Lögberg-Heimskringla - 16.02.1967, Blaðsíða 6

Lögberg-Heimskringla - 16.02.1967, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 16. FEBRÚAR 1967 GUÐRÚN FRÁ LUNDI: Tengdadóttirin Skáldsaga --- ' "=g=» „Nei, frá því sagði hún ekki. Er hann nú trúlofaður? Von- andi er það þó ekki Inga á Fellsenda? Hún var reyndar nógu tindilfætt fram að mó- unum til hans í haust og faðir hennar líka,“ sagði Þorgeir. „Hann hefði verið alltof góð- ur handa henni.“ „Það er dóttir Halldórs í Heiðargörðum,“ sagði Gunn- hildur. „Sigga segir, að Inga sé gröm út í þá trúlofun, en hún segir það nú kannske að- eins að gamni sínu.“ „Hún segir, að það sé búið að skíra drenginn þarna á Hálsi,“ sagði Þorgeir. „Já, hún var búin að segja mér, það, skinnið litla,“ sagði Gunnhildur. „Sigurfljóð hafði haldið stóra veizlu og boðið múg og margmenni. Henni ætlar að farast vel við Ástu. Þetta er svoddan rausnar- manneskja,“ bætti hún við. „Það lítur út fyrir það,“ sagði Þorgeir fálega. „Ég fer nú að hallast að því, sem Gísli sagði, að hún neyði Hjálmar til að búa saman við sig í ein- hverju tvíbýliskrulli, ef hann kemur þá nokkurn tíma heim til íslands aftur, en um það fer ég nú eð efast.“ „Ójú, hann kemur aftur, Þorgeir minn,“ sagði hún. Hann hélt áfram án þess að gefa því gaum, sem kona hans hafði sagt. „Hann er stórskyn- samur, karlskrattinn, þó að hann sé óþolandi. Hann sagði, að Sigurfljóð hefði iðrazt eftir að hafa slitið trúlofuninni og ætli sér að ná honum aftur með þessu móti.“ „Hún er bara svona mikil rausnarkona og ætlar að reyn- ast Ástu svona vel, kosta hana í kvennaskóla, en hugsar um barni ðeins og hún eigi það.“ „Eitthvað vill hún sjálfsagt láta þægjast sér fyrir það, konan sú. Og Ásta litla þarf eitthvað fyrir framan hend- urnar, þegar hún fer að búa, eftir að vera búin að ganga í skóla. Svo getur hún þá líka lært eyðslusemina á Hálsi, býst ég við.“ „Hann heitir Hjálmar, bless- aður litli drengurinn,“ sagði Gunnhildur og brosti sælu- brosi, sem tilheyrði minning- unni um lítinn dreng með því nafni. Það höfðu verið hennar sælustu ævistundir, þegar hún hafði annazt hann og elskað. Henni fannst vera langt síðan. Hann hafði vaxið allt of fljótt, og nú var hann algerlega horf- inn og þessi kvíðvænlegi spá- dómur um, að hann kæmi ekki aftur, nísti hjarta hennar. Hún heyrði rödd manns síns eins og úr fjarska: „Ef hann kemur ekki aftur, reyni ég að fá Láka hingað í samvinnu við mig. Hann er dugnaðarpiltur og svo glað- lyndur, að hann smitar frá sér hreint og beint. Ég fer að upp- gefast að vera svona einn með Gvendi. Við erum báðir að verða gamlir. Auðvitað fækk- ar, ef Hjálmar fer með allar sínar skepnur.“ Hann spratt á fætur og fór að stika um gólf- ið, ekki ólíkt því, að hann þyldi ekki við af tannpínu eða einhverjum þrautum, er hægt væri að róa með því að hreyfa sig rösklega. Prjórnarnir tifuðu í hönd- um Gunnhildar nokkra stund, svo fóru þeir að glamra og hristast og hún snöglaði lágt: „Ég held, að Láki sé búinn að búa um sig þó nokkuð vel þarna á Koti. Hann yfirgefur víst ekki gömlu hjónin, þau hafa verið honum sem foreldr- ar.“ „En okkar sonur hikar ekki við að yfirgefa foreldrahús- ið,“ sagði Þorgeir hásri röddu. „Ég get ekki þolað að hugsa til þess, að hann hverfi burt með allar skepnurnar--------- Get bara ekki þolað það!“ „Hann gerir það ekki — hann kemur aftur,“ sagði Gunnhildur með andþrengsl- um, en um leið runnu tára- lækir niður kinnar hennar und an gleraugunum. Hún tók þau af sér og þurrkaði með út- hverfunni á svuntufaldinum. Þá þoldi hennar örlyndi mað- ur ekki meira. Hann snaraðist fram úr húsinu, gegnum bað- stofuna og út í náttmyrkrið. ‘ Þá hrökk Guðbjörg gamla upp úr svefnmóki sínu og uml- aði: „Það brimar óðum. Alltaf þetta brim á hverjum degi og Þorgeir einhvers staðar úti á sjó.“ Hún lifði að mestu í for- tíðinni, talaði sífellt um ást- vin sinn, sem var horfinn henni fyrir meir en hálfri öld, vonaðist eftir honum af sjón- um — ætlaði að hafa til heit- an mgt og kaffi handa honum, þá loksins þeir kæmu. Gunn- hildur entist til að tala við hana eins og hún þekkti þetta allt út í æsar. Nú færði hún sig inn á rúmið og strauk mjúkri hendinni yfir vanga hennar og sagði: „Það er víst talsvert brim núna, en ég held að það fari að koma logn bráð- um.“ Gott og göfugt tilboð. Það var komið fram á góu, þegar Gunnhildur lokaði aug- um tengdamóður sinnar í síð- asta sinn. Nú fannst henni fara að verða fámennt í suðurhús- inu — aðeins þau tvö. Og enn var meira en ár þangað til Hjálmar var væntanlegur. — Það yrði áreiðanlega langt ár. Ef hún hefði barn til að hlynna að, yrði tíminn fljótari að líða. Hún fór að þrá litla drenginn hans Hjálmars svo mikið, að hana dreymdi hann á nóttunni og vaknaði því hryggari en vanalega. Daginn, sem Þorgeir fór að ná í líkkistuna út í Skerjavík, kom krakki frá Borgum með blöð og bréf frá Stað, en þar var pósturinn skilinn eftir. — Gunnhildur fékk tvö bréf. „Þeim fer að fjölga bréfun- um til þín, Gunnhildur,“ sagði Sigga og aðgætti utanáskrift- ina og frímerkin. „Þetta er nú frá Hjálmari og hitt er frá Sigurfljóð, sýnist mér.“ „Það getur ekki átt sér stað,“ sagði Gunnhildur. — „Hvað svo sem ætti hún að vera að skrifa mér?“ En samt reyndist það satt og rétt, sem Sigga hélt. Þarna var komið ákaflega hlýlegt bréf frá „tengdadótturinni“. Þar þakk- aði hún Gunnhildi fyrir allt gott og sagðist hafa rétt núna verið að frétta lát Guðbjarg- ar, og ef henni væri nokkur þægð í því að hún kæmi norð- ur og hjálpaði til við undir- búning jarðarfararinnar, væri það velkomið. — Gunnhildur varð svo hissa, að hún glopr- aði bréfinu úr höndum sér á gólfið. Þar lá það óhreyft þó nokkuð lengi. Svo tók hún það og las yfir aftur, stakk því svo í pilsvasann um leið og hún tók upp tóbaksglasið og hressti sig á fáeinum kornum, áður en hún fór fram í búrið til að ráðgast við Völku um þetta nýja vandamál, sem nú þurfti að ráða fram úr. Salka var sein til svars eins og fyrri, en þegar það loks- ins kom, var það svona: „Nú ætla ég hvorki að leggjast með eða móti þessu tilboði. Mér er búið að svíða það nóg, að það var að mestu leyti ruglið úr mér, sem orsakaði það, að sú kona kom hingað til veru. Þú skalt láta mann þinn ráða fram úr þessu, en ekki mig. En einhver kona hér í svéitinni getur sjálfsagt hjálpað til við baksturinn. Það er víst ekki vanalegt að fá hjálp úr öðrum sýslum í svona tilfellum." „En þetta sýnir að hún er góð og göfug kona, að fara að hugsa um að hjálpa mér við þetta umstang,“ sagði Gunn- hildur. „Já, hún er það víst,“ sagði Valka, „að minnsta kosti er hún afar dugleg kona.“ Um kvöldið, þegar búið var að kistuleggja, kom Gunn- hildur með bréfið og fékk manni sínum það, en talaði ekkert. „Hvað er nú þetta?“ spurði hann næstum eins hissa og kona hans hafði orðið, þegar hún las það. „Hefurðu haft bréfaskipti við Sigurfljóð í vetur?“ spurði hann, þegar hann hafði lesið bréfið. „Nei, mikil ósköp, nei, ég hef aldrei skrifað henni ema línu. Hvað átti ég svo sem að vera að skrifa henni?“ sagði hún dauflega. „Hvaða bréf var Sigga að fara með fram að Sviðningi frá þér í haust, þegar ég var í síðustu kaupstaðarferðinni?“ „Það var til hennar Ástu,“ sagði Gunnhildur. „Hjálmar óskaði eftir því, að ég liti eft- ir með henni, svoleiðis að hún hefði dálítil peningaráð. Það var áður en hún fór að Hálsi. En mér datt svona í hug, að hún hefði gaman af að þurfa ekki að sækja hvern eyri í annarra vasa — þess vegna sendi ég henni nokkrar krón- ur, áður en hún fór í skólann.“ „En hann hefur ekki getað látið svo lítið að biðja mig að líta eftir henni, meðan hann væri í burtu,“ sagði Þorgeir hálfgremjulega. „Hann hefur sjálfsagt ekki viljað brjóta upp á því að tala um hana við þig, farið nærri um, hvernig þú varst út í vin- skap þeirra. Ég býst við, að hann hefði ekki minnzt á hana heldur við mig, ef ég hefði ekki vakið máls á því að fyrra bragði,“ sagði Gunnhildur. — Svo tók hún bréf innan úr bréfinu sínu frá syni þeirra og rétti honum: „Ég fékk bréf frá honum líka. Þetta er til þín.“ Hann tók við bréfinu og las það. Svipur hans léttist við lesturinn. „Ég vildi óska, að hann væri eins hlýr og glað- legur í tali á heimilinu eins og hann er í bréfum til mín,“ sagði hann að lestri loknum. „Hann var það nú oft, áður en þessi leiðindi dundu yfir,“ sagði hún. „En hverju á ég að svara hinu bréfinu? Ég finn, að þetta er ákaflega fallegt og göfugt að bjóðast til að koma alla þessa leið til að hjálpa mér. Þó hefur hún barnið til að hugsa um.“ „Þú skalt bara þakka henni fyrir alla hennar góðvild og göfugmennsku, en segja eins og er, að þú þurfir ekki henn- ar hjálpar við í þetta sinn. Ég yrði víst ekkert sérlega hrif- inn af að sjá hana fara að þeytast fram og aftur hérna á heimilinu í annað sinn. Þar að auki var mömmu sálugu ekki mikið um hana gefið. Það verður víst hægt að halda fullmyndarlega minningu, þó að hún komi hvergi þar nærri,“ sagði hann. Gunnhildur settist niður strax þetta sama kvöld og skrifaði vestur innilegt þakk- lætisbréf fyrir að bjóða hjálp, þegar mest reið á henni, en nú var bara búið að ráðstafa öllu, þannig að hennar var engin þörf, en hennar gæði voru þau sömu. Svo var ákaflega hlýleg kveðja frá henni og öll- um stúlkunum fram í baðstof- unni. — Bjössi var sendur með bréfið fram að Sviðn- ingi. Gísli kæmi því áreiðan- lega vestur yfir í tíma. Jarðarförin var fjölmenn, þó að gömlu konunni hefði fundizt hún vera gestur í sveitinni þessi fáu ár, sem hún dvaldist þar. Nágrannarnir á Fellsenda, sem höfðu alger- lega sniðgengið Hraunhamra, síðan Hjálmar fór burtu, komu nú til að fylgja þessari kunningjakonu þeirra til graf- arinnar. — Gunnhildi þótti fjarska vænt um komu þeirra og Inga bauðst til að bera kaffið fram og það var þegið. Þannig vinnur dauðinn vana- lega gagnstætt sínu eðli — hlýjar þar, sem kalt hefur verið á milli. Gamla, silfur- hærða konan, amma Ingu, gat ekki stillt sig um að spyrja Gunnhildi að því — svona í hálfum hljóum í bæjardyrun- um, þegar hún var að kveðja hana, því að hún treysti sér ekki fram að Stað — hvenær hennar fallegi sonur færi nú að koma heim til hennar aft- ur. „Það verður sjálfsagt heilt langt ár þangað til,“ sagði Gunnhildur dapurlega. „Heldurðu að hann setjist þá að þarna fyrir vestan hjá Sigurfljóð? Það er nú svo margt talað,“ sagði gamla kon- an. Þeir verða að vera saurugir, sem í saurinn ganga. GOING TO ICELAND? Or perhaps you wish to visit other countries or places here, in Europe or elswhere? Where- ever you wish to travel, by plane, ship or train, let the Triple-A-Service with 40 years travel experience make the arrangements. Passports and other travel documents secured without extra cost. Write, call or telephone to- day without any obligations to: ARTHUR A, ANDERSON TRAVEL SERVICE 133 Claremonl Ave., Winnipeg 6, Man. TeL: GLobe 2-5448 WH 2-5949 Asgeirson Paints & Wallpapers Ltd. BUILDING MATERIALS 696 Saxgent Avenue Winnipeg 3. Maniloba • AU types of Plywood • Pre-finish doors and windows • Aluminum combination doors • Sashless Units • Formica • Arborite • Tile Boards • Hard Boards etc. • Table Legs Phones SU 35-967 SU 34-322 FREE DELIVERY

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.