Lögberg-Heimskringla

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 1967næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627281234
    567891011

Lögberg-Heimskringla - 16.02.1967, Blaðsíða 5

Lögberg-Heimskringla - 16.02.1967, Blaðsíða 5
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 16. FEBRÚAR 1967 5 fcoAJ^ fí&ajdinqAu ítl ðcclandic. XVIII Húsavík heitir þorp eitt við Skjálfandaflóa í Suður-Þing- eyjarsýslu á norðanverðu ís- landi. Þorp þetta er miklu minna en Akureyri, en á sér ef til vill lengri sögu en flest- ir aðrir staðir á íslandi. í gömlum bókum er skemmtileg frásögn um mann að nafni Garðar Svafarsson. Hann var sænskur maður. Móðir Garðars sagði honum til vegar norður í höf, en þar kom hann að landi, sem vík- ingurinn Naddoður hafði áð- ur fundið og nefnt Snæland. Garðar sigldi í kringum Snæland og komst að því, að landið væri eyland. Hann dvaldist einn vetur á norður- strönd Snælands á stað þeim, sem síðan hefir heitið Húsa- vík. Ekki vildi Garðar setjast að á íslandi, heldur sigldi hann í burtu þaðan. Eftir það var landið nefnt Garðarshólmur. Nöfnin Snæland og Garðars- hólmur festust þó aldrei við þetta norðlæga land, því að það hefir nú borið nafnið Is- land í um það bil ellefu alldir. UocjabjuLcUu^.: að nafni, by the name of aldir, centuries á norðanverðu, in the northern part of á norðurströnd, on the north coast á sér . . . lengri sögu, is older in history á stað þeim, at the place borið nafn, borne the name dvaldist, stayed ef til vill, perhaps eyland, island festust við, stuck to flestir, most frásögn, account, story fundið, discovered. found Garðarshólmur, ‘Garðar’s Isle’,supposedly an older name for Iceland hefir heitið, has been called i heitir, is called í burtu, away í gömlum bókum, in ancient (old) books í kringum, around komst að, discovered minna, smaller nefnt, named norðlæga, northerly lying norður í höf, into the northern seas nöfnin, the names sagði honum til vegar, gave him the directions setjast að, settle sigldi, sailed síðan, since skemmtileg. interesting (entertaining) Skjálfandaflói, a bay in northern Iceland Snæland, ‘Snowland’, sup- posedly an older name for Iceland staðir, places Suður-Þingeyjarsýsla, a district in northern Iceland sænskur, Swedish um það bil, about vildi, wanted víkingurinn, the Viking þaðan, from there þorp eitt, a village Mikilvægf að nofa haldgott blek Rabb við Vigdísi Björnsdóttur á Þjóðskjalasafninu Skarðsbók hin fyrri kom heim og handritin munu koma heim frá Kaupmannahöfn. Ein er sú kona hér í Reykjavík, sem numið hefur þá list að gera við handrit, svo að þau verði aðgengilegri og varðveitast auk þess betur. Kona þessi er Vigdís Björnsdóttir og starfar hún á Þjóðskjalasafninu, en vinnur auk þess fyrir Lands- bókasafnið og Handritastofn- un Islands. Enginn annar hér- lendis hefur numið þær að- ferðir, sem hún notar við við- gerðina, en þær eru að nokkru leyti reistar á tilraunum, sem vísindamenn á British Mu- seum hafa gert, en sumar að- ferðirnar hafa kennarar henn- ar fundið upp. Tíðindamaður Morgunblaðs- ins átti tal við Vigdísi ekki alls fyrir löngu á Þjóðskjala- safninu, þar sem innréttað hefur verið herbergi handa henni með öllum þeim tækj- um, sem til viðgerðastarfsins þarf. Spurði tíðindamaður blaðsins hana um tildrög þess að hún lagði fyrir sig þetta starf og sagðist henni svo frá: — Það var á sínum tíma, að ég sá auglýsingu í dagblaði í Reykjavík þess efnis, að Kvenstúdentafélagið hygðist veita styrk til náms í viðgerð handrita. Ég vissi, að brýn þörf var fyrir þá kunnáttu hér, þar sem ég þekkti dálítið til þessara hluta. Ég sótti um styrkinn og fékk hann. Síðan lagði ég upp í ferðalagið um miðjan maí 1963. Ég stundaði námið í Hampshire Englandi hjá Roger Powell og Peter Waters. Kennslan stóð yfir í 4 mánuði í það sinn. Roger Po- well er sá, sem batt inn Skarðs bók, en ég gerði við blöð bók- arinnar. Hefur Roger gert við fjölda handrita fyrir söfn og einkaaðila, t. d. gerði hann við þá frægu Kellsbók. Ég hafði með mér að heim- an bækur til að vinna að, og fékk ég síðan tilsögn hjá kerjnurunum. Ég vann frá klukkan 9 á morgnana til kl. 7 á kvöldin og naut ég ágætr- ar kennslu allan þann tíma. Seinna, er ég hafði lokið námi mínu, var mér fengið það | verkefni að gera við Skarðs- bók, og vann ég að viðgerð- inni svo að segja ein undjr handleiðslu kennara minna, en Powell batt bókina og son- ur hans David smíðaði kass- ann. Er kassinn þannig útbú- inn, að í honum eru fjaðrir, sem halda bókinni alltaf hæfi- lega fast lokaðri. Ekki verður annað sagt en Skarðsbók sé hin fegursta bók. Tíðindamaður spyr Vigdísi, hvernig henni falli vinnan, og hún svarar: — Vel, en ég þarf nauðsyn- lega á aðstoðarstúlku að halda, það sem ég get gert ein, er of lítið. Einn bókavörðurinn hér sagði við mig til gamans einn daginn, og átti hann þá við vinnu mína og verkefni, sem framundan eru: „Það er eins og þú sért að lepja upp úthaf- ið með teskeið.“ Já, við þurf- um nauðsynlega á fleira fólki að halda, bætir Vigdís við. Og tíðindamaður lætur Vig- dísi hafa orðið. — Hver gat eða fæddi hvern, hvar og hve- nær? Þessi spurning virðist liggja eins og mara á mörgum íslendingum, og til að fá svar við henni ráðast þeir til inn- göngu í Þjóðskjalasafnið. Áhyggjufullir skjalaverðir draga fram lasnár kirkjubæk- ur og þreytuleg manntöl og fá þau í hendur hinum fróðleiks- þyrstu. Áhyggjur skjalavarð- anna stafa af því, að þeir vita um hálflausa snepla í bókun- um, sem hæglega gætu týnzt, við ákafar flettingar viðskipta vinanna. Mikið lasnar bækur með marga lausa snepla eru send- ar á viðgerðarstofuna. Þar eru þær teknar úr bandinu, sýru- stig mælt. Sé það undir fimm, þarf að þvo bækurnar úr volgu vatni eða leggja í magn- isíum bivarbonat upplausn. — Oft eru líká gamlar límingar á bókunum frá ýmsum tímum. Hafa viðgerðarmenn á ýms- um tímum verið natnir við að líma saman rifur á þessum mikið notuðu bókum. Gömlu bótunum þarf helzt að ná af, það er ekki endalaust hægt að bæta bót ofan á bót. Allt getur þetta gengið ágætlega, ef bók- in er skrifuð með haldgóðu litekta bleki. En sé svo ekki, er hvorki hægt að afstýra pappírinn, en það myndi lengja líf bókarinnar, né ná af gömlu bótunum, sem límd- ar hafa verið á með hveitilími og verður því að leysa af með vatni. Það er því ákaflega þýðingarmikið, að prestar og aðrir embættismenn, svo og rithöfundar og stjórnmála- menn, noti blek, sem þolir þvott og geymslu. — Er þessu mikilvæga atriði ótrú- lega lítill gaumur gefinn bæði hér á landi og annars staðar. Þó er framleitt sérstakt hand- ritablek, en það er ekki selt hér á landi sökum þess, að eftirspurn eftir því er mjög lítil. Það blek er nokkru dýr- ara en annað blek, en ótrú- lega miklu betra. Það er að sjálfsögðu mjög þýðingarmikið að nota góðan pappír í bækur og skjöl, sem geyma á í margar aldir. Því miður er fyrirhyggjan hjá nú- tímamanninum einnig á því sviði sama og engin. Það er eins og fastlega sé gert ráð fyrir að heimsendir sé í nánd og því ástæðulaust að geyma ættfræðingum framtíðarinnar svar við hinn þrálátu spurn- ingu: Hver gat hvern o. s. frv. Og frú Vigdís heldur áfram frásögn sinni: — Hér á landi hafa nú samt þau gleðilegu tíðindi gerzt, að fengnir hafa verið mjög færir erlendir sérfræðingar til að leggja á ráðin í þessu efni og' að minnsta kosti sumir ís- lenzkir ráðamenn hafa góðan skilning á mikilvægi þessa máls. Vonandi verður gert eitthvað, sem um munar í mál- inu áður en langt um líður. Væri það ákaflega ánægjulegt og viðeigandi, ef íslenzk stjórnarvöld yrðu fyrst til að láta að sér kveða í þessu efni. Vegna mannfæðar og ann- arra aðstæðna þykja vísinda- rannsóknir á þjóðfélagsfyrir- bærum auðveldari hér á landi en víðast hvar annars staðar. með því að gera skjala- og handritasöfn, sem hér eru sem allra bezt úr garði, gætu ís- lendingar lagt þessum vísind- um lið, hvort sem þau eru iðkuð af innlendum eða er- lendum mönnum. Að lokum sagði frú Vigdís: — Þó nokkuð hafi áunnizt þau tæpu tvö ár, sem viðgerð- arstofan hefur verið starf- ræktrækt, eru verkefnin ó- þrjótandi bæði í Þjóðskjala- Framhald á bls. 7. The first "Theatre for Children" presentation of the currenl season, Benjamin Briílen's THE LITTLE SWEEP brought Ihousands of Winnipeg children to the Manitoba Theatre Cenlre during 12 performances held in October and November. Of the regular casi of 11, three were of Icelandic descent. Garth Gislason, 306 Balfour Avenue, who took a dual role in the play, is married with two children. Pictured wiih Garlh is Carol Westdal, daughter of Mr. and Mrs. P. H. Wesidal, 40 Garnel Bay, granddaughter of Mr. and Mrs. P. J. Westdal and Mrs. Snjolaug Gillis. Gregory Nordman (left) is the son of Mr. and Mrs. Rurik Nord- man, 19 Ericsson Bay, grandson of Kristjan and Jean Nordman.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað: 7. tölublað (16.02.1967)
https://timarit.is/issue/163531

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

7. tölublað (16.02.1967)

Aðgerðir: