Lögberg-Heimskringla - 16.07.1969, Blaðsíða 6

Lögberg-Heimskringla - 16.07.1969, Blaðsíða 6
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, MIÐVIKUDAGINN 16. JÚLÍ 1969 • ..... »■»■«■»■■■.■» • < GUÐRÚN FRA LUNDI: , < SÓLMÁNAÐARDAGARJ í SELLANDI • ' Skáldsaga 23. HEIMKOMAN VERÐUR DAUFLEG Það var liðið að miðnætti, þegar fjölskyldan á Bakk*a reið í heimahlaðið. Enginn kom út ti'l að fagna þeim, því að stúlkumaí' voru nýlega komn- ar úr fjósinu og Ráða var að skilja mjólkina og heyrði því ekki, þegar þau riðu í hlaðið. Þær höfðu talazt fátt við þennan dag, gamla konan og hún. Bergljót gamla var sífellt að þurrka sér um augun. Hún kveið fyrir því að segja húsbænd- um sínum, hvað komjð hafði fyrir á hemilinu í fjarvem þeirra. Nú heyrði hún að riðið var í hlaðið. Nú var komið að því, sem hún hafði hugsað um allan dag- inn og kviðið svo mj ög fyrir. Hún fór fram í hlóða- eldhús og faldi sig fyrir innan eldiviðarstæðuna. Hún heyrði að Simmi kom fram í dyrnar og systkinin heilsuðu honum glaðlega. Bessi litli sagði. „Mikið er ég feginn að vera kominn heim. Það er svei mér nokkuð langt að ríða þetta. Ég er orð- inn dauðsár í rassinum“. „Var Sæmundur búinn að temja folann svo vel, að þú gætir setið á honum heim?“ spurði Simmi. „Nei, nei. Harni var svo baldinn að ég réði ekkert við hann. Pabbi teymdi hann bara með hesti sínum“. Meira heyrði hún ekki, nema hvað það var gengið inn göngin. Hún ætlaði að lofa Engilráðu að segja því fréttimar. Það stæði varla á því hjá henni, málaskjóðunni þeirri. Hún tæki það heldur ekki svo nærri sér, þó að einhverjum sviði. Mæðgurnar komu inn í búrið og heilsuðu Ráðu með kossi. Hún bauð þær velkomnar heim. „Það er þá bara orðið svona framorðið, að þú ert að enda við að skilja“, sagði Friðgerður. „Já, ég bjóst ekki við, að það gerðu það aðrir“, sagði Ráða. „Hvar em þær Jónanna og Bergljót?“ spurði Friðgerður. „Ég býst við að Bergljót sé ekki langt undan. Hún hefir til soðnar baunir og kjöt handa ykkur. Annars hefur hún verið hálf skælandi í allan dag, kerlingargarmurinn. Hún tók það svo nærri sér að kveðja Jónönnu“. „Að kveðja Jónönnu?“ spurði Friðgerður alveg forviða. „Hvað ertu að segja? Hvert fór hún eiginlega?“ „Vissir þú ekki að hún ætlaði að flytja í burtu? Náttúrlega grunaði mig að svo væri. Ég verð þá að segja þér þær fréttir, að hún er víst alflutt héðan með Sigga á Barði. Ég hélt kannske að þið hefðuð vitað um þetta, þó að aðrir væru ekki fræddir á því“, sagði Ráða. „Hvenær fór hún?“ spurði Sæja. „Hún fór í dag, svona líklega um nónbilið, býst ég við“, sagði Ráða. „Ég á nú bara engin orð til“, sagði Friðgerður og gekk inn í hjónahúsið. Þangað kom Hrólfur bóndi tautandi eitthvað um að gott væri nú að vera kominn heim og geta farið að hvíla sig. Sá hann þá konu sína vera að klæða sig úr ferðafötunum. En það var svo ein- kennilegur svipur í andliti hennar, að hann stanz- aði alveg í miðri ræðu og spurði: „Hvað er að sjá þig, konia? Hvað svo sem hefur komið fyrir?“ bætti hann við, þegar hann sá að Sæja var að þurrka tár af kinnum sér. „Það er nú bara það, að hún er strokin frá okkur hún Jónanna“, sagði Friðgerður brostinni röddu. Hrólfur hringsnerist á gólfinu og kom ekki upp nokkru orði dágóða stund. „Náttúrlega með strákfjandanum. Hef ég nú aldrei heyrt annað eins. Hvenær fóru þau?“ spurði hann svo, því að Ráða var komin inn í baðstof- una, dálítið hreykin yfir því að vera ein til frásagna. „Þau fóru í dag. Ég sagði dóttur þinni hvaða áht ég hefði á henni. Hann var svo sem nógu kampakátur, strákfíflið. En það var hún ekki. Mér sýndist hún bara dauf í dálkinn. Vonandi á hún eftir að iðrast eftir bölvuðu flaninu", sagði Ráða. „Haltu þér saman, þér kemur þetta víst heldur lítið við“, þrumaði Hrólfur. En hún hafði allt of mikið til að segja til þess að hún gæti þagnað. „Hann bauð mér að verða með þeim fram eftir. Sagði að ég hefði kunnað svo vel við mig þar í fyrra sumar. Ég sagði honum nú bara svona um- búðalaust, að það yrði varla ég, sem stryki með honum eins og þjófóttur hundur“. „Það var vel svarað. En nú skaltu ekki tala meira. Ég þoli ekki að heyra það. Ef ég væri ekki aldeilis uppgefinn núna, skyldi ég elta þau uppi, og hún skyldi verða að snúa við heim með mér. Og það skal hún verða að gera, þó að seinna verði“, sagði hann og barði hnefunum saman framan í Ráðu. En hún hélt áfram að tala, þó að tvisvar væri búið að segja henni að þegja. „Þau eru nú víst komin alla leið fram að Barði núna, og það fyrir nokkru, svo að þú tækir hana varla frá þeim þremur feðgunum. Ég sá handtök- in þeirra í fyrra sumar. Það var gaman að sjá þá láta sátu til klakks". Hrólfur ruddi úr sér runu af blótsyrðum. „Reyndu að halda þér saman, kjaftamyllan þín, ef þú getur það. Svo vil ég fara að fá eitthvað að éta. Það er ekki þess vert að setja upp sorgar- svip, þó að fólk geri sig að fífli1. En heldur hefði ég viljað fleygja dóttur minni til grafarinnar en þetta hefði komið fyrir hana“. „Ósköp er að heyra hvað þú lætur út úr þér, maður“, sagði koha hans. Bergljót gamla var að láta matinn á borðið, þegar húsmóðir hennar kom fram. Hún var búin að þvo sér og sýndist þó nokkuð hress. En augu hennar voru rauð af gráti. Friðgerður heilsaði henni með kossi. „Mér finnst vera komið talsvert skarð í heim- ilið. Vissir þú um, að þetta væri að brjótast í huga hennar?“ spurði húsfreyja. „Nei, það vissi ég ekki, og mér hefur aldrei dottið í hug að þetta ætti eftir að koma fyrir. Hún bað mig fyrir kveðju til þín og systkinanna“, sagði gamla konan. „Hún hefur verið búin að hugsa sér að fara, meðan við værum í burtu, því að hún kvaddi mig svo innilega, þegar ég fór. En hver hefur látið strákskrattann vita hvenær við færum?“ „Hún var búin að taka saman allt sitt dót. Það hefur hún auðvitað gert á nóttunni, þegar hún vakti.“ „Ég bjóst við að Ráða gerði það“, sagði Friðgerður. „Nei, hún aftók það nú“. Það settust allir að snœðingi. Hrólfur spurði Bergljótu eftir því, hvort það væri búið að bera af túninu. „Ég veit það ekki. En líklegt þykir mér það samt“, sagði gamla konan. Það var ekki talað margt yfir baununum í þetta sinn. Ráða dundaði eitthvað úti við, því að hún ótt- aðist að það yrði farið að rekast í því að hún hefði neitað að vaka yfir túninu eins og henni hefði verið ætlað. Þegar búið var að borða, gekk Hrólfur út á tún og gætti að, hvort búið væri að bera af stykk- inu, sem eftir var. En það var búið að ljúka við það og það var ekkert hægt út á það að setja. Þá var ekki anniað að sýsla en að fara inn og hvíla sig. Næsta morgun var drungalegt veður og þungt yfir flestum á heimilinu, nema þá helzt Ráðu og Simma. Bessi litli hágrét, þegar hann kom heim frá því að reka kýmar í haga. Hann sagði að hryssan hennar Jónönnu væri búin að eignast svo fallegt folald, en nú gæti systir hans skki séð það. „Hvernig stóð á því að hún fór í burtu, mcðan við vorum fyrir sunnan? Var það af því að pabbi kvaddi hana ekki, þegar við fórum?“ spurði hann mömmu sína fram í búri. „Vertu ekki að þessari vitleysu, góði minn. Hun hefur verið búin að sjá litla folaldið sitt“, svar- aði Friðgerður. En henni þyngdi fyrir brjósti, þegar hún sá hvað drengurinn var sárhryggur. Bergljót ræskti sig og sagði: „Hún sagði mér að sér væri ómögulegt að bua við þann kulda og kærleiksleysi, sem sér vsefl sýnt nú í seinni tíð, enda hefði enginn á það minnzt að hún yrði kyrr þetta ár. Þó að hún hefði lag^ þessar vikur fram yfir frá krossmessimni, vaeri það aðeins vegna þess að hún hefði ekki getað farið fyrr“. „Hún hefur getað sagt þetta við þig, þó að hún minntist aldrei á það við mig, sjálfa móður sína , sagði Friðgerður klökk af gremju. Hún sagði manni sínum þetta, og bætti við: „Líklega getum við kennt okkur um þetta að einhverju leyti“, áleit hún. „Hún skal fá að kenna á því betur, að hún eig1 harðlynda foreldra. Ég á bágt með að trúa því, a^ hún felli sig við að vera lengi þama fram fra 1 þessu tófugreni, þá leitar hún líklega heim tu föðurhúsanna aftur. En þau skildu ekki standa henni opin. Ég bíð eftir því að hún komi aftur, annars mun ég ríða fram eftir — og það kannske strax á morgun". 24. FÁR VEIT HVERJU SKAL FAGNA Hjónin á Barði stóðu úti og tóku á móti syu1 sínum og brúðefni hans. Jónönnu fannst bóndinh hálfskuggalegur á svip, en konam kom henni fy1^ sjónir eins og síðastliðið haust, þegar hún drakk hjá henni gangakaffið. Hún bauð Jónönnu vel' komna með hlýjum móðurkossi. Bóndi bauð haU® velkomna líka. Svo fór hann að hjálpa syni sínum að taka ofan af hestunum og spretta af reiðverunum. Jónanu3 heyrði að hann sagði, að þeir væru ódrepnir klara' greyin af heimanmundinum kærustunnar. „Já, þeir hafa áreiðanlega oft borið þynérl bagga“, svaraði kærastinn. . *f „Hvað skyldi svo sem vera í þessum kassa- Hann er svo þungur, en þó lítill fyrirferðar- spurði bóndi. „Það er víst saumavélin hennar“, svara^1 sonur hans. „Þó það væri nú að hún ætti vél til að saufl13 fötin utan á sig“, sagði bóndi. Konurnar gengu til baðstofu, þegar Jónaflna var búin að losa sig úr reiðpilsinu og hengja Þa upp í bæjardyrunum. Litla fallega stúlkan ifle fallega hrokkna hárið sat ein inni yfir nokkrU1^ fallegum glerbrotum, sem hún var að þurrka ifle rýju og raða á borðið. Jónanna heilsaði litlu stu1 unni með kossi. t „Jæja, Jónanna mín, þá ertu komin hingað, Þe að ég sendi þér viðvörðunarbréfið í vetur. hefur líklega komið heldur seint", sagði hildur. „Bara að þér leiðist ekki héma hjá °kkn^ góða mín. Það eru stundum talsverð viðbrigð1 flytja úr foreldrahúsunum". „Ég þakka þér kærlega fyrir bréfið“, sagði J°n^ anna. „En þetta er nú það, sem liggur fyrir 0 um, að yfirgefa foreldrana. En ég hefði helzt vi J eitthvað ennþá lengra burtu frá þeim, íy^sX fékk ekki að fara með frjálsu móti“. „Já, ég skil þetta allt ákaflega vel. Faðir fl1^ hefur sjálfsagt ekki kært sig um að komast í ten& ir við okkur héma á Barði“, sagði konan. „Móðir mín var víst heldur lítið betri“, ^ Jónanna. við Konan fór fram, en Jónanna fór að tala litlu stúlkuna. Hún svaraði henni einhverju lágt, að hún skildi það ekki. Þá fór Jónaflfl^ aðgæta baðstofima. $V0 3$

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.