Lögberg-Heimskringla - 28.11.1963, Blaðsíða 7

Lögberg-Heimskringla - 28.11.1963, Blaðsíða 7
LÖGBERG-HEIMSKHINGLA, FIMMTUDAGINN 28. NÓVEMBER 1963 7 Talandi höfrungar Er hugsanlegt að höfrungar geti orðið til þess, að hægt verði að skilja Marzbúa? Stjórn amerísku geimferða- stofnunarinnar virðiSt hafa einhverja trú á því og hefur hún lagt fé af mörkum til höfrungarannsókna. — Þær tilraunir, sem nú er verið að gera í Ameríku, eru braut- ryðjandastarf, sem krefst miklis hugmyndaflugs af vís- indamönnum, og má segja, að verið sé að reyna að finna leið til skilnings milli manna og dýra. Stjórn geimferðastofn- unarinnar telur, að mál höfr- unganna geti e. t. v. orðið lykill að þeim málum, sem kynnu að vera töluð á öðrum hnöttum. Anieríski sjóherinn styður einnig þessar rannsóknir, í von um að óvenjuleg greind höfrunganna og radarheyrn geti komið að notum við land- helgisgæzlu og í leit að kaf- bátum. En skilyrðið fyrir því er að við lærum að tala við þá. Einu tömdu höfrungarnir í Evrópu eru í Flamingo dýra- garðinum í Yorkshire. Þetta eru tvær höfrungadömur, Flipper, sem er sex ára, og dóttir hennar Cookie, eins árs, og virðist gæzlumaður þeirra, Jack Kolhaas, skilja þær fullkomlega. Þær eru ekki þarna til vísindalegra rannsókna, heldur til þess að vera til sýnis og skemmta áhorfendum með þeim listum, sem frændur þeirra í Ameríku eru þegar víðsfrægir fyrir. Þær hafa nú lært u. þ. b. tíu orð, og ef allt fer eftir áætlun, ættu þær að fara að læra að svara, þegar á þær er yrt. Hvernig nóia þeir heilann? Brautryðjandi allra höfr- ungarannsókna er dr. John Lilly, en hann byrjaði á til- raunum sínum árið 1955 Florida. Hann á höfrung, Al- var að nafni, sem getur sagt hundrað' einföld orð og notar venjulega rétt orð í réttu sambandi. Hann hefur gert kort af heila höfrunganna og segir hann þá vera næstum eins stóra og mannsheila, en að sumu leyti betur úr garði gerða. — Ég gat varla hugsað mér, segir dr. Lilly, að höfrungur- inn hafi fengið svona stóran heila, ef hann hefði engin not af honum. Spurningin er því aðeins sú, hvernig hann notar hann. Rannsóknir dr. Lilly hafa leitt í ljós, að kenningar Aristoteles og annarra vís- indamanna endur fyrir löngu hafa við rök að styðjast. Fyrsta sönnun um velvilja í garð manna fékkst árið 1955 á Nýja Sjálandi. Þar synti villtur höfrungur inn að bað- strönd á hverjum degi í nokk- ur ár, þar sem hann lék sér við börnin, lét þau klappa sér og leyfði þeim meira að segja að fara á bak sér. Síðan hefur höfrungarann- sóknunum fleygt fram. Því er nú slegið föstu, að höfrungar eigi sitt eigið mál. Það er myndað af mismunandi hljóð- um, sem koma út um öndun- arfærin á bakinu. Hljóðin eru í ýmsum tóntegundum, ískr- andi, flautandi og korrandi. Höfrunganrir masa hver við annan og við fólkið í kringum þá. Þeir nota margs konar merki með mörgum tilbrigð- um hverju sinni. Dr. Lilly og aðrir vísindamenn taka öll hljóð þeirra á segulbönd, og með notkun þeirra gera menn sér vonir um, að með hjálp rafmagnsheila megi finna lykilinn að máli þeirra. Höfrungarnir hafa að sumu leyti tekið mönnunum fram, því að þeir hafa eftir stuttan tíma getað tileinkað sér mannamál, meðan mennirnir standa ráðþrota gagnvart þeirra máli. Meðan Flipper og Cookie þeytast um í boltaleik í vatn- inu, segir Jack Kolhaas: Allir þeir höfrungar, sem ég hef kynnzt, hafa haft alveg stórkostlegar aðlögunarhæfi- leika. Þeir eru líka ákaflega blíðlyndir og tryggir. En um hugsanir þeirra vitum við ekkert, og svo verður sjálf- sagt þangað til þeir segja okk- ur einhvern tíma sjálfir frá þeim. Tíminn 1. okt. .Jiugmyndir hans eru góðar. Margir hinna miklu uppfinn- ingamanna hafa verið af þess- ari manngerð. Sálarfræði hóprannsókna Menntun vísindamanna ber að miða að því að þroska hin heildstæðu og félagslegu við- þorf til starfsins á kostnað •hinna einstaklingsbundnu, segir í grein í tímariti Menn- ingar- og vísindastofnunar S.Þ. (UNESCO) sem nefnist „Impact of Science on Society“. Vísindagreinarnar verða æ flóknari og háðari •hver annarri, og með örfáum undantekningum « geta vís- indamenn ekki starfað einir og óstuddir. í greininni er gefin lýsing á nokkrum gerð- um vísindamanna, sem vegna sálrænna eiginda eru meira eða minna hæfir til hóprann- sókna. Hin liíandi alfræðiorðabók. Hann hefur oft skaðleg áhrif •á unga vísindamenn, það er •hann fælir þá frá verkefnum isínum; það sem þeir héldu að væri nýtt hefur þegar verið reynt annars staðar, segir hann. Þeir hætta við verk- •efni, þar sem þeim finnst til- gangslaust að brjóta upp opn- ar dyr. En þeir gleyma því, að handan við þessar dyr eru margar aðrar. Gagnrýnandinn. Hóflaus og kerfisbundin gagnrýni á störf- um samstarfsmanna getur ihaft mjög neikvæð áhrif. Gagnrýnandinn er tíðum skarpgreindur og hispurslaus. En hann skortir nærgætni eða jafnvel mannlegar tilfinning- iar. Geti sá sem rannsóknun- um stjórnar ekki afgreitt allar athugasemdirnar, er heppi- •legra að hann losi sig við þá truflun, sem nærvera gagn- rýnandans felur í sér, áður en hópurinn splundrast. Sá fljótfærni. Hann leggur fram stórkostlegar rannsókn- aráætlanir og mundi sóma sér vel í hlutverki sölumanns eða stjórnmálamanns. En það er erfitt að fá slíkar áætlanir til að bera nokkurn eiginlegan árangur, og sé sá sem rann- sóknunum stjórnra veiklynd- ur kemst hann áður en lýkur undir áhrifavald hins fljót- fæma. Hinn hikandi. Hann er hel- tekinn ótta við að gera skyssu, en sífellt á nálum um, •að eitthvað sé athugavert við tæki hans eða niðurstöður o.s. frv. Hann er hræddur við að taka ákvarðanir. Hins vegar má segja, að auðveldara sé að telja samstarfsmann á að birta niðurstöður sínar en að koma a veg fyrir ótímabæra birt- ingu. Gullarinn. Hann er þúsund- þjalasmiður' og hefur áhuga ó öllum sköpuðum hlutum — en aðeins stutta stund. Hann birtir „bráðabirgða-athuga- isemdir", en sjaldan nokkuð fram yfir það. Hann getur komið að gagni sem hug- myndasmiður. Sá borginmannlegi. Hann tekur þátt í hóprannsóknum í fullvissu þess, að hann eigi í vændum Nóbelsverðlaun. Dá- lítið mótlæti getur orðið þess- ari manngerð hreinasta bless- un, hafi einstaklingurinn vit ó að bæta ráð sitt. Þá verður hann ágætur samstarfsmaður með réttmæta metnaðargirnd, isem knýr hann til að vinna vel. Slæðinginn. Hinn káti og notalegi félagi, sem er snill- ingur í að komast hjá vinnu. Hann er mjög vinsæll meðal kvenfólksins á staðnum, þar eð hann rýfur tilbreytingar- leysi vinnudagsins. í rauninni stendur honum hjartanlega á sama um vísindarannsóknir — í hans augum eru þær ein- ungis þægileg föst atvinna. Sá toriryggni. Hann er oft áhugasamur og afkastamikill, en það stendur honum fyrir þrifum að hann tortryggir alla, þó hann sé annars góð- um gáfum gæddur. Kvartanir hans koma af stað deilum inn- an hópsins, og þess vegna neyðist hann til að skipta oft um atvinnu. Sá fingraliðugi. Hann er yfirleitt maður, sem auðvelt er að fá mætur 'á, en hann felur í sér hættu fyrir tækin ó rannsóknarstofunni. Hann vill beturbæta allt. Sumar Donations to Betel, July 17 to Nov. 4th 1983 Mr. Siggi Einarson, Betel, 30 lbs. Pickeral Fillets. Mrs. Nell Johnson, (Nell’s Flower Shop) Wpg., Potted Plant. Mrs. J. Nicol, Wpg., Icelandic Books. — That belonged to her late Mother, Mrs. Guðríður Sigurðson, Bosman, Man. Mrs. Stefania Magnuson, Betel, $10.00 — In memory of Mrs. Margret Thorbergson, Betel. From a friend, Betel, $8.00. Mrs. H. Cooney and Mrs. Krist- jánson, Wpg.. Box of books. Mr. J. Clubb (Muirs Drug Store), Wpg., 9 lbs. of coffee. Mr. Sveinn Storm, Iowa, US.A. $5.00. Ardals Ladies Aid, Arborg, $35.00. Mrs. John Eaton, Toronto, Ont., Cut flowers. Mr. A. R. Swanson, 2529 Fhne- wood Drive, St. James. — Tele- vision set. Geysir Ladies Aid, Geysir, Man., $25.00. Mr. and Mrs. William Johnson, Mr. and Mrs. Laurence Johnson, Mr. and Mrs. Krengel, all of Elmhurst, 111., U.S.A., $15.00 — Given in memory of Alexander Benson, Chicago, 111. Given in memory of John Thorsteinson, Betel. Mr. and Mrs. John Marteinson, Langruth, Man., $5.00., Mr. and Mrs. Karl Snidal. 115 Crofton Bay, St. Vital, $5.00., Mrs. F. E. Snidal, 115 Crofton Bay, St. Vital, $5.00., Mr. and Mrs. Auirust Eyjolfson, Wpg., Man., $3.00., Miss Jean Souter and Margaret Friedenrich, Wpg. $5 00., Mrs. I Yarington, Steep Rock, $3 00., Mrs. Halldóra Thorsteinson, Betel, $5.00. Mrs. Anna Johnson, Lamont, Alta. 1 masbor sheepskin (for invalids bed). Icelandic Chess Club, Chicago, 111., $25.00 — In memory of Alexander Benson, a member. In memory of Alexander L. Benson Mr. and Mrs. Fred Wese- man, Franklin Park, Illinois, U.S.A. Mr. and Mrs. A. M. Thor- valdson Mr. and Mrs. H. Tomasson, San Jose, Califomia, U.S.A. Mr. and Mrs. A. Richardson, Santa Cruze, California, U.S.A. Mr. and Mrs. M. F. Thor- valdson, Santa Clara, Califomia, U S A. Mr. and Mrs. D. B. Swail, Vancouver, B.C. Mr. and Mrs. G. A. Torger- son, Winnipeg, Manitoba In memory of Dr. Haraldur Siqmar Mrs. Lovisa G. Gislason, Morden, Manitoba Gratefully received, S. M. Bachman, Ste. 12 — 380 Assiniboine Ave., Winnipeg 1, Man. þegar sjúkt og þjáð fólk í prestakalli hans átti í hlut, enda voru slíkar fyrirbænir mjög tíðkaðar um hans daga. Þannig bað hann fyrir Sig- ríði, ekkjunni krossþjáðu: „Vér viljum enn fremur biðja fyrir ekkjunni Sigríði Magnúsdóttur hérna í bænum. Hún er þjáð, hún er kross- þjáð. Hana vantar allt: trúna, vonina, kærleikann og þolin- mæðina. Það brakar í henni eins og uglunni hérna í bæjar- þilinu, þegar of þungt er hengt á hana. — Biðjið þið með mér, börn. Amen“. í ökuprófi: — Hvað sýnir þetta umferðarmerki? — Það sýnir börn á leið- inni úr skóla. — Já, börn og skóli er al- veg rétt, — en það þarf ekki endilega að þýða, að þau séu að fara úr skóla. — Jæja? Þau eru þó hlaup- andi. -r-~r (openhagen $10.00 10.00 10.00 10.00 5.00 5.00 5.00 25.00 Krossþjáð ekkja Séra Þórður Jónsson í Reykjadal var óspar á fyrir- bænir af prédikunarstólnum, Heimsins bezta munntóbak Why nol vi^il ICELAND now? ALL-WAYS Travel Bureau Lid., 315 Hargrave Street, Winnipeg 2, Man., WHitehall 2-2535, is the recognized Agent of all steamship- and airlines, including Icelandic Airlines, and has assisted more Iceland- ers in Maniloba with their travel arrangements than any other travel agent. Mr. P. E. Salomonsen and Mr. A. A. Anderson, both Scandi- navians, will render you every assistance in connection with your travel, in an endeavour to have your trip as comfort- able and pleasant, yet in- expensive, as possible. Consult ALL-WAYS Travel Bureau Ltd. 315 Hargrave Street, Winnipeg 2, Man. WHitehall 2-2535 NÆRFÖT - SOKKAR - T-SKYRTUR

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.