Lögberg-Heimskringla - 28.11.1963, Blaðsíða 2

Lögberg-Heimskringla - 28.11.1963, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 28. NÓVEMBER 1963 Sveinn E. Björnsson: Hver er maðurinn? Hér getur eins þeirra manna, sem komu ungir til Kanada á öndverðri þessari öld og hafa eytt mestu af starfsævi sinni hér vestra. Verður hann 70 ára í þessum mánuði og hættur störfum og hafa þau hjónin keypt sér hentugt heimili í Kelowna, B.C., í hinum veðursséla og frjósama Okanagan dal. Kel- owna er smáborg, og stendur við Okanagan vatnið, sem aldrei frýs yfir á vetrum; innilukt af fjöllum á alla vegu. Þar er mikið af skrúð- grænum skógum og aldin trjám, sem bera ríkulegan ávöxt ár hvert. Þar er fiskur í vatni nú; smá lax og silung- ur og góð veiði hverjum, sem hann var 12 ára réðst hann til Einars kaupmanns Hall- grímssonar á Seyðisfirði, en þar vann hann í búð í þrjú ár. Árið 1909 fluftist hann svo með foreldrum sínum til Kan- ada og til Kristnes nálægt Leslie, Sask. eins og áður get- ur. Tók hann svo árið eftir, heimilisréttarland 6 mílur suðaustur frá Leslie, og það ár vann hann í búð S. V. B. Stephánssonar í Leslie. Síðar, eða frá 1912—15 vann hann við viðarverzlun Þ ó r ð a r Vatnsdal í Wadena. Veturinn 1915—16 gekk hann á Hemp- hill Industrial School í Winni- peg og vann næsta sumar við landbúnað hjá Tryggva Ara- I syni í Argyle, Man. Næsta Þórður og frú Jóhanna Laxdal vill nota hana. Þar búa millj- ónamæringar í tugum og þar er fátækt ekki áberandi. Þar hefi ég komið og hvergi kunn- að betur við mig í nýju um- hverfi. Þórður Eggert Laxdal, fæddist á Húsat^k í Norður Þingeyjarsýslu 28. nóv. 1893. Foreldrar hans voru Grímur Laxdal, þá verzlunarmaður og síðar bóndi að Kristnesi, Sask. og Sveinbjörg Torfadóttir, fædd á Ásgrímsstöðum í Hjaltastaðaþinghá. Fluttu þau hjón með fjölskyldu sína vest- ur á fyrsta tugi aldarinnar, og bjuggu nokkur ár á heim- ilisréttar landi sínu við Krist- nes P.O. Sask. Börnin, sem með þeim komu, þrír drengir og fjórar dætur hafa öll giftst hér vestra og vegnað vel í landinu og er nú margt af- komenda þeirra víðsvegar um Vesturheim. Elzta dóttirin staðfesti ráð sitt á íslandi og kom aldrei vestur, bjó í nærri hálfa öld á Raufarhöfn og kom þar upp sinni fjölskyldu. Þórður var elztur bræðranna, og vil ég geta um helztu ævi- atriði hans hér. Grímur og Sveinbjörg fluttu frá Húsavík til Vopna- fjarðar rétt fyrir aldamótin og var Grímur þar nokkur ár verzlunarstjóri fyrir Zöllnes verzlun og seinna kaupmaður og þar byrjar saga Þórðar, sem smaladrengur í fjögur sumur á Bustafelli. En þegar vetur var hann við fiskiveiðar á Winnipegvatni. En nú kom sú ' breyting á að haustið næsta 1917 giftist hann núlifandi konu sinni Jóhönnu Hákonardóttur Guð- mundssonar frá Stóru Hellu undir Snæfellsnesi, og fluttust þá ungu hjónin á heimilis- réttarland hans við Leslie, þar sem þau bjuggu til 1922, en Þórði bauðst starf sem korn kaupmaður hjá Sask. Co-op Elevator Co. í Edfield, Sask. Því starfi þar gegndi hann svo í næstu 5 ár. Hafði þá Sask. Wheat Pool tekið yfir Sask. Co-op Elevator Co. og var Þórður ráðinn hjá því félagi 1928 og fluttu þau þá til Kuroki, Sask. þar sem þau bjuggu í 21 ár. Hafði Þórður þar fleira fyrir stafni með- fram hveitikaupunum, ýmis járn í eldi, sem gaf honum talsverðan arð. Seldi hann þar bíla, kol, við og áburð, hafði þá einnig vátryggingar af ýmsum tegundum. Árið 1932 var hann nefndur friðdómari í héraðinu og hélt því em- bætti í 27 ár eða til 1959. Árið 1949 fluttu þau hjón til Arcola, Sask. þar sem hann starfaði áfram sem korn kaup- maður hjá Sask. Wheat Pool í næstu 12 ár. Hafði hann þá verið við kornkaup í 37^2 ár og var þá settur á eftirlaun hjá félaginu. Að loknu starfi komst Þórð- ur í kynni við Bar Diamond ÁRNI S. MÝRDAL: Álit fremstu yísindamanna um fyrsta manninn og afkomendur hans Framhald frá sl. blaði. Nálægt hellisveggjunum hefir fundizt töluverð fúlga af steinrunnum berjum, er kalksteinslag hefir varðveitt. Er þetta fyrsta sönnunin, sem í ljós hefir komið, að á þessu upphaflega framfarastigi sínu, var maðurinn þegar farinn að leggja fyrir matarföng. Að því er sýnist, hafa bein- in í hellinum orðið íbúum hans með köflum til trafala, svo þeim var kastað niður í gólfsprunguna. öðruhverju, þegar vöxtur var í læknum, flæddi hann inn í hellinn og bar með sér sand og möl í sprunguna og þakti beinin. Svo kom löng vætutíð og nið- urburður fljótandi kalks, lagði þunnt steinlag yfir alla beðj- una. Á þennan hátt var sprungan að lyktum fyllt og steinlag huldi hana og gólfið. Um síðir hrundi efsti hluti hellisins niður. Og þannig stóð allt saman óraskað þús- undir alda. Þ e g a r vísindemennirnir Ranching Co. í Arcola og sendi það félag hann þá til íslands (1959) til hestakaupa. Keypti hann þar 75 hesta fyrir félag- ið, og voru þeir svo sendir flugleiðis til Kanada. Var það í fyrsta sinn sem hestar höfðu verið sendir flugleiðis frá ís- landi, en allt fór það vel í hendi. Þess er vert að geta að í mörg ár tók Þórður mikinn bátt í Frímúrara reglunni. Var hann fyrst stórmeistari í Invermay árið 1942—3 og þá einnig í Arcola seinna eða 1953. En 1959—1960 var hann kiörinn District Deputy G. M. District 8. í Saskatchewan. Sumarið 1963 ferðuðust þau hjón til íslands og áttu þar margar ógleymanlegar stund- ir með frændfólki og vinum á ættjörðinni. Þórður og Jóhanna Laxdal eignuðust tíu börn, fjórar dætur og sex syni. Eru dætur þeirra Anna Raglin, píanó- kennari með A.T.C.M. stig í music, býr með manni sínum, sem er kennari, og fjölskyldu í Creston, B.C. June Jaud, gift Dan Jaud bókhaldara í Kelowna, B.C. Björg Birt, gift John V. Birt í Yorkton, Sask. Maja Ealon, R.N., gift Dr. J. L. Eaton í Moline, 111., U.S.A. Synir þeirra eru Grímur Lax- dal, hagsmíðakennari í Foam Lake, Sask. Dr. O. E. Laxdal, M. D., R.C.P.A., Regina, Sask. John Edfield Laxdal, hag- smíðakennari, Tisdale, Sask. Victor Laxdal, M.A., Bio Chemist, Calgary, Alta. Dr. Árni Laxdal, B.A., M.D., Medi- cine Hat, Alta. Joe Laxdal, íþróttakennari, W i n n i p e g , Man. Barnabörn Þórðar og Jóhönnu eru nú 33. fóru að losa sig við ruslið og grafa upp sprunguna, fundu þeir brátt ótvíræðleg merki þess, að bæði menn og skepn- ur hefðu verið íbúar hellisins. Þeir söfnuðu saman meira en fjórum þúsundum punda af beinum og steinrunnum skepnum, er höfðu hafzt þar við í byrjun fyrstu ísaldar- innar. Á tímabilinu, er þetta gerðist, getur enginn vafi leikið, og það má með vissu segja, að allt sem í hellinum er, á uppruna sinn að rekja til þess tímabils, er fyrsta jökul- breiðan fór að þoka sér suður á við þvers yfir Asíu. Kemur nú óvæntasta upp- götvunin ekki síður en hin mikilvægasta. Það virðizt, sem sé, að þessar öndverð- legu mannverur kunni að hafa verið annaðhvort þeir villimenn, er lögðu í vana sinn að afla sér höfuð með- bræðra sinna, ellegar mann- ætur, eða hvor tveggja. í mal- arsandinum innan um dýra- bein og í sprungunni, hafa fundizt rúmir tuttugu og menskra vera, sem næstum undantekningarlaust, e r u hauskúpur eða hauskúpubrot. Það sem heillegast er af þess- um brotunu hauskúpum sýnir að nðeri hlutur þeirra hefir verið brotinn af, að öllum lík- indum til þess að draga út heilann. Hver var tilgangur slíks athæfis? Það kann að vera, að heilinn hafi verið álitinn að vera sérstakt sæl- gæti, eða fólk í fyrndinni hafi haft þá hugmynd, að með því að éta þennan hluta, áynni það sér krafta og hreysti fórnardýra sinna. Vissir villi- menn, fram á þennan dag, éta hjörtu, lifrar og heila fjand- manna sinna, til þess að verða aðnjótandi þeirra góðu eigin- leika; á þennan hátt mætti útskýra það, sem sýnist að hafa átt sér stað hjá hellisbú- unum í Kína. Hvers konar menn áttu þar heima þegar Pithecanthropus og áþekk kyn höfðust við á eyjunni Java? Af tennum, mörgum haus- kúpubrotum og þremur ó- sködduðum höfðum, vita vís- indamenn að þessar verur (er nefndar hafa verið Sinanthro- pus pekinensis, eða Peking- maðurinn) voru mjög svipaðar Pithecanthropus. Höfuðkúp- urnar voru eilítið stærri og ennið nokkuð hærra, en að ýmsu öðru leyti voru þær jafnvel enn upphaflegri útlits en eldri fundurinn. En yfír höfuð að tala er Java- og Peking-maðurinn svo líkir, að það má hiklaust segja, að þeir séu náskyldir. Á þessum lífsaldri, eftir þeim sönnunargögnum að dæma, er í ljós hafa komið, getum við ímyndað okkur sköpulag mannsins hafi verið eitthvað svipað þessu: Mjög þungbrýndur, með áberandi framstandandi andlit og hökulausa kjálka, er í voru mjög frumlegar tennur en þó LOWEST AIR FARES TO ALL SCANDINAVIAN COUNTRIES AGENT ICELAND NORWAY SWEDEN DENMARK FINLAND ENGLAND SCOTLAND HOLLAND GERMANY t LUXEMBOURG* tVia connections •No Famlly Plan to Luxembourg ONLY ON ICELANDIC LOWEST fares from NewYork ofany scheduled airline...and even lower during Fall Thrift Season. Extra sav- ings on Family Plan and Thrift Sea- son fares for lOVá months, Aug. 16 to Apr. 30; return Oct. 16 to June 30. Savings also apply to children 12 to 25. Save wherever you go . pay far less than jet Economy fares to key cities of Scandinavia and other European countries. Enjoy real lcelandic hospitality, free meals and cognac, expert service by 3 stewardesses on every long- range pressurized DC-6B. VISIT ICELAND, newesf tourist c/iscovery. WELANDIC AÍRL/NES 610 Fifth Ave. (Rockefeller Center) New York 20 PL 7-8585 WRITE FOR FOLDER XI NEW YORK • CHICAGO • SAN FRANCISCO The PIONBER of Low Fares to Europe

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.