Lögberg-Heimskringla - 05.12.1963, Blaðsíða 3

Lögberg-Heimskringla - 05.12.1963, Blaðsíða 3
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 5. ÐESEMBER 1963 ■HQ s DR. KARL STRAND: Lundúnanætur Business and Professional Cards — ÞJÓÐRÆKNISFÉLAG ÍSLENDINGA í VESTURHEIMI Forseli: SÉRA PHILIP M. PÉTURSSON. 681 Bonning Street, Winnipeg 10, Manitoba. SiyrkiS félagið með því að gerasl meðlimir. Xrsgjald $2.00 — Tímarit félagsins frilt Sendist til fjármálaritara: MR. GUDMANN LEVY, 185 Lindsay Street, Winnipeg 9, Manitoba Phone WHitehall 3-8072 Minnist Sérhver stórborg er margir heimar, sem blandast í tíma og rúmi, sumir augljósir og háværir, aðrir leyndir og hljóðir. Þeir, sem búa á slík- um stöðum þekkja jafnan einn eða tvo, stundum fleiri ef sjón þeirra er skörp að skilja sér- stæður út úr samstæðunni, heyrn þeirra næm að skynja þagnir í háværum gný dags- ins og hvísl í þögn næturinn- ar. En ekktrt mannslíf endist til þess að kynnast öllum heimum stórborgar. Þeir sem búa í Lundúna- borg kynnast flestir tveimur aðalþáttum í óendanlegri fjöl- breyttni, þessarar risaborgar, sem naumast gæti rúmast á Mosfellsheiði og Hellisheiði samanlögðum. Annarsvegar miðborginni, Piccadilly, Tra- falgar Square, Oxford Street, Whitehall og öðrum nafn- kendum stöðum. Hinsvegar útborginni, þar sem þeir búa, venjulegast hverfi með heild- arsvip, gamalt þorp með við- aukum, sem sameinast hefir borginni, en heldur þó enn nafni sínu, stundum ný hverfi sviplíkra húsa og lítilla vel- hirtra garða. I augum margra, sem eyða allri æfi sinni í borginni, er þetta sú Lund- únaborg, sem máli skiptir, starf við ys og þys miðborg- arinnar á daginn, hvíld í til- tölulega rólegri og hversdags- legri útborg að nóttu og um helgar, auk stöku kvölds í glaðheimum miðborgarinnar, þar sem sérhver stundastytt- ing fæst fyrir gjald og aug- lýsingarnar dansa í margvís- legu litrófi. Þetta er sá heimur, sem flestum kemur í hug, þgear minnst er á Lundúnanætur. Ferðamaður, sem dvelur stutt, sér kvöldglauminn fjara út smátt og smátt, unz miðborg- in tæmist undir lágnættið, að undanteknum lögregluþjón- um, fáeinum næturhröfnum og fólks, sem er á heimleið úr klúbb eða boði, sumt alvöru- gefið í bifreiðum, annað dá- lítið hávært jafnvel raulandi lag, einkum ef erlent blóð er í hópnum, gangandi heim langar bergmálandi gangstétt- ir. Og síðast verður allt kyrrt, en aðeins skamma hríð þar til fyrstu starfsmenn morguns- ins koma á kreik. En Lundúnanóttin er ekki sérstæðust í miðborginni. Það líf, sem hefir flúið skerandi litbranda auglýsingaljósanna heldur áfram að hvika í breiðum hring utanum mið- borgina. Sjálf borgin breytir um svip, setur upp nýtt and- lit, sem enginn sér að degi til, fær nýjar víðáttur. Eins og stórt dýr, sem legið hefir undir fargi virðist hún lyftast og draga andann léttara, reisa höfuðið í tign, sem sérstæð er fyrir nóttina. Einni til tveimur stundum eftir að rauðir hvalir gatn- anna, strætisvagnarnir, hafa horfið í risaskýli sín í Hollo- way eða Hammersmith tekur borgin að viðra sig fyrir al- vöru, benzínstybban og rykið hverfur, en ferskt loft streym- ir um göturnar, ef um and- vara er að ræða gerist loft- ræstingin hraðar. í austan- golu má jafnvel skynja þang- lykt frá hafinu, sem borizt hefir upp eftir árdalnum stundum í tærum loftstraumi, stundum siglandi á þoku- nökkvum, sem skyldir eru ís- lenzku dalalæðunni. Á vortíð dreifist gróðurilmur um heil hverfi frá stærri og smærri görðum og grastorgum, svo sem í Kensington og Hamp- stead. Önnur svæði nálgast ferskju ógróins hrauns, þar sem grjót og svali eru alls- ráðandi. Húsin sjálf virðast stíga fram og kynna sig sem óþekkt höggmyndalið, tízkur aldanna skjóta upp kollinum hver á fætur öðrum, göturnar fá svip, séreinkenni og aldurs- ákvörðun. Að degi til líta fæstir á hús í mannþröng götunnar. í morgunskímunni eftir lágnættið birtast Nor- mönsku kirkjurnar í styrkri reisn og smágervri listnatni, sem aðeins nýtur sín í einveru og kyrrð. Hús eftir hús fær séreinkenni, flúraða syllu, sveigju á þak, útskotinn glugga á oddsyllu. Jafnvel rauðu Viktoriutímabils múr- steinsfjöllin lifna við og heimta viðurkenningu á þeirri ytri sundurgerð, sem aðeins leyfðist í hálfduldu formi. Niður á Chelsea-bakkanum norðanmegin Thamesár sér niður eftir endilöngu fljótinu, sem í stað mórauðrar flatn- eskju dagsins glampar nú eins og skuggsjá með við- kvæmum litbrigðum. Hér er hús málarans Whistlers, hér klifraði hann upp á þak og beið dagrenningarinnar yfir fljótsósunum og festi liti hennar á léreft. Spottakorn neðar er gamli Lyfjagarður- inn, þar sem lyfjaplöntur hafa verið ræktaðar svo öldum skiptir. Angan hans er sterk í næturloftinu. Rétt hjá garð- inum er Svanastígurinn, þar er aldrað hús, sem nætur- kyrrðin og rökkrið undir trjánum í Lyfjagarðinum gefa í sameiningu dálítið angur- væran ytri svip. Ef til vill er það aðeins minningin um hljóðnaða glaðværð og horfin skáldmenni, sem gefa húsinu þennan svip. Hér bjuggu Sit- well skáldin þrjú í byrjun aldarinnar, og uppeftir þess- um fljótsbakka, alla leið neð- an frá Svartmunkabrúnni komu löngum tveir gestir í heimsókn, W. H. Davies, ein- fætta flækingsskáldið, sem ekki er víðþekktur, en ó- gleymanlegur þeim er kynnt- ust, og íslendingur, sem nú er látinn, skáld, sem aldrei birti neitt að beztu vitund þess er þetta ritar, en gekk með handrit sín í vasanum um margra ára skeið í Lundúna- borg, ræddi við skáld og spek- inga, vann vináttu þeirra og skilning, og fleygði krystals- staupum þeirra yfir þveran sal jafnóðum og þau tæmdust, eins og norrænir víkingar hornum sínum. En öll sú saga er of löng til að segja hér. — Eftir þessum sáma árbakka kom Oscar Wilde heim til sín í síðasta sinn — hús hans stendur enn í lítilli hliðar- götu — áður en hann hvarf bak við fangelsismúrana í Reading. Framhald í næsia blaði. Kerlingin í ánni Fátæk kerling lagði eitt sinn af stað til að hnupla sér ull- arögn á næsta bæ, þar sem ullin var þvegin fjarri bæ, og grunaði hana, að ekki væri varzla um ullina. Þetta gekk líka að óskum að öðru en því, að yfir á var að fara og þegar hún var á heimleið með poka skjattann, ætlaði áin oð verða henni ofjarl. Stríddi hún við strauminn, en sá sitt óvænta, og kom til hugar, að hún yrði að heita nokkru góðu fyrir sér, svo að hún mætti bjarg- ast. Mælti hún þá: „Æ, — aldrei skal ég stela“ — en í sama bili fann hún, að var að grynnast og bætti við: „Vænti ég, vænti ég — ASGEIRSON Points & Wallpopert Ltd. 696 SARGENT AVE. Builders' Hardware, Paints, Varnishes, Wollpapers SU 3-5967—Phones—SU 3-4322 Building Mechanic’s Ltd. Polntlng - Decoroting - Construction Renovoting - Reol Estote K. W. (BILL) JOHANNSON Manager 384 McDermot Ave., Winnipeg 2 A. S. BARDAL LTD. FUNERAL HOME 843 Sherbrook Street Selur líkkistur og annast um útfarir. Allur útbúnaður sá bezti. Stofnað 1894 SPruce 4-7474 Goodman And Kojima Electric ELECTRICAL CONTRACTORS 384 McDermot Ave., Winnipeg 2 WH 2-7759 ARTHUR GOODMAN M. KOJIMA SP 2-5561 LE 3-4633 Evenings ond Holidoys BETEL í erfðaskrám yðar

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.