Lögberg-Heimskringla - 21.11.1963, Blaðsíða 4

Lögberg-Heimskringla - 21.11.1963, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 21. NÓVEMBER 1963 Lögberg-Heimskringla Published every Thursday by NORTH AMERICAN PUBLISHING CO. LTD. Printed by WALLINGFORD PRESS LTD. 303 Kennedy Street, Winnipeg 2, Man. Ediior: INGIBJÖRG JÓNSSON EDITORIAL BOARD Winnipegj Dr. P. H. T. Thorlakson, chairman, Haraldur Bessa- son, Rev. Valdimar J. Eylands, Caroline Gunnarsson, Jóhann G. Jóhannson, Thorvaldur Johnson, Jakob F. Kristjánsson, Rev. Philip M. Pétursson. Vancouver: Dr. S. E. Bjömsson. Monlreal: Áskell Löve. Minneapolis: Valdimar Björnsson. Grand Forks: Richard Becjc. Reykjavík: Birgir Thorlacius. Akureyri: Steindór Steindórsson. London: Dr. Karl Strand. Subscripiion $6.00 per year—payable in advance. TELEPHONE WH. 3-9931 Authorizod os second closs moil by the Post Office Deportment, Ottowa, and for payment of Postoge in cash. DR. RICHARD BECK: Skáldbóndinn Guttormur J. Guttormsson hálf-níræður Það er alkunnugt, hve menn eldast misjafnlega. Sumir verða gamlir langt um aldur fram. Aðrir eru þau gæfunnar börn, að þeir halda líkamsfjöri sínu og andlegum kröftum í ríkum mæli, þó að þeir verði háaldraðir. I þeim hópnum er Guttormur J. Guttormsson, skáldbóndi að Víðivöllum við Islendingafljót í Nýja-íslandi, sem verður hálf-níræður í dag, 21. nóvember. Hann er persónugervingur hins sanna langlífis í þeim skilningi, sem Jónas Hallgrímsson skáld túlkaði það hug- tak í ódauðlegum ljóðlínum sínum: Hvað er langlífi? Lífsnautnin frjóva, alefling andans og athöfn þörf. Við, sem nutum þeirrar sérstöku ánægju að hlýða á Guttorm lesa upp úr ljóðum sínum á „Fróns“-mótinu í fyrra vetur, munum verða þess langminnug, hvernig fjörið og andríkið gneistaði af honum, hvort heldur hann sló á streng alvöru eða kímni í þeim kvæðum sínum, enda þarf ekki lengi að blaða í eldri kvæðum hans, til þess að sjá þess næg dæmi, hve jafnvígur hann er á þau fjarskyldu strengjatök ljóðahörpunnar. Hins vegar er það til marks um það, hvað Guttormur heldur vel líkamsþrótti sínum, og hve hreystihugur hans er óbilaður, að hann lét sig ekki um það muna að leggja í lang- för til íslands síðastliðið sumar, sem kunnugt er, og naut þeirrar ferðar sem ungur væri. Um hitt er óþarft að fjölyrða, hver aufúsugestur hann var ættþjóð vorri, hve framúrskarandi viðtökum hann átti að fagna, og hver sómi honum var sýndur af hálfu hins opin- bera, frænda og vina. Islendingar heima vita það vel, eigi síður en við hér vestan hafsins, að þar fer mikill andans jöfur, skáldsnillingur og sérstæður persónuleiki, sem borið hefir hátt merki íslenzks manndóms, skapandi ljóðgáfu og málsnilldar á vestrænum vettvangi. Ekki fór það heldur fram hjá íslenzkum blaðamönnum, hve Guttormur ber sín mörgu aldursár létt á herðum, og hve skáldskapur hans er laus við ellimörk. Um það komst Helgi Sæmundsson þannig að orði í viðtali við hann í Alþýðublaðinu: „Hann ber aldurinn aðdáunarlega sem maður og skáld. Guttormur verður hálf-níræður í haust, en hann er alls ósmeykur við Elli kerlingu. Hún varnar honum ekki þeirrar langferðar, að hann er öðru sinni kominn heim á ættar- óðalið.“ Hér verður ekki rakinn skáldskaparferill Guttorms, enda gerizt þess eigi þörf. Það hafa margir þegar gert, svo sem Arnór Sigurjónsson í prýðilegri inngangsritgerð sinni að heildarútgáfu kvæða Guttorms fram að þeim tíma (Iðunnar- útgáfan, Reykjavík, 1947), og höf. þessa greinarkorns í bækl- ingnum Guttormur J. Guttormsson skáld (Winnipeg, 1949) og í ritgerðinni „Guttormur J. Guttormsson áttræður“ í Tímariti Þjóðræknisfélagsins, þar sem sérstaklega er fjallað um kvæðasafn hans Kanadaþistill, sem Helgafell í Reykjavík gaf út í tilefni af áttræðisafmæli skáldsins. Síðan hefir Guttormur birt ágæt kvæði og stökur, og leyfi ég mér að taka hér upp stökuna hans „Um ellina“, sem, ásamt fleiri ljóðum eftir hann, kom í Eimreiðinni (maí-ágúst) Fólk gleymir því jafnan að gamlir menn sem geta leið sína staulazt enn, eru valtari á löppunum leiddir. Svo lengi, sem vit þeirra óskert er þeir ættu að fá að ráða sér og eldast ótilneyddir. Ambassador Thor Thors: Ræða um þing S.Þ. Töluð á segulband 14. okt. 1963 Framhald frá sl. blaði. Halvard Lange, utanríkis- ráðherra Noregs, vék einnnig að apartheid-málinu, en lagði ríka áherzlu á það, að refsiað- gerðir kæmu ekki til greina nema fyrir frumkvæði og á- kvörðun öryggisráðsins, en þar á Noregur sæti. Hinsveg- ar sagði Lange utanríkisráð- herra, að það yrðu mikil von- brigði og sár, ef öryggisráðið brygðist í þessum efnum. Það er vert að geta þess hér, að Island hefur allt frá því að kynþáttamálið kom fyrst á dagskrá Sameinuðu þjóðanna árið 1947, tekið mjög ákveðna afstöðu í ræðum gegn fram- ferði stjórnar Suður-Afríku í þessu máli, og var það árétt- að í ræðu fulltrúa íslands um nýlendumálin á þinginu 1960. Þá tókum við fram, „að ís- land hefði á hverju ári greitt atkvæði með tillögum, þar sem skorað hefði verið á stjórn Suður-Afríku að end- urskoða stefnu sína á þann hátt, að veita öllum kynþátt- um í landi sínu fullt frelsi og öll mannréttindi“. Ennfremur tókum við fram „að öllum þjóðum heims bæri að veita þegnum sínum sömu mögu- leika og sömu réttindi og að mannúð og lýðræði skyldi ríkja“. Ennfremur kröfðumst við þess „að hvar sem er minnsti skuggi af efa um að fullrar mannúðar sé gætt, þá verður sá skuggi að hverfa“. Það má búast við að til ein- hverra ákvarðanna komi í þessu máli, og að það komi til kasta öryggisráðsins fljótlega eftir að forstjóri S.Þ. hefur lagt frám skýrslu þá, sem ör- yggisráðið hefur falið honum að láta gjöra um málið, en hún er væntanleg bráðlega. Málið er nú til umræðu í hinni sérstöku pólitísku nefnd, og sækja Afríkuríkin þar mál sitt af miklu kappi. Fulltrúi Islands mun senni- lega taka til máls í þeirri nefnd síðar, þegar unnt er að sjá hvaða leið er helzt lík- legust til skynsamlegrar og farsællar lausnar í málinu, er leitt gæti til friðsamlegrar sambúðar bæði hvítra manna og dökkra á grundvelli jafn- réttis og lýðræðis, og til verndar lögum og rétti. Hinn 8. okt. flutti utanrík- isráðherra Belgíu, M. Spaak, mikla ræðu, sem var þrungin af hans alkunnu mælsku og hreif allan þingheim. Hann gat þess, að samskipti Belgíu og ríkiSstjórnar Kongó hefðu mjög batnað á s.l. ári, og hefði forstjóri Sameinuðu þjóð- anna, U Thant, átt mikinn þátt í því að greiða úr öllum deilumálum. Belgía hefði enn mikið hlutverk að inna af hendi í Kongó, og þeir mundu fúslega gera það samkvæmt óskum ríkisstjórnar landsins. Belgía væri því sammála, að varnarlið S.Þ. í Kongó héldi áfram gæzlu sinni til 30 júní 1964, og mundi Belgía því greiða fullan hluta sinn af kostnaðinum á þessu tímabili, en áður hafa Belgíumenn neitað að taka þátt í rekstri þessa varnarliðs. Ennfremur hét Spaak því, að þeir skyldu inna framlag sitt af hendi einnig fyrir liðinn tíma, ef samkomulag næðist um önn- ur fjármála-atriði, sem enn eru óútkljáð varðandi ráð- stafanir á eignum Belgíu í Kongó. Ráðherrann kvaðst vona að unnt yrði að finna lausn á nýlendumálum Af- ríku, sérstaklega varðandi portúgölsku nýlendurnar An- gola og Mozabique, og lagði áherzlu á, að ákvarðanir S.Þ. þyrftu að vera skýrt markað- ar en einnig hóflegar og vit- urlegar. Frelsi allra Afríku- ríkja blasti nú við og sjálf- stæði þeirra, því að ekki væri unnt að stöðva þróunina við landamæri Angola. Um al- þjóðamál kvað M. Spaak, að friðsamleg sambúð ætti ekki aðeins að vera á milli NATO- ríkjanna og Varsjárríkjanna, heldur yrði þessi andi að ríkja meðal allra þjóða heimsins, og sérstaklega minntist hann á sambúð Arabaríkjanna og ísrael. Það vakti sérstaka at- hygli þegar M. Spaak sagði, að það væri hryllilegt og ó- fyrirgefanlegt að hindra Khrushchev, forsætisráðherra Sovétríkjanna, í viðleitni hans til að koma á friðsamlegu samstarfi í heiminum. Eins og kunnugt er, er M. Spaak fyrr- verandi forstjóri NATO-sam- takanna. Ráðherrann lauk máli sínu Af meiriháttar kvæðum Guttorms frá seinustu árum má, á hinn bóginn, nefna sem dæmi hið efnismikla og at- hygli þrungna kvæði hans „Háðleikur atvikanna“, er birt var í Tímariti Þjóð- ræknisfélagsins í sambandi við áttræðisafmæli skáldsins. Annars mun Guttormur eiga fyrir hendi nægt efni í nýja ljóðabók, og er vonandi, að hún komi sem fyrst fyrir almenningssjónir, því að þar má vænta bæði góðgresis og kjarngresis. En þannig hefir gróðri alltaf verið farið á and- ans akri skáldbóndans að Víðivöllum. Þakklátum huga hylli ég hann svo hálf-níræðan með þessum ljóðlínum: Sittu heill að sæmdarbúi söngva þinna, gnægð er þar af gulli að finna. Góðra njóttu óska minna. með því að segja, að nú væri framundan hið stóra augna- blik, hið mikla tækifæri til þess að koma í framkvæmd þeim hugsjónum, að stofnun okkar gæti í sannleika orðið sameinaðir þjóðir, sameinað- ar undir merki hugsjóna al- þjóðlegs réttlætis, skilnings og bræðralags mannanna. Þessu tækifæri mættum við ekki glata. Allsherjarþingið hefur nú afgreitt í bili málið um gæzlu mannréttinda í Suður-Viet- nam. Þar hafa Búddatrúar- menn talið sig vera ofsótta af forseta og ríkisstjórn lands- ins, og tókst allsherjarþing- inu að ná algeru samkomu- lagi um það, að taka boði rík- isstjórnar Suður-Vietnam um, að rannsóknarnefnd S.Þ. skyldi kynna sér þessi mál á staðnum. Forseti allsherjar- þingsins hefur nú útnefnt nefnd, og skipa hana þrjú Asíuríki þar af tvö, sem að- hyllast Búddatrú, tvö ríki frá Afríku og tvö frá Latnesku Ameríku, sem eru kaþólskrar trúar. Nefnd þessi á að skila áliti sínu til þessa allsherjar- þings og verður þá málið rætt að nýju. Nú eru nefndir allsherjar- þingsins teknar til starfa, og munu þær fjalla um hin ein- stöku vandamál. Pólitíska nefndin fær afvopnunarmálin enn einu sinni til meðferðar, og virðist mér það einasta skynsamlega, sem þetta þing geti gjört sé að vísa málinu í heild til 18-ríkja nefndarinn- ar, sem fjallað hefur um af- vopnunarmálin imdanfarin ár, og haft bækistöðvar sínar í Genf. Að sjálfsögðu mun þessi nefnd, þar sem stórveld- in eiga sæti ásamt 8 svoköll- uðum Óháðum ríkjum, fylgja nú eftir fast og örugglega þeirri friðsamlegu stefnu, sem nú hefur nýlega komið fram í alþjóðamálum. Auk samkomulagsins um bann gegn atómsprengingum, eru Bandaríkin og Sovétríkin um það bil að ná samkomu- lagi um bann gegn því að senda atómvopn upp í himin- geiminn. Það yrði þá enn nýtt skref í hinni löngu og erfiðu leið til fulls samkomulags um algera og almenna afvopnun, sem er eitt af mestu hugsjóna- málum mannkynsins. Framhald. ROSE THEATRE SARGENT ot ARLINGTON AIRCONDITIONED CHANGE OF PROGRAM EVERY FOUR DAYS Foto-Nite Every Tuesday and Wednesdoy SPECIAL CHILDREN'S MATINEE Every Saturday

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.