Lögberg-Heimskringla - 27.10.1966, Blaðsíða 5
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 27. OKTÓBER 1966
5
fcaAi^ (RsiadxnqA. úl Qadanjdic,
V
Eitt af því, sem útlendingar
furða sig mest á í Reykjavík,
eru hinar mörgu bókabúðir.
En bæði er mikið flutt inn af
bókum, og bókaútgáfa á ís-
landi er meiri en í nokkru öðru
landi, í hlutfalli við fólks-
fjölda. Bækur eru líka mikið
lesnar, og vinsælar gjafir við
mörg tækifæri, ekki sízt sem
jólagjafir.
1 Þjóðminjasafninu er Lista-
safn ríkisins til húsa á efstu
hæð. Það er þegar orðið stórt
og fjölbreytt, og ber því vitni,
hve íslenzk list hefir þróazt á
undanförnum áratugum. Önn-
ur listasöfn í Reykjavík eru:
Safn Einars Jónssonar mynd-
höggvara, málverkesafn Ás-
gríms Jónssonar og vinnustofa
Ásmundar Sveinssonar mynd-
höggvara, með mörgum verk-
um hans. Höggmyndir Einars
og Ásmundar eru einnig á
ýmsum stöðum í Reykjavík,
meðal þeirra hin fræga mynd
Einars „Útlagarnir“ (The Out-
laws). Aðrir víðkunnir lista-
menn eru málararnir Jón
Stefánsson og Jóhannes Kjar-
val. Margir fleiri íslenzkir
listamenn hafa einnig unnið
sér frægð utan Islands, en hér
er ekki rúm til að telja þá
upp. íslendingar eru ekki
lengur einungis þekktir er-
lendis fyrir hinar merkilegu
bókmenntir sínar.
(JocjcdjuLahij^ :
aðrir. other
af bókum, of books
á efsíu hæð, on the top floor
á undanförnum áraiugum, in
recent years (decades)
á ýmsum stöðum, in several
(various) places
ber því viíni, attests, bears
witness to
bókabúðir, bookshops
bókaúígáfa. publishing of
books
bókmenntir, literature
bækur, books
ekki lengur. no longer
einungis, only
eitt af því, one of the things
en, but
erlendis, abroad
fjölbreytt, varied
flutt inn, imported
furða sig mest á, wonder most
over
fyrir, for
gjafir, gifts
hafa, have
hans, his
hefir, has
hér er ekki rúm til að lelja
þá upp, here is not space to
enumerate them
hin fræga, the famous
hinar merkilegu, remarkable,
noteworthy
hinar mörgu, the many
hve, how
höggmyndir, sculptures
í hlutfalli við fólksíjölda, in
proportion to the population
íslenzk, Icelandic
jólagjafir, Christmas gifts
landi, country
lengur, longer, any longer
lesnar, read
list, art
listamenn, artists
Listasafn ríkisins, The State
Museum of Art
listasöfn, art museums, art
collections
líka, also
margir fleiri, many more
málararnir, the painters
Málverkasafn Ásgríms Jóns-
sonar, Ásgrímur Jónsson’s
Collection of Paintings
með, with, containing
meðal þeirra, among them
mikið, much
meiri en, more than
mynd, piclure (here: sculp-
ture)
myndhöggvara, sculptor
mörgum, many
nokkuru, other, any other
Safn Einars Jónssonar, Einar
Jónsson’s Museum
sem, which
sínar, their
stórt, large
til húsa, housed
unnið sér frægð, won fame
(renown)
utan íslands, outside (of) Ice-
land
útlendingar, foreigners
verkum, works
við mörg tækifæri, on many
occasions
vinnustofa, studio
vinsælar, popular
víðkunnir, widely known
það er þegar orðið, it has
already become
þekklir, known
þróast, grow, develop
öðru, other, another
önnur, other
RICHARD BECK:
f Dofrafjöllum
(14. júní 1966).
Hér í Dofra hamrasal
heyri ég fornra vætta tal,
konungs lít ég klettahöll,
kringum stólinn hirðin öll.
Vel er hlaðið veizluborð,
vekja bergmál konungs orð;
vítt um fjalla fagran geim
falla sterk með þrumuhreim.
Horfin tíð mér hlær við sýn,
hetjudáð við augum skín,
mörg, sem áður háð var hér,
héðan ljómann ennþá ber.
Fjallageimur, heiður, hár,
himinn víður, fagurblár,
vængi lætur vaxa hug,
vonadirfsku og hærra flug.
Afmælisljoð
til litla drengsins míns
Eg bið ei að gefist þér gnægð af þeim auð,
sem grandáð fær mölur og ryð,
svo lifað þú getir alls erfiðis án
^ð ónytjungs auðmanna sið.
Eg bið ei um handa þér veraldleg völd,
né verðir þú frægur á jörð;
og ekki að líf þitt sé unaðartíð
með alls engin mótgangs él hörð.
Því erfiðið margbreytta eykur oss dáð,
og ómennsku forðar oss frá;
og munum það einnig, ef ekkert er stríð
er alls engan sigur að fá.
Og oft vill svo reynast að veraldleg völd
þeim verða til falls, er þeim ná.
Og frægðin er margoft sem hjaðnandi hjóm
á háreistri báru á sjá.
En þess vil eg óska þér, ástvinur smár,
um ófarið lífsdagaskeið,
að gæti þín konungur himnanna hár
gegn hættum er felast á leið;
og gefi þér hugdirfð og hjartalag rétt
að heyja mót ranglæti stríð
og gefast ei upp, þó að strit verði strangt,
og starfslaunin vanþökk hjá lýð.
Kolbeinn Sæmundsson.
MINNINGARORÐ:
Guðrún Johnson Einarsson
Þegar rætt er og ritað um
samskipti íslendinga við Vest-
ur heim, er jafnan munað eftir
þeim mikla fjölda, sem eitt
sinn hefir yfirgefið land vort
og sezt að í Bandaríkjunum
og Kanada. Hitt er miklu
sjaldnar á orði haft, að all-
stór hópur hefir einnig flutt
sig á hinn veginn. Fólk, fætt
og uppalið fýrir vestan haf,
hefir komið hingað til lands
feðra sinna, sezt hér að og átt
hér reima til dauðadags. Ein
þeirra vestur-íslenzku kvenna,
sem þannig fór að, var Guðrún
Johnson Einarsson.
Guðrún var rædd 29. des.
1904 á Brú í Argyle-byggð-
inni í Manitoba, Kanada, en
ólst upp í Baldur í sömu
byggð. Foreldrar hennar voru
Björg Emelía Snorradóttir og
Jónas Björnsson. Hjá móður
sinni og systrum átti hún
bernsku- og æskuár sín í Ar-
gyle-byggðinni er fagurt og
hlýlegt landslag, og talaði
Guðrún jafnan um þessa fæð-
ingarsveit sína með mikilli að-
dáun. Hún var alin upp við
bæði íslenzk og kanadísk á-
hrif. Hún gekk í íslenzkan
sunnudagaskóla og var fermd
af íslenzkum presti, síra Frið-
riki Hallgrímssyni. Svo vel
lærði hún móðurmálið, að ég
minnist þess ekki, að hafa
nokkurn tíma fundið enskan
hreim í máli hennar eða heyrt
hana bregða fyrir sig bjöguð-
um orðum. Guðrún var mjög
vel menntuð kona. Þær mæðg-
ur fluttu til Winnipeg-borgar,
meðfram til þess að Guðrún
fengi betra tækifæri til skóla-
göngu. Hún lauk „high-school-
námi“ þar í borg, og stundaði
um skeið nám í háskóla (Uni-
versity) Manitoba-fylkis. En
hugur hennar stóð fyrst og
fremst til kennaranáms, og
eftir tveggja ára nám í kenn-
araskóla gerðist hún kennari í
Árborg í Nýja íslandi. Þar
fékk hún sérstaka viðurkenn-
ingu frá fræðslumálastjórn-
inni fyrir það, hver afburða
reikningskennari hún hefði
verið. Ég veit ekki, hvað olli
því, að Guðrún skyldi ekki
halda áfram kennslustörfum
lengur en tvö ár, því að aldrei
heyrði ég hana minnast á skól-
ann sinn í Árborg, skólabörn-
in eða starfið öðruvísi en með
miklum hlýleika og gleði. En
frá Árborg flytur hún aftur
inn til Winnipeg og stundaði
þar skrifstofustörf í nokkur ár.
Voru nú ekki meiri líkur til
annars en að hún myndi halda
áfram að eiga heima í þessari
höfuðborg íslenzks mennta- og
félagslífs í Vesturheimi. En
þá var eins og forsjónin tæki
allt í einu fram í og beindi
henni inn á aðrar brautir heim
til lands forfeðra sinna.
Árið 1930 var systir hennar,
Aðalbjörg, send hingað vegna
alþingishátíðarinnar,í til að
safna fréttum fyrir stórblaðið
Free Press í Winnipeg. Hún
fór ekki aftur vestur, heldur
settist að hér á íslandi. Móðir
þeirra flutti að vörmu spori
hingað heim til dóttur sinnar.
Árið 1935 kom Guðrún hingað
til landsins, í septembermán-
uði, í kynnisför til móður,
systur og ættingja. En þegar
til kom, réðist hún einnig í að
setjast að í Reykjavík. Hún
stundaði skrifstofustörf, og ár-
ið 1938 hóf hún vinnu í dóms-
og kirkjumálaráðuneytinu, og
þeirri þjónustu lauk ekki fyrr
en sama daginn og hún kvaddi
þennan heim. Hún kom heim
frá vinnu sinni eins og hún
var vön, en kvartaði um ó-
venjulega þreytu. Nokkrum
klukkustundum síðar var ævi
hennar lokið. Þetta skeði 2.
sept. síðastliðinn. Hafði hún
þá lifað réttan helming ævi
sinnar hvorum megin hafsins.
Guðrún giftist 2. des. 1939
Benjamín Einarssyni, nú full-
trúa hjá ríkisféhirði. — Þau
hjónin hafa því árum saman
stundað störf í sömu byggingu
og orðið samferða heim og að
heiman á hverjum degi. En fá
hjón hefi ég þekkt, sem voru
jafn-innilega samferða í dag-
legum háttum, hugsunarhætti
og lífi sínu öllu sem þau. Guð-
rún vakti yfir velferð manns
síns í bókstaflegum skilningi.
Heimili þeirra var fagurt á að
líta og aðlaðandi heim að
sækja, hvort sem maður kom
þar á kyrrlátum hvíldardegi
eða til samkvæmis með fjölda
vina. Ef það þykir ekki of
persónulegt, hefði ég viljað
láta í ljós þakklæti fyrir þær
mörgu stundir, sem mín fjöl-
skylda hefir átt á heimili Guð-
rúnar og Benjamíns. Ég hugsa
til jólanna, þegar börn á prests
heimilum í Reykjavík hafa á
undanförnum áratugum verið
útræk af heimilurp sínum, sem
þá daga hafa verið tekin í
þjónustu safnaðarins. Ég hugsa
til athvarfsins, sem þau áttu
þar, þegar foreldrarnir brugðu
sér burtu, eða ef veikindi bar
að höndum. Segja má, að slík
aðstoð sé ekki annað en hið
venjulega, sem eigi sér stað í
borg og bæ. En það er ekki
sama, hvernig eða með hvaða
viðmóti aðstoðin er veitt. En
Guðrúnu var í ríkum mæli
gefin sú gáfa að kunna að
gleðja, án þess að hafa hátt
um vináttu sína, og stilling
hennar og traustleiki í fasi bar
vott um dýpri skilning á til-
finningum fólks en almennt
gerist. Tryggð Guðrúnar kom
ekki sízt fram í því, hvernig
hún bar byrðarnar með lítilli
frændkonu sinni, sem oft
þurfti að halda á læknishjálp
í Reykjavík, og öðrum, sem
áttu erfitt um gang, þegar
vonbrigði eða raunir bar að
höndum.
Það hefir mikið verið ritað
um ræktarsemi Vestur-íslend-
inga við „gamla landið“, ís-
land. Hið „gamla land“ Guð-
rúnar var Vesturheimur, og
tenglsin við það land slitnuðu
aldrei. Hún minntist þess oft
með sérstakri gleði, að prestur-
inn, sem gaf þau hjónin sam-
an hér í Reykjavík, var skírn-
arfaðir hennar og fermingar-
faðir frá Argyle-byggðinni, sr.
Friðrik heitinn Hallgrímsson.
Einu sinni fóru þau hjónin
vestur um haf, og nú stóð hug-
ur hennar til þess að heim-
sækja systur sína á Kyrrahafs-
ströndinni með vordögunum.
Fólk frá Vesturheimi, sem var
hér í heimsókn eða dvaldi hér
langdvölum, átti jafnan alúð-
legri vináttu að mæta á heim-
ili hennar.
Framhald á bls. 8.