Lögberg-Heimskringla

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 1967næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627281234
    567891011

Lögberg-Heimskringla - 16.02.1967, Blaðsíða 2

Lögberg-Heimskringla - 16.02.1967, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 16. FEBRÚAR 1967 Una Friðný Pólsson 30. oklóber 1831 — 16. desember 1966. Kveðjumál, fluil að Geysis-kirkju 20. desember 1966. „Ég heyrði rödd af himni, sem sagði: Sælir eru þeir, sem í Drottni deyja, þeir skulu fá hvíld frá erfiði sínu, — verk þeirra fylgja þeim.“ Opinb. 13:14. Kæru kristnu vinir! Vér eigum hér samfund til þess að veita þessari látnu systur, Unu Friðný Pálsson, hina síðustu þjónustu, sem kristin kirkja getur veitt, að kveðja hana, þakka henni fyr- ir dagsverkið, og flytja síðan lík hennar til legstaðarins, hinzta geymslustaðar dauð- legra leifa framliðinna, þar sem allur mannamunur, met- orð og miskliður er að engu orðinn, þar sem friður og ró- semi hvíla yfir moldum Guðs barna. Þessi athöfn fyllir hugi vora viðkvæmni og helgri al- vöru. Þess vegna hefi ég valið mér að umtalsefni orð úr helgri bók, sem tala huggunar- orð til vor á reynslustund. Ég heyrði rödd, segir hinn helgi höfundur í tilfærðum texta. Það heyrast vissulega margar raddir á vorum dög- um. Eitt af því, sem einkennir þessa samtíð, er mikill hávaði og orðaflaumur úr ýmsum átt- um. Hagsmunaraddirnar eru háværastar. Alltaf er verið að auglýsa í blöðum, útvarpi og sjónvarpi. Menn hrópa hástöf- um: Kauptu mínar vörur. Gakktu í minn flokk. En í dag . stendur öðruvísi á. Þær radd- ir, sem berast oss í dag, eru ekki að hrópa um markaðs- vöru. Þær raddir, sem við heyrum í dag á þessum stað, er samstilli rödd samferða- manna hinnar látnu, samstillt í söknuði og einlægri þökk. Hér á við hin alkunna ljóð- lína: Margs er hér að minnast, margt er hér að þakka, Guði sé lof fyrir liðna tíð. . . . Það er heldur ekki undarlegt. Þessi kona ól allan sinn aldur í þessari sveit. Hún fæddist hér, hún ólst hér upp, hún giftist hér, hér fæddi hún börn sín og ól þau upp, hér háði hún baráttu frumherjans við hlið eiginmannsins með þeim ár- angri, sem yður er öllum kunnur. Hennar er getið í landnáms- sögu þessarar sveitar fyrir 32 árum sem tengdadóttur Páls Halldórssonar, og er þar sagt um hana, að hún sé „hin mesta ágætiskona". Það virð- ist Ijóst af hinum mikla mann- fjölda, sem hér er saman kom- inn til að votta hinni fram- liðnu virðingu sína, að þessi orðrómur hafi ekki breytzt umliðin þrjátíu ár; að dómi samferðamanna sinna er hún enn hin mesta ágætiskona, sem byggðin öll kveður nú með virðingu og þökk fyrir líf hennar og starf. Rödd endurminninganna tal- ar einnig til vor í dag. Eins og að líkum lætur, er sú rödd einna skýrust í hug og hjarta eiginmannsins, Jóns Pálsson- ar, sem nú kveður eiginkonu sína eftir fimmtíu og þriggja ára sambúð og samstarf. Þau voru gift 8. maí 1913. Hálf öld virðist langur tími, þegar horft er fram á veginn. Þau hafa starfað mikið á þessu tímabili, og oft hefir vindur- inn verið í fangið. Þau hafa átt sameiginlegar sorgir og sigra. Mér er tjáð, að sambúð þeirra hafi verið ástrík og innileg. Hefi ég ekki oft heyrt annan vitnisburð fegurri en þann, sem Jón gaf konu sinni heima hjá mér fyrir nokkrum dögum, er við áttum tal saman um þessa athöfn, sem nú er að fara hér fram. Hann sagði um hana: „Hún var frábær kona og móðir, dugleg, reglu- söm og orðheldin." Mun hann telja það mestu giftu ævi sinn- ar að hafa átt tryggð svo traustrar konu. Þá er rödd minninganna mjög ákveðin í hjörtum barna hinnar látnu. Það gilti einu þó að þau væri fyrir löngu komin af barns- aldri, og sjálf gift og foreldr- ar; þau voru samt börnin hennar og hún lét sér ekkert óviðkomandi, sem þau snerti. Og þau endurguldu kærleik hennar með umhyggjusemi og ástúð. Bömin eru Lilja, Mrs. Martin að Hnausa, Man.; Sig- rún í Winnipeg, og synirnir, Jóhannes, Páll og Valdimar að Geysi, Man. Einnig lætur hún eftir sig tvær systur: Rúnu Jónasson og Mrs. Ruby Jóhannson; einn bróðir, Valda Jónasson, og þrettán barna- börn og eitt barna-barna- barn. Nú á síðari árum hefir börnum Unu vafalaust oft ver- ið innanbrjósts eins og skáld- inu, sem kvað um lasburða móður sína: Mamma ætlar að sofna, mamma er svo þreytt, — sumir eiga sorgir, sem svefninn getur eytt. Sumir eiga sorgir og sumir eiga þrá, sem aðeins í draumheimum uppfyllast má. Er ættbálkur þessarar látnu konu minnist hennar nú,renna að sjálfsögðu fjölmargar mynd ir upp á tjald hugans, flestar Ijúfar, sumar sárar. Sáru minningarnar munu einkum standa í sambandi við hnign- andi heilsu hennar, og mann- legan vanmátt til að stemma stigu fyrir hrörnun líkamans. En Guð hefir búið þessi örlög öllu holdi, og hvernig ættum vér að rísa gegn ákvörðun hins hæsta. En allir munu ástvinir hennar fegins hugar vilja taka undir bæn skálds- ins, er hann segir: Guð blessi þig, móðir, í gleði og þraut, og geislar frá himinsins stjörnubraut, þér lýsi um ókomnu árin. Og sál þín gleðjist við hjarta hans, vors hjartkæra góða frelsarans, sem skilur bezt tregann og tárin. Ég heyrði rödd af himni . . . Það er vissulega mikils um vert fyrir fjölskylduna, sem hér á hlut að máli, og oss öll, að hlusta á samstilltar raddir byggðarfólksins hér í dag, og rifja upp raddir endurminn- inganna, en sú rödd, sem oss ber þó helzt að leggja eyrun við, er röddin, sem kemur af himni, röddin af hæðum, sem færir oss fréttir af framliðn- um. Hver er sá, sem ekki vill fá fréttir af framliðnum? Slík- ar fréttir eru oss ávallt kær- komnar, bæði vegna sjálfra vor og einnig vegna þeirra, sem á undan oss eru gengnir yfir móðuna miklu. Vér vitum það eitt með vissu um fram- tíðina, að vér hljótum öll að enda skeiðið á einn veg, að vér verðum öll að ganga inn um þetta hlið. Hvers er þá að vænta? Hvað tekur þá við? Ekki neitt, segja sumir. Allt er þá búið, segja aðrir. Eilífur svefn, tilveruleysi, segja enn aðrir. Röddin af himnum, sem oss berst í orði Drottins í dag, tekur af skarið í þessu efni og gefur eins Ijóst og jákvætt svar og hugsazt getur. Hér eru tekin af öll tvímæli um fram- hald lífsins út yfir gröf og dauða. „Sælir eru þeir, sem í Drottni deyja. Það er engin sæla fólgin í því að sofa meðvitundar- lausum dauðasvefni. Það er engin sæla fólgin í því að vera þurrkaður út úr tilverunni, eins og maður hafi aldrei ver- ið til. Kenningunni um sálar- leysi og sálarsvefn er vísað út um vizkunnar dyr. Guð lætur ekki að sér hæða. Hann hefir leitt í ljós lífið og ódauðleik- ann, og hann gefur fyrirheit um eilífa sælu, og gefur um leið til kynna í hverju hún er fólgin. „Þeir skulu fá hvíld frá erf- iði sínu." — Allir þeir, sem staðið hafa við stritvinnu, sumarlangan daginn, vita, að verkamaðurinn verður kvöld- inu feginn. Hiti og þungi dags- ins hafa verið lamandi, en loks Iækkar sól, og skuggarnir lengjast. Dagur líður að kvöldi og verkamaðurinn snýr heim á leið. — Það var fyrir löngu ljóst, að þessi kona var hvíld- ar þurfi. Hún hafði lagt sig alla fram, fórnað öllu í þágu heimilis síns og sveitarfélags. Það var því kominn tími til fyrir hana að taka á sig náðir. Dauði, hversu kært er kall þitt, þeim sem á bágt og brest- ur þrótt, þeim er örvæntir og finnst fokið í skjólin. Herra víngarðsins kvaddi hana heim, að loknu lofsverðu dagsverki. „ . . . verk þeirra fylgja þeim." Ekki ber að skilja það svo, að verkin ein verði oss til rétftlætingar fyrir guði. En samt eru þau nauðsynleg og ómissandi siem vitnisburður um, og ávöxtur af, trú krist- ins manns. En það er meðvit- undin um að hafa starfað samkvæmt Guðs vilja og ver- ið köllun sinni trúr, sem fylg- ir oss út yfir gröf og dauða, svo að vér getum mætt eilífð- inni með góðri samvizku. — Hverjum þeim, sem í heimi dvelur, eru gefnir vissir hæfi- leikar, tími og tækifæri til þess að vinna sjálfum sér til gagns, samferðamönnunum til blessunar og Guði til dýrð- ar. Minningin um það, hvern- ig vér höfum farið með lífið, fer með oss yfir í eilífðina. Verk þessarar konu lifa ekki aðeins í minningu hennar sjálfrar og ættmenna hennar; þau lifa einnig í endurminn- ingum þessa sveitarfélags. — Hún starfaði lengi og dyggi- lega í kvenfélagi safnaðarins hér, einkum fyrr á árum. — Stuðlaði sá félagsskapur dyggilega að því að byggja og borga fyrir þessa kirkju. Það fer því einkar vel á því, að Edmonton. 16. ágúst. Ég sé að ég hefi endað síð- asta bréf á mánudag, en þann dag fóru Sumarlidason’s hjón með mig að skoða borgina; m. a. ráðhúsið, það er nýlegt, og er allmikil útsýn yfir borgina af þaki þess. Við komum líka á skemmtistað fyrir börn, heitir það „Storyland“. Daginn eftir fórum við til „Alberta Game Farm“; það er dýragarð ur skammt frá borginni. Þar sá ég margar dýrategundir, sem ég hafði ekki séð áður, og sumar sjaldgæfar, t. d. hesta- tegund frá Asíu, sem er ó- mögulegt að temja. — Mér fannst mest til um tígrisdýr- in, af þeim dýrum sem ég sá. Páfuglarnir voru að fella fjaðrir og vildu ekki breiða út stélin sín. Islenzk kona, Mrs. Thora Orr, var með okkur í þessari ferð, og hjá henni borðuðum við. Maður hennar er dáinn. Hann var systursonur Hnausa bræðra í Nýja-íslandi. Seinna um daginn sýndi Mrs. Sumar- lidason mér Northern Alberta Jubilee Auditorium, en það er hljómleikahús rétt hjá há- skólahverfinu. Er það hið ágæt asta hús og tekur 3000 áheyr- endur í sæti, að mig minnir. Edmontonbúar hafa verið svo heppnir að fá til sín frægan enskan hljómsveitarstjóra. Er hann nú að byggja upp ágæta simfóníuhljómsveit. — Einnig koma þarna frægir listamenn úr flestum löndum heims. Um kvöldið buðu okkur heim Mr. Walter Arason og kona hans Beulah. Þau hjón þessi kveðjuathöfn fari hér fram, einmitt í þessu musteri, sem vér vonum að muni lengi standa sem óbrotlegur minnis- varði um trúmennsku henn- ar, sem hér er kvödd, og ann- arra kristinna kvenna, sem starfað hafa í anda Jesú Krists á þessum slóðum. ,Ég heyrði rödd af himni, sem sagði . . Að lokum leyfi ég mér að minna yður, syrgjandi vinir, og aðra viðstadda, á orð Drottins Jesú, sem lesin voru frá altarinu við upphaf þess- arar athafnar. Hann bregzt aldrei, og orð hans eru ávallt sönn. Hann segir nú við yður: Hjarta yðar skelfist ekki. í húsi föður míns eru mörg hí- býli; ég fer og bý yður stað. Ég lifi og þér munuð lifa. Ver- ið óhræddir. Sjá, ég boða yður mikinn fögnuð. Vér felum ást- vini vora, lífs og liðna, forsjá hans; hann helgar mannlegt líf með áhrifum sínum og anda, og hann leiðir í ljós þann dásamlega sannleika, að lífið allt er í hendi Guðs, og að það er í innsta eðli sínu sigur og guðleg náð, að það er einmitt í dauðanum að vér göngum fram til lífsins. — Valdimar J. Eylands. Birt skv. tilmælum fjölskyldunnar eru mjög alúðleg og gott að vera í návist þeirra. Mr. Ara- son er forseti „Norðurljóss“. Þangað komu einnig Mr. Leif- ur T. Oddson, fyrrv. forseti, glaðvær maður og flugmælsk- ur, og hin fagra Lucille, kona hans, frönsk í föðurætt, en á sænska móður. Báðar þessar konur virðast hafa sagt við menn sína: „Þín þjóð er mín þjóð,“ því að þær vinna af miklum dugnaði að málefnum þjóðræknisdeildarinnar. Á miðvikudaginn höfðu Mr. og Mrs. Alex Mitchell (hún íslenzk, en hann skozkur) boð- ið okkur í mat í einhverju fínu veitingahúsi utan við borgina, en þá var ég orðin lasin og gat ekki farið. Lá í rúminu á miðvikudag og fimmtudag, en á föstudag fór Mrs. Sumarlidason með mig til læknis. Hann lét mig hafa penicillin, sem reyndist gagns- laust. Á laugardag skoðaði ég samkomuhús, sem Norður- landabúar eiga hér, „Scandi- navian Centre“. Er umsjónar- maður þess danskur, en Norð- menn eru þarna fjölmennast- ir. Herbergi Norðmanna og Dana eru fullbúin, en ekki það íslenzka. Um það sænska og finnska vissi ég ekki. Þetta er prýðilegasta hús, en að sjálf- sögðu í allmikilli skuld enn- þá. Síðdegis á sunnudag fóru þau gestgjafar mínir með mig í skemmtigarð einn við North- Saskatchewan-River. Þar er elzta hús borgarinnar, byggt 1874, að sjálfsögðu bjálkahús. Framhald á hls. 3, Ferðasaga Solveigar Guðmundsdóttur

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað: 7. tölublað (16.02.1967)
https://timarit.is/issue/163531

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

7. tölublað (16.02.1967)

Aðgerðir: