Lögberg-Heimskringla

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 1967næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627281234
    567891011

Lögberg-Heimskringla - 16.02.1967, Blaðsíða 1

Lögberg-Heimskringla - 16.02.1967, Blaðsíða 1
Högber g - J)etmsímngla Stofnað 14. jan. 1888 Stofnað 9. sept. 1886 £1. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 16. FEBRÚAR 1967 . NÚMER 7 Þjóðhöfðingjar heimsækja Canada Fró Ríkisút-varpi íslands Þjóðræknismessa í sambandi við hundrað ára afmæli Fylkjasambands Ca- nada hefir stjórn landsins boð- ið hingað mörgum þjóðhöfð- ingjum. Nýlega hefir verið tilkynnt, að Hennar Hátign Elizabeth Gera ráð fyrir að frumsýna — Tilgangurinn með stofn- un óperuflokksins er fyrst og fremst sá að reyna að sanna að slíkt eigi rétt á sér hér- lendis og að gefa söngvurum okkar verkefni og þjálfun allt árið, sagði Ragnar Björnsson á fundi, sem hann ásamt tíu óperusöngvurum b o ð u ð u fréttamenn á í gær. Ragnar sag|5i, að forsaga stofnunar óperusöngflokksins væri sú, að í fyrravetur, er hann. dvaldi í Þýzkalandi, hefðu þeir Jón Sigurbjörnsson hafið bréfaviðskipti og fjallað um möguleika á að koma á fót óperustarfsemi hérlendis. — 1 framhaldi af þessum bréfavið- skiptum hefðu svo átta óperu- söngvarar komið til fundar í Reykjavík í maí síðastliðnum. Þessir söngvarar voru auk Jóns þau Guðrún Á. Símonar, Sigurveig Hjaltested, Svala Nielsen, Þuríður Pálsdóttir, Guðmundur Guðjónsson, Er- lingur Vigfússon og Kristinn Hallsson. Síðar höfðu svo bætzt í hópinn þau Hanna Bjarnadóttir, Eygló Viktors- dóttir og Magnús Jónsson. Strax eftir fundinn í vor hefði svo verið hafizt handa og byrjað á því að þýða óper- ur. Ætlunin hefði verið að frumsýna fyrstu óperuna fyrr, en ópera Þjóðleikhússins, Martha, hefði sett nokkurt strik í reikninginn. Nú stæðu málin þannig, að væntanlega yrði fyrsta sýningin í marz og II, drottning Canada og brezku samveldislandanna, hafi þeg- ið boðið og muni hún koma ásamt manni sínum, hertogan- um af Edinburgh, á fimmtu- daginn 29. júní og dvelja þau hér í landi fram á miðviku- dagskveld, 5. júlí Hún mun ávarpa sameinað þing í Ott- awa á þjóðhátíðardaginn, 1. júlí, og einum degi, 3. júlí, munu þau verja til að skoða heimssýninguna í Montreal, Expo 67. Eins og áður hefir verið skýrt frá hér í blaðinu, hefir hr. Ásgeir Ásgeirsson, forseti íslands, þegið boð Canada- stjórnar og Vanier landstjóra, að heimsækja Canada á þessu merkisári í sögu landsins. — Hann mun kom til Ottawa 11. júlí og á heimssýninguna í Montreal 13. júlí. — Forsetinn hefir og þegið boð Islendinga- dagsnefndarinnar og mun flytja minni íslands á íslend- ingadeginum á Gimli mánu- daginn 31. júlí 1967. fyrstu óperuna í marz næstk. verður þá sýnd óperan Ástar- drykkurinn eftir Donizetti. — Það er Guðmundur Sigurðs- son, sem þýðir óperuna, Gísli Alfreðsson verður . leikstjóri, Baltazar teiknar leiktjöld og einsöngvarar verða þau Hanna Bjarnadóttir, Eygló Viktors- dóttir, Kristinn Hallsson, Jón Sigurbjörnsson og Magnús Jónsson. Sagði Ragnar, að áherzla yrði lögð á það að syngja allar þær óperur, er teknar yrðu til sýninga, á íslenzku og að hafa íslenzkan leikstjóra. Ætlunin væri ennfremur að hafa fleiri en eina óperu í takinu í einu og væri nú ver- ið að þýða fimm óperur, bæði einþáttunga og heilskvölds- óperur. Reynt yrði að hafa starfið á sem breiðustum grundvelli og gefa sem flest- um óperusöngvurum tækifæri. Sagði Ragnar, að áberandi væri, hversu fáir íslendingar færu út f söngnám, en kvaðst vona, að stofnun óperuflokks- ins mundi örva menn til að söngmennta sig, þar sem hér- lendis væri óvenjumikið um söngvaraefni. Ragnar sagði, að ætlunin væri að bera starfið uppi fjár- hagslega með því að safna styrktarféiögum í Reykjavík og nágrenni og kvaðst vona, að fólk sýndi málinu áhuga og stuðning. Starfsemi sem þessi væri mjög kostnaðar- söm og yrði ekki til að byrja 5. febrúar 1967. Bæjarsijórn Hafnarf jarðar hefur samþykkt að beita sér fyrir stofnun útgerðarfélags til að kaupa skuttogara eða annað skip, sem afli hráefnis fyrir fiskiðjuver Bæjarútgerð- arinnar. Þá hefur borizt til- boð frá Ross-útgerðarfélaginu brezka í Hafnarfjarðartogar- ann Maí að upphæð 175 þús- und sterlingspund, eða 21 milljón íslenzkra króna. Bæj- arstjórinn gerði Ross gagntil- boð að upphæð 27 milljónir króna með fyrirvara um sam- þykki útgerðarráðs og bæjar- stjórnar. Maí hefur verið eitt mesta aflaskip íslenzka tog- araflotans, en samt hefur ver- ið mikið tap á rekstri hans. * * * Á síðasta ári var unnið að hafnargerðum á um 40 stöðum á landinu. 1 landshöfnum var unnið fyrir um 27 milljónir króna og til dráttarbrauta var var nær 15 milljónum. * * * 1 tilefni 100 ára afmælis Iðnaðarmannafélags Reykja- víkur í vikunni afhenti félag- ið borgarstjórn Reykjavikur skrautgrip, sem nefnd hefur verið borgarstjórakeðja. * * * Á síðasta ári námu útgjöld vegasjóðs, að meðtöldum lán- um, 340 milljónum króna. * * * Smíði Norræna hússins í Reykjavík miðar vel áfram, en það á að vera fullsmíðað vorið 1968. * * * Þór Vilhjálmsson borgar- dómari hefur verið skipaður prófessor í lagadeild Háskóla Islands. * * * Meðalhiti í Reykjavík í jan. var 1.6 stig, sem er tveimur með hægt að hafa hljómsveit á óperusýningum, en þess í stað yrðu notaðir tveir flyglar og yrðu undirleikarar í fyrstu óperunni þau Guðrún Krist- insdóttir og Ólafur Vignir Al- bertsson. Þá sagði Ragnar, að erfið- leikar hefðu verið miklir að fá húsnæði fyrir æfingar og sýningar. — Yrði starfsemin fyrst að minnsta kosti í Tjarn- arbæ. Óperuflokkurinn gerir ráð fyrir því, að hafa sýning- ar tvisvar í viku. Ennfremur er ráðgert að ferðast út um land með óperur, og sögðu þeir Ragnar og Jón, að menntamálaráðherra, er sýnt hefði málinu mikinn áhuga og stuðning, hefði lagt áherzlu á að af því gæti orðið. Morgunbl., 25. jan. stigum hlýrra en , meðalár- ferði. * * * Dr. James Watl, varaland- læknir Bandaríkjanna og for- maður framkvæmdanefndar alþjóða heilbrigðismálastofn- unarinnar kom í heimsókn til Reykjavíkur í vikunni. Erindi hans var meðal annars að kynna sér berklavarnir hér á landi. ❖ * * Múrarfélag Reykjavíkur átti fimmtíu ára afmæli á fimmtudag. 11 af stofnendum félagsins eru á lífi; voru þeir heiðraðir með gullmerki fé- lagsins. 1 tilefni afmælisins er komið út Múrartal og stein- smiða. Félagar í Múrarafélagi Reykjavíkur eru 279. ♦ * * ' Fimm efstu menn á lista Framsóknarflokksins í Norð- urlandskjördæmi vestra eru: alþingismennirnir Skúli Guð- mundsson, Ólafur Jóhannes- son og Björn Pálsson, Jón Kjartansson forstjóri og Magnús Gíslason bóndi. * * * Jón Jónsson fiskifræðingur, forstöðumaður Hafrannsókna- stofnunarinnar, hefur verið skipaður í alþjóðanefnd Sam- einuðu þjóðanna, sem á að gera vísindajega könnun á auðæfum hafsins á sem breið- ustum grundvelli. * * * Lokið er fyrstu alvinnuleys- isskráningu í Reykjavík á þessu ári. Enginn lét skrá sig atvinnulausan. Hefur enginn verið skráður atvinnulaus í borginni í tvö ár. * * * Hrein eign Búnðarbanka ís- lands var við áramót 176,1 milljón króna. Starfsemi allra deilda bankans jókst mikið á árinu. Bankinn starfrækir 5 útibú í Reykjavík og 7 úti á landi. ❖ * >1* Loflleiðir hafa opnað nýja söluskrifstofu í Reykjavík og verður það aðalfarmiðasala félagsins í borginni. Forráða- menn félagsins telja tímabært að festa kaup á þotu árið 1970, að öllu óbreyttu. — Cloud- mastervélar félagsins eru til sölu og hafa tilboð borizt í þær. * * * Á sunnudaginn var úthlut- uðu bókmenntagagnrýnendur dagblaðanna í fyrsta sinn verðlaunum sínum fyrir beztu bókinu á árinu 1966, og hlaut þau Snorri Hjarlarson skáld fyrir ljóðabókina Lauf og stjörnur. Framhald á bls. 8. íslenzk guðsþjónusta fer fram í Fyrstu lútersku kirkju á sunnudagskvöldið 26 febr. næstk. kl. 7. Dr. Richard Beck flytur erindi, sem hann nefn- ir Kirkja vors Guðs er gamall hús. Forseti Þjóðræknisfélags- ins verður viðstaddur og tek- ur þátt í þessari athöfn. — Kaffiveitingar eftir messu í samkomusal kirkjunnar. Allir eru að sjálfsögðu boðnir og velkomnir. Veit ekki að hann dó — hafði verið látinn í 90 mínútur. Southport, Englandi, 28. janúar — AP. Tveir læknar við sjúkrahús- ið í Southport náðu að lífga mann við, eftir að hann hafði verið „dáinn“ í 90 mínútur. Samkvæmt frásögn brezka læknafélagsins er þetta lengsti „dauði“ af eðlilegum ástæð- um, sem nokkur maður hefur lifað af í Bretlandi. Maðurinn, sem er 53 ára gamall bókari, fékk hjarta- slag, eftir að gerð hafði verið á honum skurðaðgerð á öðru sjúkrahúsi. Eftir að klukku- stund var liðinn frá því að lífgunartilraunir á honum höfðu hafizt, varð enn ekki vart við merki þess, að hjarta hans væri tekið að slá að nýju, en er liðnar voru 90 mínútur, byrjaði hjartað að slá og öndun hófst aftur. Hefur annar læknanna, ef stunda manninn, skýrt frá því að manninum sé tekið að batna og líði honum nú miklu betur. Ef heilsa hans batnaði áfram með sama hætti og nú, mundi hann geta farið heim til fjölskyldu sinnar eftir um það bil tvær vikur. — Nafni mannsins hefur verið haldið leyndu, vegna þess, að eins og annar læknanna komst að orði, „hann veit ekki, að hann dó.“ Morgunbl., 29. jan. 1967. íslenzkur óperuflokkur /

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað: 7. tölublað (16.02.1967)
https://timarit.is/issue/163531

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

7. tölublað (16.02.1967)

Aðgerðir: