Lögberg-Heimskringla - 21.11.1963, Blaðsíða 2

Lögberg-Heimskringla - 21.11.1963, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 21. NÓVEMBER 1963 Sendiherrann sextugur FréHir frá íslandi Framhald frá bls. 1. hliða hinu mikla starfi í WaShington, ekki eingöngu við Sameinuðu þjóðirnar, heldur í Kanada og þremur öðrum löndum. Hugur Thors b e i n d i s t snemma að stjórnmálum. Hann varð formaður Heim- dallar, félags ungra Sjálf- stæðismanna 1931, og þar áður var hann formaður Stúdentafélags Reykjavíkur, 1928—30. Hann stjórnaði Nor- ræna stúdentamótinu á ís- landi Alþingishátíðarárið, 1930. Hann var allþingismaður Snæfellinga samfleytt 1933— 40. Hér fengu skarpleiki og mælska Thors að njóta sín, og margar eru sögurnar um hnittin tilsvör hans á pólitísk- um fundum, og um dug og dómgreind hans sem þing- manns. Thor hefur verið sérstak- lega lánsamur í hjónabandi, kvæntur 16. desember 1926, henni Ágústu, dóttur Ingólfs læknis Gíslasonar og Odd- nýjar Vigfúsdóttur. Þau eiga tvo syni á lífi, Ingólf og Thor, og mörg barnabörn. Óteljandi eru þau störf sem Thor og Ágústa hafa innt af hendi sem erindrekar íslands á allskonar mannfundum, og ógleymanleg eru gestrisni og hjálpfýsi þeirra gagnvart öll- um sem leitað hafa til sendi- herrahjónanna. ísland, sem er með minnstu fullveldisþjóð- um héimsins, hefur gerzt stærra og þýðingarmeira land, eftir að Thor Thors gerðist fulltrúi þess og málsvari á erlendum vettvangi. Orðið „glæsimenni“ er hljómfagurt orð, og lýsir það honum Thor, bæði í sjón og raun. Framkoma hans er fág- uð, en ekki vantar ákveðni og festu þegar hann segir álit sitt. Hann er með al-snjöll- ustu ræðumönnum sem Is- land hefur alið — og þótt víðar væri leitað. Röddin er sterk, orðagnóttin ótæmandi, rökvísin óbilandi — og glett- inn getur hann verið, og hnyttni hans missir aldrei marks. Þeir sem sátu hófin er hald- in voru í sambandi við hundr- að ára afmæli Minnesota-rík- is 1958, munu se'int gleyma framkomu Thors og Ágústu þar. Frú Ágústa bar af öllum í aðal veizlunni á stærsta hóteli Minneapolis-borgar. Hún var í sérstaklega falleg- um skautbúningi, og tók sig út sem Fjalladrottningin sjálf. „Hlutleysi útvarpsins" — að maður taki til láns orð úr íslenzku umhverfi — varir hér, má segja undantekning- arlaust, í fréttaflutningi. En þetta kvöld brást venjan hjá stærstu útvarpstöð „tvíbura- borganna“, Minneapolis og St. Paul. Er minnst var á veizluna og ræðurnar sem fluttar voru þar, sagði þulur- inn: „Thor Thors, sendiherra Islands, flutti langbeztu ræðu kvöldsins." Þar töluðu Astrid prinsessa frá Noregi, Bertil prins frá Svíþjóð og aðrir leiðtogar Norðurlanda. Ein setriing hjá Thor varð öllum minnisstæðust: „Ice- land, where the people are so few and the individual means so much.“ . . . „Island, þar sem fólkið er svo fátt, og einstaklingurínn hefur svo mikla þýðingu." Svona getur Thor sle^ið í „hjartans hörpu- strengi.“ Hann hefur skáld- lega nautn af málfegurð, bæði á ensku og íslenzku, og aldrei eru orðin innantóm — altaf hefur hann eitthvað verðmætt fram að færa. Verksvið Thors er meðal æfðra „diplómata" og stjórn- málamanna. Hann stendur sig þar, hvar og hvenær sem er. En ekki gleymir Thor — né heldur kona hans — niðj- um íslands, hvort sem þeir eru frá heimalandinu eða héðan úr Vesturheimi og fjar- lægir gamla landinu í fleiri ættliði. Sameiriing vikublað- anna, Heimskringlu og Lög- bergs, var ekki sízt Thor að þakka, í „sjálfboðaliðs-starfi" hans í nefnd þeirri sem lagði grundvöllinn að samsteyp- unni. Hann gaf rausnarlega til styrktar kennslustólsins í ís- lenzku við Manitoba háskól- ann. Thor hefur miðlað öðrum óspart af því sem honum hef- ur hlotnazt, bæði andlega og af þessa heims gæðum. Hann hefur eggjað Vestur Islend- inga til dáða í varðveizlu menningararfsins dýrmæta og hefur margoft flutt uppörv- andi ræður á fundum þeirra víða. Úr því Thor er svo sann- íslenzkur í alla staði, má segja að hann hafi fórnað miklu í fjarvist sinni frá heimalandinu öll þessi ár. En land og þjóð eru ríkari að efni og orðstír fyr'ir fórnir hans. Máske að þakkarskuldin verði aldrei goldin, eins og vill svo oft verða með fólk sem fer færandi hendi — en Vestur Islendingar vilja af heilum hug sýna vináttu og votta þakklæíi sitt Thor sendiherra, frú Ágústu, og fjölskyldunni allri, á þessum tímamótum. Heill vert þú, sextugur sendiherra! Innilegar ham- ingjuóskir á afmælisdeginum, og um daga lífsins alla! Framhald frá bls. 1. Eftir Björn liggja fjölmörg ritverk. Hann var kvæntur Ingi- björgu ólafsdóttur alþm. Briem. Þau eignuðust tvö börn, Þórð og Dóru. Mgbl. 26. okt. ☆ F orsei aheimsóknin Eins og áður hefur verið skýrt frá, fara forseti íslands, Ásgeir Ásgeirsson, og frú hans, Dóra Þórhallsdóttir, í fjögurra daga opinbera heim- sókn til Bretlands í boði b r e z k u ríkisstjórnarinnar. Heimsóknin verður 18.—22. nóvember. Meðal þéirra, sem forsetahjónin hitta, er Elísa- bet drottning, forsætisráð- herra Breta, utanríkisráð- herra Breta og borgarstjórinn í Lundúnum. Utanríkisráðherra, Guð- mundur í. Guðmundsson, og kona hans, frú Rósa Ingólfs- dóttir, verða í fylgd með for- setahjónunum ásamt forseta- ritara, Þorleifi Thorlaciusi, og konu hans, Guðrúnu E. Thorlaciusi. Mgbl. 31. okt. ☆ Brúarjökull hleypur fram Brúarjökull, hinn stóri og mikli jökull norður úr Vatna- jökli, hefur hlaupið fram um 2—3 km. og bendir allt til þess að hann sé enn að síga fram, þar eð hann er mikið sprung- inn. Steinþór Eiríksson á Egilsstöðum hringdi í gær til Jóns Eyþórssonar, veðurfræð- ings, formanns Jöklarann- sóknafélagsins og skýrði hon- um frá þessu. Hafði hann það eftir grein- argóðum manni, sem kominn er úr fjárleit sunnan af heið- um að Brúarjökull væri hlaupinn fram 2—3 km. á öllu svæðinu austan fyrir Jökulsá og vestur á Kringilsárrana, eða svo langt sem þeir sáu. Jökullinn var brattur að fram- an og mjög sprunginn langt inn eftir og má því búast við að hann sé enn að síga fram. Menn veittu því athygli fyrir fullum mánuði að Jök— ulsá var óvenjulega mórauð eftir árstíma. Ekki hefur orðið vart við nein eldsumbrot. Jón sagði, að sennilega hefði þetta hlaup orðið með þeim hætti að snjór hefur hlaðizt upp á hájöklinum, þangað til jafnvægi jökulsins raskast og hann hleypur fram með miklum krafti. Gengur hann þá fram eins og geysi- lega stór jarðýta og ýtir jarð- veginum á undan sér, veltir sér svo yfir hann og getur myndað geysilegar jökulýtur, eins og það er kallað. Brúarjökull hefur sýnt sig að slíku fyrr. T.d. hljóp hann fram um 10 km. árið 1896 og frá þeim tíma eru hraukarnir, þar sem hreindýrin halda sig mest og nú er góður vallend- isgróður. Mgbl. 15. nóv. •Cr Sólfaxi brennur Um miðnæturskeið í fyrra- kvöld kom eldur upp í flug- skýlinu á flugvelllnum í Narssassuaq á Grænlandi, og brann það til kaldra kola á skammri stundu með öllu sem þar var inni, enda úr timbri. I eldinum eyðilagðist Sólfaxi, Skymasterflugvél Flugfélags Islands, sem verið hefur í Grænlandsflugi, svo og tveir Framhald á bls. 3. SPÍTALAGJALD YÐAR Á AÐ GREIDA FYRIR 30. NÓVEMBER FYRIR TÍMABILIÐ NÚMER 11 Iðgjald tilkynningar hafa verið sendar til allra íbúa Manitoba, sem ekki greiða gjöldin með launafrádrætti. HVAR Á AÐ BORGA • íbúar Winnipegborgar greiða í hvaða banka sem er í borg- inni eða með reiðupeningum, ávísun, eða póstávísun til: Cily of Winnipeg, Hospital Service Division, Civic Offices, Winnipeg 2. • íbúar í Metropolitan umhverf- inu borga á sinni Municipal skrifstofu. • íbúar í sveit borgi á sveitar- skrifstofu sinni. • íbúar Local Govemment hér- uðum borga Government District Administrator. • íbúar í óskipulögðum héruð- um greiði beint til Manitoba Hospital Services Plan, P.O. Box 925, Winnipeg, Manitoba. _ 1. JANÚAR TIL JÚNÍ 30. 1904 ÞEGAR ÞÉR GREIÐIÐ ÚT í HÖND Framvísið iðjaldatilkynningunni til nauðsynlegra upplýsinga. ÞEGAR ÞÉR SENDIÐ BORGUN f PÓSTI Sendið iðgjaldatilkynninguna á- samt ávísun yðar eða póstávísun. BORGIÐ NÚ ÞEGAR OG VERIÐ TRYGGÐIR Ef iðgjöldin eru ekki greidd að fullu 30. nóvember 1963, eiga hvorki áskrifandi né áhangendur hans rétt á spítalatryggingu fyrir tímabilið númer 11 fyrr en að mánuði liðnum, EFTIR að gjaldið er borgað. UNDANÞÁGUR NÁMSFÓLKS Nemandi nítján ára eða eldri, en innan 21 árs, sem er upp á . foreldra sína kominn og stundar nám við háskóla eða aðrar viður- kennda skóla fær spítalatrygg- ingu undir skrásetningu foreldra sinna. Umsóknareyðublöð fást þar sem þér greiðið iðgjaldið. Breytingar á heimilisfangi eða hjúskaparböndum skulu tilkynnt- ar M.H.S.P. MANITOBA HOSPITAL COMMISSION D*. G. JOHNSON, of Health P.O. BOX 925, WINNIPEG, MANITOBA G. L. PICKERIN% Chairman

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.