Lögberg-Heimskringla - 21.11.1963, Blaðsíða 5

Lögberg-Heimskringla - 21.11.1963, Blaðsíða 5
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 21. NIÓVEMBER 1963 5 Leskaflar í íslenzku handa byrjendum Prof. Haraldur Bessason Prof. Richard Beck, Ph.D. XLVIII. In this lesson we shall include the full declension of the masculine nouns fundur (meeting) and geslur (guest), which are declined as follows: Sing. Nom. fundur gestur Acc. fund gest Dat. fundi gesti Gen. fundar gests Plur. Nom. fundir gestir Acc. fundi gesti Dat. fundum gestum Gen. funda gesta Among common words declined like fundur is liður (joint, limb), while hlutur (thing, object), vegur (way, road), and smiður (smith, blacksmith) are declined like gesiur. except that smiður has the form smið in the dat. sing. Translate into English: Margir voru á fundi, sem haldinn var hér í gær, en fleiri ætla að koma á fund í dag. Fjórir aðrir fundir verða haldnir seinna þessa viku. Þá koma vafalaust margir gestir í borg- ina. Við eigum von á góðum gestum. Islendingar hafa alltaf verið gestrisnir, og 'það er fallegur siður. Þessi vegur er sléttur, og það er gaman að ferðast á góðum vegi. Þetta er smekklegur hlutur, sem mér var sendur frá íslandi. Þessi ungi maður er sonur smiðs, og sjálfur er hann ágætur smið- ur. „Smiðurinn“ er frægt kvæði eftir Longfellow, sem Einar Benediktsson hefir þýtt snilldarlega á íslenzku. Vocabulray: aðrir, others, nom. plur. masc. of annar á fundi, at meeting á fundi, at a meeting á íslenzku, into Icelandic eftir, by eigum von á, expect, first pers. plur, pres. tense of að eiga von á Einar Benediklsson, a leading Icelandic poet (1864-1940) fleiri, more, comparative plur. masc. of margur frægt, famous, neut. sing. of frægur gaman, n. fun. gestrisnir, hospitable, nom. . plur. masc. of gestrisinn haldinn var, was held, past participle of að halda í borginni, in the city kvæði, neut., poem maður, masc., man seinna, later sendur, sent, past participle o:' að senda — sem mér var sendur, which was sent to me siður, custom, masc., nom. sing. sléttur, smooth, level, masc sing. smekklegur, tasteful snilldarlega, masterfully vafalaust, doubtless verða haldnir, will be held þýtt. translated, past parti ciple of að þýða, translate ARNI S. MÝRDAL: Álif fremstu vísindamanna um fyrsta manninn og afkomendur hans Framhald frá sl. blaði. Saga elzta mannsins, er nú er vitað um, var skrásett á næsta óvanalegann hátt, því náttúran skráði hana og verndaði í fimm hundruð þúsund ár. Java er hitabeltiseyja í eyjahafinu. Saga hennar sýn- ir, að landbrýr hafa gert hana nokkrum sinnum áfasta við meginlandið, og að jurtir og skepnur hafi farið yfir þær brýr og orðið þar innlenzkar. Þetta var ásigkomulagið fyrir hér um bil fimm hundruð þúsund árum, einmitt um það leyti sem fyrstu skriðjöklarn- ir byrjuðu að þoka sér suður á við yfir Evrópu og Asíu. Um þessar mundir skaut upp jarðeldlegri keilu á Java- eyjunni rétt þar sem miðja hennar er nú. Af þessu leiddi afarmikið gos, en á undan því að því er virðist, hafði ban væn gasalda geysað niður eina hlið fjallsins og strá drepið hvern lifandi hlut plöntur, tré, skepnur og menn, hafi 'þeir þar verið. Slíkt slys er ekki eintómur hugarburður, eins og hið mikla síðasta gos í Taai Volcano á Philippine-eyjun um sanna. í það skifti geysaði gasmökkur úr eldgígnum og umlukti þorpið, sem stóð við annan enda vatnsins. Allir lif andi hlutir voru gjörsamlega afmáðir innan einnar klukku stundar. Mjög svipað þessu henti Java í hinni fomu eldsupp komu. Úr eldgígnum streymdi þá mikil blá leðja niður fjalls- hlíðarnar og bar með sér kietta, tré og skepnur, er ban- væna gasið hafði drepið. Að okum komst leðjan niður á láglendið. Á þeim aldaröðum, sem liðu, bættu önnur gos við jarðveginn og niðurburður frá hálendinu myndaði jarðlög, er ná nú áttatíu fet fyrir ofan bláa leirlagið. Nálægt rótum þessa forna eldsfjalls hefir Sola-áin skor- ið sig í gegnum niðurburðinn alveg niður í bláu leirlögin, er mynduð voru fyrir svo löngu síðan. í bláa leirnum er mikið af beinum alls kyns dýra og fjölmargar leifar af plöntum og trjám. Af vitnis- burði þessara leifa, vitum við nokkurn veginn aldur leirs- ins og jarðlaganna, sem fyrir ofan hann liggja. Árið 1891, fann dr. Eugene Dubois hlut sem vakið hefir meira umtal en nokkuð annað, er fundizt hefir. Þegar vatnavöxtum í ánni var lokið, og hún því orðin grunn, safnaði Dubois bein- um, er stóðu út úr leirnum, en þegar áin var bakkafull, fór hann þangað, sem bakk- arnir voru brekkumyndaðir og gróf skurði þar til hann kom aftur niður í leirlögin. Þar fann 'hann hundruðir beina úr að minnsta kosti tuttugu og fimm tegundum dýra, er voru fyrir löngu liðin undir lok í Java. Einn daginn rakst hann á óvænta jaxltönn, er var mjög lík mannstönn, en hafði samt mörg 'einkenni áþekk tönn frá Indlandi. Seinna fann hann aðra tönn, er vakti þá skoðun, að hér væri um framþróaða apateg- und að ræða, er væri náskyld manninum. Næstu mánuðina víkkar Dubois skurðgröftinn þangað til að um fimmtíu feta hring- myndað .svæði var gerhreins- að ofan í leirlögin. Endur- gjald hans var það, að finna hauskúpukoll og leggjarbein. Nokkru síðar fann hann aðra tönn og tvö önnur leggjarbein. Talsvert seinna fann hann hauskúpu af barni í sama jarðlagi. Tannirnar virðast að vera- mennskar, þó að þær hafi frumleg einkenni. Þær benda einnig á það, að eigendur þeirra hafa ekki tuggið eins og apar, heldur að sumu leyti eins og nútíðar menn. Aparn- ir chimpanzee, gorilla, ba- boon og áþekkar verur hafa lengri augnatannir, er standa lengra fram en í hinum teg' undunum, svo þegar þær tyggja, læsast þær saman, svo kjálkarnir verða að ganga upp og niður. Tennur manns- ins eru allar hér um bil jafn langar, og þegar hann étur malar hann fæðuna með iþví að láta kjálkana ganga á eins konar snúningshátt. Aðferð þessi eyðir tennunum á sér stakann veg. Hauskúpukollurinn er mjög líkur þeim, er jötunvaxinn baboon kynni að hafa. Á hon- um er afarstór hryggur rétt fyrir ofan augun og fyrir aft- an þetta er sérlega aflíðandi enni. Annar mikill beinkamb- ur liggur fram með bakhluta heilakúpunnar á sama hátt og í stóru öpunum. Hvers vegna er þá álitið að hauskúpukoll- urinn heyri manni til? Til allrar hamingju hafði leir sneisafyllt heilakúpu- kollinn og þannig verndað innri hluta hans frá skemd- um. Þegar eftirsteypa var gerð af þessari heilakúpu, fékkst sönn mynd af ytra yfir- borði heilans. Sást þá, að hann er tvisvar sinnum stærri en heili stærsta gorilla. Að því er stærðina snertir, er hann miþsvegar milli heila manns- ins og apans. Þróun framheilans er á mjög lágu stigi, er gefur gáfnatregleika til kynna, en það er talsverð útþensla í þeim hluta, sem er fyrir ofan eyrun; það er svæðið, er stækkun mannsheilans ein- ungis og þróun gerizt. Þó að samvafningar ytra yfirborðs heilans séu óbrotnir, eru þeir margbrotnari en í skepnum, sem eru á lægra stigi en mað- urinn. Að lyktum er þá kom- ið að leggjarbeininu. Fyrir utan að vera beint, sýna línur þær, er vöðvarnir skildu eftir, að vera þessi gekk upprétt. Sökum hinna mörgu ein- kenna, sem á milli manns og apa eru, er þessi bein og tenn- Framhald á bls. 7. Joe doesn’t want to drink! TRUE: He faces a mounting pile of bills in a whiskey haze. TRUE: He further complicates bad family relationships by going on a binge. TRUE: He deals with the threat of losing his job by getting drunk. In actual fact he wants to solve all his problems; he really wants help and not a bottle. Sympathy and understanding can assist Joe to solve his alcoholic problem. Alcoholics Anonymous, the family minister or doctor, the Alcoholism Founda- tion of Manitoha: these are the sources of help for Joe and for the friends and family, who are concerned about him. One in a series presented in the public interest by the MANITOBA COMMITTEE i onALCOHOL EDUC&TION Department of Education, 116 Edmonton St., Winnipeg 1, Manitoba.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.