Lögberg-Heimskringla - 21.11.1963, Blaðsíða 6

Lögberg-Heimskringla - 21.11.1963, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 21. NÖVEMBER 1963 GUÐRÚN FRÁ LUNDI: ' ! ÖLDUFÖLL ■ < 1 • Skáldsaga •....................... „Mér er víst sama, hvaðan ég fæ mjólk. Þetta er bara svo þægilegt fyrir mig, þar sem hún gat notað, að ég þvægi fötin fyrir hana, konuvesa-1 linginn". „Hún getur víst stunið yfir því sjálf“, sagði Þorbjörg. „Ég hef líka séð Siggu vera að þvo þau fyrir hana. Vonandi hefur hún ekki Hallfríði til þess. Ég skal þá tauta eitt- hvað yfir henni Signýju minni. Þú getur fengið mjólk- urdropa hjá mér, meðan kýrin er opinspena". Svona var Þorbjörg. Gunnvör marg blessaði hana fyrir hjálpsemi hennar, og svo fyrir að útvega henni vinnuna í sláturhúsinu. Nátt- úrlega var það andstyggileg vinna, að hleypa gori innan úr vömbum allan liðlangan daginn. En fyrir það fengust peningar. Henni var víst ekki vandara um en hinum kon- unum, sem við það unnu. Og skemmtilegt og upplífg- andi var að hlusta á málæðið í samverkakonunum. Þær höfðu víst alltaf vorkennt Hallfríði, vegna þess hvað hún var grönn og útlitsdauf, og fundist strákgreyið ekki of góður til þess að vinna fyrir henni og láta henni líða vel. En nú sögðu þær, að hún væri orðin of fín til þess að vinna við hreinsun á gorvömbum, þegar hún væri flutt í þetta fína og stóra steinhús. Og ekki hafði þá tengdadóttirin til- vonandi haft dug í sér til þess að taka við starfinu af henni. Þær hefðu það víst ekk mjög erfitt núna, að rangla innan um barnlaust húsið, og strák- urinn næstum aldrei heima. Hann væri alltaf að rífa upp fiskinn þarna vestur á flóan- um, og elti víst þorskinn eins og hákarl. Það var nú meiri aflaklóin, sá drengur. Jóna frænka, sem var önnur vambakerlingin, sagði einn morguninn, að það væri nú bara farið að baka í brúð- kaupsveizluna þeirra Siggu og Bensa. Það átti svo sem ekki að verða nein ómynd hjónabandið þeirra. En lakast væri þó, ef hann gæfi sér aldrei tíma til þess að láta klerkinn pússa þau saman. Broslegt hvernig þetta fólk gæti annars hreykt sér, alið upp hér í torfkofunum á tang- anum. Þá svaraði hin vambakerl- ingin: „Við erum nú flestar búnar að búa mest alla ævina í torf- kofunum hérna í víkinni, og það á víst illa við að líta horn- auga til þeirra. Ég efast mjög um, að þau hefðu verið nokk- uð myndarlegri, þó að þau hefur verið aðflutt. Þau eru víst nógu myndarleg hjóna-, efni. Og líklega hefði dóttir þín ekki farið vér út úr því, þó að hún hefði verið kyrr hérna heima í víkinni sinni“. „Það er nú eins og ég hef alltaf sagt, að hamingjan er eins og hjól, sem getur stanz- að allt í einu. Ekki er ómögu- legt, að strákurinn steypist á hausinn með allt þetta skulda- fargan á herðunum. Og hvað skal þá? Ég væri líka vel á- nægð yfir því, þó að það lækkaði risið á honum og frænku minni. Svo gröm er ég yfir því, hvað hennar hlut- skipti varð betra en dóttur minnar, eins og hún var þó vel gefið barn“, sagði Jóna frænka. „Þetta kalla ég nú heldur ómerkilegt tal“, sagði hin. „Ekki hefur þó systir þín allt- af gengið á þeim rósum, að þú þurfir að vera öfundsjúk út í heimili hennar, þó að eitthvað birti yfir hjá henni, vesalings manneskjunni“. „Það er náttúrlega aldrei nema satt“, sagði þá Jóna frænka. „En maður verður beizkur út í lífið stundum, þegar manni finnst að aðrir baði í rósum. Það er mikill munur, að búa í nýju og hlýju steinhúsi eða í gömlum og köldum moldarkofa eins og ég verð að gera“. Gunnvör gat nú hreint og beint ekki verið þögull hlust- andi lengur. Henni fannst það sjálfsagt, að leggja eitthvað í fréttaskjóðuna, og sagði nýju vinkonunum nú frá heimsókn þeirra Fjallsmæðgna þá um vorið. Þær urðu yfir sig hissa á því, að þær skyldu ekki vera búnar frétta þetta fyrir löngu. „Þær geta svo sem þagað þarna úti á tanganum, þegar þær ætluðu sér það, og eng- um er þægð í því“, sagði ein úr hópnum. „Hann var nú hér í dag, Fjallsbóndinn. Það væri gam- an að fylgjast með því, hvort hann færi heim til tengdadótt- urinnar tilvonandi og gömlu vinkonunnar til þess að fá sér kaffisopa“, sagði gæðakonan Jóna frænka. „Það verður ekki á allt kos- ið“, sagði Gunnvör við Bárð á Fjalli, þegar hún náði tali af honum. „Þó að gott sé að hafa fasta vinnu, er leiðinlegt að geta ekki látið kunningjana fá kaffisopa, þau fáu skipti, sem maður sér þá. Þeim veitir þó sannarlega ekki af hress- ingu í þessu ónotalega veðri“. „Það er líka svo langt þarna út á tangann, að maður vinn- ur það varla til að rölta þang- að, þó að góður kaffisopi væri í boði“, sagði hann. „Læt ég það nú vera. Varla ert þú orðinn svo seinn á fæti enn“, sagði hún. „Og það er ég viss um, að henni tengda- dóttur þinni tilvonandi þætti vænt um að fá tækifæri til þess að bera þér kaffi á sínu heimili". „Það þykir mér næsta ótrú- legt. Hún þekkir mig víst heldur lítið, stúlkutetrið. Er ekki kærastinn hennar alltaf á sjónum?“ sagði hann svo dræmt. „Jú, jú. Alltaf að veiðum vestur á flóa. Þar rífur hann upþ fiskinn, því ekki vantar dugnaðinn og aflasældina“, sagði Gunnvör. Bárður var genginn burt áður en hún hafði lokið máli sínu. Og áreiðanlega fór hann ekki út á tangann þann dag til þess að fá sér kaffisopa. Einn daginn kom svo Bensi heim eftir fimm vikna úti- veru. Nú yrði sjálfsagt farið að hugsa til giftingarinnar. Hallfríður fékk honum sendi- bréf, sem einhver krakki hafði komið með fyrir um það bil tveim dögum. Sigga sagði, að sér sýndist utanáskriftin á þessu bréfi var skrifuð af kvenmanni. Bensi las bréjfið og rétti henni það svo. Þar gæti hún séð, hvort það væri frá konu eða karli, sagði hann. Bréfið var frá heimasætunni á Fjalli. Hún skrifaði Bensa það, að föður þeirra langaði til þess að gefa honum unga kú í búið og fóður handa henni í vetur. En vegna þess að hann hafði heyrt, að Bensi væri svolítið einþykkur, þyrði hann ^kki að senda kúna út eftir fyrr en hann vissi, að þau vildu þiggja hana. Og systir hans lauk bréfinu með þeim orð- um, að hún vonaði að hann bryti nú odd af hinu mikla oflæti sínu og þægi kúna. Hún væri af ágætu kyni og líkleg til þess að verða bú- mannsþing. „Hefur þú nú nokkurn tíma heyrt annað eins, Sigga mín. Karlinn er að láta sér detta í hug, að gefa mér heila kú“, sagði Bensi glottandi. „Hvaða gagn væri í því að eignast hálfa kú“, sagði Sigga. „Hvað segir þú um þetta allt saman?“ sagði hann. „Mig langar ósköp mikið til þess að eiga kú“, sagði hún hlæjandi. „En annars ert það þú, sem átt að svara bréfinu, en ekki ég. Og þú átt að svara því strax, því að það er nokk- uð langt síðan það var skrif- að“. „Það er bezt að heyra hvað mamma leggur til málanna", sagði Bensi og kallaði á móð- ur sína inn. „Hvað segir þú um það, mamma, sem stendur í þessu bréfi?“ sagði hann. Hallfríður las bréfið. „Auðvitað eru þetta hennar ráð, aumingja stúlkunnar. Það má virða það við hana. En það er vandi að neita því, sem vel er boðið. Það ert þú, sem átt völina, góði minn. En ó- neitanlega væri gaman að eiga kú“. „En heldur þú að karlinn sjái ekki eftir henni, ef ég þigg hana?“ spurði hann. CANADA RÚM 650,000 MANNS HÁFA GERZT KANADÍSKIR BORGARAR Síðan 1947, að þegnrétfrarlöggjöf landsins gekk í gildi Á árinu 1962 einu tóku 72,000 innflytjendur þegnskapareiðinn og öðluðust fullkomin borgaraleg réttindi. Sá innflytjandi, er hefir fengið löglega inngöngu í Kanada, sem inn- flytjandi fyrir að minsta kosti fjórum árum og níu mánuðum, getur sótt um kanadísk borgararéttindi nú þegar. Njótið allra þeirra réttinda og hlunninda er fullkominn þegnskapur veitir í Kanadísku þjóðlífi. # réttinn til atkvæðagreiðslu • réttinn til opinberrar þjónustu • réttinn til kanadísks vegabréfs # réttinn til fullrar þátttöku í framtíðar-málum Kanda Þér getið fengið umsóknareyðublöð frá Clerk of the Citizenship, County eða District Court, sem nálægast er, eða The Registrar of Canadian Citizenship, Ottawa. tr,'* GUY FAVREAU, Minister of Citizenship and Immigration

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.