Lögberg-Heimskringla - 27.10.1966, Blaðsíða 1
Siofnað 14. ian., 1888
StofnuS 9. sepi., 1886
80. ÁRGANGUR
WINNIPEG, FIMMTUDAGURINN 27. OKTÓBER 1966
NÚMER 41
Canadameist'ari í kappsiglingu
Dr. Gestur Kristjánsson vann
meistaratitlil Canada í kapp-
siglingu „Fireball“-báta í s. 1.
mánuði, þó hann hefði aldrei
lagt hönd á reiða fyrir tveim
árum.
Dr. Geslur Kristjánsson.
Segir hann, að áhugi fyrir
siglingum hafi vaknað hjá sér
veturinn 1965, þegar hann sat
fyrirlestra, sem Manitoba
Sailing Association efndi til,
og að hann hafi ákveðið að
læra að sigla þegar í lok fjórða
fyrirlesturs. Ekki lét hann sér
nægja að kaupa bát, kaus
heldur að smíða hann sjálfur
og gerði það í hjáverkum frá
læknisstörfum strax þá um
veturinn.
Um vorið fór hann að reyna
það, sem hann hafði lært af
fyrirlestrunum og lestri um
siglingar, en nytsömustu lexí-
urnar segist hann hafa numið
með því að keppa á öllum
siglingamótum, sem hann
náði til, athuga, hvað keppi-
nautarnir gerðu bezt, hvað
honum sjálfum tókst miður
og varast að gera sömu vill-
urnar tvisvar.
Mun hann þar hafa notið
víkingablóðs og sjómennsku-
gáfna erfðum frá austfirzkum
og vestfirzkum forfeðrum.
Háseti Gests á öllum æfing-
um og kappsiglingum er
Haida, fjórtán ára gömul dótt-
ir þeirra hjóna, og segir Gest-
ur, að hún eigi stóran þátt 1
þeim sigrum, sem þau hafa
unnið.
L.-H. óskar Gesti og Heiðu
til hamingju!
Royal Commission
Report
OTTAWA, Oct. 17, 1966 —
Trade and Commerce minister
Winters today tabled in the
House of Commons the report
of the Royal Commission of
Inquiry into Freshwater Fish
Marketing. This one-man
Commission was established
by the Government in July,
1965 to consider and report on
the export marketing pro-
blems of the freshwater fish
industry in Manitoba, Saskat-
chewan, Alberta, Ontario and
the Northwest Territories. —
The Commissioner was George
Framhald á bls. 3.
Feðginin við æfingar.
Gullbrúðkaupsljóð
lil Steinu og Kobba frá Rose og Davíð Björnsson
Gullbrúðkaupsafmæli er gullivægt hnoss,
sem guðirnir gróðursettu með oss,
til hamingju þeim sem því hámarki ná,
og hjartnanna draumlandið auðnast að sjá.
Og áfanginn sá hefir minninga mergð,
og myndskreyting fjölþætta hvarvetna sérð,
þótt tíðum sé þung undir fæti sú ferð,
er fagnaðar samfylgd af öryggi gerð.
Og samhent þið vinnið mörg vandarík verk,
og vakandin þjálfaði átökin merk,
í risnu og höfðingslund blómgaðist bú,
því bræðralag elskið þið heilsteypt og trú.
Svo gleymið þið aldrei, en hugsjóna hyr,
og hamingju verndið í gleði, sem fyr,
og vindið upp seglin í blásandi byr,
og brosandi siglið í kveldroðans dyr.
Rannsakar atferli flugna
Um þessar mundir er stadd-
ur hér á landi kunnur Vestur-
íslendingur, dr. Jónas Thor-
steinsson, prófessor við Mani-
toba háskóla, ásamt konu sinni
Mildred Eleanor og 4 börnum.
Hafa þau nú dvalið hér um
mánaðarskeið og héldu heim
21. þ. m.
Þau hjónin eru bæði fædd í
Winnipeg. Foreldrar Jónasar,
Sigurður Þorsteinsson, sem
fæddur var og uppalinn í
Reykjavík, og Halldóra Jónas-
dóttir frá Akranesi, fluttust
ung vestur um haf. Sömu sögu
er að segja um foreldra Mild-
red, þau Matthildi Júlíönu
Fjeldsted og Guðmund Andrés
son, sem lengi starfaði hjá
Winnipeg Hydro og andaðist
á sl. ári. Blaðamaður frá Mbl.
heimsótti þau hjónin á dögun-
um á heimili Bergs Jónasson-
ar og Rutar Árnadóttur, en
þar hafa þau dvalið undanfar-
ið.
— Hver er sérgrein yðar,
dr. Jónas?
— Skordýrafræði. Ég stund-
aði fyrst nám við háskólann í
Manito'ba og síðar tók ég svo
doktorsgráðu í skordýrafræði
við Lundúnaháskóla. Nú veiti
ég forstöðu skordýrafræði-
deildinni við Manitoba há-
skóla, en hún er ein sú stærsta
í Kanada.
— Er skordýrafræðin vin-
sælt námsefni í Kanada?
— Já, hún er allvinsæl. f
deildinni okkar í Manitoba há-
skóla eru nú 12 nemendur, er
vinna að doktorsgráðu.
— Hafið þér fengizt við ein-
hverjar rannsóknir á þessu
sviði?
— Já, að undanförnu hef ég
verið að rannsaka atferli
flugna, sem nærast á blóði. Er
hér einkum um að ræða
moskítóflugur, mýflugur og
hrossaflugur, er valda skaða
á skepnum. Það merkilegasta,
sem af þessari rannsókn minni
leiddi er, að ég komst að raun
um, hvaða liti og lögun flug-
urnar fá aðgreint. Þær flugu
t. d. alltaf að svörtum og rauð-
um kúlum. Þessar upplýsingar
koma okkar að góðum notum
við uppfyndningu annarra út-
rýmingarvopna en eiturs. Nú
höfum við t. d. búið til svartar
gildrur til að veiða flugurn-
ar í.
Dr. Jónas Thorsteinsson.
— Er þetta í fyrsta sinn, sem
þið hjónin komið hingað til
lands?
— Já, við vorum í Þýzka-
landi í vetur, þess vegna kom-
um við hérna við. Ég var í árs
leyfi og notaði því tímann til
að skrifa bók um atferli skor-
dýra, en ég hef ekki enn lokið
við hana.
Nú snúum við okkur að frú
Mildred. Hún er kona listfeng
mjög og t. d. eini hörpuleikar-
inn í Winnipeg.
— Hafið þér stundað list-
nám, frú Mildred?
Framhald á bls. 7.
Stúdent órsins
Þessi unga og glæsilega
stúlka útskrifaðist úr 12. bekk
skólans í Selkirk, Manitoba,
þann 7. október 1966“ með
þeirri hæstu einkunn, sem að
nokkru sinni hefir verið gefin
við skólann.
Janet Hannesson.
Janet vann Governor Gene-
ral medalíu fyrir fjölþætta
þátttöku í öllum áhugamálum
og samtökum stúdenta við
skólann og hlaut að gjöf fagr-
an og vandaðan bikar fyrir
það frá skólanum, um líkt leyti
var hún kjörin heiðursslúdenl
ársins.
Einnig vann Janet Isbister
námsstyrkinn, sem hún gat þó
ekki tekið á móti sökum þess,
að hún fékk hærri styrk til
fjögurra ára náms annarsstað-
ar frá.
Auk þess fékk hún hæstu
einkunn í fjórum námsgrein-
um og hlaut fyrir það fjórar
bækur, og mörg önnur smærri
verðlaun vann hún með heiðri
fyrir framúrskarandi góða og
háttprúða framkomu og
frammistöðu.
Síðar þetta sama kvöld
flutti Janet mjög vel samið
og fagurt ávarp til stúdent-
anna, sem útskrifuðust skóla-
árið 1965—1966.
Janet hlaut til jafnaðar 91.5
stig við prófin úr 12. bekk, og
er það vel að verið.
Þann 12. júní síðastliðinn
var Janet krýnd heiðursdrottn
ing af Jobs Daughters Bethel
4, í Selkirk, Manitoba.
í haust gengur hún inn í
University of Manitoba og
stundar nám í facultry (hjúkr-
unarfræði) of Nursing Arts.
Janet Hannesson er dóttir
Michael Hannessonar og konu
hans Margrétar (Goodman)
Hannesson. — En foreldrar
Michael voru Jón Hannesson
og síðari kona hans Sólveig
(Eysteinsdóttir) Hannesson í
Selkirk.
Margrét, móðir Janet, er
systir Paul Goodman (nú lið-
inn), sem var í borgarráðs-
stjórn Winnipeg með sóma um
margra ára skeið. D. B.