Lögberg-Heimskringla - 27.10.1966, Blaðsíða 4

Lögberg-Heimskringla - 27.10.1966, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 27. OKTÓBER 1966 Lögberg-Heimskringla Published eveiy Thursday by NORTH AMERICAN PUBLISHING CO. LTD. Printed by WALLIN GFORD PRESS LTD. 303 Kennedy Street, Winnipeg 2, Man. Edilor and Business Manager: INGIBJÖRG JÓNSSON Board of Diractori' Exocutiv* CommittM Presldent, Grettir Eooertson; Vice-President, S. Aleck Thororinson; Secretary, Dr. L. Sigurdscn; Treasurer, K. Wiihelm Johannson. EDITORIAL BOARD Winnipeg: Prof. Haraldur Bessoson, chairman; Dr. P. H. T. Thorlokson Dr. Valdimar J. Eylonds, Caroline Gunnarsson, Dr. Thorvaldur Johnson, Rev. Pnilip M Petursson. Voneouver: Dr. S. E. Bjornsson, Gudlauo Johannesson, Bogi Bjornason. Loe Angoles: Skuli G. Bjarnoson. Minneopolis: Hon. Voldimor Biorn- son. Grond Forks: Dr. Richard Beck. Icelond: Birgir Thorlacius, Steindor Stein- dorsson, Rev. Robert Jack. London: Dr. Karl Strand. Subsciiplion $6.00 por year—payable in advance. TELEPHONE WH. 3-9931 Authorized as second class moil by the Post Office Deportment, Ottowo, ond for payment of Postoge in cash. Hér skal ekki farið út í umfangsmikla ritdóma, en bókin um Jónas á Hriflu er þó órækur vottur þess, að ekki er rit- mennskan að deyja út í ætt hans. Framlag bróðursonar hans, Jónasar Kristjánssonar, er með miklum ágætum, ekki sízt sá þáttur þess, sem er lítt kunnur hinum yngri íslend- ingum, þ. e. æskuár, uppeldi og menntun Jónasar Jónsson- ar. Að lokum er skylt að geta þess, að Jónas Jónsson hefir verið Islendingum vestur hér mikil hjálparhella. Hann átti meðal annars þátt í því, að sérstök íslenzkudeild yrði stofn- uð við Háskólabókasafnið í Manitoba. Sú deild er nú orðin ærið stór og stækkar með ári hverju, ekki sízt vegna þess, að árið 1938 fékk Jónas Jónssson það leitt í lög, að Háskóla- bókasafnið í Manitoba fengi gjafaeintök af þeim ritverkum, sem prentuð eru á Islandi. Fleira mætti til tína, en hér skal nú látið staðar numið. HARALDUR BESSASON: Jónas Jónsson fró Hriflu Ævi hans og störf Ofangreind orð eru heiti á afmælisriti, sem kom út á Is- landi til heiðurs Jónasi Jónsssyni fyrrverandi ráðherra frá Hriflu áttræðum. Sýslunefnd Suður-Þingeyjarsýslu átti frumkvæði að útgáfunni, en Jónas Kristjánsson, starfsmaður við Handritastofnun íslands, annaðist ritstjórn og samdi jafnframt fyrsta þátt bókarinnar, „Æviágrip“. Annan þátt, „Stjórnmálaþætti“, samdi Aðalgeir Kristjánsson. Þriðji þátt- ur er settur saman úr ræðum og greinum ýmissa höfunda um Jónas og konu hans frú Guðrúnu heitna Stefánsdóttur, og eru þessir kaflar frá ýmsum tímum. Að lokum geymir þetta rit skrá um ritverk Jónasar. Jónas Jónsson er mjög frábrugðinn öðrum íslenzkum stjórnmálamönnum tuttugustu aldar. Hann náði ekki ein- ungis miklum völdum í sölum Alþingis og í Stjórnarráði íslands, heldur beitti hann penna sínum með slíkum fim- leik, að segja má, að hann skrifaði heila stjórnmálaflokka undir græna torfu, og ekki sat við stjórnmálin ein. Um skeið voru rit Jónasar mjög drjúgur þáttur í uppfræðslu íslenzkra unglinga á gjörvöllu Islandi. Skólaganga Jónasar Jónssonar lá víðs fjarri troðinni slóð langskólamanna. Hann lauk að vísu glæsilegum prófum við fleiri en eina menntastofnun á íslandi, en hann hirti ekki um að afla sér þeirra skírteina, sem lögum samkvæmt er sá eini stimipill, sem veitt hefir og veitir enn rétt til há- skólanáms. Jónas varð því aldrei háskólaborgari í þeirri merkingu, sem Islendingar leggja í það orð, enda þótt hann færi víða um lönd og stundaði nám við sumar af helztu menntastofnunum heims og hlyti miklu haldkvæmari mennt- un en títt er um langskólamenn. Menntun hans varð alþjóð- leg að sniði, en byggð á þjóðlegum grundvelli. Fundvísi Jónasar á jafnvægið milli erlendra mennta og hins íslenzka þjóðararfs dugði honum til mikilla áhrifa á kennarastóli. Honum tókst að gera Samvinnuskólann í Reykjavík að áhrifastofnun í landinu, en þar gátu nemendur að sumu leyti öðlast nytsamlegri menntun á einu eða tveimur árum en í þeirri námsvist, sem krafði menn um fjórðung ævinnar til lærdómsfórna. Jónas Jónsson hefir verið óvenjuskyggn á hinn lífræna þátt skólamenntunar. Um þetta ber nemendum hans saman. Þessi hæfileiki hans er og afar ábærilegur í námsbókum þeim, sem fyrr greinir og notaðar voru og eru víst enn í íslenzkum barnaskólum. Með þeim bókum tryggði Jónas Jónsson sér nokkur umráð yfir mótun og menntaþroska hvers einasta ungmennis á íslandi. Hefir enginn íslenzkur kennslubókahöfundur fyrr né síðar hlotið slíka viðurkenn- ingu kennaraliðs og unglinga. Margur mun minnast þessara bóka Jónasar með velþóknun. íslands saga hans refir reynzt íslenzkri æsku hið hollasta lesefni um áratuga skeið. Við lestur hennar hafa unglingar gengið til móts við fornöldina sem væri hún gullið ævintýri með fornu ívafi, en þó í nú- tíðarbúningi. Undirritaður hefir ekki heldur gleymt kennslu- bókum Jónasar í náttúrufræði, en þær voru bráðskemmti- legar. í dýrafræðinni komu hin ólíklegustu kykvendi fram á sjónarsviðið, hvert með sínu eðli. Ljón hlupu yfir skíð- garða með naut milli tannanna. Fílar dönsuðu, ef minnið svíkur ekki, og þar fram eftir götunum. Það voru sár von- brigði að þurfa að láta þessar gróðurlendur Jónasar í skipt- um fyrir hálfdanskt hraungrýti menntaskólanna. Á því leikur enginn efi, að Jónas frá Hriflu hefir reynzt afburða alþýðufræðari. Hins vegar mun þess hafa gætt nokkuð snemma á ferli hans, að hann mundi ekki eiga sam- leið með íslenzkum háskólamönnum. Er vel með það mál farið í bók þeirri, sem hér var á minnzt. Frá Sameinuðu þjóðunum Hverjar yrðu afleiðingarnar, ef hætt væri að rækta deyfilyfjagrös? 1 umræðum um eiturlyfja- vandamálið hefur þeirri hug- mynd oft verið hreyft, að láta efnafræðilega samsett lyf koma í stað deyfilyfja, sem unnin eru úr jurtum. Með því móti mundi t. d. lögleg rækt- un ópíums ekki verða mögu- leg og tækifærin til ólöglegr- ar ræktunar, sölu og „rýrnun- ar“ í lyfja iðnaðinum mundu verða miklu færri en nú er. Þótt farið sé að framleiða í æ ríkara mæli lyf unnin úr gerviefnum, er vandamálið ekki eins einfalt og virðast má við fyrstu sýn, segir í ný birtri skýrslu, sem skirfstofa Sam- einuðu þjóðanna hefur samið og lögð verður fram á fundi eiturlyfjanefndarinnar í des- ember. Skilyrðið er, að deyfilyf, unnin úr gerviefnum, jafnvel þó að þau séu einnig vana- myndandi, verði jafngóð eða betri en hin. Þetta hefur enn ekki gerzt, segir í skýrslunni, heldur eru hin nýju lyf þvert á móti ennþá hættulegri að því er snertir vanamyndun. Af þeim 89 eiturlyfjum, sem nú eru undir alþjóðlegu eftir- liti, eru 60 unnin úr gerviefn- um. Fræðilegir möguleikar á að framleiða fleiri slík lyf eru „svo til ótæmandi". Auðvelt er að hafa eftirlit með slíkum lyfjum, enda koma þau lítið við sögu í ólöglegri alþjóð- legri eiturlyfjaverzlun. — En einungis fá þeirra eru til sölu og notuð til lækninga. Þekkt- ust þeirra eru pethidin, met- hadon, normethadon og dex- tromoramid. Eitt, sem mælt hefur með lyfjum unnum úr gerviefnum, er hið hagstæða verðlag á hrá- efnunum. En hér verður líka að taka með í reikninginn kostnaðinn við rannsóknir og framleiðslu, og er mikið vafa- mál, hvort framleiðsluverð verður mismunandi á hinum ýmsu tegundum. Vandamálið, hvort stefna beri að því að hafa eingöngu á boðstólum deyfilyf unnin úr gerviefnum, er þannig bæði flókið og yfirgripsmikið, og er nauðsynlegt að kanna það gaumgæfilega, segir í skýrsl- unni. Afleiðingarnar íyrir þá, sem rækia jurlirnar. Annað veigamikið vandamál í þessu sambandi er, hvaða afleiðingar það muni hafa fyr- ir lönd, sem rækta jurtir til deyfilyfjagerðar, verði ræktun þeirra bönnuð. Að því er varðar ópíum verða Indland og Tyrkland harðast úti, þó önnur lönd eigi hér líka hlut að máli. Eft- ir því sem lögleg framleiðsla ópíums hefur verið takmörk- uð (úr 1171 tonni árið 1963 niður í 940 tonn árið 1964), hafa þessi lönd dregið úr fram leiðslu sinni og minnkað rækt- unarsvæðin. Það er ekki sérlega arðvæn- legt að rækta ópíum til lög- legrar sölu. I skýrslunni segir að kíló af ópíum með 12 pró- sent morfín-innihaldi kosti 11 dollara. Sú staðreynd, að umrædd lönd eru þegar farin að rækta aðrar jurtir á tilteknum svæð- um, og að tiltölulega fámenn- ir hópar fást við ræktunina (77,747 í Indlandi og 160,671 í Tyrklandi), bendir til þess, að löndin mundu án verulegra vandkvæða geta lagt niður ópíum-rækt, ef þau hlytu al- þjóðlega aðstoð. Hins vegar er lögð á það áherzla í skýrsl- unni, að ópíum-verzlunin sé tiltölulega þýðingarmikil fyr- ir útflutningslöndin vegna öfl- unar erlends gjaldeyris. Tæknihjálp, sem koma á í staðinn fyrir ópíum-ræktun, hefur verið veitt Burma, Af- ganistan, íran og verður veitt ákveðnum svæðum í Thaí- landi. í íran hefur verið tekin upp ræktun á sykurrófum og baðmull, sem veitir fyrrver- andi ópíum-ræktendum við- unandi arð. Kóka-juríin er álitleg tekju- lind þeim er rækta hana, og ræktunarlandið er um það bil 190,000 hektarar í Perú og Bó- livíu. Perú hefur undirritað Eiturlyfjasáttmálann frá 1961 og lofað að afnema óhæfuna á 25 árum. Ríkisstjórnin hef- ur einnig skipað nefnd, sem á að finna viðeigandi úrræði fyr ir þá, sem snúa sér frá kóka- ræktun. Bólivía er líka farin að fá áhuga á málinu. Cannabis (indverski hamp- urinn, sem hasjísj er unnið úr) vex villtur og dreifist auð- veldlega. Svo að segja um heim allan er hann ræktaður ólöglega, segir í skýrslunni. Hampurinn er notaður í iðn- aði. í Indlandi og Pakistan er „hartsið“ notað til lækninga. Þetta „harts“, sem hefur að geyma eiturlyfið, fæst ein- ungis í stóru magni sé kven- jurtin látin vaxa annars stað- ar en karljurtin. Það á sér ekki stað þar sem hampurinn er ræktaður löglega. Líbanon, Marokkó, Suður- Afríka og Brasilía eru meðal þeirra landa þar sem mest kveður að ólöglegri ræktun jurtarinnar. Marokkó og Lí- banon hafa fengið alþjóðlega aðstoð til að rækta aðrar jurt- ir en cannabis. I Líbanon er Framhald á bls. 7. Æviskrár Dalamanna utan héraðs og í Vesturheimi nýkomnar út á íslandi Séra Jón Guðnason. Komið er út þriðja bindi af ritverkinu „Dalamenn, Ævi- skrár 1703—1961“, sem séra Jón Guðnason skjalavörður hefir tekið saman. Bókin er gefin út á kostnað höfundar. í fyrri bindunum tveimur, sem komu út fyrir fjórum og hálfu ári, eru æviskrár Dalamanna, sem búsettir eru heima í hér- aði. í þessu bindi, sem svipað er að . stærð og hvort hinna bindanna, eru hinsvegar ævi- skrár Dalamanna utan héraðs og síðari kaflinn fjallar um Dalamenn í Vesturheimi (vest urfara). Alls eru í bindinu um 1100 æviskár manna utan héraðs, en auk þess getið 720 vesturfara. Allt verkið inniheldur hins- vegar 5200—5300 æviskrár og mikill fjöldi mynda prýðir verkið og mundu þær vera um 2100 af nafngreindum andlit- um. í þessu síðasta hefti er tals- verður viðbætir og eru þar nokkrar æviskrár, en þar er þó einkum um að ræða mynd- ir, sem of síðbúnar urðu fyrir fyrri ritin, einnig eru viðaukar og leiðréttingar við Dalamenn I—II; loks eru svo dánir Dala- menn 1962—1966. Alls er þetta bindi 520 síð- ur að stærð, prentað í Prent- smiðjunni Leiftri. Morgunbl. 11. okt.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.