnaðar-, heilbrigðis og kirkjumálaráð- herra. I það embætti var skip- aður Jóhann Hafstein al- þingismaður. Hinn nýji forsætisráðherra Bjarni Benediktsson er fædd- ur í Reykjavrk 30. apríl 1908; foreldrar hans eru Guðrún Pétursdóttir frá Engey og Benedikt Sveinsson þingfor- seti og síðar bókavörður. Bjarni Benediktsson er lög- fræðingur að menntun; gengdi prófessorsembættl við Há- Dr. Björn Þórðarson lálinn Dr. Björn Þórðarson, fyrr- verandi forsætisráðherra, lézt í fyrrinótt eftir langvarandi vanheilsu, 84 ára að aldri. — Hann var forsætisráðherra við stofnun íslenzka lýðveld- isins 1944. Björn fæddist 6. febrúar árið 1879 að Móum á Kjalar- nesi. Foreldrar hans voru Þórður hreppstjóri Runólfs- son og Ástríður Jochumsdótt- ir frá Skógum, systir síra Matthíasar skálds. Hann lauk stúdentsprófi í Reykjavík 1902 og lögfræði- prófi frá Hafnarháskóla 1908, gegndi fjölmörgum embætt- um og stundaði málaflutnings- störf. Árið 1942 varð hann for- sætisráðherra og hafði á hendi auk þess félags-, heilbrigðis- og kirkjumál og ennfremur dóms- og menntamál frá 21. sept. 1944 til 21. okt. 1944 er hann lét af embætti. Meðal fjölmargra annarra opinberra starfa Björns má nefna, að hann var ríkissátta- semjari frá 1938—1942. Hann var doktor juris við Háskóla eru vatnsbirgðir þeirra í hættu, því mest allt neyzlu- vatn sitt fá þeir af húsþökum. Gossvæðið er á helztu fiski- slóðum Vestmanneyjinga, en þar hefir lítið fiskast upp á síðkastið og er nú talið að það muni hafa stafað af því að hafsbotninn hafi verið tekin að hitna á gossvæðinu. Eldgos úr sjó við ísland eru ekki nýlunda, síðasta neðan- sjávargosið varð fyrir Reykja- nesi 30. maí 1879, en ekki hefir fyrr orðið vart eldsumbrota undir sjó á þessum manns- aldri. skóla íslands 1932 til 1940 að hann var set*ur borgarstjóri Reykjavíkur og gengdi því embætti fram að 1947. Hann var fyrst kosinn á þing fyrir Reykjavík 1942 og hefir átt sæti á Alþingi síðan fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Hann var fyrst ráðherra 1947 og hefir gengt ýmissum ráðherra em- bættum þegar flokkur hans hefir farið með vald. Háskóli Islands hefir sæmt hann doktorsnafnbót; hann hefir gefið út mörg rit um lögfræði- leg efni og ritstjóri Morgun- blaðsins var hann um skeið. Bjarni Benediktsson er tví- kvæntur, síðari kona hans er Sigríður Björnsdóttir og eiga þau fjögur börn. íslands 1927 fyrir ritgerðina Refsivist á íslandi 1761—1925. Framhald á bls. 2. Ólafur Thors Politiken skrifar m.a.: Ólaf- ur Thors er svo mjög elskað- ur af þjóð sinni, sem nokkur íslenzkur stjórnmálamaður getur orðið. Stjórnmálavit hans hefur verið slíkt, að um það eru farnar að spinnast sögusagnir. Samskipti hans við danska vini hans hafa ver- ið með ágætum, enda þótt hann — sá lýðveldissinni, sem hann er, — ætti alls ekki að vera jafn vel liðinn á vissum stöðum í Danmörku og hann raunverulega er. Það sem vindillinn var Churchill og skeggið Stauning var Ólafi Thors hinn mikli hvíti hár- lubbi, úfinn eins og íslenzk veðrátta. Þessi hái aðlaðandi maður hefur skrifað sína eigin sögu með stálhörðu raunsæi undir óvenju aðlaðandi fasi og hann hefur átt sinn þátt í að leiða fátæka, einangraða þjóð til velmegunar og sam- vinnu við vestræn ríki“. Mgbl. 15. nóv. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.