Lögberg-Heimskringla - 21.11.1963, Blaðsíða 7

Lögberg-Heimskringla - 21.11.1963, Blaðsíða 7
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 21. NÓVEMBER 1963 7 Bréf fró íslandi Lögberg-Heimskringla birt- ir fimmtudaginn 26. sept. s.l. grein þá, er ég skrifaði fyrir Winnipeg Free Press um Vestur-íslendingana á Islandi. 1 sama tölublaði er rætt um málið í forystugrein blaðsins og þar eð fyrrnefnd grein mín er aðaltilefni þessara skrifa langar mig til þess að bæta þar nokkrum orðum við, með leyfi blaðsins. Það kemur fram hjá rit- s t j ó r a Lögbergs-Heims- kringlu, að blaðaúrklippur með frásögnum af óánægju V.-íslendinganna á íslandi höfðu borizt blaðinu — og segir orðrétt: „En við hugðum að V.-íslendingunum, vinnu- veitendum og séra Robert Jack væri ekki greiður gerður með því að endurprenta þær.” Enda þótt ég hafi skrifað hina umræddu grein fyrir Winnipeg Free Press, er ég alveg á sama máli hvað þetta snertir og fyrir mér vakti hvorki að ófrægja ísland né V.-íslendingana, enda þótt að ég gerði mér ljóst, að þetta yrði ekkert skemmtileg aug- lýsing fyrir Island. Staðreyndin er hins vegar sú, að ísland er sem betur fer ekki lokað land. Engum dett- ur í hug að senda rangar fregnir frá íslandi, því sann- ar fregnir geta borizt eftir öll- um öðrum leiðum. Ég hefi stöku sinnum skrifað greinar fyrir Winnipeg Free Press og fékk ég línu frá fréttastjór- anum með ósk um að ég sendi grein um V.-Islendingana. Þá voru þeir þegar orðnir blaða- matur á Isljandi, en ég dró að skrifa greinina í von um að afstaða þeirra gagnvart nýja landinu breyttist brátt okkur í hag. En þegar Free Press fór að rukka mig frekar um grein- ina var ekkert annað að gera en skrifa hana og heiðarleg- ur blaðamaður falsar ekki staðreyndir enda þótt þær komi honum illa. Það kemur fram í um- ræddri forystugrein Lögbergs- Heimskringlu, að grein mín hafi ekki verið sannleikanum samkvæm að öllu leyti, m.a. að ranghermt sé hjá mér, að flestir V.-íslendinganna hafi farið úr góðri atvinnu og sum- ir selt eigur sínar fyrir brott- förina til Islands. Gefur þetta til kynna, að ég hafi ætlað að gera málið sögulegra, en á- stæða var til. Þá er ég kominn að aðalatriði málsins. Grein mín var eingöngu byggð á þeim ummælum, sem íslenzk blöð, einkum Morgunblaðið, höfðu eftir V.-Islendingunum. Og enginn þeirra sá ástæðu til þess að leiðrétta neitt, sem blöðin höfðu eftir þeim. Því miður hafði ég ekki tækifæri til þess að fara til Vestmannaeyja og ræða sjálf- ur við fólkið, enda gerði ég ekki ráð fyrir, að árangurinn yrði annar en varð af heim- sóknum annarra blaðamanna. Persónulega lagði ég ekki mat á deiluatriðin, það, sem þeir sögðu, að séra Robert Jack hefði lofað o. s. frv. Ég rakti aðeins meginatriði máls- ins, eins og þau höfðu birzt í íslenzkum blöðum athuga- semdalaust af hálfu deiluað- ilanna. Okkur þykir öllum leiðin legt, að V.-íslendingarnir skyldu ekki kunna betur við sig en raun bar vitni og við gleðjumst þeim mun meira, er við heyrum núna, að flestir séu farnir að una hag sínum vel og hyggi ekki á heimferð að sinni. Það tekur alltaf tíma að venjast nýju landi. Ég er viss um, að íslenzku útflytj- endunum til Kanada hefur ekki geðjazt jafnvel að öllu, þegar þeir reistu sér bú í nýja landinu á sínum tíma. Ef einhver hefur ályktað að skrif mín í Free Press hefðu þann tilgang að ófrægja ís- land og gera leiðinlegt mál enn leiðinlegra, þá er það mis- skilningur. Það er vandalaust fyrir Free Press að fá fréttir af þessu máli sem öðrum á íslandi frá fleirum en mér. Ég hef einmitt starfað tölu- vert að því að kynna ísland erlendis, ekki aðeins með því að skrifa greinar í erlend blöð og tímarit, heldur og með út- gáfu á tímariti á ensku, Ice- land Review. Þetta er eina ritið, sem gefið er út á ensku á íslandi um íslenzka menn ingu og þjóðlíf. Það er gefið út fyrir þá, sem hug hafa á að kynnast íslandi nútímans, eða að kynna öðrum hið nýja ís- land. Og vona ég, að Iceland Review eigi í framtíðinni eftir að bæta þann skaða, sem Free Press greinin hefur e.t.v. vald ið. Með beztu kveðju, Haraldur J. Hamar. Álil fremslu vísindamanna Framhald frá bls. 5. ur ljóslega sýna, og af því að vera þessi gekk upprétt, er hún kölluð Pithecanthropus erectus. Sumir vísindamenn halda því fast fram, að við höfum hér bein risavaxins apa, er miklum framförum hefði tek- ið í menskumótsáttina; en fleiri hafa komizt að þeirri niðurstöðu, að Pithecanthro' pus erectus sé maður í frumá standi, rétt stiginn yfir mennskutakmarkalínuna. Það væri hæpin tilgáta, þó hún sé freistandi, að Java maðurinn sé forfaðir kín- verska mannsins. Eins og áður hefir verið minnzt á, fannst einnig höfuð' kúpa af bami í bláa leirlag inu. Brúnahryggir mannsins koma venjulega ekki í ljós fyr en á fullorðinsaldri, en í litlu höfuðkúpunni eru þeir vel þróaðir. Það er því auð- sætt, að hefði barnið náð full- þroska aldri, hefðu hryggirn- ir jafnast við hina háu brúna- hryggi áminsta Pithecanthro- pus erectus. Java og eyjarnar, sem um- hverfis eru, standa í grunn- um sjó. 1 hvert sinni, sem jöklarnir innilokuðu í sér sjávarvatnið, lækkaði yfirborð hafsins, svo margar landbrýr komu í ljós. Ein. slíkra brúa náði frá Java til Sumatra og þaðan til meginlands Austur- álfunnar yfir Malay skagann. Jarðfræðileg sönnunargögn um þessar fornu leiðir eru einkar skýr, og þar að auki finnast í dag margar skepnur og jurtir, er fóru þennan land- veg. Á Sumatra og Borneo er orang-outang (apategund); og sama tegund fíla og tígris- dýra á Sumatra og Malay- sundunum; og meira en sex þúsund tegundir jurta, áþekk- ar þeim, sem á meginlandinu eru, vaxa á þessum eyjum. Árið 1927, þegar J. G. And- ersson var í Kína að gera jarð' fræðilegar landmælingar, vís- aði kínverskur vinnumaður honum á fornhelli. I byrjun fyrstu ísaldarinn' ar, næstum því samtíðis Pithecanthropus, var þetta nokkuð stór hellir. Ofurlítill lækur, er hafði upptök sín í hæð skammt frá, rann nærri hellismunnanum. Stundum, þegar vöxtur var í læknum, rann hann þvers yfir hellis- gólfið og svo niður í djúpa sprungu. I þurrkatíð gat verið nota- legt í hellinum, en í votviðr- um vætlaði efja og vatn út úr kalksteinsveggjum hans og lofti. Lekavatnið var blandað uppleystu kalki, en sem það draup og dreifði sér yfir hell- isgólfið, rann það niður í sprunguna, settist á botninn og myndaði þar að lokum Stein, er nefndur hefir verið travertine. Vanalega var bara þunnt lag myndað hvert ár, en það innsiglaði hvern ein- asta hlut, sem undir því var, en þegar stundir liðu fram urðu lögin oftsinnis mjög þykk. Frá þessu hefir verið ná- kvæmlega skýrt. Skömmu eftir fund hellisins, lagði Rockefeller Foundation til fé, svo að færustu vísindamenn gætu stjórnað öllum grefti og rannsóknum. I þennan helli komu skepn- ur að leita skýlis, og þangað kom maðurinn einnig. Kjöt- étandi skepnur drógu þangað ýmsa parta bráðar sinnar og þangað bar maðurinn sömu leiðis úrvalsstykki veiðar sinnar og steikti á glóð. Hér í Kína, höfum við fyrstu sönnur þess, að mað- urinn notaði eld. Innst í hell- inum, nálægt veggjunum, glæddi hann ofurlitla elda og steikti á þeim eitt og eitt kjöt- stykki í senn. Hér notaði hann og fyrstu steinverkfær fn, er vitað er um með vissu. I kringum eldstaðina hafa fundizt um tvö þúsund við- vaningslega flísuð steináhöld. Kann vera að þau hafi verið notuð sem hnífar, en þau eru svo upphafleg, að þau hefðu kannske verið álitin tilvilj- andi verk náttúrunnar, væri það ekki fyrir þá samreynd, að efni þeirra er alveg óskylt öllu því, sem í hellinum er og umhverfi hans. Auðsætt er því, að skynsamar verur hafa komið með þau í þeim til- gangi að nota þau. Api kann að taka upp stein og nota hann sem hamar, en hann hvorki myndar nein verk- færi né geymir þau. Einungis maðurinn býr til tól og kveik- ir elda. Framhald. ^penhagen Heimsins bezto munntóbok NÆRFÖT - SOKKAR - T-SKYRTUR THECANADA FAIR EMPLOYMENT PRACTICES ACT BANNAR HLUTDRÆGNI í ATVINNUVEITINGUM TILGANGUR LöGGJAFARINNAR er að vernda verkafólk gegn hlutdrægni í atvinnuveitingum, og verkalýðsfélögum vegna KYNFLOKKS, TRÚAR, HÖRUNDSLITAR EDA ÞJÓÐERNISUPPRUNA. LöGGJöFIN NÆR TIL vinnuveitenda við verk eða fyrirtæki, er heyra undir dómsvald sambandsstjórn- arinnar, og til verkalýðsfélaga, er fara með umboð verkafólksins, sem þar vinnur. Til þessara fyrir- tækja teljast skipastóll, járnbrautir, skipaskurðir, rit- sími, flugstöðvar, flugvélar, viðskiptafélög sambands- stjórnarinnar, bankar, útvarp og sjónvarp, og þau verk og fyrirtæki, sem rekin eru í þágu Kanada yfir- leitt, eða þau, sem heyra ekki undir löggjöf fylkis- þinganna. LÖGGJÖFIN FYRIRBYÐUR atvinnuveitanda að neita nokkrum manni um atvinnu eða sýna hlut- drægni gegn verkamanni vegna KYNFLOKKS, TRÚAR, HÖRUNDSLITAR EÐA ÞJÓÐERNISUPP- RUNA hans. Atvinnuveitanda er og bannað að skipta við atvinnuskrifstofur, sem sýnt hafa slíka hlutrægni, eða sýna manngreiningarálit í auglýsingum eða í skrifuðum eða munnlegum spurningum í sambandi við atvinnuumsóknir. LÖGGJÖFIN FYRIRBYÐUR EINNIG manngreining- arálit hjá verkalýðsfélögum hvað snertir inngöngu í félagið eða vinnuveitingu, vegna KYNFLOKKS, TRÚAR, HÖRUNDSLITAR EÐA ÞJÓÐERNISUPP- RUNA. HVER SÁ, ER LEGGUR FRAM KÆRU, er heyrir undir ákvæði þessarar löggjafar eða ber vitni eða að- stoðar við framkvæmdir laganna, mun verndaður gegn hefndartilraunum, er kunna að verða gerðar gegn honum. Auk sambandslöggjafarinnar hafa mörg fylkin fair employment practices lög eða sams konar löggjöf, er verndar verkalýð gegn hlutdrægni í atvinnu við fyrir- tæki, er heyra undir lög fylkisins. Fylkin, sem hafa slík lög, eru Ontario, Manitoba, Saskatchewan, New Brunswick, Nova Scotia og British Columbia. Kærur, sem heyra undir löggjöfina, skulu sendar í rituðu formi fil DIRECTOR OF INDUSTRIAL RELATIONS, Department of Labour, Ottawa ALLAN J. MacEACHEN Minister GEORGE V. HAYTHORNE Deputy Minister

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.