Lögberg-Heimskringla - 16.02.1967, Blaðsíða 4

Lögberg-Heimskringla - 16.02.1967, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, EIMMTUDAGINN 16. EEBRÚAR 1967 Lögberg-Heimskringla Published every Thunday by NORTH AMERICAN PUBLISHING CO. LTD. Printed by WALLINGFORD PRESS LTD. 303 Kennedy Street, Winnipeg i, Man. Edilor and Businesa Manageu INGIBJÖRG JÓNSSON Boord of Directors' Executivo Committoe President, Grettir Eooertson; Vice-President, S. Aleck Thorarinson; Secretory, Dr. L. SiQGrdson; Treasurer, K. Wilhelm Johannson. EDITORIAL BOARD Winnipag: Prof. Horoldur Bniwson, choirmon; Dr. P. H. T Thorlokson Dr. Valdimor J. Eylonds, Caroline Gunnorsson, Dr. Thorvoldur Johnson, Rev. PhiUP M. Petursson. Vnncouver: Dr. S. E. Bjornsson, Gudloua Johonnesson, Bogi Biornoson. Loe Ajifleles: Skuli G. Biornoson. Minneepolu: Hon. Voldimar Bjorn- •on. Grnnd Forks: Dr. Richord Beck. Icelond: Biroir Thorlocius, Steindor Stein- dorsson, Rev. Robert Jock. London: Dr. Korl Strond. Subieription *S.OO por yoar—payabl* in adranc*. TELEPHONE WH. 3-9931 Authorízed o« second class moll by the Post Officn Deportment, Ottowo, and for poyment of Postoge in cash. Örnefni og norræn sagnfræði Málfræðingar nota oft staðanöfn og önnur örnefni (svo sem nöfn á þorpum, skógum, vötnum o. s. frv.) til að varpa ljósi á þau tímabil þegar nöfnin urðu til. Norski málfræðing- urinn Magnús Ólsen, sem andaðist árið 1963, hefur notað þessa aðferð í rannsóknum viðvíkjandi forsögu norðurlanda- þjóðanna, og hafa nú margar ritgerðir hans um fornöld Norðurlanda verið þýddar á íslenzku í bókinni Þaettir um líf og Ijóð norrænna manna í fornöld, sem gefin var út af Hinu íslenzka bókmenntafélagi árið 1963. Margar þessara ritgerða eru ágæt sýnishorn þess hverju málfræðin getur orkað til útskýringa á fornum lifnaðarháttum. ísland byggðist svo seint, að flest örnefni þar eru skýran- leg. Bæir voru þá oft nefndir -staðir og kenndir við ein- staklinginn sem fyrstur byggði bæinn, eins og t. d. Eiríks- staðir, Einarsstaðir gefa til kynna. Þessi samsetning er frá víkingaöld og yngri og sýnir, að bústaðurinn var þá eign einstaklings og fjölskyldu hans. Slík bæjarnöfn voru þá jafntíð í Noregi og á íslandi, en í Noregi hafa fundizt um 2500 slík nöfn. Álíka mörg en mikið eldri eru -land nöfnin sem virðast vera frá þjóðflutningatímunum — um 400—600 e. Kr., þegar hópar landnema héldu upp dalina í Noregi. Þessi -land bæjarnöfn eru ekki kennd við einstaklinga, en eru oft tengd akuryrkju- eða nautgriparækt (Akraland, Byggland, Rúg- land, Engiland, Nautland o. s. frv.); þau virðast runnin frá eldri nöfnum, sem stórbúendur hafa gefið jarðarhlutum sín- um. Samsetningin -setr (Hofsetr, Helgasetr, Freysetr) virðist vera frá sama tímabili, eða lítið seinna, 600—1000 e. Kr., og er nú alltíð í mið-Noregi og á skozku eyjunum, þar sem Norðmenn settust að snemma, en ekki á Islandi, að því er höfundur segir. -heim og -vin nöfnin eru annaðhvort jafngömul eða eldri en -land nöfnin: Þrándheimr, Sólum (Sólheimr); Björgvin, Hoven (Hofvin), Grytten (Grjótvin). Viðskeytið -vin þýðir engi, hagi. Bæði -heim og -vin nöfnin eru svo gömul að skýring þeirra er miklum erfiðleikum bundin. Þau virðast hafa myndazt á fyrstu fimm öldum e. Kr., eða sex eða sjö hundruð árum áður en norræn tunga var færð í letur. Ýmis- legt bendir til þess að á þeim dögum hafi bæir verið ættar- eign eða aðsetur stórra fjölskyldna eins og bær Njáls og ættaróðul á íslandi á Sturlungaöld. Mörg örnefni geyma orðmyndir, sem líklega voru týndar úr málinu áður en ísland var byggt. Viðskeytið -angr (fjörð- ur) er gott dæmi um brottfall af þessu tagi, sjá t. d. Harð- angr. Nöfn með þessu viðskeyti finnast víða í norðurhéruð- um Noregs. Mörg örnefni á eyjum meðfram Noregi (t. d. Sótr, Ó, Tíar, Títrar) verða ekki skýrð málfræðislega, og þau eru ef til vill runnin frá tungumálum, sem eru eldri ’en forn- norræn tunga. Eitt markmið málfræðinnar er að fylgja norrænni tungu eins langt aftur í tíma sem auðið er. Það er skoðun Magnusar Ólsens að elztu örnefni séu frá því fyrir Krists burð og sýni, að einhverskonar fornnorræn tunga hafi verið töluð á þeim tímum. En málfræðin getur lítið sagt um þjóðskipulag þeirra tíma. Örnefnin varpa ekki ljósi á uppruna akuryrkju og kvik- fjárræktar, sem hljóta að vera að minnsta kosti þúsund ár- um eldri en -heim og -vin bæirnir. Þegar örnefnin fyrst benda á búskap í Noregi hefur landið verið strjálbyggt og bændabýli stór og mannmörg. Á víkingaöld virðast ein- staklingar hafa ráðist í að stofna bú og sú hefð hefur haldizt um miðaldirnar; en á þeim tíma benti viðskeytið -ruð á ruðning á skógi. Þegar búið var að ryðja skóginn var landið fullbyggt. Málfræðin, og sérstaklega örnefnarannsóknir, hafa líka skýrt ýmis atriði í goðafræði Norðurlanda. Víða í Noregi eru enn til örnefni sem benda á forna helgistaði sem nefndir voru eftir gömlu guðunum Tý, Nirði, Þór, Frey og Ulli (Týsnes, Njarðarland, Þórshof, Freysakr, Ullinsakr). Þessir eldfornu guðir voru guðir náttúrudýrkunar: Týr er gamall himinguð og stríðsguð; Njörður var guð jarðarinnar; Þór guð máttarins; Freyr réð fyrir regni og sólskini og ávexti jarðar; Ullinn eða Ullr virðist hafa verið vetrarguð, boga- skytta og skíðakappi. Víða eru þessir guðir kenndir við akra (Freysakr, Ullinsakr) og voru þeir blótaðir undir berum himni, þó hof hafi síðar komizt í tízku. Óðins, sem mikið ber á í Eddukvæðunum, er sjaldan getið í örnefnum. Höf- undur kemst svo að orði: „Samanborið við hina eldfornu guði, sem réðu fyrir frjósemi í náttúrunni og vér getum fylgzt með allar götur aftur til helluristna bronsaldar, og í samanburði við guð máttarins, Þór, virðist Óðinn sem ný- græðingur...“ Hann álítur að goðsagnamyndun Óðins sé bundin síðustu fimm öldum heiðninnar og að Óðinsdýrkun hafi byrjað í Þýzkalandi (kannske Rínardalnum) þar sem germönsku þjóðirnar bjuggu við útjaðra Rómaveldis. Um Óðin segir höfundur: „Ef til vill hefur Óðinn í fyrstu verið guð hinna dauðu . . . en eitthvað annað virðist hafa bætzt við . . . og þetta hefur verið keisari Rómaveldis, sem átti sér hásæti í miðdepli heimsins og var dýrkaður sem guð í öllu menningarlífi fornaldarinnar.“ Germanskir hermenn hafa oft komið í Rómaborg og aðrar borgir á ítalíu og hafa borið heim sagnir um það sem þeir sáu. Þar hafa þeir séð hringleikhúsið mikla (Colosseum) þar sem skylmingamenn háðu einvígi fyrir augum keisarans sjálfs, sem hafði vald yfir öllum athöfnum. Keisarinn, að skoðun Magnúsar Ólsen, varð fyrirmynd Óðins og hring- leikhúsið fyrirmynd Valhallar. í Valhöll, eins og í hring- leikhúsinu, háðu menn einvígi daglega og féllu, en risu upp aftur að degi loknum. Hringleikhúsið í Róm hafði 80 inn- göngu- og útgöngudyr. Valhöll hafði 640 dyr. Jafnvel hug- myndin um ragnarök á sér fyrirmynd í latneska ummælinu: „Meðan Colosseum stendur, stendur Róm; þegar Colosseum fellur, fellur Róm; þegar Róm fellur, fellur heimurinn.“ Með Óðni og einherjum hans féll Valhöll á sama hátt og rómverska keisaraveldið. Að vísu er þetta aðeins getgáta, en getgáta, sem hefur málfræðislegan stuðning; og enginn vafi er á að málfræðin hefur varpað ljósi á goðafræði Norðurlanda. — Thorvaldur Johnson. „í þá veiðistöð kem ég aldregi á gamals aldri/# Þegar Ketill flatnefur var að því spurður í önverðu land- námi Islands, hvort hann vildi ekki flytjast þangað, svaraði hann: „1 þá veiðistöð kem ég aldregi á gamals aldri.“ Sagan segir, að síðan hafi Ketill lýst því yfir, „að hann var fúsari vestur um haf, kvaðst þar virðast mannlífi gott.“ Enda þótt þessi orð megi ekki taka of bókstaflega, er heldur ekkert sem sérstaklega mælir því gegn að þau byggi á trúverðugri arfsögn. Og öll rök hníga að því, að viðhorf Ketils flatnefs gagnvart landi og búsetu hafi haft mikið til síns máls. Hér var í fyrstu ekki annað en veiðstöð fjarri annarri byggð, snauð að menningu, afskekkt og ekki áhugaverð þeim, er lifa vildu í menningarlegu umhverfi. Hér varð þó hamingjusam- leg breyting á og skjótt þok- aði í menningarátt í veiðstöð- inni. Elzta atvinnusaga er ekki verulega kunn, en brátt skjóta upp kolli í menningarsögunni persónur, sem ekki aðeins bera höfuð og hebðar yfir samlanda sína, heldur einngi yfir samtímamenn nálægra landa. Hér uxu upp skáld og fræði- menn, sem áttu til að bera afburða hæfileika og var af samtíðinni gert kleift að full- nýta þessa hæfileika. Egill, Ari og Snorri eru nöfn, sem okkur er gjarnt að vitna til og þykjast af með nokkru stolti. Og sums staðar út um lönd er land okkar og saga þess ekki þekkt að neinu nema þessum þremur fornu nöfn- um. Þetta höfum við ætíð viljað leggja áherzlu á, og framlag okkar til menningar- sögunnar hefur löngum og með réttu verið talið grund- völlurinn að rétti okkar til að bera nafn sjálfstæðrar og óháðrar þjóðar. En nú á síðustu árum og áratugum hefur ýmsar blikur dregið á loft, sem benda til öfugþróunar í þessum efnum. Andleg afrek eru ekki eins hátt metin hlutfallslega og gert var fyrrum og hafa í ýmsu tilliti orðið að þoka um set fyrir einum allsherjar- áhuga á útflutningsframleiðsl- unni. Nú sé það fjarri mér að gera lítið úr þýðingu útflutn- ingsframleiðslu þjóðarinnar, en það verjtar þrúgandi og yfirþyrmandi, þegar þulið er yfir manni dag hvern og jafn- vel oftar en einu sinni á dag, hve mikið þessi eða hinn bát- urinn hafi dregið úr sjó. Smá- vægilegustu atvik við fiski- drátt þykja fréttnæmari öðru innlendu efni og þessi þrot- lausi fréttaburður mótar smám saman umræðu manna og umhugsunarefni. 1 fram- haldi af þessu eru svo störf við fr/amleiðsluna og aðrar framkvæmdir, sem af þeim leiða, metin til hærra verð- gildis en störf að andlegum efnum, fræðimennsku og skáldskap. Og hér kemur að viðsjárverðu atriði, sem gæti leitt í það fen, sem Ketill flat- nefur vildi forðast. Hér gæti þjóðlíf þróazt í eina allsherjar veiðistöð, sem ekki þætti áhugaverð utariaðkomandi mönnum. Við eigum á að skipa mörg- um ágætum fræðimönnum og skáldum, og sumir í hópi þess- ara manna bera höfuð og herðar yfir starfsbræður sína erlendis. En stór hópur þess- ara manna getur ekki unnið að hugðarefnum sínum óskipt- ur, vegna brauðstrits við ó- skyld störf. Það yrði þjóðinni til hags á ókomnum árum og öldum, ef aukinn yrði veru- lega sá hluti framleiðslutekn- anna, sem þessum mönnum er fenginn til þess að vinna að verkum sínum, sem þeir hafa hæfni og kunnáttu til. Jón Hnefill Aðalsteinsson, Lesbók Morgunbl. 26. jan. Bók efiir Þórberg Þórðarson komin út í Bandaríkjunum American - Scandinavian Foundation er nú að gefa út í samvinnu við Twayne Pub- lishers aðra bók sína á þessu ári, en það er ferðasagan úr íslenzkum aðli eftir Þórberg Þórðarson. Á ensku heitir bók- in In Search of My Beloved. Kom þessi hluti bókarinnar upphaflega út á dönsku og hét þá Undervejs til min elskede. Kenneth G. Chapman þýddi In Search of My Beloved úr íslenzku, en Kristján Karls- son bókmenntagagnrýnandi hefur skrifað inngangsorð að bókinni um höfundinn og rit- verk hans. í fréttabréfi frá ASF segir, að með útkomu bókar Þór- bergs sé hafin útgáfa AFS.- Twayne-bókaflokks, sem nefn- ist The Library of Scandinav- ian Literature. Bækur í þessum bókaflokki munu kosta þrjá dollara, en þó fá meðlimir AFS bækurn- ar með 25 prósent afslætti. Tíminn, 8. jan. 1967. Sögur af frægu fólki. Ungur maður spurði einu sinni Sókrates, hvað hann áliti um hjónabandið. — Ég álít, að þú eigir að kvænast, sagði Sókrates. Ef þú færð góða konu, verður þú hamingjusamur — og ef þú eignast vónda konu, þá hefur þú tækifæri til að verða heim- spekingur. Eiginkona Sókrtesar, hin skapmikla Xantippa, heyrði þetta og varð öskuvond. Hún stóð einmitt tilbúin við glugg- ann með fötu fulla af skolp- vatni og hafði ætlað að hella úr henni út, en í reiði sinni hellti hún innhaldi fötunnar yfir höfuð Sókatesar. — En Sókrtes lét ekki afvopna sig: — Ja, mér datt það svo sem í hug, að eftir þrumuveðrið skylli á rigning.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.