Lögberg-Heimskringla - 05.12.1963, Blaðsíða 4

Lögberg-Heimskringla - 05.12.1963, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 5. DESEMBER 1963 Lögberg-Heimskringla Published every Thursday by NORTH AMERICAN PUBLISHING CO. LTD. Printed by WALLINGFORD PRESS LTD. 303 Kennedy Street, Winnipeg 2, Man. Ediior: INGIBJÖRG JÖNSSON EDITORIAL BOARD Winnipeg: Dr. P. H. T. Thorlakson, chairman, Haraldur Bessa- son, Rev. Valdimar J. Eylands, Caroline Gunnarsson, Jóhann G. Jóhannson, Thorvaldur Johnson, Jakob F. Kristjánsson, Rev. Philip M. Pétursson. Vancouver: Dr. S. E. Bjömsson. Monlreal: Áskell Löve. Minneapolis: Valdimar Björnsson. Grand Forks: Richard Beck. Reykjavík: Birgir Thorlacius. Akureyri: Steindór Steindórsson. London: Dr. Karl Strand. Subscription $6.00 per year—payable in advance. TELEPHONE WH. 3-9931 Authoriz«d os second class mail by th« Post Office Deportmont, Ottowa, and for payment of Postage in cash. „Þeir eiga allt með okkur#/ Þegar hin nýja dómkirkja í Skálholti var vígð í sumar sem leið, beindi biskup Islands nokkrum orðum til Vestur- Islendinga og sagði meðal annars: ,;þeir eiga all með okkur.“ (Sjá frásögn Dr. Valdimars J. Eylands, Lögb.-Hskr. 3. okt. 1963). Hversvegna fórust biskupinum þannig orð? Sennilega vegna sögulegra tengsla okkar við Skálholt. Saga okkar Vestur-íslendinga hefst ekki með landnámi ættfeðra okkar hér í álfu; rætur okkar eins og allra Islend- inga eru á íslandi. I margar aldir áttum við, og eigum enn, sameiginlega sögu með frændum okkar á íslandi: Saga Is- lands — saga Skálholts er okkar saga — að minnsta kosti fram að árunum að við fluttum vestur um haf. Margir Vestur-íslendingar eiga enn sögulega og áþreifan- lega minjagripi um Skálholt — líkast til þá einu sögulegu minjagripi, er afar þeirra og ömmur eða feður þeirra og mæð- ur fluttu með sér hingað vestur. Þetta voru bækur þeirra. Enginn bjálkakofi í nýlendunum íslenzku var svo fátæk- legur að ekki hefði hann að geyma ofurlítið bókasafn. Þetta þótti Dufferin lávarði eftirtektarvert, þegar hann heimsótti Gimli 1877 og hafði hann orð á því. Þessar bækur voru ekki frumbýlingunum aðeins minja- gripir, þeir leituðu í þeim að leiðarljósi í harðri lífsbaráttu og leituðu í þeim huggunnar í sorgum sínum. Aðal bækumar í þessum litlu söfnum voru Biblían; sálmar Hallgríms Péiurssonar og Vídalins Postilla og þær áttu uppruna sinn að rekja beint og óbeint til Skálholts. — Kristni var lögleidd á íslandi árið 1000 og biskupsstóll stofnaður í Skálholti árið 1056 og varð hann innan skamms höfuðstaður kristninnar í landinu. Þar var og jafnframt rek- inn skóli í aldaraðir fyrir presta og aðra, er æðri menntun þráðu. Nýja iesiameniið var fyrst þýtt á íslenzku í Skálholti af Oddi Gottskálkssyni 1540, sem leiddi til þess að öll Biblían var færð í íslenzkan búning og gefin út að Hólum 1584, svo- nefnd Guðbrandar bíblía og munu nokkur eintök af þessari fyrstu íslenzku Biblíu hafa fluttst hingað vestur. Hallgrímur Pétursson (1614—1670) var vígður til prests af Brynjólfi biskup í Skálholti, og þar var fyrst sungin út- fararsálmurinn hans, Alí eins og blómsirið eina, sem sungin hefir verið yfir moldum íslendinga kynslóð eftir kynslóð og einnig hér vestan hafs; og svo urðu Passíusálmar Hall- gríms þjóðinni ástfólgnir að þeir hafa verið endurprentaðir yfir fimmtíu sinnum. Postilla Jóns Vídalins biskups í Skálholti (1666—1720) er safn prédikanna meistara Jóns, samdar og fluttar fyrst í Skálholti og þykja hrein listaverk og margar setningar úr þeim eru orðnar að spakmælum. Var Postillan lengi notuð við húslestra og þótti ein áhrifaríkasta bók lútersku kirkj- unnar á íslandi. Oft þegar ættfeður okkar hér vestan hafs litu í þessar bækur, sem voru þeim svo kærar, hugsuðu þeir til Skálholts; þeir þekktu söguna; þeir vissu að fyrrum var staðurinn í kristni- og menntalífi íslands sambærilegur við Þingvelli í stjómmálalífi íslands. Og svo varð Skálholtsstaður rúinn og niðurníddur og þetta gerðist hér um bil einni öld áður en vesturferðir þeirra hófust. Þeim hefir að sjálfsögðu verið þetta sorgar- og sakn- aðarefni, engu síður en allri íslenzku þjóðihni. Ekki skulu hér raktar ástæðurnar fyrir því hversvegna biskupsstólinn, sem staðið hafði í Skálholti í hér um bil hálfa áttundu öld var lagður niður árið 1788 samkvæmt konungsúrskurði og var fluttur til Reykjavíkur um alda- mótin 1800. — Eftir að hagur íslenzku þjóðarinnar fór batnandi um og eftir síðustu aldamót heyrðust æ háværari raddir um, að JtonAm(**&Kicío>: ífioíurcH ivTmi'tuáui U} ftudanv&turfcánváswrit híit^&í^íh^ss(rttm£avcstaj w IsCancfc) iífu i túr iftClniisan nqí'ímnumfis, san ú£s(tttfa d \mofi afázíV&núr fnuiiísta&nianm úóbcLÍnútíi K'éltt varl serm ns fu 4 * 'U s , t\ CmcfiP1 un ivr-> m tét ffirMa’Ntný bmuri sct ' nmvnxmstmyc d&(r nams’ íóbcLvmíÚí Hssem anr (frzíi Rási \sab tíCm )W$, >tti&tii1sertíp)'a£r1 meáwivií^ C\oQílctr<Ofau*n nunnMa&Crc^y&ÁrcCilíú o. &í*vt vi ttuhuMxCzqntníför.Úafr er eUiíœ /r /. ___. .V - / lr> .iv' d . L _ / e> 'n tuvl Zéörft ^éremví sóma síns vegna, yrði þjóðin að sýna þessum forrthelga stað Skálholti nokkurra rækt- arsemi. Ferðamenn sneiddu fram hjá staðnum; þeir þoldu ekki að sjá hvernig að honum var búið. Með samtökum g ó ð r a manna hófst undirbúningur að endurreisn Skálholts fyrir nokkrum árum, og horn- steinninn að kirkju staðarins var lagður 1956, 900 árum frá því að biskupsstóll var stofn- aður í Skálholti. Þegar við vorum á íslandi haustið 1962 komum við til Skálholts síðla dags og sáum þá hina miklu kirkju, sem þar var risin af grunni hinna fyrri kirkna staðarins. Hún var ekki fullgerð. Yfirsmiðurinn var þar enn að verki og miðl- aði okkur óspart af fróðleik sínum um sögu staðarins. Það var ánægjuleg stund. Safnast höfðu stórgjafir til staðarins bæði innanlands og frá Norðurlöndum. Kirkju- smiðurinn ljómaði af gleði þegar hann sagði okkur frá hinum höfðinglegu gjöfum til Skálholts frá „frændum okk- ar á Norðurlöndum,“ en þær voru þessar: Noregi: kirkju- klukka, kirkjuviður, hurðir, þakplötur; Svíþjóð: tvær kirkjuklukkur, altarisstjakar; Danmörk: vandað pípuorgel, litgluggar með myndum úr íslenzkri kirkjusögu, altaris- tafla, altariskross og Biblía; Finnland: kirkjuklukka; Fær- ©yjum: skírnarfontur úr fær- eysku blágrýti. Okkur varð hugsað: „Frændur ykkar á Norður- löndum? — en hvað um frændur ykkar í Vesturheimi, sem erum þó ykkar nánustu frændur?" Vegna allra ofangreindra ástæðna er okkur það mikið fagnaðarefni að nú er hafin söfnun til Skálholisskóla. (Sjá ávarp á framsíðu þessa blaðs). En ens og áður er sagt var skóli ávalt rekinn í sambandi við biskupsstólinn. Margir Vestur-lslendingar er heimsótt hafa ísland hafa spurt okkur. „Hvernig getum við launað þær höfðinglegu viðtökur sem við áttum að fagna á Islandi?" Hér gefst þeim tækifæri til þess. Það var drengilegt og stór- mannlegt af biskupi Islands að segja um okkur: „Þeir eiga allt með okkur“, en vonandi er, að við sýnum þá í verki að við eigum þau orð sldlið. — I.J.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.