Lögberg-Heimskringla - 28.11.1963, Blaðsíða 4

Lögberg-Heimskringla - 28.11.1963, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 28. NÓVEMBER 1963 Lögberg-Heimskringla Published every Thursday by NORTH AMERICAN PUBLISHING CO. LTD. Printed by WALLINGFORD PRESS LTD. 303 Kennedy Street, Winnipeg 2, Man. Ediior: INGIBJÖRG JÖNSSON EDITORIAL BOARD Winnipeg: Dr. P. H. T. Thorlakson, chairman, Haraldur Bessa- son, Rev. Valdimar J. Eylands, Caroline Gunnarsson, Jóhann G. Jóhannson, Thorvaldur Johnson, Jakob F. Kristjánsson, Rev. Philip M. Pétursson. Vancouver: Dr. S. E. Björnsson. Montreal: Áskell Löve. Minneapolis: Valdimar Björnsson. Grand Forks: Richard Beck. Reykjavík: Birgir Thorlacius. Akureyri: Steindór Steindórsson. London: Dr. Karl Strand. Subscriplion $6.00 per year—payable in advance. TELEPHONE WH. 3-9931 Authorized as second class mail by the Post Office Deportment, Ottawa, and for payment of Postoge in cash. „Dáinn, horfinn! — Harmafregn" Frétttin um að forseti Bandaríkjanna, John F. Kennedy, hefði verið skotinn til bana af ódáðamanni í Dallas, Texas um hádegi á föstudaginn 22. nóvember, barst um alla heims- byggðina með leifturhraða fréttaþjónustu útvarpsins og sjón- varpsins. Menn víðsvegar um heim setti hljóða, fólkið vildi ekki trúa, fyrst í stað, þessum hörmulegu tíðindum — að þessi hugsjónaríki, gáfaði og hughrausti maður væri horfinn af sjónarsviði þessa lífs. Miklar vonir voru bundnar við þennan mann, sem var enn ungur að árum, aðeins 46 ára, en hafði þó þegar sýnt að hann hafði stórmiklum hæfileikum á að skipa — hæfileik- um, sem honum gafst ekki aldur til að beita eins fyllilega, þjóð sinni og öllum JJóðum til góðs, eins og síðar hefði orðið. Hann mátti ekki 'missast. Það er eins og ljós hafi slokknað; heimurinn virðist svo miklu drungalegri og fátækari við fráfall hans. iótal myndir koma fram í hugann, á þessari saknaðar- stund: Við sjáum hann þar sem hann stóð úti berhöfðaður, ungur og glæsilegur og flutti ræðu sína eftir að hann tók embættiseið sinn, „Ask not what your country can do for you, ask what you can do for your country.“ Hann var mælsk- ur með afbrigðum, enda vellesinn og flugskarpur. Hver gleymir viðtölum hans við blaðamennina; hinum skjótu til- svörum hans og kímni, þegar svo bar undir. Og þegar hann ferðaðist meðal fólksins, brosmildur og vinalegur með fram- rétta hendi, viðmótið var svo hlýtt og aðlaðandi. Þetta voru ekki pólitísk látalæti; margir andstæðingar hans dáðu hann og mátu vináttu hans og allir báru þeir virðingu fyrir honum. Hinn látni forseti var gæddur sterkri mannúðar- og rétt- lætistilfinningu. Honum rann til rifja óréttlætið í garð negr- anna; hann vildi bæta hag öreiganna og aldraðs fólks, hann vildi koma í veg fyrir að börn og unglingar lenntu á glap- stigu. En flestar* umbótatilraunir hans strönduðu í þinginu, sérstaklega voru það öldungarnir sem reyndust honum þung- ir í skauti. Tillögur hans náðu ekki fram að ganga. Ef til vill var hann á undan sinni samtíð, að minsta kosti hinum hrumu öldungum sem skipa forsæti í mikil- vægustu þingnefndunum. Hann var ungur og leit út fyrir að vera jafnvel yngri en hann var; þeir eldri vilja sjaldan láta hina yngri skipa sér fyrir verkum. En hefði hann náð endurkosningum með stórum meiri hluta atkvæða, þá hefði hann haft betri aðstöðu til að fá áhugamálum sínum fram- gegnt. Ýmissir geta þess nú til að þetta hörmulega tilfelli, morð forsetans, sem hefir leitt í ljós hve mikils hann var metinn af umheiminum, muni rumska við þessum stein- runnu körlum og að hinn nýji forseti Lyndon B. Johnson muni hafa betra lag á því að beigja þá undir vilja sinn. John F. Kennedy sýndi að hann átti hugrekki og stálvilja til að bera þegar á þurfti að halda. Hver man ekki eftir viðureign hans við stálfélögin? En það er aðallega á sviði utanríkismála, sem hans verður lengst minst. Að vísu skjátlaðist honum hraparlega þegar hann nýkominn til valda, fór að ráðum annara, og stöðvaði ekki árásina á Kúbu, sem kennd er við Bay of Pigs. En hann lærði af því glappaskoti og hann bætti fyrir það. Þegar Sovétríkin fluttu eldflauga sína inn á Kúbu fyrir rúmu ári síðan og ógnaði þannig Vesturheimi og alheims- friði, þá varð mannkyninu fyllilega ljóst sú ógurlega stað- reynd að líf þess og dauði var aðallega í höndum tveggja manna — forráðamanna hinna miklu heimsvelda, sem hafa ráð yfir hinum ægilegu kjarnorkuvopnum. Þótt þeir hafi ráðgjafa sér við hlið, áttu þeir hver um sig úrskurðarvaldið. Þá reyndi á stjórnvísku, hugrekki og festu hins unga forseta. Hann brást ekki á þeirri örlagaþrungnu stund. Hann sigraði. Ambassador Thor Thors: Ræða um þing S.Þ. Töluð á segulband 14. okt. 1963 Niðurlag. Hin sérstaka pólitíska nefnd mun nú á ný fá deilu- mál Israels og Arabaríkjanna til athugunar, en ekki horfir vænlegar enn í þeim málum en áður frá því að ísraelsríki var stofnsett. Aðal vandamál- ið á þessu sviði eru örlög rúm- lega einnar milljónar flótta- manna, sem talið er að vilji leita til sinna fyrri heim- kynna, en það telur Israel hættulegt öryggi landsins og hefur þetta fólk því lifað á stuðningi Sameinuðu þjóð- anna og á sér ekkert heima- land vegna þess, að Araba- ríkin, sem hafa nóg landflæmi og nægileg verkefni, hafa af pólitískum ástæðum ekki viljað veita viðtöku þessu ættfólki sínu. Alvarlegasta hlið málsins eru þó hótanir Araba um tortímingu ísraels. Þá munu fjárhagsmálin og tækniaðstoð við einstakar þjóðir, einkum þær, sem eru skemmra á veg komnar á þró- unarbrautinni, verða eitt af hinum jákvæðustu viðfangs- efnum þessa þings. Þar hafa ýmsar stofnanir S.Þ., svo sem tækniaðstoðin og hinn sér- staki sjóður, unnið stórfeng- legt hlutverk á undanförnum árum, en hér veltur mest á því, hvað ríkin vilja leggja af mörkum í þessu skyni, svo að Sameinuðu þjóðirnar megi öðlast afl þeirra hluta, sem gjöra skal. Eitt af erfiðustu viðfangs- efnum þessa þings eru fjár- mál stofnunarinnar sjálfrar. Öngþveitið og vandræðin í fjármálum stafa aðallega af því, að margar þjóðir hafa færst undan því að greiða framlög sín, bæði til varnar- liðs Sameinuðu þjóðanna í ná- lægum Austurlöndum og til varnarliðsins í Kongó. Ógold- in framlög til varnarliðsins í n á 1 æ g u m Austurlöndum námu hinn 30. september nú í ár samtals um 35 millj. doll- ara, og langstærsti skuldarinn eru Sovétríkin með rúmlega 15.6 millj. dollara. Samtals skulduðu öll kommúnistarík- þennan dag meir en tuttugu og eina milljón dollara en Kína átti einnig ógreitt um 4V2 milljón dollara, Argentína rúmlega $900,000, Mexico nær $600,000 og Perú um $100,00. Það má búast við að Suður- Ameríkuríkin reyni að greiða framlög sín, en kommúnista- ríkin neita ennþá að leggja nokkuð af mörkum, þar sem þau telja aðgerðir þessar ó- löglegar og kostnað við þær þessvegna sér óviðkomandi. Sama gildir um framlög til varnarliðsins í Kongó. Þar skulda Sovétríkin um 37 millj. dollara, en kommúnistaríkin samtals rúmlega 50 millj. dollara. Einnig hefur Frakk- land neitað að greiða framlag sitt, en skuld þess er nú orðin um $16,150,000, og þar næst kemur Kína með 6 ¥2 millj. dollara skuld. Belgía átti þá ógreitt um 3.2 millj. dollara, en eins og ég gat um áðan, mun Belgía nú semja um greiðslu á þessu framlagi sínu að fengnum frádrætti á þeim kröfum, sem Belgir telja sig eiga á hendur Sameinuðu þjóðunum. Samtals voru ó- greiddir til friðarráðstafanna í Kongó um síðustu mánaðar- mót um $99,500,000. Það gef- ur að skilja, að einhver verður að greiða þessa nær því 135 millj. dollara, sem Sameinuðu þjóðirnar vantar samtals til að ljúka skuldum sínum. Það er einnig annað vandamál í þessu sambandi. Alþjóðadóm- stóllinn hefur úrskurðað að framlög til þessara friðarráð- stafana eigi að greiðast af öll- um þjóðum samtakanna, eins og önnur útgjöld Sameinuðu þjóðanna. Nú er svo ákveðið í sjálfum sáttmála Sameinuðu þjóðanna, að það land, sem skuldar meir en framlag sitt um tveggja ára skeið, skuli glata atkvæðisrétti sínum. Ef Sovétríkin, Frakkland og aðr- Nikita Krushchef nam vopn sín á burtu og stríðshættan rénaði. Síðan vann forsetinn markvíst að því að bæta sam- komulagið milli þjóðar sinnar og Sovietríkjanna og fyrsta stígið var afnám tilrauna með kjarnorkuspregnjur í loftinu. Mannkyninu létti fyr- ir brjósti. Nú hefir dauðinn létt hinni ógurlegu þungu byrði af John F. Kennedy og okkur finnst að heimurinn sé ekki eins óhultur og áður, að við munum ekki sjá hans líka aftur. Hann var eins og skap- aður til að vera forseti sinnar voldugu þjóðar á þessari öld róttækra breytinga á öllum sviðum. Milljónir manna í öllum heimsálfum finnst sem þeir hafi misst vin eða bróður, sem þeir máttu treysta og finna til djúprar samúðar með Jacque- line konu hans og allri fjöl- skyldunni. Einn útvarpsþul- urinn sagði að engin nema skáld gæti lýst hinni miklu sorg þjóðar hans. Við kveðj- um hann með þessum ljóð- línum Jónasar Hallgrímsson- ar: Flýt þér, vinur í fegra heim; krjúptu að fótum friðarboðans og fljúgðu á vængjum morgunroðans meira að starfa guðs um geim. ir hafa ekki goldið þessi lög- mætu framlög sín í ársbyrjun 1964, kemur að því, að kveða verður upp dóm um það, hvort þessi tvö stórveldi og öll hin ríkin skuli glata at- kvæðisrétti sínum. Það er augljóst mál til hverra vand- ræða muni draga, ef slík nið- urstaða yrði óhjákvæmileg, því þessi ákvörðun mundi geta jafngilt dauðadómi yfir samtökum þjóðanna. Það virð- ist næsta óhugsandi, að ef stórveldin eru nú að semja um friðsamlega lausn vandamál- anna, þá verði ekki einnig samið um það að halda lífinu fjárhagslega í samtökum Sam- einuðu þjóðanna, því hvert skal leita að vettvangi til við- ræðna allra þjóða, þegar búið er að kyrkja Sameinuðu þjóð- irnar fjárhagslega? Því verður að treysta í lengstu lög, að þessi helgasta von og öflug- asta vopn mannkynsins í heild til að tryggja friðsamlega samvinnu þjóðanna, verði ekki drepin af fjárhagslegum ástæðum og samtökin lögð í rústir. Hvað ætti þá að taka við í alheimsmálum? Eitt af hinum þýðingar- miklu vandamálum þessa þings er að bæta vinnubrögð þingsins, einkum að komast hjá svo miklu málþófi og hér hefur tíðkast. Það hefur orðið æ ljósara eftir því sem þjóð- unum hefur fjölgað innan samtakanna, að miklum tíma er á glæ kastað með algjör- lega þýðingarlausum ræðu- höldum, sem engan tilgang virðast geta haft nema í á- róðursskyni, bæði á alþjóða vettvangi og eins í heimaland- inu. Þetta vandamál hefur verið rannsakað af hendi hinna sérfróðustu manna og fellur það nú í hlut þessa þings að finna skynsamlegar úrbætur. Ég vil ekki ljúka máli mínu án þess að láta þess getið hversu almennra vinsælda og trausts forstjóri Sameinuðu þjóðanna, U Thant, nýtur hjá öllum sanngjörnum og hugs- andi mönnum. Hann hefur á tveggja ára starfsferli sínum sýnt mikla vitsmuni, sann- girni, sjálfstæði og þraut- seigju. Það var vandfyllt skarðið, þegar Dag Hammar- skjöld féll frá, en það virðist hafa verið lán hinna Samein- uðu þjóða að til var maður með hæfileikum og skapgerð U Thant, til þess að taka þetta geysi vandamikla og örlaga- ríka starf í sínar hendur. Það fer einnig vel á því, að nú þegar Asíu- og Afríkuríkin hafa meiri hluta atkvæða í samtökunum, að það skuli vera Asíumaður, sem skipar hinn æðsta sess í þjónustu samtakanna. Eins og ég gat um áðan verða efnahagsmál þjóðanna ein þýðingarmestu viðfangs- efni þessa allsherjarþings. Á þessu máli eru tvær hliðar, önnur er hugsjónin að hjálpa Framhald á bls. 5.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.