Lögberg-Heimskringla - 05.12.1963, Blaðsíða 7

Lögberg-Heimskringla - 05.12.1963, Blaðsíða 7
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 5. DESEMBER 1963 7 Dr. Björn Sigurbjörnsson: Garðoyextir úr frystiskáp Með páskamatnum höfðum við soðnar gulrætur, litsterk- ,ar, bragðgóðar og stinnar. Þá voru eftir í heimilisfrystinum aðeíns nokkrir litlir plast- pokar af gulrótauppskerunni frá haustinu 1961. Nú er það ekki til fyrirmyndar að geyma frysta garðávexti (garðávext- ir — grænmeti og rótarávext- fr) lengur en eitt ár, en þó var ekki hægt að merkja annað iUm páskana 1963 en að gul- ræturnar frá 1961 væru ný- uppteknar. Með hátíðamatn- ,um var auk þess blómkál, blaðlaukur (púrrur) og sperg- jlkál (broccoli), en allt frá s.l. hausti og eins og glænýtt úr frystinum. Af öðrum garðávöxtum, sem í frystinum eru, má nefna grænkál, hvítkál og gulrófur, en öllum garðávöxtunum er pakkað þannig, að úr einu íláti eða poka nægir í máltíð handa 3 til 4. Berjaskyr er líka algengur réttur á heim- ilinu fram á góu. Bláber og jarðarber eru svo vinsæl í eftirmat, að geymsluþol þeirra hefur aldrei komið í Ijós, en er þó varla meir en nokkrir mánuðir. Frystiskápurinn, sem er yenjulegur, uppréttur heimil- isfrystir rúmar allt það græn- meti, sem 3—4 manna fjöl- skylda þarf 2 daga vikunnar ^llt árið, og er þá töluvert geymslurúm eftir fyrir önnur matvæli. Einn aðalmismunurinn á mataræði íslendinga og flestra annarra þjóða er, hve Islend- Íngar neyta miklu minna grænmetis og annarra garð- ávaxta. Þetta er mikill galli, því að garðávextir eru ekki bara holl fæða, heldur alveg ómissandi hluti af fullkom- inni máltíð eftir að menn hafa einu sinni vanizt slíkum borð- siðum. Hollustan er ekki einungis fólgin í vítamínunum, heldur jafnvel fremur í þeim bætandi áhrifum, sem trefjar og-stinn- ir frumuveggir graðávaxanna hafa á meltingarfærin. Græn- metis- og rótarávextaát þarf að stóraukazt á þessu landi, bæði til að auka fjölbreytni ,í innlendum matvælategund- um og til þess að gera máltíð- ir lystugri, bragðbetri og holl- ari. Áróður fyrir slíku á ekk- ert skylt við kreddur um að smakka ekki önnur holl og nauðsynleg matvæli úr dýra- ríkinu. Það sem öðru fremur hefur gert íslendingum erfitt fyrir ,um að hafa garðávexti á borð- ,um allt árið, eru vandkvæði á geymslu þeirra. Kartöflur og rófur má að vísu geyma þol- anlega fram á vor og stund- um fram á sumar í vel útbún- ,um geymslum. Gulrætur má geyma með ýmsu erfiðu móti og sumir hengja kálhöfuð upp í rjáfur. Sumir garðávextir ,hafa verið soðnir niður eða súrsaðir, en að undanteknum (kartöflum og rófum, er fyrst hægt að tala um ferska garð- ávexti allt árið með tilkomu frystingar. Frystir garðávextir af ýms- ;um tegundum eru orðnir al- mexm og ódýr verzlunarvara erlendis. í sumum verzlunum hér fást innfluttir frystir garðávextir, en mjög dýrir. ,Nokkur brögð eru að því, að heimili hafi sinn eigin frysti- skáp og frysti heimaræktaða og aðkeypta garðávexti, en það er hvergi nærri nógu al- gengt. Ein ástæðan er eflaust sú, að hér hefur löngum verið einblínt á hinar svonefndu frystikistur, sem hafa þann ókost, að taka mikið gólfpláss. Fólk hefur ekki viljað kaupa upprétta frystiskápa, sem taka miklu minna pláss, vegna þess, að það heldur, að kalda loftið „detti“ úr þeim, þegar þeir eru opnaðir. Kuldatap af þessum orsökum er mjög óverulegt, enda lítið um kalt loft í skápnum, nema hann sé nær tómur, og auk þess eru frystigeymslur tiltölulega sjaldan opnaðar. H v o r t tveggja eru hins vegar góðar frystigeymslur, en þægilegra ,er þó að raða í láréttar hillur skápanna og ná úr þeim mat- vælum, heldur en upp úr djúpum kistum. Ef skápur eða kista er á heimilinu eða aðgangur að frystiklefa í íshúsi, þá er ekk- ert því til fyrirstöðu að hafa ferska garðávexti á borðum pllt árið. Ef ekki er um eigin framleiðslu að ræða, má ,kaupa garðávextina að haust- inu, þegar þeir eru ódýrastir (gulrætur á 10 krónur kílóið p.l. haust) og frysta þá. Á ’mínu heimili hefur verið fryst bæði eigin framleiðsla og aðkeypt. Athöfnin fer að sjálf- sögðu fram undir stjórn konu rninnar, en þar sem ég hef ,ávallt verið til aðstoðar, get ég lýst undirbúningi og fryst- ,ingu nokkurra garðávaxta fyrir þeim, sem hafa hug á að taka upp þessa nýbreytni. Garðávextirnir þurfa að vera sem ferskastir, og er auð- vitað verra að ganga úr skugga um þetta, ef þeir eru aðkeyptir. Þeir verða auk þess að vera heilbrigðir, því að frystingin læknar engin mein, þótt hún tefji fyrir framgangi skemmda. Val garðávaxta til fryst- ingar má miða við að frysta yfirleitt aðeins þá, sem á að neyta soðinna. Þó má geyma ferskfryst ber og ávexti um nokkurn tíma. Þær eru fyrst þvegnar vel með bursta og síðan flysjaðar með sérstöku flysjunartæki. Næst eru þær ■skornar niður í sneiðar, eða ristar fjórum sinnum langsum og síðan þversum, þannig að út komi teningar. Blómkál og spergilkál þarf að sjálfsögðu ekki að flysja né brytja niður. Skola bara vel af því sniglana og önnur óhreinindi og rista langsum í greinaklasa. Ef sniglarnir eru óþægir má Jeggja blómkálið í saltvatn, þangað til þeir forða sér. Þessi verk öll eru eins og sköpuð handa eiginmönnum. Það sem á eftir fer er vandasamara og krefst ná- kvæmni. Nú er vatn með örlitlu salti í farið að sjóða, annaðhvort í stórum potti, eða potti, sem stórt sigti pass- ar í. Eru nú garðávextirnir látnir vera um 3 mínútur í pottinum eftir að suðan kem- ur upp aftur. Þessi athöfn er mjög nauðsynleg því ekki drepur suðan bakteríur á yfir- borði plantnanna, heldur gerir hún óvirk ýmis efni í plönt- unum (enzym), sem valda Framhald á bls. 8. Álil fremslu vísindamanna Framhald frá bls. 5. haflega hugmyndin um lög- unina var enn óbreytt. Sök- um þess að verkfæri þessi voru fyrst fundin nálægt Chelles á Frakklandi, voru þau nefnd Chellean-handaxir, og tímabilið er útlistað sem Chellean-tímaskiptin. Um miðbik þriðja ísaldar- millibilsins myndaðist spáný tízka. Öxin var betur höggvin til og verkið smiðslegra, og var hvesst allt í kring, svo nú var ekki lengur mögulegt að halda henni í hendinni. Þýð- ing þessa var sú, að skafti hafði verið bætt við. Þetta framfarastig útheimti sann- arlega hugvitsemi, því mað- urinn hafði með þessari um- bót lengt seiling sína að mikl- um mun, hann gat drepið lengra frá sér og slegið þyngra högg. Um þetta leyti virðast sumar oddhvössustu tinnu- flísarnar hafa verið notaðar sem spjótsoddar, en aðrar kunna að hafa komið að haldi sem hnífar. Mjög lítið er vitað um líf- ernishætti mannsins á þessu framfaratímabili sökum þess, að hann lifði þá undir berum himni. Hans hrörlegu bústað- ir voru auðveldlega eyðilagð- ir og allar hans eigur, að und- anteknum þeim, er úr steini voru, hafa horfið með öllu. Samt vitum við að töluverður mannfjöldi hlýtur að hafa verið á Frakklandi. Það virð- ist sem hann hafi dvalið mestmegnis nærri árbökkum, þar sem að áhöld hans hafa fundizt í þúsunda tali grafin djúpt niður í malarsandi vatnsfallanna. Sem betur fer hefir náttúr- an verndað nokkuð af sögu mannsins fyrir okkur í niður- burði nálægt Ehringsdorf á Þýzkalandi. Á síðari hluta Acheulion- tímabilsins lá afarmikil veiði- dýraslóð um þennan lands- hluta. 1 einum stað lá breitt flatlendi fram með gömlum árfarvegi Á bak við þetta voru kalksteinshæðir og klif. Um sumartímann hafðist maðurinn við á jafnsléttunni. Þegar skepnur komu til að drekka úr ánni, drap hann það sem hann þarfnaðist og fór með nokkurn hluta kjöts- ins heim til að steikja við eld. Eftir tíma söfnuðust fyrir stórar hrúgur af úrkasti um- hverfis verustað þeirra. Þegar rigningatíðin byrjaði, rann vatn frá hæðunum og flæddi yfir verustaðinn svo maður- inn varð að flytja búferlum í hamraskýlin. En vatnið frá hæðunum var kalki blandað er settist á botninn þegar á jafnsléttuna var komið. Þann- ig innsiglaði náttúran á hverju ári þessi úrköst með kalksteinslagi. Ár eftir ár, öld eftir öld hélt þessi niður- burður áfram að myndast þar til að dýpt laganna nam meira en áttatíu fetum. Fyrir nokkrum árum voru klif nokkur sprengd í sundur til þess að ná efni, er ætlað var til kalkbrennslu. Sem unnið var að þessu, komu bú- staðir í ljós, er menn höfðu gert sér fyrir þúsundum ára. Sumir voru ofarlega í jarð- lögunum, en aðrir voru fundn- ir á öllum dýptum næstum til botns. 1 kringum efrileifar eldanna voru bein af skepn- um, er drepnar höfðu verið; þar voru einnig ílát er glatast höfðu eða brotnað, en furðu- legast var það, að kalklag hafði þakið nokkurn hluta þriggja mannlegra vera, svo að lyktum vildi það til, að við fengum að vita eitthvað um mennina, er kveiktu upp eld- ana, þar sem þeir eru næstum því öldungis eins og hellisbú- arnir. Fyrir hér um bil fimmtíu þúsund árum þakti ísbreiða Norðurálfuna á nýjan leik, og menn er búið höfðu fram með ám, voru nauðbeygðir til að leita hælis í hellum og kletta- skýlum. En aðrar skepnur vildu einnig hafast við í hell- um, og við getum gert okkur í hugarlund grimmar barátt- ur um að hafa eignarráð yfir þessum skýlum. 1 einum helli fannst beina- grind af risavöxnum hellis- birni; í hausnum stóð stein- öxi, er sökkt hafði verið á kaf. Maðurinn, sem öxina átti, hef- ir hlotið að hafa staðið í ein- ungis handleggsfjarlægð frá birninum, því hefði öxinni ,verið kastað, gat hún ekki hafa gengið svona langt inn í hauskúpuna. 1 þessari viður- eign virðist ásækjandinn hafa mist lífið, því höggið drap ekki björninn. Þó öxin væri keyrð svona langt inn í haus- inn, náði björninn sér aftur og beinið greri kringum axar- munnann. Beinagrind þessi er nú geymd í fornminjasafninu í Trieste. Nokkrar aðrar beinagrind- ur af hellis-björnum hafa fundizt í því ásigkomulagi, er gefur til kyxma, að bjarndýr- in hafi verið drepin; virðist því sem baráttan, er nú var lýst, hafi ekki verið óvana- legur atburður. í slíkum skærum hafði mað- urinn einn afaröflugann yfir- burð yfir öllum öðrum dýnim. Hann gat kveikt upp eld eftir vild. Einhverra orsaka vegna óttast villidýrið eldinn. Nálægt inngöngum hella hafa margar eftirleifar elda fundizt. Smáir hópar, ef til vill fjölskyldur, þegar þeir köstuðu eign sinni á einn eða annan hellí, tendruðu þeir upp elda til að halda sér hlýjum og þurrum, og á þeim mat- bjuggu þeir gómtömdustu hluta veiðinnar — dýranna, er þeir höfðu drepið. Að lok- inni máltíðinni, var beinun- um kastað frá sér innar í hellinn. Þeir áttu enga hunda eða aðrar tamdar skepnur til að annast um úrganginn, svo að saxnhrúunin jókst án afláts þangað til að jafnvel þessar hirðulausu mannverur gátu ekki lengur þolað ódauninn, sem af þessu lagði. Skófu þær þá öskuna frá eldunum og • þöktu alla beðjuna. Við getum ímyndað okkur fólk þetta, sitjandi á hækj- um sér í daufri birtu, að flísa steináhöld og verkfæri og sennilega að búa til dýra- og fuglagildrur og hreinsa loð- pkinn og súta þau. Ekkert hefir fundizt því til sönnun- ar, að það hafi búið sér til föt, en vitað er að það hlýtur að hafa notað dýraskinn, því nakið gat það ekki hafa lifað í þeim afarkulda, sem þar ríkti þá á veturnar. Allar þessar framtakssemdir hjálp- uðu til að auka við samhrúg- un allskyns hluta á hellis- gólfinu. öðru hverju yfirgáfu íbú- arnir hellinn. Ef til vill hefir verið lítið um veiðiföng, eða dauða hefir borið að höndum og fólkið flúið af hræðslu, eða tómar kenjar skutu þeim í hug að breyta um verustað. Hver sem orsökin var vitum við, líkt og aðrir veiðimenn, breyttu þeir oftsinnis um verustaði. Þeir voru ekki fyrr farnir en nagdýr og aðrar skepnur komu í þeirra stað, og ötul- leiki þeirra leiddi af sér lag af óhroða, er nefnt hefir verið nadýalag. I sumum tilfellum draup vatn úr hellishvelfing- unni og grjót féll niður, er hjálpaði einnig til að geyma óumbreytt þau sönnunargögn, er maðurinn skildi eftir. En að nokkrum tíma liðnum kom hann aftur og framgangurinn hélt áfram að nýju. Á þennan hátt skildi hann eftir skýrslu af lífernishátt- um sínum og tímabilinu, er allt þetta gerðist á, mjög svip- að því fyrirkomulagi, er í dag á sér stað í bæjarsorphaugun- um okkar. Point Roberts, 6. október 1963. Arni S. Mýrdal.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.