Lögberg-Heimskringla - 05.12.1963, Blaðsíða 1

Lögberg-Heimskringla - 05.12.1963, Blaðsíða 1
Hö gberg - ^eímsfer tngla Stofnað 14. ]an., 1888 Stofnuð 9. aupt.. 1886 77. ARGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 5. DESEMBER 1963 <*fgjgS»> NÚMER 46 Ávarp til Vestur íslendinga Á nýliðnu sumri veittist mér tækifæri til að vera við- staddur vígzlu hinnar nýju dómkirkju að Skálholti í Bisk- upstungum, sem eins og kunn- ugt er, var einskonar höfuð- staður og menningarmiðstöð íslendinga um margar aldir. Á þeirri ferð beindist at- hygli mín á ný að þessum stað, sögu hans og framtíðardraum- um þjóðarinnar sem við hann eru tengdir. Vil ég hérmeð leyfa mér að vekja athygli yðar á þessum atriðum: 1) Að íslenzka þjóðin virð- ist mjög samtaka og einhuga um að endurreisa Skálholts- stað í því augnamiði að stað- urinn megi aftur verða aflstöð í menningarlífi þjóðarinnar. Nýja dómkirkjan er eins kon- ar þjóðar helgidómur og stór- ar vonir eru tengdar við þenn- an fornfræga stað í meðvitund þjóðarinnar. 2) Að endurreisnarstarfið í Skálholti, sem fram hefir far- ið undanfarin ár, hefir vakið athygli annara þjóða, einkum á Norðurlöndum. Stórgjafir hafa borist frá öllum Skand- inavisku þjóðunum, einstakl- ingum og félögum, bæði í byggingarefni og reiðu fé, sem vottur um áhuga þeirra á þessu mikilvæga viðreisnar- starfi, og sem vottur um hlý- hug í garð Islendinga. 3) Að bygging kirkjunnar, sem nú er lokið, er aðeins einn áfangi í miklu víðtækara á- formi um framkvæmdir sem snerta framtíðina. Er nú á- kveðið að byggja lýðháskóla á staðnum, undir stjórn og umsjá þjóðkirkjunnar, svo að staðurinn megi á ný verða menntasetur, eins og fyrr á öldum. 4) Að Vestur íslendingar hafa allt til þessa haft lítið tækifæri til að fylgjast með þeim framkvæmdum sem þegar hafa verið gerðar á Skálholti, né þeim ráðstöfun- um sem fyrir liggja um fram- tíð staðarins. Vafalaust má gera ráð fyrir að vér, sem ættir rekjum til íslands, og látum oss ekkert sem þar ger- ist með öllu óviðkomandi, viljum gjarnan taka virkan þátt í þessu viðreisnarstarfi sem nú er unnið að Skálholti, og rétta þannig færandi bróð- urhönd yfir hafið. Þessvegna leyfi ég mér að mælast til þess að vér, sem erum íslendingar að uppruna, eða ætterni hefjumst nú handa og söfnum ríflegri fjár- upphæð vor á meðal til styrkt- ar hinum fyrirhugaða Skál- holtsskóla. Vissulega ber oss að minnast þess að frá Skál- holti er oss runnin ómetan- legur menningararfur í sögu, bókmenntum, trú og tungu. Viðurkenning mun gefin fyrir öllum framlögum þessu máli til styrktar, hvort sem koma kunnu frá einstakling- um eða félögum vor á meðal. Það fé sem safnast, verður sent til formanns Skálholts- nefndar á íslandi, og nöfn gef- enda skrásett á skrifstofu biskupsins yfir íslandi. Þegar sómasamleg upphæð hefir safnast, verður hún send und- ir nafninu: GJÖF FRÁ VESTUR ÍSLENDINGUM TIL SKÁLHOLTSKÓLA Þess skal getið, að mér vit- anlega hefir enginn á íslandi, nefnt það á nafn, eða óskað þess að vér látum oss þetta mál nokkru varða. En það eru einmitt óumbeðnar gjafir sem eru bezt þegnar, og skapa mestan hlýhug. Gjafirnar frá frændum vorum á Norður- löndum voru óumbeðnar, en voru fram bornar vegna þess að í þessum löndum eru marg- ir áhugamenn um velferðamál Islands, og kunna vel að meta íslenzkt menningarlíf að fornu og nýju. Vér Vestur íslendingar höf- um jafnan haldið því fram, með réttu, að vér stöndum í sérstöku og nánu sambandi við íslenzku þjóðina, séum tengdir henni kærleiks og bróðurböndum, umfram allar þjóðir. Með því að styrkja þennan málstað gefst oss ó- venjulegt tækifæri til að sýna og sanna að íslenzkt blóð rennur oss enn í æðum„ og að vér trúum á framtíð ættlands vors og stofnþjóðar. Sjálfboðanefnd er fram komin á meðal vor; mun hún beita sér fyrir framgangi þessa máls, veita tillögum við- töku og senda skírteini til skattaundanþágu þeim er styðja málið með fjárfram- lögum. Eru nöfn nefndar- manna birt hér ásamt heimil- isfangi: Grettir Eggertson, 78 Ash Street, Wpg. 9. Grettir Leo Johannson, 76 Middlegate, Wpg. 1. Walter Lindal, 788 Wolseley Ave., Wpg. 10. Séra Philip M. Pétursson, 681 Banning Street, Wpg. 10. Arni R. Swanson, 2529 Pinewood Drive, Wpg. 12. Einnig má senda tillög til undirritaðs formanns nefndar- innar, Valdimar J. Eylands, 686 Banning Street, Winnipeg 10, Man. T ribute to the memory of John F. Kennedy, President of the United States, delivered by Mr. Guðm. 1. Guðmundsson, Nov. 26 1963. at United Na- tions: I have the honour of speak- ing here tody in the name of Denmark, Finland, Norway and Sweden, as well as in the name of my own country, Iceland. In this hour, our thoughts go in deep sympathy to Mrs. John Kennedy and her young children, and to the entire American people, whose ideals of freedom, justice and be- nevolence to all other nations the late President sustained with unequalled brilliance and strength. Our thoughts go equally to all the millions of people throughout the world who placed their hopes for lasting peace and progress in the work of the great leader of a great nation. Seldom, if ever, has the death of a statesman aroused so universal a feeling of tragedy and of loss to human- ity. For millions of people, simple men and women as well as men of great power and intellect, President Ken- nedy was a symbol of en- couragement and faith, the morning star of a new and hopeful day rising over man- kind in anguish and tragic disunity. He brought into the history of our time his youth- ful temper and energy, honesty and enthusiasm, a devotion to high ideals and strong belief in man and in God. During the short period of his leadership we saw the be- ginning of what might become a new epoch of increasing understanding a n d trust among nations, and the way to fruitful collaboration and peaceful settlement of all disputes which might en- danger the security of humanity. President Kennedy’s name will go down in history as a leader who combined human goodwill with an unflinching courage and broad-minded wisdom, and the man who, in times of the most dangerous conflicts humanity has ex- perienced, gave new strength to our hopes for lasting peace and future for mankind. We bow our heads in deep thank- fulness for the work of Presi- dent Kennedy, in the hope that his spirit shall, for time to come, inspire and guide men of good will and of Grettir Jóhannsson á 25 óra starfsafmæli Fimmtudaginn 28. þ.m. á Grettir Jóhannsson, ræðis- maður íslands í Vesturríkjum Kanada 25 ára starfsafmæli. Er hann aldursforseti ís- lenzkra ræðismanna. Meðal annars má telja það táknrænt atriði í menningar- legu tilliti að 1. desember 1938 sá hann um fyrsta millilanda- útvarp frá Winnipeg til ís- lands og var þáttunum endur- varpað frá íslandi til Winni- peg og stóð yfir í eina klukku- stund og 20 mínútur, sem setti met hjá útvarpsstöðvum í Norður Ameríku hvað tíma- lengd snertir og endursend- ingu á þætti frá landi austan hafs. I dag afhendir Grettir ræð- ismaður Thor Thors am- bassador í afmælisveizlu í New York áletrað ávarp í skinnbandi með 45 nöfnum ræðismanna íslands á svæði ambassadorsins, ásamt nöfn- um forseta íslenzkra félaga í Vesturheimi. Mgbl. 27. nóv. Fréttir fró íslandi Vestmannaeyjabær svartur eins og eftir bruna Nú er það svart, sögðu Vestmannaeyingar, er þeir litu út í gærmorgun. Og það var orð að sönnu. Heldur var óhugnanlegt um að litast. Hver bíll sem stóð á götunni var kolsvartur, og yfirleitt allir sléttir fletir, gagnstéttar og húsagaflar. Þegar litið var yfir bæinn, var engu líkara en þar hefði bruni orðið, því allar þekjur voru sótlitaðar. Eftir miðnætti í fyrrinótt hafði vindátt breytzt, snúist úr austri til suðurs og suð- vesturs, og stóð vindurinn því beint af gosinu yfir Vest- mannaeyjabæ og bar með sér fíngerðan mjög dökkan salla. í Reykjavík var einnig grugg í regnmælum eftir nóttina. Meðan Norðlendingar moka snjó frá dyrum sínum, þurftu Vestmannaeyingar nú að byrja að sópa svörtu öskuryki. Hvarvetna mátti sjá fólk á ferli við að spúla og sópa af þökum sínum og tröppum og þvo bíla sína. En það var til lítils. Um miðjan daginn herti aftur öskufallið og náði há- marki um kl. 5 síðdegis, þannig að allt sem þvegið hafði verið var orðið svartara en nokkru sinni. Fólkið sem var á ferli á göt- unum, krakkar á leið í skóla, konur að verzla og menn að fara og koma úr vinnu, var power, and so continue to help to shape the destiny of future generations. allt svartkrímað í framan. Og þar sem rigndi með þessu, mátti sjá strauma eftir regnið í svertunni. Verður skólum lokað í dag af þessum sökum. Aftur á móti virtist ekki skol- ast mikið af húsunum þrátt fyrir regnið. Fé sem var inni í Dal var allt orðið gráyrjað og órólegt, enda jörðin öll orðin flekkótt. Framhald á bls. 2. 1963 C.A. Graduate Thomas Eric Stefanson, son of Mr. and Mrs. Eric Stefan- son of Gimli, Manitoba, graduated in chartered ac- countancy at the annual con- vocation at United College on October 25, 1963. Tom who graduated from Gimli Col- legiate in 1956 entered the five-year accounancy course in 1958. His immediate future plans are public practice in Winnipeg.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.