Lögberg-Heimskringla - 05.12.1963, Blaðsíða 2

Lögberg-Heimskringla - 05.12.1963, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 5. DESEMBER 1963 Sveinn E. Björnsson: Þórður Eggert Laxdal Sjölugur 28. nóvember 1963 Er orku slingur íslendingur ungur nemur þjóðar tungu, brátt sér vorlönd víðra átta, er vegi kannar stríðs og anna. Nýtur landið heilla handa, að halda plóg og riðja skóginn. Arðsvon kallar myrkra milli, mannsins hönd að rækta löndin. Einn þú stóðst í stríði seinna, sterkur í orði og trúr í verki, lærðir margt, er hug þinn hrærði; hljómgrunn fann í reynslu manna. Þín var gifta að loks sér lyfti, hin leynda þrá um vegu háa til stórra landa, sæva og sanda, sona, dætra og mætrar konu. Man ég enn og forðum fann ég, fagnaðs hrókur varstu í „Króki'1.1 Þar ég ráðinn draum þinn dáði, um dætur, sonu og eigin konu. Skyldur ræktir, skuldir greiddir skapaðir “Band“,2 í fósturlandi, er leiddi óma ljóðs og hljóma liðinna daga, um tún og haga. Sá ég dagsins verk þín vaxa; verða þjóðar heill og gróði, um gjörvalt sviðið, sifja liðið sóma lands að allra dómi. Var því pundið vaxtað undir verkagjöld: á ævikvöldi sjötugur ratar sínar götur: sál gegn elli heldur velli. 1. Kurok, Sask. 2. Hornleikara flokk. Fréttir fró íslandi Framhald frá bls. 1. Það þótti skrýtið að þó askan virtist svört að sjá, þar sem hún þakti fleti, þá varð vatn mjólkur litað eins og jökulvatn, þegar farið var að skola hana af með vatni. Vestmannaeyingar fá sem kunnugt er megnið af vatni sínu með því að safna rign- ingarvatni. Þar sem rignt hafði á austan, daginn áður eftir langvarandi þurrka, þótti mönnum gott að fá sop- ann af þökunum í vatnsbólin. Flestir munu þó hafa tekið rennumar frá áður en þeir fóru að sofa á mánudags- kvöld. En sumir gerðu það þó ekki og fengu óhreinindi í brunnana. í gær fundu Vestmanna- eyingar í fyrsta sinn gosfýlu af eldstöðvunum. Og reyndar eru þetta fyrstu óþægindin, sem Eyjabúar hafa af þessu eldgosi við bæjardyrnar hjá þeim. Mgbl. 27. nóv. ☆ HallveigastaSir fokheldir Sölusamband íslenzkra fisk- framleiðenda afhenti nýlega framkvæmdastj órn Hallveig- arstaða eitt hundrað þúsund krónur að gjöf. Ákvörðun um gjöfina var tekin á aðalfundi sambandsins í sumar. Þessi höfðinglega gjöf — sem og aðrar gjafir, sem Hall- veigarstöðum hafa borizt undanfarið — kemur í góðar þarfir nú, þegar bygging kvennaheimilisins er loksins hafin, eftir margra ára erfið- leika og málaferli, Byggingin er senn orðin fokheld, og er því farið að lækka í kassan- um, enda hafa framlög og gjafir frá fyrri tímum rýrnað mjög að verðgildi að undan- förnu. Þrátt fyrir alla erfiðleika hefur framkvæmdastjórnin fullan hug á því, að koma byggingunni upp sem allra fyrst, enda er þörfin fyrir húsnæði fyrir starfsemi kvennasamtakanna í landinu orðin brýn. Framkvæmdastjórnin er þakklát fyrir allar hinar rausnarlegu gjafir, sem und- anfarið hafa borizt, og sér- staklega fyrir þessa stóru gjöf, sem hér er sagt frá. Frá framkvæmdastjórn Hallveigarstaða). Mgbl. 14. nóv. ☆ Frú Guðrún Péiursdóttir látin Frú Guðrún Pétursdóttir lézt hér í Reykjavík síðastlið- ið laugardagskvöld, 85 ára að aldri. Frú Guðrún fæddist 9. nóv- ember 1878, dóttir hjónanna Péturs Kristinssonar, bónda í Engey, og Ragnhildar ,ólafs- dóttur frá Lundum í Staf- holtstungum. Hún giftist 5. júní 1904 Benedikti Sveinssyni, síðar Alþingisforseta. Varð þeim hjónum sjö barna auðið, sem eru Sveinn, Pétur, Bjarni, Kristjana, Ragnhildur, Ólöf og Guðrún. Tvær systranna eru látnar, Kristjana og Ragn- hildur. Fimmtán ára gömul var hún meðal stofnenda Hins íslenzka kvenfélags, og hófst þá langt og heillaríkt starf hennar að málefnum kvenna. Helztu á- hugamál hennar voru rétt- indabarátta og menntun kvenna, líknar- og mannúð- armál, málefni heimilanna, heimilisiðnaður, sjálfstæðis- barátta þjóðarnnar og íslenzk stjórnmál. Má segja, að hún hafi starfað óslitið að þess- um málum um 65 ára skeið, en árið 1959 sagði hún af sér flestum störfum í þágu á- hugamála sinna. Frú Guðrún tók þátt í stofnun Bandalags kvenna og síðar Kvenfélagasambands ís- lands. Formaður Kvenfélaga- sambandsins var hún frá 1947 til 1959. Hún tók þátt í stofn- un Húsmæðrafélagsins, var um tíma formaður Heimilis- iðnaðarfélagsins og Mæðra- styrksnefndar. Formaður í Sj álf stæðiskvennaf élaginu Hvöt var hún um tíma og síð- ar heiðursfélagi. Mgbl. 26. nóv. ☆ Ekki orð um afhendingu handritanna 1 tilefni af 300 ára afmæli Árna Magnússonar, var í dag, 13. nóvember, opnuð í Kon- unglegu bókhlöðunni í Kaup- mannahöfn, sýning á helztu handritum í safni hans, segir í einkaskeyti til Morgunblaðs- ins frá fréttaritara þess í Kaupmannahöfn, G u n n a r i Rytgaard. Auk handrita eru á sýningunni bréf Árna til ýmissa manna, sem hann stóð í bréfaskriftum við, og nokkur handrit, sem geymd eru í Há- skólabókasafninu í Höfn. Sýn- ingin er haldin á vegum Kon- unglegu bókhlöðunnar, Hafn- arháskóla og Árna Magnús- sonar nefndarinnar. Á dag var haldinn blaða- mannafundur í tilefni af opn- un sýningarinnar, og var Rosenkilde bókaútgefandi meðal viðstaddra. Afhenti hann hið fyrsta af 350 eintök- um af Bergsbók, sem gefin hafði verið út í tilefni afmæl- isins. Jón Helgason prófessor tók við gjöfinni. Á blaðamannafundinum, sem haldinn var skömmu fyrir opnun sýningarinnar, lét pró- fessor Jón þau orð falla í létt- um tón að raunar væri hægt að gefa öll handritin út í góð- um ljósprentunum, flytja síð- an öll frumhandritin út á mitt Atlantshaf og sökkva þeim þar, einhvers staðar milli Dan- merkur og íslands. Háskólarn- ir í Reykjavík og Kaupmanna- höfn gætu hvor um ’sig eign- azt fullkomið safn af ljós- prentunum. Ég gerði þetta einu sinni að tillögu minni við Framhald á bls. 6. Minning: • Kristveig Guðmundsson 1898 - Þann 31. ágúst 1963 lézt á sjúkrahúsi í Wadina, Sask., Mrs. Kristveig Guðmundsson eftir stutta legu. Kristveig var fædd að Hróarstöðum í Þingeyjarsýslu 28. maí 1898. Foreldrar hennar voru: Björn Jónsson Axfjörð, fæddur í Ytri-Tungu á Tjörnesi 14. feb. 1864 og Valgerður Þorláks- dóttir, fædd að Garði í Þistil- firði 13. jan. 1873. Kristveig fluttist með foreldrum sínum frá íslandi til Ameríku 1903. Þau settust að í Argylebyggð í Manitoba og áttu þar heimili til 1910. Fluttu þá til Leslie, Sask. og byrjuðu búskap 1 svo nefndri Hólarbyggð suður af Leslie. Þar ólst Kristveig upp með foreldrum sínum til 1915. Það ár giftist hún Guð- mundi F. Guðmundsson. Þau bjuggu góðu búi í Hólarbyggð til 1950. En þá brugðu þau búi og fluttu til Elfros bæjar. Mann sinn misti Kristveig 1959 eftir langvarandi veik- indi. En umhyggja hennar og ástúðleg hjúkrun veittu hon- um styrk að bera hið lamandi dauðastríð með stakri ró og þolinmæði til síðustu stundar. Mundi og Veiga eignuðust 4 dætur og 2 syni, sem öll eru á lífi. Þeirra nöfn: Hólmfríð- ur (Mrs. Julius McMartin), Elfros, Sask.; Valgerður (Mrs. Clarence Stepto), New West- minster, B.C.; Arnold, giftur, - 1963 býr í Hólarbyggð; Gladys (Mrs. Vernon Nash), New Westminster; Gunnar, giftur, býr í Regina; Ramona (Mrs. Victor Halldorsson), Elfros, Sask. Einnig átti Kristveig 3 bræður á lífi: Þorlákur og Halldór búa í Hólarbyggð, Steingrímur búsettur í New Westminster. Barnabörnin voru 28 og 6 barna-barnabörn. Veiga var altaf glöð í anda, gestrisin og veitul og var þau hjón gott heim að sækja. Móðurástin og umhyggjan fyrir börnum sínrnn og barna- börnum, var sterkur þáttur í lífi hennar og einnig mesta huggun og yndi, eftir að manns hennar misti við. Mrs. Guðmundsson var jarðsett í Elfros-grafreit 3. sept. s.l. að viðstöddum fjölda vina og vandamanna. Rósm. ROSE THEATRE SARGENT ot ARLINGTON AIRCONDITIONED CHANGE OF PROGRAM EVERY FOUR DAYS Foto-Nite Every Tuesday and Wednesday SPECIAL CHILDREN'S MATINEE Every Saturday LOWEST AIR FARES TO ALL ' SCANDINAVIAN ICELAND NORWAY SWEDEN DENMARK FINLAND ENGLAND SCOTLAND HOLLAND GERMANYt LUXEMBOURG* tvii connections • No Family Plan to luxembourg COUNTRIES ONLY ON ICELANDIC LOWEST fares from NewYork of any scheduled airline...and even lower during Fall Thrift Season. Extra sav- ings on Family Plan and Thrift Sea- son fares for 10V2 months, Aug. 16 to Apr. 30; return Oct. 16 to June 30. Savings also apply to children 12 to 25. Save wherever you go ... pay far less than jet Economy fares to key cities of Scandinavia and other European countries. Enjoy real lcelandic hospitality, free meals and cognac, expert service by 3 stewardesses on every long- range pressurized DC-6B. VISIT ICELAND, newerf fourist discovery. /CELANDIC AIRLINES MllFUUÉIlMlk i 610 Fifth Ave. (Rockefeller Center) New York 20 PL 7-8585 WRITE FOR NEW YORK ’ CHICAGO * SAN FRANCISCO FOLDER XI The PIONCER. of Low Fares to Europe

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.