Lögberg-Heimskringla - 27.10.1966, Blaðsíða 8
8
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 27. OKTÓBER 1966
Úr borg og byggð
íslendingadagurinn.
Ársfundur íslendingafélags-
ins verður haldinn að 1057 Do-
minion St. sunnudagskvöldið
30. okt. n. k. kl. 8 e. h.
Fundurinn á að athuga árs-
reikningana og kjósa í nefnd-
ina til starfa næsta árs.
Tveggja ára kjörtímabili eft-
irtaldra meðlima er nú lokið:
Jochum Ásgeirsson, Haraldur
Bessason, Herman Johnson,
Jakob F. Kristjánsson, Heim-
ir Thorgrímsson.
S. Aleck Thorarinson.
ritari.
* * *
The Viking Club of Maniioba
minntist „dags Leifs Eiríks-
sonar“ með myndarlegu hófi
að Vasalundi föstudaginn 21.
þ. m.— Heimir Thorgrimsson
varaforseti The Viking Club
setti samkomuna og kynnti
ræðumenn og skemmtikrafta.
Þá tók til máls G. Honsey,
deildarstjóri ScandinavianAir-
lines System, og færði The
Viking Club að gjöf hið um-
deilda Vínlandskort og skýr-
ingarrit þess, sem út kom í
Bandaríkjunum á síðastl. ári,
og vakti mikinn úlfaþyt meðal
rómanskra manna í Ameríku
og víðar.
H. A. Brodahl, ritari The
Viking Club, talaði fyrir minni
„hins ódauðlega víkingsanda“.
Gerði hinn danski „víkingur“
víða strandhögg og kom mönn-
um í sólskinsskap.
Reginald Frederickson söng
við undirleik Snjólaugar Sig-
urdson. Hlutu þau glæsilegar
undirtektir áheyrenda.
Prófessor Haraldur Bessa-
son var aðalræðumaður kvölds
ins. Lýsti hann í einkar fróð-
legu og skemmtilegu erindi
uppruna og uppvexti Leifs
Eiríkssonar í anda forn-ís-
lenzkra heimilda. Brá hann sér
annað veifið á leik og ræddi
Vínlandsfund Leifs á „léttari
nótum“, samkomugestum til
óblandinnar ánægju.
Scandinavian Male Voice
Choir söng undir stjórn Jan-
Ole Anderson, með undirleik
Snjólaugar. — Töldu söngvísir
menn kórinn sjaldan hafa
sungið betur.
Að lokum var dans stiginn
til miðnættis.
Þessi fyrsti Leifsfagnaður
„Víkinganna“ var hlutaðeig-
endum til sóma, — en hefði
mátt vera betur sóttur.
1 veizlusalnum var til sýnis
myndarlegt málverk af Leifi
Eiríkssyni — „Discovery of
America“ — eftir Gissur Elias-
son, tileinkað The Viking Club
í tilefni dagsins. — Á.
* * *
Réttur lungumála í Canada.
Daniel Johnson, forsætisráð-
herra Quebec, sagði í ræðu,
•sem hann flutti fyrir fimmtíu
ritstjóra Ethnic Press Federa-
tion í vikunni sem leið, að
Quebec-stjórn æskti þess, að
ný stjórnarskrá Canada
tryggði rétt allra þjóðabrota í
Canada til að nota sín eigin
tungumál ásamt ensku og
frönsku.
Einnig gat hann þess, að
stjórn hans myndi gera aðrar
tillögur um stjórnarskrár-
breytingar.
* * *
Mr. og Mrs. Kristinn Oliver
eru nú flutt til 606—2515 Por-
tage Ave., Winnipeg, 12. —
Símanúmerið er óbreytt —
832-2761.
Dánarfregnir
Benjamín Torfason, Moun-
tain, North Dakota, andaðist í
Memorial Hospital Cavalier,
N. D., þann 27. apríl 1966. —
Hann var fæddur að Eldjárns-
stöðum á Langanesi á íslandi
15. janúar 1873. — Foreldrar
hans, Helga Daníelsdóttir og
Jóhannes Torfason, fluttust til
Ameríku ásamt börnum sín-
um árið 1883 og settust að í
Víkurbyggð fyrir austan
Mountain, N. D.
Á yngri árum vann Ben
við landbúnaðarstörf og síðan
tók hann að sér í nokkur ár
að aka pósti (Star Route) frá
Cavalier til Mountain, og síð-
ar frá Edinburg til Mountain.
, Hann var einhleypur maður
og búinn að sjá á bak foreldr-
um sínum, sex systrum og ein-
um bróður.
Hann hafði heimili sitt hjá
yngstu systur sinni, Rósu Mel-
sted (Mrs. S. M. Melsted), en
eftír lát hennar, árið 1953, önn-
uðust börn hennar hann.
TJtför hans fór fram frá
Lútersku kirkjunni á Moun-
tain, N. Dak., undir umsjón
Jensen’s Funeral Home. Rev.
Claude Snider flutti kveðju-
orðin. — Hann var lagður til
hvíldar í Víkur-grafreit við
hlið foreldra sinna.
* * *
OLAFUR (OLIE) BARDAL
On Otober 5, 1966, at Kelow-
na, B.C., Olafur (Olie) Bardal,
aged 69 years, beloved hus-
band of Nina Bardal of Kelow-
na, B.C., formerly of Renfrew
St., Winnipeg. Born in Moun-
tain, North Dakota, he had re-
sided in Winnipeg until 4 years
ago, moving to Kelowna. Upon
his retirement from the CNR
where he had been employed
in the express department for
many years. Besides his wife
he is survived by 2 sons, Cal-
vin of Prince George, B.C.;
Paul of Vancouver, B.C.; 4
grandchildren; 1 brother, Doc-
tor Sigurgeir of Shoal Lake,
Manitoba; 3 sisters, Mrs. G.
Finnbogason, Mrs. H. F. Czer-
winski, both of Winnipeg; Mrs.
Thorunn McMillan of Los An-
geles, California. He was pre-
deceased by a brother Paul in
February, 1966. Funeral ser-
vices was held Saturday at
Kelowna, B.C.
* * *
PÁLL MELSTEÐ CLEMENS
andaðist í Exelsior Springs,
Missouri, 14. okt. 1966, 96 ára
að aldri. Hann starfaði sem
húsameistari í Winnipeg á
fyrstu árum aldarinnar og síð-
MESSUBOÐ
Fyrsia lúierska kirkja
Sr. V. J. Eylands, Dr. Theol.
Heimili: 686 Banning Street.
Sími SUnset 3-0744.
Guðsþjónustur á hverjum
sunnudegi:
Á ensku: kl. 9.45 f. h.
11.00 f.h.
Sunnudagaskóli kl. 9.45 f. h.
ar í Chicago, Illinois, og Nor-
folk, Virginia, hjá National
Advisory Committee for Aero-
nautics. Ekkja hans, Laufey,
og sonur, Paul H., búa í Win-
nipeg. Önnur börn þeirra
hjóna eru John C. W. í Madi-
son, Wis., Dorothy, Mrs. V. H.
Johnson í Villa Park, 111., og
Lillian, Mrs. R. W. Carson í
Willowdale, Ont.
Páll var jarðsettur í Ashern
20. þ. m.
Hann mun að líkindum vera
fyrsti Vestur-íslendingurinn,
sem fullnumaðist sem húsa-
meistari.
Kvenfélagið Vonin í
Markerville 75 óra
Þann 6. ágúst síðastl. var
haldið upp á 75. aldursár
Kvenfélagsins Vonin að Mar-
kerville, Alberta, í gamla
samkomuhúsinu Fensala.
Þegar íslenzku innflytjend-
urnir komu til Alberta á árun-
um 1888—89 settust nokkrar
fjölskyldur að í Calgary. Var
það endastöð járnbrautarinn-
ar þá. Hér gafst þeim tæki-
færi til að búa sig ögn undir
förina út í óbyggðina, sem var
í 100 mílna fjarlægð.
Konur stofnuðu með sér
kvenfélag 1891, en 6. marz
1896 var flest allt fólkið flutt
út í nýlenduna nálægt Mar-
kerville, og þann dag var fé-
lagið endurreist.
Húsfrú Sigurlaug Kristin-
son var kjörin forseti, Hólm-
fríður Goodman skrifari og
Sesselja Bardal féhirðir. Lög
voru samin, sem hafa haldizt
óbreytt, og félagið nefnt Von-
in. Síðan hefur það haldizt
við, þó fámennt sé að með-
limum. Reynt hefur verið að
styðja góð fyrirtæki í byggð-
inni, sjá um viðhald á kirkj-
unni og grafreitnum og hlynna
að sjúkum og bágstöddum eft-
ir megni.
Þótti tilhlýðilegt að halda
upp á þessi merkilegu tíma-
mót með samkomu. Boðsbréf
voru send til allra kvenna, er
höfðu tilheyrt félagsskapnum
og nokkurra gesta.
Kl. 5 e. h. var setzt að veizlu
borði, sem „Good Neighboro
Club“ tilreiddi of myndarskap.
J. H. Johnson var veizlustjóri
og bað hann Rev. Yoos að lesa
borðbæn. Þegar máltíðinni
höfðu verið gjörð góð skil
bauð forseti, Fríða Olson, gesti
velkomna og síðan var kallað
á ýmsa til að heiðra minningu
framliðinna meðlima félags-
ins. Rev. Yoos hélt skemmti-
lega tölu og Carl Mörkeberg
sagði kýmnissögur frá fyrri
dögum úr byggðinni. Söngur
hófst síðan á ensku og íslenzku
undir stjórn Lillian Sumar-
liðason og Phyllis Johannson.
Og þó að hver syngi með sínu
nefi, þá var skemmtilegt að
heyra þessa hljómfögru, ís-
lenzku söngva, sem því miður
heyrast nú svo sjaldan. — Við
vorum svo lánsöm að frú Sól-
veig Guðmundsdóttir, frá
Reykjavík, var viðstödd, og
ávarpaði hún okkur á íslenzku.
Iris Boume, yngsta félagskon-
an, sagði frá áhrifum, sem
hún hefði orðið fyrir, þegar
hún barn að aldri fór á kven-
félagsfund með móður sinni.
Yngri kynslóðin lék á hljóð-
færi og dans var stiginn nokk-
ura stund að máltíð og dag-
skrá lokinni.
Margir gestir komu, og var
kaffi og afmæliskaka tilreidd.
Kakan var fagurlega skreytt
af einum af okkar íslenzku
bændum, sem gjörði það af
sannri list.
Held ég, að allir hafi farið
heim ánægðir með þessa kvöld
stund.
Kvenfélagið þakkar öllum,
sem með nærveru sinni og
hjálp gjörðu þessa stund eftir-
minnilega, og sömuleiðis
byggðinni í heild fyrir góða
samvinnu um sjötíu og fimm
ára skeið.
Rosa S. Benedikison,
5730—41 st.,Crescent,
Red Deer, Alta.
Guðrún Johnson
Einarsson
Framhald af bls. 5.
Guðrún var starfsmaður svo
að af bar. Hún var ein í þeirra
hópi, sem í engu vildi bregð-
ast traust eða láta ógert það,
er gera þurfti, hvort sem það
var talið smátt eða stórt í aug-
um heimsins. Hún var hégóma
laus kona, sem mat menn og
málefni út frá heilbrigðum og
skynsamlegum sjónarmiðum.
I mati sínu á mönnum lét hún
ekki veikleika eða bresti ráða
úrslitum um álit sitt, heldur
hitt, hvort hún fann þann
kjarna, sem er aðall manns-
eðlisins.
Snögglega var Guðrún Ein-
arsson á brott kvödd. Þó að
sá atburður hafi orðið alllsár
þeim, sem næstir henni stóðu,
var hvorki hún sjálf né þeir
óviðbúnir þeirri hugsun, að
lífið hlyti fyrr eða síðar aða
taka enda hér á jörð, og halda
áfram handan við „hið bláa
tjald“. Og sú sannfæring
byggðist á reynslu, sem ekki
er auðvelt að gefa öðrum hlut-
deild í, en hlýtur þó að hafa
sitt gildi fyrir þá, sem reyna,
svo framarlega sem menn
meta reynslu sína nokkurs. —
Auðvitað er það ekki undir
vorum vilja komið, hvort líf
er til eftir dauðann og margir
eru þeir, sem eru að reyna að
láta sér á sama standa um það
mál. En eitt er víst, að dauð-
inn hefir orðið mörgum til-
hlökkunarefni, þegar von var
um endurfundi við þá, sem
reynzt höfðu bezt í þessum
heimi. Og þannig munu vinir
Guðrúnar hugsa til þess, sem
fram undan er. En svo góður
er Guð, að hann sviptir ekki
hina dánu sambandi við ást-
vini sína á jörðinni, og því eru
þeir ekki í vorum huga jafn-
fjarlægir og ella myndi. En
hans er ríkið, mátturinn og
dýrðin.
Jakob Jónsson,
Alþýðubl., 9. sept. 1966.
Hvað táknar kossinn?
Hún bað hann um koss. Hún
hnyklaði brýnnar.
— Koss, mælti hún, táknar
tilfinningu. Koss á höndina
táknar virðingu, koss á enni
merkir vináttu, koss á varirn-
ar táknar hvorttveggja, — og
dálítið meira. Nú gef ég yður
leyfi til að kyssa mig.
Hann þagði. í gegnum virð-
ingu og vináttu skapast ástin.
Hann leit á hana til að lesa
hugsanir hennar.... Þarna
stóð hún með húfuna dregna
niður að augum og hendurnar
grafnar í kápuvösunum. Hann
skildi.
GOING TO ICELAND?
Or perhaps you wish to visit
other countries or places here,
in Europe or elswhere? Where-
ever you wish to travel, by
plane, ship or train, let the
Triple-A-Service with 40 years
travel experience make the
arrangements. Passports and
other travel documents secured
without extra cost.
Write, call or telephone to-
day without any obligations to:
ARTHUR A. ANDERSON
TRAVEL SERVICE
133 Claremont Ave.,
Winnipeg 6, Man.
TeL: GLobe 2-5448
WH 2-5949
Subscription Blank
NORTH AMERICAN PUBLISHING CO. LTD.
303 Kennedy SL, Winnipeg 2.
I enclose $6.00 for 1 year □ $12 for 2 years Dsubscrip-
tion to the Icelandic Weekly, Lögberg-Heimskringla.
NAME .....................................
ADDRESS ...........................:......