Lögberg-Heimskringla - 28.11.1963, Blaðsíða 8

Lögberg-Heimskringla - 28.11.1963, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 28. NÓVEMBER 1963 Afmælissamkoma á Gimli Úr borg og byggð Ég þakka! Hérmeð þakka ég af ein- lægum huga, öllum vinum mínum, nær og fjær — einnig félagsskap íslendinga og söng- fólki, bæði í Seattle og Van- couver, B.C. — fyrir að minn- ast á mjög ánægjulegan hátt áttræðis afmælis míns í haust. Sömu leiðis gömlu vinunum frá æsku árum mínum, nú búsettum í Vancouver, B.C. Alúðar þakkir! Gleðilegar hátíðir! Jakobína Johnson, Seattle, Washington, 22. nóv. 1963. ☆ Fögur minningargjöf Frú Ragnheiður Davidson, 639% Langside Street, Winni- peg, hefir sýnt Betel þá vel- vild og rausn, að gefa heimil- inu fullkominn húsgagnaút- búnað í eina íbúð þess. Gefur hún þetta í minningu um bróður sinn Munda (Guð- mund) Strandberg og verður þess getið á skildi sem festur verður á dyr íbú/iaiThnar. Með innilegu þakklæti. Fyrir hönd fjársöfnunar- nefndar Betels, K. W. Johannson, 910 Palmerston Ave., Winnipeg 10, Man. ☆ Dr. og Mrs. P. H. T. Thorlak- son tóku sumarfrídaga sína í lok október og fóru fyrst til San Francisco, en þar sat læknirinn hið árlega þing The American College of Surgeons. Synir þeirra, Ken- neth og Robert, sem eru lækn- ar við Winnipeg Clinic sátu einnig þingið og hlutu inn- göngu í félagið — Fellowship of the Americari College of Surgeons (F.A.C.S.). Þaðan lá leið þeirra hjóna til Honolulu, en þar var háð annað lækna- þing — The Pan- Pacific Surgical Congress og hafði Dr. Thorlakson verið beðinn að flytja þar tvo fyrirlestra um skurðlækningar. 1800 læknar frá 40 löndum voru viðstaddir, meðal þeirra var bróðir Thorbjörns læknis, Dr. Fred Thorlakson frá Seattle ásamt konu hans, en hann er sérfræðingur í augnasjúk- dómum. Dr. og Mrs. Thorlakson gerðu ráð fyrir að skilja við hinar fögru eyjar í Kyrra- hafinu 26. nóvember og dvelja meðal frændfólks og vina á , Ströndinni í tíu daga áður en þau koma heim. ☆ Mr. og Mrs. Otto Kristján- son frá Geralton, Ont. fara í byrjun desember í heimsókn til barna sinna þriggja í aust- ur Ontario, dvelja hjá þeim framyfir nýjár, fara síðan til Los Angeles og síðan til vetrarheimilis síns í Little River, Calif. í lok janúarmán- aðar. Frásögn um samsæti, sem haldið var í New York í til- efni sextugs afmælis Thor Thors sendiherra verður birt í næstu viku. ☆ Tilvalin jólagjöí. Sendið vinum ykkar Lögberg-Heims- kringlu. um jólin, þeir munu hugsa hlýlega til gefandans í hvert sinn og þeir fá blaðið. Þeir sem lesa íslenzka blaðið að staðaldri vilja ekki án þess vera. ☆ Bókasafn Fróns Með byrjun desember verð- ur bókasafn Fróns opið eftir hádegi á miðvikudögum frá klukkan hálf tvö til hálf fimm, enn ekki kvölds og morguns sem áður. Ólína Johnson. ☆ The Women's Association of the First Lutheran Church will hold a Christmas Tea in the Lower Auditorium of the church on Tuesday, December 3rd, 1963 at 2.00 o’clock to 4.30 p.m. and 7.30 to 9.30 p.m. There will be a sale of home cooking and handicraft, also a White Elephant booth. Re- ceiving the guests will be: Mrs. V. J. Eylands, Hon. Pres., the President: Mrs. F. W. Einarson, and the convenors: Mrs. A. Blondal and Mrs. J. Snidal. Table Captains: Mrs: J. G. Johnson, Mrs. H. Olsen, Mrs. J. D. Turner and Mrs. T. Gudmundson. Mrs. S. O. Bjerring will look after the pourers. Handicraft: Mrs. F. Thord- arson and Mrs. R. Armstrong. Home Cooking: Mrs. K. W. Johannson, Mrs. E. F. Stephenson, Mrs. J. M. Ingi- mundson, Mrs. H. Benson and Mrs. J. T. Beck. White E 1 e p h a n t: Mrs. George Eby and Mrs. J. Thordarson. ☆ New Officers: At the Annual Meeting of the Women’s Association of the First Lutheran Church, Mrs. A. H. Gray installed the following officers: Hon. Pres. Mrs. V. J. Ey- lands; Pres. Mrs. F. W. Ein- arson; Vice Pres. Mrs. L. G. Johnson; Sec. Mrs. R. H. Armstrong; Corres. Sec. Mrs. S. O. Bjerring; Treas. Mrs. N. Williams; Asst. Treas. Mrs. H. S. Bjarnason. ☆ Útvarpserindi um landnám fslendinga í Norður-Dakota Þ. 15. október s.l. flutti Rík- isútvarpið íslenzka háltíma erindi um landnám íslendinga í Norður-Dakota, sem dr. Richard Beck hafði talað á segulband í tilefni af 85 ára afmæli landnámsins síðast- liðið sumar. Skýrði ræðumað- ur frá stofnun landnámsins og rakti í megindráttum sögu þess, jafnframt minntist hann sérstaklega nokkurra Iþeirra MESSUBOÐ Fyrsia lúierska kirkja Sr. V. J. Eylands, Dr. Theol. Heimili 686 Banning Street. Sími SUnset 3-0744. Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: A ensku: kl. 9.45 f. h 11.00 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. Sunnudagaskóli kl. 9.45 f. h. manna, sem ættaðir voru það- an úr byggðunum, og víð- kunnir hafa orðið fyrir afrek sín á ýmsum sviðum. Hafa honum borizt mörg þakkar- bréf fyrir erindið. ☆ Páll Guðmundsson frá Leslie, Sask. kom að vestan um helgina til að vera við- staddur gullbrúðkaup Helgu og Páls Westdal. Hann dvelur hér í nokkra daga hjá vinum og vandamönnum. ☆ Civil Defence says: — Food in tins or tightly sealed jars cannot be con- taminated by fallout. Wash container before opening, the food inside will be unharmed. Metro Civil Defence, 1767 Portage Avenue, Winnipeg 12 — TUrner 8-2351 Dónarfregn Alexander Lawrence Ben- son andaðist 1 Chicago 28. september 1963. Hann var fæddur í Winnipeg, sonur Egils Benediktssonar og Lovísu konu hans. Hann var í herþjónustu í fyrri heims- styrjöldinni frá febrúar 1916 þar til stríðinu lauk. Hann lifa kona hans Kristbjörg (Oddson); einn sonur Ray- mond og þrjú sonarbörn. Enn- fremur bróðir í Winnipeg, Richard Carl Benson, en hann er kvæntur Albertínu systir Kristbjargar, en þær eru ætt- aðar frá Riverton. ROSE THEATRE SARGENT ot ARLINGTON AIRCONDITIONED CHANGE OF PROGRAM EVERY FOUR DAY5 Foto-Nite Every Tuesdoy ond Wednesday SPECIAL CHILDRÉN'S MATINEE Every Saturday Það var gaman að fara norð- ur að Gimli og taka þátt í af- mælisfagnaði deildarinnar Gimli, sem hefir verið ein at- hafnamesta deild Þjóðrækn- isfélagsins síðan hún var stofnuð fyrir tuttugu árum. Barnakórinn undir stjórn þeirra frú Guðrúnar Stevens og frú Önnu Stevens kom fólkinu strax í sólskinsskap. I kórnum voru 24 stúlkur og einn drengur, það er ávalt erfiðara að fá drengi til að syngja en stúlkur, en sá litli karlmaður var haldinn eins mikilli sönggleði og stúlkurn- ar. Kórinn Söng ein átta til tíu alkunn lög við íslenzka texta og fleira en eina vísu við hvert lag. Það er unun að hlýða á þessar þýðu barns- raddir. Ein stúlkan söng yndislega eina vísuna í laginu Tárið, en því miður náði ég ekki nafni hennar. Frank Olson skólastjóri, forseti Gimli deildar stýrði samkomunni ágætlega. Hann rakti starfsferil deildarinnar; eggjaði menn til að berjast fyrir viðhaldi tungu sinnar og þjóðerni og máli sínu til á- herzlu fór hann með eggjun- arorð Skúla fógeta til skips- verjanna, sem skáldið Grímur Thomsen lagði honum í munn. „Þið munið fá að súpa á sjó, þó sitjið og bælið fletið, og háttunum ná í helvíti þó þið hjarið meðan þið getið.“ Frank Olson sagði líka að Vestur-lslendingar sem væru svo fámennir gætu verið eins og sólskins fjörgjafar (sun- shine vitamins) í alþjóða- mannfélagsgrautinum hér. Grettir L. Johannson kon- súll hvatti og V.-íslendinga til að taka forfeðurna til fyrir- myndar í að varðveita tungu sína og þjóðerni, ekki síður en stærri þjóðarbrotin hér í landi gera. Var hann sérstak- lega heillaður af söng barn- anna, er minnti hann á, þegar hann var að læra íslenzku og íslenzka söngva undir leið- sögn séra Runólfs Marteins- sonar. Um leið og hann árn- aði Gimli deildinni heilla, af- henti hann forseta afmælis- gjöf til deildarinnar í minn- ingu um foreldra sína. Ólafur Kárdal kom alla leið frá St. Paul, Minnesota til að skemmta með söng. Glæsileg frú frá íslandi lék undir á píanó, en hún er kona Arnar Arnarrs læknis sem stundar framhaldsnám þar í borg. Var þeim að verðugu ágætlega fagnað. Kjartan Johnson læknir frá Pine Falls flutti aðalræðu kvöldsins, en hann var fyrsti forseti Gimli deildar. Hann kvað sér farið að stirðna um íslenzka málbeinið en slíkt gat enginn merkt. Ræða hans var með ágætum og mun hann láta L.-H. hana í té til birtingar. Jóhannes Pálsson lék á fiðlu með aðstoð systir sinn- ar frú Lilju Martin við píanó- ið. Var unun að hlýða á þau, ekki sízt íslenzku lögin. Hann lék á fiðlu sem listamaðurinn Ólafur heitinn Thorsteinson hafði smíðað og náði hann djúpum og hrífandi tónum úr henni, sem sérstaklega nutu sín vél í Ave Maria. Frú Ingibjörg Jónsson rifj- aði upp heimsókn sína til Gimli fyrir tuttugu árum, þegar hún fór þangað með manni sínum Einari P. Jóns- syni og Ásmundi P. Jóhanns- syni, en þau þrjú tóku þátt 1 stofnun deildarinnar. Hún þakkaði stuðning deildarinnar við Lögberg-Heimskringlu og minntist sérstaklega hins góða starfs frú Kristínar Thor- steinsson. Miss Lára Dahlman frá Riverton söng Draumalandið og önnur lög en Mrs. Sigur- lína Bergen lék undir. Var góður rómur gerður að hljóm- list þeirra. Séra Philip M. Pétursson, forseti Þjóðræknisfélagsins minntist í ávarpi sínu á grein, sem hafði birzt í tímariti árið 1910 og spáði höfundurinn því að innan tíu ára yrði ís- lenzkt mál horfið sem mælt mál hér vestra! En það fór á annan veg; að þeim tíu árum liðnum var Þjóðræknisfélagið stofnað og íslenzkur. félags- skapur aldrei í meiri blóma en þá. Séra Philip færði rök fyrir því að slíkir spádómar eru óþarfir og sem betur fer rætast þeir ekki. Þessi afmæl- issamkoma sannaði mál hans. Hún fór algerlega fram á ís- lenzku og allir sem komu þar fram voru fæddir vestan hafs. — Séra Philip þakkaði Gimli deild vel unnið starf og af- henti forseta hennar til minn- ingar gullmerki Þjóðræknis- félagsins. Gunnar Simundsson, forseti þjóðræknis deildarinnar „Esjan“ í Arborg flutti kveðju og heillaóskir frá deild sinni; hann kryddaði ávarp sitt með skemmtilegum skrítlum og minntist meðal annars á að hæfileikinn til að hlusta væri almennt að hnigna, en það sannaðist ekki þetta kveld. Samkomusalurinn var fullur af fólki, sem hlustaði með frá- bærri athygli á alla skemmti- skrána en hún stóð yfir hátt á þriðju klukkustund. Ekki má gleyma að Ómar litli, sonur Gunnars flutti ís- lenzkt kvæði með afbrigðum vel eins og hann hefir oftar gert. Að skemmtiskrá lokinni voru bornar fram gómsætar veitingar og heilsað upp á kunningjana. Þetta var gleði- leg stund. Lengi lifi þjóð- ræknisdeildin Gimli.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.