Lögberg-Heimskringla - 28.11.1963, Blaðsíða 1

Lögberg-Heimskringla - 28.11.1963, Blaðsíða 1
Högberg - l)cim5krtngla Stofnað 14. J&n., 1888 Stofnuð 9. sept., 1886 77. ARGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 28. N6VEMBER 1963 ■****&*> NÚMER 45 Dr. Richard Beck: Mikilhæfur og ástsæll foringi fallinn Vestan úr heimi heyrist skot, — þá hrökk þessi álfa við. „Alltaf er Drottinn að skapa </ Á þeim áhrifamiklu orðum (í þýðingu Einars Benedikts- sonar) hefst stórbrotið kvæði Henriks Ibsen „Víg Lincolns". Þessar ljóðlínur hafa dunið mér í eyrum, eins og dimm- róma klukknahljómur, síðan harmafregnin mikla um víg Johns F. Kennedy, forseta Bandaríkjanna, skall eins og John F. Kennedy reiðarslag úr heiðskíru lofti yfir amerísku þjóðina, og barst að kalla samstundis um gjörvallan heiminn. Þessvegna gr það ekki of- mælt, að skotið hatramlega, sem lagði Kennedy forseta að velli í blóma aldurs og mitt í mikilvægu starfi hans í þágu frelsis og friðar í heim- inum, hafi eigi aðeins haft þau áhrif, að Norðurálfan hrökk við, heldur hafi hið sama mátt segja um aðrar álfur heims, þegar það skotið heyrðist „vestan úr heimi“ (svo að haldið sé orðalagi Ibsens), er varð hinum unga, glæsilega og fjölhæfa forseta Bandaríkjanna að fjörtjóni langt um aldur fram. Hvar- vetna fylltust hugir manna djúpri sorg og saknaðarkennd. Menn og konur víðsvegar um heiminn, í milljóna tali, fundu til þess, að heilhuga, djarfyrtur og áhrifaríkur mannvinur, friðarvinur og frelsis, væri hniginn til mold- ar. í Bandaríkjunum sjálfum hefir þvi vafalaust almennt verið þannig farið, að sam- hliða þjóðarsorginni yfir vígi forsetans, hafi hugir manna fyllst biturri gremju og blygðunnartilfinningu, að ekki sé sagt, heilagri reiði, yfir því, að slíkt níðingsverk skyldi unnið vera í landi þeirra, og sagan endurtaka sig á hinn ömurlegasta og átakanlegasta hátt. Sjálfsagt hafa sambærileg örlög Abra- hams Lincolns orðið þúsund- um rík í huga, eigi síður en þeim, er ritar þessi fátæklegu minningarorð um Kennedy forseta. Hörmuleg fréttin um víg hans snerti sérstaklega næma strengi í hugum okkar kenn- ara og stúdenta á Ríkishá- skólanum í Norður-Dakota, því að einungis tveir mánuðir eru liðnir síðan Kennedy for- seti flutti ræðu fyrir miklu fjölmenni á Ríkisháskólanum. Mun sú ræða okkur öllum minnisstæð, er á hana hlýddu, og þá eigi síður forsetinn sjálfur. Ógleymanlegur verður hann mér í ræðustólnum: — Svip- hreinn og djarfmannlegur, glæsileikinn persónugerður; lífsþrótturinn geislaði af hon- um, einurðin og einlægnin svipmerktu málaflutning hans. Auðséð og auðfundið var, að þar fór leiðtogi, sem gæddur var óvenjulegum for- ystuhæfileikum, og brann í brjósti heitur eldur mannástar og göfugra hugsjóna. Slíkum mönnum er rétt lýst og vel í eftirfarandi erindum úr fögru kvæði Einars P. Jónssonar „Þjónn ljóssins": Vafalaust erum við sam- tímamenn Kennedys forseta of nærri atburðunum, til þess að meta til fullnustu forystu hans og mikilvæga starfsemi í innanlandsmálum þjóðar Sjá Napólí og dey síðan, segja þeir á ítalíu. Við ís- lendingar gætum um þessar mundir sagt: Sjáið Atlants- hafið brenna við Vestmanna- eyjar, sjáið hvíta og svarta gosmekki hnykklast og rísa 20 þúsund fet í loft upp. Sjáið nýtt land rísa úr hafi — og þér hafið séð undur og stór- merki, náttúruhamfarir sem gera öll mannaverk örsmá og sviplaus. Þetta var mér efst í huga, þegar ég flaug um hádegi í gær með Birni Pálssyni aust- ur að hinu nýja landi, sem nú myndar syðsta hluta ís- lands. Það er stórkostlegt að sinnar og á alþjóða vettvangi. Það bíður sögunnar að sann- meta forsetastarf hans í réttu ljósi og skipa honum í þann sess, er honum ber að verð- ugu. Hitt er þegar óhætt að fullyrða, að hann var verð- ugur arftaki þeirra fyrirrenn- ara sinna í forsetaembættinu, sem helgað hafa hæfileika sína og starf sitt hinum göf- ugustu hugsjónum, þjóð sinni, og um leið öðrum þjóðum heims, beint og óbeint, til heilla blessunar. Og þegar slíkir foringjar sem hann falla að velli, er holt að minnast spaklegra orða norska skáldsins Pers Sivle (í þýðingu síra Matt- híasar Jochumssonar): Ef bila hendur, er bættur galli: Ef merkið stendur, þótt maðurinn falli. Merki hins mikilhæfa og ástsæla forseta Bandaríkj- anna stendur óhaggað í hönd- um fjölmargra, er af heilum huga fylgja honum í spor. Miklar hugsjónir deyja aldrei. Þær skína bjartar eins og staðfastar stjörnur himinsins, hefja hugi manna til hærri sjónar, og eignast alltaf sína einlægu unnendur og ótrauða merkisbera. sjá þessa eyju, þetta nýja land, logandi úti í hafi. Það eru 5—6 vindstig við eyna og það má greinilega sjá báruna sleikja strönd hennar. Eldf jalladrottningin þögul Lóa Björns Pálssonar lagði af stað frá Reykjavíkurflug- velli kl. 12,40 í gær. Skyggni var hið fegursta í allar áttir. Út til hafsbrúnar og inn til fjalla og jökla. Þegar komið var austur yfir Reykjanes- fjallgarð blasti eldfjalla- drottningin, Hekla, þögul og kyrrlát, við sjónum í austri og síðan Tindafjallajökull, Mýrdalsjökull og Eyjafjalla- jökull. Sunnar sjást Vest- mannaeyjar og fyrir suðvest- an þær hið mikla nývirki, eld- gosið úr hafinu. Við erum 16 í flugvélinni, fólk úr öllum áttum og á öllum aldri, smá- strákar innan við 10 ára, rosknir menn og ráðsettir, stórkaupmenn og kennarar, nýtrúlofaðar ungmeyjar, og við hliðina á mér situr 23 ára gömul stúdína austa.’i úr Hornafirði, sem er ' barna- kennari í Laugalækjarskólan- um. Flest þetta fólk er með myndavélar, sumir með kvik- myndavélar og sjónauka. 1 seilingarfjarlægð 20 þúsund feta hár gos- mökkurinn ber við heiðan himinn og dimmblátt haf. Við fljúgum í 10 þúsund feta hæð og kl. 12 mínútur yfir 1, eftir 32 mínútna flug, erum við komin á gosstöðvarnar. Flug- maðurinn hefur lækkað flug- ið niður í 3—400 metra. Hann rennir vélinni svo nálægt sjálfum gosmekkinum, að manni finnst hann aðeins í seilingarfjarlægð. Efri hluti hans er hvítur og á honum virðist ekki vera mikil hreyf- ing, en neðar teygja kolsvart- ir gjall eða reykjarfingur sig með ofsahraða upp úr gíg- unum á hafsbotni. Við fljúgum í kringum eyna fram og til baka og komumst næst í 2—300 metra fjarlægð frá sjálfum gos- veggnum. Mér hefur verið sagt að ein flugvél hafi flog- ið í aðeins 50—100 metra fjar- lægð frá gosinu. I þeirri flug- vél hefði ég ekki viljað vera. Mér virtist um skeið sem gos- mökkurinn væri yfir okkur og hið nýja land og öll þau ó- sköp, undur og skelfing, sem þar er að gerast undir vængn- um á „Lóunni"! Við Björn Pálsson höfum mikinn áhuga á að ná ljós- mynd með Vestmannaeyjum og Eyjafjallajökli í baksýn. Góða mynd af „Séstey“ verð- um við einnig að fá. Vonandi tekst það. Undir bæjarvegg Eyjamanna Þetta eldgos er alveg undir bæjarveggnum hjá þeim í Vestmannaeyjum. Það er eig- ihlega þeirra gos. Þó munu allir Islendingar vilja eiga þetta nýja land, þessa litlu eyju, sem eldsumbrotin hafa myndað og eru að hlaða upp með tröllaukinni elju. Eftir 100 ár verpur þar ef til vill kría og lundi, og eftir 1000 ár veit enginn nema þar verði risin ný „Friðarhöfn”! Við fljúgum í 21 mínútu umhverfis gossvæðið. Gos- stólpinn virðist ekki vera ýkja breiður og ótrúlegt er að hin ný: ;ja sé enn sem kom- ið er brei”'xi en 50—100 metrar, í mesta lagi. En vís- indamennirnir telja að hún sé orðin 300—500 m. löng og sennilega um 40 m. há. Útsýnið frá gosstað inn til landsins er stórkostlegt. Allt suðvesturland frá Mýrdals- jökli vestur á Reykjanes blas- ir við. Hekla og Eyjafjalla- jökull standa þarna á verði og Vestmannaeyjar bera við meginlandið eins og fljótandi perlur á bláu hafinu. Alltaf er Drottinn að skapa Kl. 1,33 er snúið heim á leið. Undrin og stórmerkin liggja að baki. Við lendum á Reykja- víkurflugvelli kl. 2,10 og höf- um þá verið nákvæmlega IJ/2 klukkutíma cTlofti. „Alltaf er Drottinn að skapa“, sagði gömul kona norður í Skagafirði, þegar hún kom út á hlaðið heima hjá sér einn sólbjartan morg- un og sá Mælifellshnjúk. Þarna hefur hann þá skapað nýtt fjall í nótt! Já, það má nú segja, alltaf er Drottinn að skapa. Nú hef- ur hann skapað nýja eyju fyrir sunnan Vestmannaeyjar, ef hann þá sekkur henni ekki aftur í hið mikla haf. — S. Bj. Mgbl. 17. nóv. Fréttir frá íslandi Úr bréfi Rvík 20. nóv. 1963. Kuldar og norðanstrekk- ingur nú alllengi. Fýkur því aska og vikur frá eldgosinu allt suður á haf. Lygndi litla dagstund nú einn dag, fór þá strax að falla nokkur aska í Vestmannaeyjum. Væri suð- vestan átt gerði þar sennilega vont að vera og einnig hér á Suðvesturlandi. Gosið er ekki í rénun. Hamrarnir skelfa ’ekki hug þess manns, er, helgaður þjónustu sannleikans, leitar til ljóssins hæða að lind hinna dýpstu fræða. Útverðir dagroðans eggja hann, þann andlega brattsækna konung-mann, að klífa upp björgin bláu og af brúninni skyggnazt háu. Um aldirnar stendur þar óðal hans, þess einbeitta talsmanns sannleikans — í álfunni óðs og hljóma, við eilífan dýrðarljóma.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.