Lögberg-Heimskringla - 28.11.1963, Blaðsíða 3

Lögberg-Heimskringla - 28.11.1963, Blaðsíða 3
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 28. NÓVEMBER 1963 S — Business and Professional Cards — ÞJÓÐRÆKNISFÉLAG ÍSLENDINGA í VESTURHEIMI Forseti: SÉRA PHILIP M. PÉTURSSON. 681 Banning Street, Winnipeg 10, Manitoba. Styrkið félagið með því að gerast meðlimir. Ársgjald $2.00 — Tímarit félagsins frítt Sendist til fjármálaritara: MR. GUDMANN LEVY, 185 Lindsay Street, Winnipeg 9, Manitoba Phone WHitehall 3-8072 Minnist svipaðar þeim, er síðari menn > höfðu. Ennið var lágt og framhluti heilans lítt þróað- ur, en samt að öllu samtöldu á mikið hærra framþróunar- stigi en nokkurra annara menskra fyrirrennara; mann- verur, er uppi voru fyrir milljón árum, og höfðu betur þróaða heila og skarpskýrari huga en nokkur önnur skepna, er fram á sjónarsviðið hefir komið. Á milli Peking-tímabilsins og lífsaldurs hellisbúanna í Evrópu voru feikilega mörg ár. Á því tímabili tóku norð- urálfulöndin miklum veður- fars umskiptum sem og dýra- lífið þar. Á þessum áraröðum var maðurinn einn smátt og smátt að læra að stjórna nátt- úrunni — gera hana að ýmsu leyti sér undirgefna. Um lok þriðja lífsaldursins, varð veðráttufarið kaldara; ís- breiður byrjuðu að hrúgast saman á norðuríshafinu og þokast suður á við. Og sem jökulbreiðan þakti smátt og smátt Norðurálfuna, ágerðist kuldinn. Snjókingi í Alpafjöll- unum og Pyreneafjöllunum mynduðu áþekka jökla, er skriðu niður í dalina þangað til að lokum að landið varð ein jökulbreiða. Plöntur og skepnur, vanar stöðugu blíð- viðri, gereyddust, eða hörfuðu undan suður á við. Kulda- beltisveðrátta fær yfirhönd- ina. Tímabil þetta nefnist ísald- irnar, er telst frá því er ísinn byrjar að skríða suður þar til hann nemur staðar fyrir hér um bil tuttugu þúsund árum. En hér er ekki bara um eina innrás norðlæga kuldans að ræða. Eftir mörg þúsundir ára, hörfaði ísinn undan alla leið norður til Noregs og Sví- þjóðar, og aftur að nýju sóttu dýr og plöntur að sunnan og austan til þessa landa. Svo kemur kuldinn hægfara aftur á nýjan leik og eftir hann kom svo aftur hlýindi í veðr- inu. Allar loftslagsbreytingar þessar eru nákvæmlega skrá- settar af hendi náttúrunnar, og fyllilega verndaðar í stein- runnum jarðlögum og jökul- öldum (morains). Jarðlögin eru nákvæm jarðfræðileg tímatafla, og eftir henni er auðvelt að dagsetja framfarir mannsins. í jarðlögum Norðurálfunn- ar, sem mynduð voru milli fyrstu tveggja ísaldanna, fer að votta fyrir verkfærum, er maðurinn hafði búið til. Þess hefir þegar verið getið, að Peking - maðurinn hagnýtti steinflögur sem verkfæri, en það getur verið gagnlegt að athuga framleiðslu verkfæra 1 heilum landshluta. Sérfræðingar, er hafa ná- kvæmlega rannsakað hinar stærri apategundir, fullyrða, að apar, þegar svo ber undir, nota barefli til að jarðvarpa aldin, eða nota handhæga steina til þess að mylja hnot eða skel, en að því loknu er bareflinu eða steininum kast- að burt. Fyrsti maðurinn hefir eflaust einnig notað sér hvað sem náttúran hafði fram að bjóða, en daginn sem hann af ásettu ráði bjó til verkfæri til sérstaks brúks og geymdi svo til framtíðar notkunar, var hann kominn á veg, er lá beint til heimsmenningar. Að kunna að kveikja eld og búa til verkfæri hóf manninn upp yfir allar aðrar verur í dýraríkinu — gaf honum yfir- burði, er engin önnur skepna hafði til að bera. Eldur, eins og aðrar blessunarríkar upp- fundingar, getur stundum orðið að gífurlegu eyðilegg- ingartæki. Þegar maðurinn að lyktum fór að meta eignir meir en allt annað, lagði hann grundvöllinn að þeirri mestu bölvun, er hann hefir reynt; ágirnd hans leiddi til deilu- mála og jafnvel til styrjalda. Ófáguð tinnusteinsáhöld hafa fundizt í jarðlögum Norðurálfunnar, er voru jafn- vel mynduð áður en fyrsta ísöldin gekk í garð. Með því að maðurinn kann að hafa notað steinahöld þessi, hafa þau verið nefnd coliths eða dögunarsteinar, þar sem þeir voru búnir til eða flísaðir þegar lýsa tók af menningar- degi mannsins. Samt sem áð- ur eru margir af dögunar- steinum þessum eflaust nátt- úrunnar verk. Hitun og fryst- ing hvað eftir annað, árekstur eins steins á annan sem þeir berast með ströngum straum- föllum, eða skriðum, getur auðveldlega brotið flísar úr einum eða öðrum steini. Þó náttúran geti flísað steina, er það ekki gert samkvæmt neinu reglubundnu formi eins og maðurinn gerir. Eins langt til baka og við getum rakið feril mannsins og framtakssemi hans, sjáum við hve afar fastheldinn að hann hefir verið við gamlar venj- ur. Þegar búið var að ákveða lögun á ein'hverju verkfæri og aðferðina við framleiðslu þess, lag á húsi, eða snið á sér- stakri flík, gerði fólkið það í þeim landshluta að tízku. Jafnvel í dag höfum við óbeit á að vera mjög frábruðgnir þeim, sem við umgöngumst, svo við klæðumst eins, étum af áþekkum diskum og skemmtum okkur við öldung- is sömu leiki. Framhald. Fréttir frá íslandi Sigurður Kristinsson lálinn Sigurður Kristinson, fyrr- verandi forstjóri Sambands íslenzkra Samvinnufélaga, lézt í Reykjavík í gærmorgun, rúmlega 83 ára að aldri. Hafði hann gengið undir uppskurð sólarhring áður. — Með hon- um er fallinn í valinn einn af helztu brautryðjendum ís- lenzku samvinnufélaganna og forystumaður um langt skeið. Hann var einnig meðal helztu forvígismanna Framsóknar- flokksins langa hríð og at- vinnumálaráðherra um tíma 1931. ' Tíminn 15. nóv. ☆ Uppganga á eyjuna bíður Talið er, að eyjan nýja við Vestmannaeyjar sé pú orðin hátt í 100 metrar á hæð og 8— 900 metrar á lengd. Virðist hún hækka mest sunnan til á norðvesturbarmi. Gosið er annars svipað í dag og und- anfarið. Veður var annars óhagstætt til flugs við gosið í dag, og var ekkert flogið til Eyja, nema áætlunarferðina. Þor- leifur Einarsson, jarðfræðing- ur, flaug til Eyja í dag og hyggst dveljast þar a. m. k. til morguns og safna sýnishorn- um. Hann sagði í viðtali við blaðið, að lítið gætti öskufalls í Eyjum í dag, nema eitthvað í snjókornum. Norðvestangola var á, og stóð mökkurinn á haf út. Blaðið s p u r ð i Þorleif, hvenær hægt yrði að ráðast til uppgöngu á eyna, en hann svaraði að það væri ekki við- lit í bráð, því að glóandi grjót rigndi stöðugt út frá eynni. Engir erlendir vísindamenn hafa enn komið til að fylgjast með gosin. Tíminn 21. nóv. \ Mundy’s Barber Shop 1116 Portoge Avenue G. J. JOHNSON, Monoger 4 BARBERS Bezta og vinsælasta rakara- stofan í Winnipeg ASCEIRSON Paints & Wallpapers Ltd. 696 SARGENT AVE. Builders' Hordware, Paints, Varnishes, Wollpapers SU 3-5967—Phones—SU 3-4322 Benjaminson Construction Co. Ltd. 911 Corydon Avenue GR 5-0498 GENERAL CONTRACTORS Residentlol ond Commerciol E. BENJAMINSON, Monoger Building Mechanic’s Ltd. Painting - Decorating - Construction Renovating - Reol Estote K. W. (BILL) JOHANNSON Manager 384 McDermot Ave., Winnipeg 2 A. S. BARDAL LTD. FUNERAL HOME 843 Sherbrook Street Selur líkkistur og annast um útfarir. Allur útbúnaður ‘ sá bezti. Stofnað 1894 SPruce 4-7474 Goodman And Kojima Electric 1 ELECTRICAL CONTRACTORS 384 McDermot Ave., Winnipeg 2 WH 2-7759 ARTHUR GOODMAN M. KOJIMA SP 2-5561 LE 3-4633 Evenings and Holidays SPruce 4-7855 ESTIMATES FREE J. M. Ingimundson Reroof, Asphalt Shingles, Roof repairs, install vents, aluminum windows, doors. J. Ingimundson. SPruce 4-7855 632 Simeoe St., Winnlpeg 3, Mon. HAGB0RG FUEL LTD. Ph. SP 4-3431 Cool—Wood—Stoker-—Coal Furnace Fuel Oil Distributors for Berwind Charcoal Briquets Serving Winnipeg Since 1891 Capital Lumber Co., Ltd. 92 Higgins Avenue Everything in Lumber, Plywood, Wall Boord, Ceiling Tile, Finishing Materials, Insulation and Hardware J. REIMER, Monager WH 3-1455 PHone WH 3-1455 BETEL í erfðaskrém yðor G. F Jonasson Pres. and Man Dir KEYSTONE FISHERIES . LIMITED Wholesole Distributors of FRESH AND FROZEN FISH 16 Mortho St. WHiteholl 2-0021 Canadian Hsh Producers Ltd. J. H. PAGE, Monaging Director Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fish 311 CHAMBERS STREET Offic*: Bus.: SPrucefctt481 SPruce 2-3917 FRÁ VINI

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.