Lögberg-Heimskringla - 27.10.1966, Blaðsíða 6
6
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 27. OKTÓBER 1966
Ú___1-1- '' ■ =3 ,
GUÐRÚN FRÁ LUNDI:
Tengdadðttirin |
Skáldsaga
„Hún hefur nú kannske haft
sínar tilfinningar eins og þeir,
sem hafa fastara land undir
fótunum, og ósköp var að sjá,
hvernig hún leit út, auming-
inn,“ sagði konan.
„Það er kannske ekki alveg
sama, hvort það er flækings-
kerling eða ríka heimasætan
á Hálsi,“ gall í bóndasyninum.
Móðir hans gaf honum viðvör-
un með augunum, svo að
hann sagði ekki meira.
Bóndi vék talinu til Hjálm-
ars. „Finnst þér konan geta
gengið?“ sagði hann og þurrk-
aði af sér svitann.
„Já, mér þykir hún geta
sprett úr spori. Það er svona
rétt að ég hef við henni,“
sagði Hjálmar.
„Þú hefðir ekki haft við
henni, þegar hún var á sínum
beztu árum. Hún var bara eins
og hestur á'skeiði hérna upp
og niður brúnimar.“
„Jæja, áfram þá,“ sagði sú
duglega kona, áður en feðg-
arnir voru búnir að blása mæð
inni. Nú, þegar komið var á
jafnsléttu, máttu þeir taka á
öllu, sem þeir höfðu til, að
verða ekki langt á eftir. Því-
lík kona var víst ekki á hverju
strái, hugsaði Hjálmar. Snati
kom á móti þeim, þegar þau
komu í ljósmál, en hljóp svo
frá þeim aftur til Sigurfljóðar.
„Aumingja dýrið, þarna bíður
það hjá henni. Svona er tryggð
in hjá hundunum," sagði kon-
an og kastaði brekáninu til
Hjálmars og hljóp í einum
spretti þangað, sem Sigurfljóð
lá, og kraup niður hjá henni
og þakti grátbólgið andlit
hennar með kossum. „En það
lán, að hafa hann með þér,
þennan fallega pilt þinn, og
ekki fékkst hann til að drekka
kaffi úr bolla, þó að það væri
heitt á könnunni,“ sagði hún.
„Hann er ósköp niðurbeygð-
ur, sem von er. Þetta var sorg-
legt tilfelli.“
„Jæja, þá er ég nú kominn
aftur, Sigurfljóð,“ sagði Hjálm
ar. „Hefur þér ekki fundizt
biðin löng?“
„Nei, mér datt ekki í hug,
að þú yrðir svona fljótur.“
Þegar búiö var að hagræða
henni á brekáninu, talaði Sig-
urfljóð um að reiðpilsið og
svipan hefðu orðið eftir þar,
sem hún hefði dottið af baki.
Hjálmar var eins og úti á
þekju og mundi ekki, hvar
það hefði verið. Konan var
svo öldungis hissa á þessum
ráfuhætti í manninum. Hún
var fljót að hlaupa af stað og
kom bráðlega aftur með það.
Svo var haldið af stað. Ferðin
gekk greiðara en búast hefði
mátt við, því að vegalengdin
var talsvert löng. Húsfreyjan
talaði nú ólíkt minna en áður
og í hvert skipti, sem stanzað
var, gældi hún við Sigurfljóð
eins og barn. Hún þóttist hvort
eð var sjá, að unnustinn væri
of hlédrægur til að sýna henni
gæði, talaði ekki einu sinni
eitt einasta orð við hana. Þeg-
ar loksins var komið heim í
baðstofuna á Brúnum, var þar
uppbúið rúm handa sjúklingn-
um. Það hafði gömul kona
gert, sem Hájlmar þóttist sjá
að væri móðir konunnar.
„Nú skaltu láta okkur mæðg-
unum það eftir að koma henni
úr fötunum, en fara strax að
ná í lækni,“ sagði konan. „En
fyrst verðurðu þó að súpa
kaffisopa."
Hann þá ekki kaffið, en
kvaddi og þakkaði fyrir alla
hjálpina. Kærustuna kvaddi
hann ekki öðruvísi en að kasta
á hana kveðjunni. Svo var
það kallað, þegar hvorki var
tekið í hendi eða kysst. Brúna-
mæðgurnar undruðust það
mikið. — Þá var víst ekki um
annað að gera en að ríða heim
að Hálsi til að fá óþreyttan
hest. Rauður var víst búinn
að fá nóg, þó að honum væri
ekki þvælt í einn túrinn enn.
Ekki yrði það viðkunnanleg-
asti þátturinn í ferðalaginu að
heilsa tengdaforeldrunum og
skýra þeim frá slysinu. En
hvað var það, sem ekki var
kveljandi leiðinlegt við þetta
allt saman?
Hermann bóndi kom bros-
leitur út, þegar hann sá að
tengdasonurinn reið í hlaðið.
„Þú ferð hratt yfir, vinur,“
sagði hann, þegar þeir höfðu
heilsast, „og ert með Rauð
Sigurfljóðar.“
Hjálmar sagði í fáum orðum
hvað fyrir hefði komið og ósk-
aði eftir að fá ólúna hesta til
að ná í lækni. Jú, þeir voru til.
Tengdamóðirin stóð inn í
göngunum og hlýddi á hrak-
farasöguna, en kom ekki út til
að fagna tengdasyninum. —
Hjálmar var fljótur að leggja
á hestana og ríða úr hlaði.
„Ósköp var þetta ólánlegt,"
sagði móðirin. „Ég veit ekki,
hvernig á því stendur, en mér
hefur alltaf fundizt að hún
myndi ekki sækja lán þarna
norður frá.“
„Ég skil nú bara ekkert í
þessu, að hún skyldi ekki geta
setið hestinn, manneskjan. En
lánlegt er ekki hægt að kalla
það,“ sagði bóndi stuttlega.
Það var stutt að ná í lækn-
inn. Um hádegi voru þeir
komnir að Hálsi. Hermann
bóndi stóð ferðbúinn á vegin-
um fyrir neðan túnið og ætl-
aði að flytja læknirinn það
sem eftir var að Brúnum, svo
að Hjálmar gæti farið að
hvíla sig. Svo klappaði hann
honum hlýlega á öxlina og
sagði karlmannlega: „Reyndu
svo að hressa þig upp, vinur,
þetta fer nú að botna, vonar
maður.“ Svo voru þeir roknir
af stað og Hjálmar stóð eftir
eins og strandaglópur, enda
var hann það í raun og veru.
Hann hafði sízt af öllu viljað
hafa viðdvöl á Hálsi, en nú
var ekki um annað að velja.
Hnakkurinn hans var á fleygi-
ferð undir sitjandanum á Her-
manni gamla, tengdaföður
hans. Ekki gat hann þó sett
kórónuna á þetta ferðalag með
því að ríða berbakt alla leið
norður að Hraunhömrum.
Nógu sögulegt yrði það samt.
Hann rölti því heim að bæn-
um sárþreyttur og grútsyfjað-
ur. Fósturdóttirin, sem hét
Helga, bar fyrir hann mat, því
að húsfreyjan var farin yfir að
Brúnum til að hugsa um dótt-
ur sína. Svo vísaði hún honum
til sængur fram í herberginu,
sem hann kannaðist vel við,
en nú var þar kalt og hrá-
slagalegt í stað ofnhitans, sem
hann hafði þá háttað í. Yfir
höfuð fannst honum heimilið
hafa breytzt svo mikið við
burtför Sigurfljóðar, að það
væri tæplega þekkjanlegt.
Svoleiðis myndi verða um
Hraunhamraheimilið. Það sigi
sjálfsagt í sömu skorðurnar og
það var áður, þegar hún væri
farin. Hann sofnaði um leið
og hann var lagztur út af og
vaknaði ekki fyrr en klukkan
átta um kvöldið. Hann klæddi
sig í snatri. Helga sagði hon-
um, að húsbóndinn væri kom-
inn heim fyrir nokkru, en ekki
vissi hún, hvar hann var.
Hann flýtti sér að finna Jarp
og hnakkinn.
„Þú verður hérna þangað til
Sigurfljóð verður orðin svo
hress, að hægt sé að flytja
hana heim? Á Brúnum er svo
þröngt, að þar geturðu ekki
gist,“ sagði Helga, sem fannst
sjálfsagt að hann gæti hvergi
verið nema í návist kærust-
unnar. Slíkt var víst alvana-
legt.
„Ég ætla mér heldur ekki
að gista þar. Það er áreiðan-
lega nógu þröngt þar,“ svaraði
Hjálmar. „Ef þú hefur þarna
heitt kaffi, skal ég þiggja einn
bolla til hressingar, áður en
ég fer.“
Hún skildi þetta svo, að
hann ætlaði að skreppa yfir að
Brúnum til að vita, hvernig
Sigurfljóð hefði það, en kæmi
svo aftur til að gista. Hún
varð því hissa, þegar hann bað
hana fyrir kæra kveðju til hús
bóndans með þakklæti fyrir
hestinn sinn.
Konan á Brúnum kom sjálf
fram í bæjardyrnar, þegar
hundurinn gaf til kynna að
gest bæri að garði. Hjálmar
þakkaði henni fyrir síðast og
spurði eftir líðan Sigurfljóðar.
„Hún hefur nú sofið nokk-
urnveginn rólega síðan lækn-
irinn fór. Sjálfsagt verið orð-
in svefnþurfi, blessuð mann-
eskjan. Móðir hennar er hérna
yfir henni, svo að það er
þröngt, en einhversstaðar
reyni ég að koma þér fyrir.
Þeir sofa þá heldur í fjósinu,
feðgarnir. Það hefur komið
fyrir áður, því að oft hafa
gist hjá mér fleiri en einn í
einu.“
„Þú ert nú búin að hafa nóg
amstur mín vegna, kona góð,
þó að þú þurfir ekki að hýsa
mig í nótt. Ég fer heim og sef
þar. Það er nógu bjart til þess.
Ég bið kærlega að heilsa í bæ-
inn.“
„Það getur þó ekki verið
meining þín að fara án þess að
kveðja þær mæðgurnar,“ sagði
konan, „nema þú þurfir nauð-
synlega heim og komir svo
fljótlega aftur? Náttúrlega
getur hvorki þú eða aðrir neitt
sérstakt gert, það veit maður.“
„Hún hugsar vel um hana,
móðirin,“ sagði Hjálmar og
flýtti sér að finna nokkra
seðla, sem rann fékk konunni.
„Þetta er allt of lítið fyrir alla
hjálpina, en ég vona, að Sigur-
fljóð bæti þér það upp síðar.“
Hann flýtti sér á bak og kall-
aði á Snata, sem gerði sig svo
heimakominn að fara alla leið
inn í baðstofu, en kom nú á
harða spretti, þegar hann
heyrði til herra síns.
„Mér finnst óskaplegt að
hugsa til þess, að þú farir einn
yfir Bungurnar, eftir það sem
vildi til síðastliðna nótt,“
heyrði hann konuna rausa
heima á hlaðinu og hún sagði
eitthvað meira, sem hann
heyrði ekki, sem betur fór.
Málgefnar manneskjur voru
honum ekki að skapi. Honum
fannst sér létta um andar-
dráttinn, þegar sveitin hvarf
í kvöldhúmið. Bara að hann
hefði aldrei stigið fæti sínum
vestur yfir þessi sýslumörk.
Það berasl fréttir
um sveitina.
Þorgeir vaknaði með seinna
móti morguninn eftir að
tengdadóttirin fór alfarin af
heimilinu. Honum hafði geng-
ið illa að sofna og draumarnir
orðið hálferfiðir. Gunnhildur
var vöknuð, en hreyfði sig
ekki. Hún bjóst við, að maður
hennar yrði ekki alls kostar
góður í skapinu eftir öll þau
ósköp, sem á höfðu gengið,
þó að hann fengi að sofa út.
Samt var það vanalegt að hann
var stilltur næsta sólarhring
eftir að hann komst í svona
mikinn ofsa. Nú losaði hann
svefninn og reis upp til að gá
til veðurs. „Það er sama blíð-
an,“ heyrði hún hann segja,
„ekki þarf að nöldra yfir því
að tíðin sé slæm,“ hélt hann
áfram. „Ertu sofandi, Gunn-
hildur?“ spurði hann í hærri
tón.
„Nei, ég vaki.“
„Ég sé ekki betur en að
Hjálmar hafi ekki hreyft rúm-
ið í nótt. Hvar skyldi hann
vera?“ spurði Hjálmar.
„Hann sagðist ætla að sofa
frammi. Ég býst við, að hon-
um hafi fundizt vera búið að
tala nóg og hafi ekki kært sig
um að lengja svo óviðkunnan-
legar samræður," anzaði hún.
„Það er meiri andskotans
armæðan,“ sagði hann í hálf-
um hljóðum. Svo klæddi hann
sig þegjandi.
Gunnhildur klæddi sig ekki
fyrr en hann var farinn fram.
Hún breiddi sængina vel ofan
á vangann á tengdamömmu
gömlu, sem var sofandi. Síð-
an fór hún fram í búrið. Það
lagði móti henni þægilegan
ilm af kaffinu, sem Valka var
nýbúin að laga. Sigga tók
brunnar flögurnar og bar þær
inn í ofninn í baðstofunni.
„Það er nú alveg frostlaust
veður núna, næstum óþarfi að
leggja í,“ sagði Gunnhildur.
„Þetta eru svoddan ósköp, sem
eyðist af eldiviðnum í vetur.“
„Sigurfljóð bað okkur að
gleyma ekki að leggja í ofn-
inn, meðan hún væri í burtu,“
sagði Sigga.
„Væri í burtu?“ tók Gunn-
hildur upp eftir henni. „Sagði
hún það?“
„Svo tók ég eftir.“
„Jæja, þá henni veitir lík-
lega ekki af ylnum, gömlu kon
unni,“ sagði Gunnhildur. „Hún
var ósköp hlý við hana, hún
Sigurfljóð, eins og við alla —
víst var hún það, aumingja
konan,“ bætti hún við og hellti
kaffi í bolla handa Sólveigu
gömlu og fór með það til henn-
ar, áður en hún smakkaði
sjálf á innihaldi könnunnar.
Þegar hún kom fram aftur,
voru stúlkurnar famar í fjós-
ið, en Þorgeir sat við borðið
og beið eftir kaffinu.
„Hjálmar er ekki í stofunni
— samt hefur hann víst hátt-
að þar. Og Jarpur er farinn úr
hesthúsinu,“ sagði hann, þeg-
ar hann var byrjaður að
drekka kaffið. „Hvert skyldi
hann eiginlega hafa þeytzt um
hánótt?“ Hann glotti háðslega
og bætti við: „Það er nú svo
sem ekki á einum stað að níð-
ast fyrir þeim manni. Fyrst er
nú að elta Sigurfljóð vestur
að Hálsi, þar næst að koma að
Brekku og fá í staupinu hjá
Bjarna — og svo það, sem ekki
er það lakasta, að fara austur
að Heiðargörðum. Þangað býst
ég við, að hann yrði einna
hælavakrastur.“
„Mér finnst það ekki vera
til þess að hlæja að þessari
armæðu, sem yfir mann dyn-
ur,“ andvarpaði Gunnhildur.
„Það var nú meiri bölvaður
ofsinn í manneskjunni. Það
var ómögulegt að mæla hana
máli,“ sagði hann.
„Hún er víst skapstór,"
sagði Gunnhildur.
„Það er víst óhætt að nefna
það því nafni,“ sagði Þorgeir.
Asgeirson Paints & Wallpapers
Ltd.
BUILDING MATERIALS
696 Sargenl Avenue
Winnipeg 3. Maniioba
• All types of Plywood
• Pre-finish doors and
windows
• Aluminum combination
doors
• Sashless Units
• Formica
• Arborite
• Tile Boards
• Hard Boards etc.
• Table Legs
Phones
SU 35-967 SU 34-322
FREE DELIVERY
/