Lögberg-Heimskringla - 28.11.1963, Blaðsíða 6

Lögberg-Heimskringla - 28.11.1963, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 28. NÓVEMBER 1963 GUÐRON FRA LUNDI: ÖLDUFÖLL Skáldsaga „Nei, því trúi ég ekki. Hann vill fara að vingast við þig. Það er auðséð á öllu. Held- urðu, að þú gætir ekki orðið vinur hans, góði minn? Ég vildi óska þess, og finnst það sjálfsagt, sérstaklega eftir heimsókn þeirra mæðgn- anna“, sagði Hallfríður. Bensi þagði dálitla stund. „Ég á svo bágt með að gleyma því, hvernig hann horfði á mig í réttunum hér áður, þegar ég var á Sléttu. En ég sé það á augunum í Siggu, að hana langar til þess að eignast kúna. En-------“ „Vertu ekki með neitt hik“, greip Sigga fram í fyrir hon- um. „Pabbi er búinn að búa til svo prýðilegt fjós úr bað- stofunni í Bjarnabæ. Það geta áreiðanlega verið þar þrjár kýr“, bætti hún píðíákveðin. „Ég ætla að láta það bíða að svara bréfinu þangað til á morgun“, sagði hann og fór út. „Ég veit að þetta er erfitt“, sagði Hallfríður. „Mér finnst stundum að það hefði verið betra, að allt hefði verið eins og áður. En þetta er sjálfsagt ekki.rétt hjá mér, að láta mér detta slíkt í hug. Ég var svo oft búin að þrá það, að Bárður sýndi honum einhverja artir“. Morguninn eftir talaði Sigga um það, að Bensi færi að skrifa svarbréf til systur sinnar. „Þú verður að athuga það, góði minn, að það er vika síð- an bréfið var skrifað og þau bíða alltaf eftir svarinu. Ekki vita þau, að þú last það ekki fyrr en í gær“, sagði hún. „Ætlar þú bara að fara að verða eins og ráðrík húsmóðir, sem bendir manni sínum á hvað hann eigi að gera“, sagði hann glettinn. „En þú ættir bara að vita, hvað það er erfitt að skrifa þakkarbréf til þessa fólks, sem ég hef alltaf hugs- að mér að þiggja ekkert af. ’ Svo ætlar það bara allt í einu að gefa mér kú og fóður handa henni yfir veturinn. Og ég sem rauk upp í vonzku við karlinn þarna í hitteð fyrra, þegar hann kom og var ekkert nema gæðin og sáttfýsin, karl- garmurinn". „Það er næstum skammar- legt að heyra, hvernig þú tal- ar um hann föður þinn“, svar- aði Sigga ávítandi. „Þetta er ekkert líkur faðir og hann Jónas í Bjarnabæ. Það væri heldur þægilegra að þiggja eina kú að gjöf frá hon- um, en þessum harðjaxl“. Þau heyrðu að það voru barin þung högg á útidyrnar. Hallfríður gekk til dyra. Og nokkru seinna heyrðist til gestsins frammi í eldhúsinu. „Hér er komið ágætt eld- hús“, sagði hann. „Hver þó fjandi!“ sagði Bensi og varð sótrauður út að eyrum. „Það er hann! Svei mér þá, ef það er ekki hann, kominn alla leið inn í eldhús til aumingja mömmu“. Sigga fékk hjartslátt. „Þú verður að fara fram“, hvíslaði hún. „Það er víst ekki um annað að gera“, sagði Bensi og fór fram. „Sæll vertu,. vinur“, sagði þessi þróttmikla og skipandi rödd, sem látið hafði svo við- kunnanleg í eyrum ungu hjónaefnanna. „Það var ekki um annað að gera, en að koma til fjallsins, þegar það getur ekki komið til manns“. „Eða nennir því ekki“, sagði Bensi. „Hefur þú fengið bréfið frá Elínborgu minni?“ spurði Bárður því næst. „Ég fékk það í gærkvöldi“, sagði Bensi. „Hann hefur alltaf verið á sjónum“, skaut Hallfríður inn í. „Og kom ekki heim fyrr en í gær“. „Þú gerir svo vel að setjast hérna inni í stofuna til okkar“, sagði Bensi og fylgdi gestin- um til stofu. „Hvað segir þú um það, sem hún skrifar?“ ítrekaði bóndi, þegar hann hafði fengið sér sæti. „Það er nú eins og máltæk- ið segir, að það er vandi vel boðnu að neita. En mér finnst ég varla geta tekið við svona miklu frá þér. Ég var ekki svo kurteis og þægilegur við þig þarna um árið, þegar þú komst út að Stóru-Grund til þess að finna mig“, sagði Bensi. „Það verður að reyna að gleyma því, sem liðið er. Öllu nema því, að þú stofnaðir lífi þínu í hættu til þess að bjarga mér úr dauðans greipum. Það varð til þess að opna augu mín fyrir ræktarleysi mínu við þig og hina góðu móður þína. Nú er það eíndregin ósk mín, að þú látir mig ekki fara héðan án þess að ég finni ofur- lítinn vináttuvott hjá þér mér til handa. Enda þótt dóttir mín sé búin að ryðja veginn, hafa mér fundizt spor píla- grímsins þung“. Bensi brosti þægilega. „Það er víst eitt af því sjálfsagða, að taka vel á móti pílagrímum“, sagði hann. „Við erum nú einmitt að undirbúa brúðkaupsveizluna o k k a r. Vonandi verður þú svaramað- ur minn?“ sagði hann. „Það verður þá ekki aldeilis ónýtt að fá kú 1 fjósið áður en sá dagur rennur upp“, sagði Bárður. „Þið þurfið þá ekki að kaupa mjólkina í brúðkaupssúkkulaðið“. Hallfríður kom inn til þeirra, óvenjulega blómleg á vangann og hýr til augnanna. Bensi horfði á hana steinhissa. Honum virtist hún hafa yngst um mörg ár við að sjá karl- skepnuna. Það var meira en hann gat skilið. „Ég vona að þetta gangi vel á milli ykkar“, sagði hún. „Það lítur út fyrir það“, sagði Bárður. „Ég á að verða svaramaður hans. Og kýrin verður komin í fjósið fyrir helgina. Hvað viltu svo hafa það betra“. „Mér þykir það dásamlegt að þið getið verið hvor öðrum eins og skyldan bíður“, sagði Hallfríður ánægð. „Sjálfsagt hefur hún mest og bezt unnið að þessu stúlkan þín“. „Já, það er henni að þakka að mestu leyti. Hún er nú að hugsa um að fara að setja upp hringinn. Það er búfræðingur- inn á Stóru-Grund, sem er mannsefnið hennar. Þið þekk- ið hann sjálfsagt“, sagði Bárð- ur. „Þau ættu að gifta sig sam- tíma“, spaugaði Hallfríður. „Nei, það er víst óþarfi að flýta því svo mikið“, sagði Bárður, „því að eiginlega finnst mér alltaf einhver hálf- velgja í þessari trúlofun þeirra, hennar megin. Það er gott að vera trúlofaður lengi. Það eru þau vissulega búin að vera, en nú hefur það þó kom- izt þetta lengst. Hversu end- ingargott sem það verðíir“. „Ef ég á að segja eins og mér finnst um þetta“, sagði Bensi, „þá finnst mér Guðni leiðinlegur og líkleg^t ekki nægilega góður eiginmaður handa systur minni. Mér fannst það heldur ómannlegt af honum að nenna ekki eftir meðölunum, þar sem hann var þó að hugsa til tengda við ykkur“. „Ég býst líka við að það hafi setið talsvert l,engi í Elín- borgu“, sagði Bárður. Hallfríður lagaði gott kaffi >og bar það inn til feðganna, sem sátu nú og ræddu saman eins og góðkunningjar. Sigga varð að koma inn til þeirra og drekka kaffi þeim til sam- lætis. Tengdaföðurinn langaði líka til þess að sjá hana betur. „Það er engin hætta á, að okkur semji ekki“, sagði Bensi, „því að eiginlega höf- um við verið eins og systkini síðan við sáumst fyrst, og það er langt síðan. Við förum varla að taka upp á því að jagast, þegar við erum orðin hjón“. „Þetta er falleg og góðleg stúlka", sagði Bárður. „Mér lízt ágætlega á hana. „Og svo það, sem bezt er, að þeim þykir svo vænt hvorri um aðra, mömmu og henni, að það getur ekki betra verið“, sagði Bensi. Tveim dögum seinna var komin rauðhjálmótt kýr í fjósið í Bjarnabæ. Hallfríður og Sigga voru yfir sig glaðar yfir slíku ríkidæmi. Ná- grannakonurnar höfðu aldrei verið eins fullvissar um og einmitt nú, að þessar mann- eskjur færu á höfuðið áður en langt um liði. Og svo ætl- uðu þau sér að halda stór- veizlu þar til og með. Giftingardagurinn var heið- ríkur og fagur logndagur. Þor- björg í Nausti bjó brúðina. Hún var í hvítum kyrtli með skauti. Falleg brúður. Elín- borg á Fjalli kom með fyrstu gestunum, og amma hennar með henni. Þær höfðu farið af stað heiman að frá sér daginn áður og gist á Stóru-Grund, vegna gömlu konunnar, sem var orðin óvön löngum ferða- lögum. Hallfríður tók mjög vel á móti þeim. Elínborg sagði þær fréttir af móður sinni, að hún mundi ekki geta komið vegna þess að hinn lærði sonur þeirra Fjallshjón- anna var kominn heim með kærustuna með sér. Og það hefði ekki verið viðkunnan- legt að skilja þau eftir tvö ein í bænum, þar sem faðir hennar ætlaði ákveðið að koma. Gamla konan trúði Hallfríði fyrir því, að það hefði hlaupið snurða á fyrir þeim Elínborgu og Guðna út af því, að hann hefði viljað láta hana ríða á undan með honum, en hún hefði viljað fylgjast með ömmu gömlu. En hann hefði ætlazt til þess, að Friðrika yrði gömlu konunni samferða, og að þær kæmu á eftir. Hann hafði áreiðanlega stórreiðst við hana út af þessu. GÓÐAR ÍSLENZKAR BÆKUR ,,Æskudagar“ og „Þroskaárin" eru minningar Vigfúsar Guðmundssonar s.l. 70 ár. Mest frásagnir af íslandi, en talsvert úr N.-Ameríku frá dvalarárum V. G. þar. Bækurnar eru sam- tals yfir 500 bls. í stóru broti og í bandi. Sendi ísl. í Ameríku átta dollara til Bókaútgáfunnar Einbúi, verða bækurnar sendar burðagjaldsfrítt. En séu dollaramir tólf, þá verður bætt við þriðju bókinni — ferðabók eftir V. G. um S.-Ameríku og víðar. Bækur V. G. eru mjög vinsælar á íslandi. EINBÚI, Hjarðarhaga 36, Reykjavík Heart Warming Gift Idea . . . INTERIOR ELECTRIC CAR WARMER You step into a warm, frost-free car each moming. No more scraping windows or windshields before you start out — makes for safer driving too! A car warmer would be an ideal Christmas gift for dad. Finding something for mother is no problem at all. She will love any one of the many other electrical appliances — from hair dryers to clothes dryers — that are available at City Hydro. And because electrical appliances come in such a wide variety they make ideal Christmas gifts for everyone. See t-hem now at . 405 Portage Avenue WHiteholl 6-8201

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.