Lögberg-Heimskringla - 21.11.1963, Blaðsíða 3

Lögberg-Heimskringla - 21.11.1963, Blaðsíða 3
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 21. NÓVEMBER 1963 3 Fréttir frá íslandi — Business and Professional Cards — Goodman And Kojima Electric ELECTRICAL CONTRACTORS Canadian Fish Producers Ltd. J. H. PAGE, Manoging Diractor Framhald frá bls. 2. Katalína-flugbátar frá danska flughernum og lítil einkaflug- vél. Með flugskýlinu brunnu flugturninn, sem var byggður við það, viðgerðarverkstæði, varahlutir o. fl. og er því erf- itt um vik á flugstöðinni í Narssassuaq. Örn Johnson, forstjóri Flugfélags Islands, tjáði Mbl. í gær, að F.í. hefði boðið leigutaka Sólfaxa, dönsku Grænlandsverzlun- inni, að hin Skymastervél fé- lagsins, Straumfaxi, reyndi að anna einhverju af verkefnum Sólfaxa, og er afráðið að Straumfaxi fari í tvær ferðir til Grænlands í næstu viku. Mgbl. 25. okt. ☆ Norlhern Spray strandar Tvær tilraunir voru gerðar í gær, til þess að ná brezka togaranum Northern Spray á flot, en hann strandaði undan Grænuhlíð í ísafjarðardjúpi í fyrrakvöld, eins og frá var skýrt í Mbl. í gær. Reyndi Óðinn tvívegis að draga hann á flot, en dráttartaugin slitn- aði í bæði skiptin. Mun nú talið vonlaust að bjarga skip- inu, enda er það gamalt og þolir 'illa veltinginn á sker- inu, sem það strandaði á. Þar vegur það salt. Verða dælurn- ar fluttar úr skipinu með birtingu í dag, svo og önnur verðmæti. Eru allar horfur á því, að skipið beri beinin þarna, en það hefur lengi stundað veiðar við ísland. T.d. tvístrandaði það við ísa- fjarðarkaupstað í desember 1950, og í júní 1961 reyndi það nokkrum sinnum að sigla á Óðin — sama skipið og nú bjargar áhöfn þess. Mgbl. 25 okt. ☆ Slarfsliði fækkað Tilkynning frá yfirmanni flotastöðvarinnar á Keflavík- urflugvelli, S. E. Ellison, skýrir frá fyrirhugaðri fækk- un starfsfólks varnarstöðvar- innar. Ástæður eru þær, að fjárveiting til flotans hefur verið skorin niður um 28 millj. dollara. Um 100 íslenzkum og um 30 bandarískum borgur- um mun verða sagt upp á næstunni. Mgbl. 25. okt. ☆ Yfirgangur Rússa Neskaupstað, 29. okt. — Vél- báturinn Gullfaxi kom hing- að í dag með um 100 tunnur af Síld, sem hann veiddi 80 mílur suð-austur af Norð- fjarðarhorni. 1 viðtali, sem fréttaritarinn átti við skipstjórann, Þorleif Jónasson, sagði hann frá því, að á 90 mílum suð-austur af Norðfjarðarhorrii hefði hann fundið mjög góðar torfur af síld, en slíkur fjöldi rúss- neskra síldveiðiskipa hefði raðað sér með net sín á torf- urnar, að ógerningur hefði reynzt að kasta á þær. Grynnra fundu þeir á Gull- faxa einnig síld, en miklu minna og var síldin miklu dreifðari. Ekki kvaðst Þor- leifur fara þarna út aftur, heldur halda suður á síldina. Aðspurður um fjölda hinna rússnesku síldveiðiskipa kvaðst hann hafa heyrt Fær- eyinga nefna 500—600, en sjálfur kvaðst hann ekki getað sagt ákveðið um það, en fjöld- inn væri geysimikill. Mgbl. 30. okt. ☆ Álii um „Skáldatíma" Frú Aðalbjörg Sigurðar- dóttir: Ég hef verið unnandi og dáandi Kiljans, síðan hann fyrst kom fram á skáldaþingi, og óteljandi eru þær ánægju- og hrifningarstundir, sem ég hef notið við lestur bóka hans, ekki sízt þeirra, sem mest hafa verið umdeildar. En mér er tregt um mál að tala um þessa síðustu bók hans ,„Skáldatími“, finnst þó næst- um því skylda mín að segja þetta: Það, sem Kiljan skrifar í þessari bók um Rússland og það, sem þar var að gerast, átti hann að skrifa fyrir 25 árum, eða a.m.k. jafnskjótt og hann hafði öðlast þann skilning, sem hann nú lætur í ljósi. Þess í stað gaf hann þjóð sinni Gerzka æfintýrið og hélt fram á síðustu ár á- fram stuðningi við þá stefnu, sem hann nú fordæmir. Ég tel að ég og aðrir, sem trúðum á hann sem skáld og treystum honum jafnframt sem manni, höfum átt heimt- ingu á því, að hann blekkti okkur ekki viljandi. Mgbl. 26. okt. ☆ Óveður 1 óveðrinu á miðvikudag- ,inn fuku tveir menn í Vest- mannaeyjum, annar, Kristján Sigurjónsson, formaður á Erninum, sagðist hafa verið á leið niður að höfn til þess að huga að bát sínum, er hann tókst á loft og fauk um 40 til 50 metra veg. — Var yður ekki meint af þessu ævintýri, Kristján? — Ég skall harkalega niður á annan handlegginn og meiddist talsvert á olnboga. Þegar ég fauk voru járnplötur af þaki fiskvinnsluhússins á þeytingi allt í kringum mig og má heita guðs mildi, að ég varð ekki fyrir þeim. — Hvernig leið yður á fok- inu? — Ég get nú ekki lýst því, en mér finnst furðulegt, að vindurinn skyldi vera nægi- lega sterkur til þess að feykja 80 kg. skrokk svo langa leið. Þegar ég tókst á loft var ég á leið niður brekku, sem liggur að höfninni. Ég gekk á miðri götunni, en til beggja handa eru há hús. Ég vissi ekki fyrr en ég tókst á loft og valt og fauk þar til ég stöðvaðist niðri á höfninni með áður- greindum afleiðingum. — Og járnplöturnar hafa fokið framhjá yður? — Já, en þær fuku lengra, enda léttári en ég. Plöturnar dreifðust um höfnina og á milli verstu hviðanna tíndu mennirnir, sem voru að vinna þar, þær upp og köstuðu þeim í sjóinn, milli Fjallfoss, sem lá í höfninni, og bryggjunnar. Öðruvísi var ekki hægt að hemja þær. Mgbl. 23. okt. Why nol visii ICELAND now? ALL-WAYS Travol Bureau Ltd.. 315 Hargrave Street, Winnipeg 2, Man., WHitehall 2-2535, is the recognized Agent of all steamship- and airlines, including Icelandic Airlines, and has assisted more Iceland- ers in Manitoba with their travel arrangements than any other travel agent. Mr. P. E. Salomonsen and Mr. A. A. Anderson, both Scandi- navians, will render you every assistance in connection with your travel, in an endeavour to have your trip as comfort- able and pleasant, yet in- expensive, as possible. Consult ALL-WAYS Travel Bureau Ltd. 315 Hargrave Street, Winnipeg 2, Man. WHitehall 2-2535 384 McDermot Ave., Winnipeg 2 WH 2-7759 ARTHUR GOODMAN M. KOJIMA SP 2-5541 LE 1-4433 Evmbies ond Helldeys Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fish 311 CHAMBERS STREET Office: Bus.: SPruce 5-04*1 SPruce 2-1917

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.