Lögberg-Heimskringla - 27.10.1966, Blaðsíða 7

Lögberg-Heimskringla - 27.10.1966, Blaðsíða 7
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 27. OKTÓBER 1966 7 Rannsakar alferli flugna Framhald írá bls. 1. — Já, ég nam við listahá- skólann í Winnipeg og kenni nú leirkerasmíði við gagn- fræðaskóla í Manitoba. — Ég átti til dæmis verk á heims- sýningunni í New York árið 1939, en það er nú svo langt síðan. Svo var ég við nám í hörpuleik í eitt ár í Englandi. — Hefur ekkert barnanna erft listgáfu yðar? — Elzta dóttir okkar, Sig- rid, sem er 18 ára, hefur um fjögurra ára skeið stundað söngnám hjá vestur-íslenzkri söngkonu, Elmu Gíslason, og þykir mjög efnileg. — Hefur hún oftsinnis komið fram bæði í sjónvarpi og útvarpi og sungið þá þjóðlög, annars syngur hún alltaf sígild verk í skólanum. — Nú fyrir skemmstu sigraði hún í söng- keppni, sem gagnfræðaskólar tveggja borga í Manitoba efndu til. Undirleikarinn hjá henni var vestur-íslenzkur piltur, sem stundar píanónám í Winnipeg. — Hafið þér ferðazt eitthvað um landið? — Við erum búin að sækja heim æskuslóðir foreldra okk- ar, Ólafsvík, Stykkishólm og Akranes, og ýmsa aðra staði bæði á Suður- og Vesturlandi. — Og hvernig líkar ykkur hérna? — Hér er alveg eins og við séum heima hjá okkur. Land- ið er svo fallegt og allir hafa tekið ökkur opnum örmum. Maturinn er svipaður og heima. Ég hef nefnilega alltaf reynt að hafa hann eins ís- lenzkan og tök eru á og t. d. alltaf búið tli slátur. — Harðfiskurinn er beztur, skýtur nú Pétur litli inn í, 10 ára sonur hjónanna. — Já, við ætlum að fara með harðfiskinn til Winnipeg eins og hvert annað sælgæti, segir frú Mildred að lokum. Morgunbl. 27. ágúst. Frá Sameinuðu þjóðunum Framhald af bls. 4. verið að gera tilraunir með sólfylgjur. * * * Fæst eining? Þriðja mikilsverða atriðið í þessu sambandi er spurningin um, hvaða afstöðu lönd eins og t. d. Sovétríkin, Kína, Norður-Kórea og Norður-Viet- Nam muni taka. Þau fram- leiða öll ópíum eða lyf, sem unnin eru úr ópíum. — Árið 1964 voru Sovétríkin annar mesti ópíum-framleiðandi í heiminum með um 20 af hundraði heildarframleiðsl- unnar, en Indland framleiddi 69 af hundraði og Tyrkland 9 af hundraði alls ópíums í heiminum. í skýrslunni er vísað til til- lögu, sem lögð var fyrir eitur- lyfjanefnd Sameinuðu þjóð- anna síðast þegar hún kom saman og var þess efnis, að framkvæmdastjóri samtak- anna sendi fyrirspurn til að- ildarríkjanna um ópíumfram- leiðslu þeirra. í skýrslunni er gengið lengra og lagt til, að fyrirspurnin taki líka til ann- arra eiturlyfja og lyfja úr gerviefnum, jafnframt því sem málin verði enn betur skýrð með fyrirspurn frá Al- þj óðaheilbrigðismálastofnun- inni (WHO). TVÖFALDIÐ PENINGA YÐAR MEÐ Canada Savings Bonds Centennial Series Cenntennial Series Canada Savings Bonds bjóða hærri vexti en nokkurntíma áður — 5.48% á ári, ef þau eru geymd þar til þau falla í gjalddaga. Árlegir vextir af hinum nýju Bonds eru 5% fyrir fyrstu fjögur árin; 5V2 % fyrir hvert ár næstu þrjú árin; 5% % fyrir þar næsta ár og 6% fyrir síðustu fimm árin — alls $72.25 í vöxtum af hverju $100 Bond. Og í fyrsta sinni hafið þér völ á rentu- rentum. Til að færa yður það fullkomlega í nyt, skulið þér ekki taka hina árlegu vexti fyrr en 1. nóv. 1979, og þá munu rentur af rentunum nema $27.75 að auki á hverju $100 Bond. Að öllu samanlögðu verður þá upphæð vaxta $100 á hverju $100 Bond. Er þetta viss og öruggur vegur til sparnaðar. Tvö- faldið peninga yðar með Canada Savings Centennial Bonds. Þessi útgáfa hefur til að bera hina venjulegu kosti, sem gera Canada Savings Bonds vinsælasta sparnnaðarfyrirtækið í Canada. Það er enn auðvelt að kaupa þau fyrir borgun út í hönd eða með afborgunum á vinnustað yðar eða banka. Þér getið keypt fyrir aðeins $50 eða allt upp í $10,000. Hver einstakur íbúi Canada má kaupa upp að þessu takmarki; það geta einnig erfðabú. Það er auðvelt að skipta þeim, hvenær sem er og í hvaða banka sem er, fyrir fullvirði og allra vaxta. Fyllið aðeins út eyðublaðið, sem er áfast við verðbréfið og afhendið bankanum, óg þér fáið pen- inga yðar samstundis. Og nú eru þau betri en nokkru sinni áður vegna hæstu rentu-afborgana og renturentna. Tvöfaldið peninga yðar með Canada Savings Bonds Centennial Series.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.