Lögberg-Heimskringla - 26.11.1970, Síða 2

Lögberg-Heimskringla - 26.11.1970, Síða 2
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 26. NÓVEMBER 1970 MINNINGARORÐ Jónína Þuríóur Thorðarson „Nú legg ég augun aftur, Ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt, Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil svo ég sofi rótt.“ ættmenna. Bjart er yfir minn- ingu þessarar glöðu góðu konu sem hér dvaldi svo lengi með okkur — en er nú horfin — HEIM. — Blessuð sé minn- ing hennar. Blíður með innileik Jesús oss kallar, kallar til þín og til mín. Yfir oss vakir og eftir oss bíður, bendir oss æ upp til sín. Kom heim, kom heim, þú sem ert þreyttur kom heim; blitt og svo kærleiksríkt Kristur oss kallar, kallar, ó komið ÖLL HEIM! J. P. íslandskynning í Bandaríkjunum Hún var fædd að Surtsstöð- um, N.-Múlasýslu á Islandi 13. júní 1890. Foreldrar henn- ar voru Daníel Daníelsson og kona hans Guðrún Ingibjörg Magnúsdóttir. Mun Daníel hafa unnið nokkuð við póstflutning á ís- landi áður en hann kom til þessa lands. Til Canada fluttist Jónína með foreldrum sínum árið 1892. — Bjuggu þau á ýmsum stöðum í Manitóba, — Oak Point, Vestfold og Winnipeg. Árið ■ 1909 fluttu þau til Hnausa í Nýja íslandi og dvöldu eftir það í Geysis eða Hnausa byggð. Þau eru nú fyrir löngu dáin og sömuleiðis öll systkini Jónínu .— Ólöf, Jóhann og Guðný. 23. júní 1919 giftist Jónína eftirlifandi manni sínum, Jó- hannesi Bergman Thorðarson, sem þá bjó með föður sínum að Nýhaga í Geysir byggð, og tóku þá þar við bústjórn og bjuggu þar í 38 ár. Á þeim tíma tóku þau drjúgan þátt í öllum velferðar félagsmálum byggðarinnar. — Tilheyrðu íslenzka lúterka söfnuðinum og Jónína vann með dyggð og trúmennsku í byggðar kvenfélaginu, Freyju, sem starfaði að því, af kappi, meðal annars, að koma upp „Geysir kirkju“. Árið 1944 á 25 ára giftingar- afmæli þeirra, var haft fyrir þau myndarlegt og mjög fjöl- mennt samsæti, var til þess stofnað af byggðarbúum, frænda- og vinafólks fjær og nær. B á r u árnaðar óskir, skeyti, gjafir og ræður þess ljósan vott hver ítök Nýhaga fjölskyldan átti í hugum fólks. Árið 1957 brugðu þau búi og fluttu alfarin til Gimli og hafa átt þar heimili síðan, — þar gengu þau í lúterska söfn- uðinn og hafa með honum starfað síðan. í júní 1969 — á 50 ára gift- ingarafmæli þeirra; efndu þau til veizlufagnaðar í „Viking Motel“ á Gimli og buðu þang- að öllu sínu nánasta skyld- fólki og nokkrum völdum vin- um. Var það mjög ánægjuleg og eftirminnileg stund fyrir hjónin og alla viðstadda. Rúmu ári seinna, að kvöldi dags 29. júlí 19970 er Jónína hafði, þá glöð og hress að sjá, sezt að kvöldmáltíð með fjöl- skyldunni. — Var hún kölluð burt úr heimi þessum. Hafði hún þá um langt skeið verið heilsulítil, þótt hún ekki kvartaði. Sv. E. Jónína var kona glaðlynd, geðprúð og kærleiksrík og ríktu þessir eiginleikar í lífi hennar og heimili alla tíð. Hún unni allri náttúrufegurð og elskaði hljómlist; mest dáði hún sönginn „Danny Boy“, bæði ljóð og lag, vafa- laust hefir það snert við- kvæma og fagra strengi í hjarta hennar. Foreldrum sínum og tengda- foreldrum sýndi hún hina mestu nærgætni og umhyggju og annaðist þau og hjúkraði þeim eftir krafti og getu, bæði á sínu heimili -og annars- staðar. Heim að sækja voru hjón- in mjög gestrisin enda var þar oft margt gesta, sem gengu glaðir frá garði. Maður Jónínu hefur sagt mér að hún hafi verið; „Ein- læg, góð og ástrík eiginkona, móðir og amma og öllum sín- um vinum trygg“ og það tek ég sem satt, því hver ætti svo sem að geta borið um það betur en hann, sem dvalið hafði með henni samvistum í meir en hálfa öld. Jarðarför Jónínu fór fram 1. ágúst, 1969, undir umsjón Gilbarts Funeral Home Ltd., Selkirk, frá lútersku kirkj- unni á Gimli að viðstöddu fjölmenni. Kveðjumál flutti Rev. J. G. Cameron, en hvílurúmið er í Geysir — grafreit, — þar var hún síðast kvödd. Þeir nánustu sem hana syrgja og sakna eru: eigin- maður hennar Johannes, börnin 3, Guðrún Anna (Lóa), gift E. S. Eyjólfson, contractor, Gimli; Rósbjörg Ólöf gift Öla Pétur Josephson, Loan Dep. Fish Marketing Board, Winni- peg; Jóhannes Victor (Bródi), giftur Joyce Ólafson (frá Riv- erton), búa á Gimli og reka þar verzlun; barnabörnin 12, barna-barnabörnin 9 og fjölda Pétur Pétjursson, forstjóri í Álafossi, er kominn heim, en hann var með íslandskynn- inguna á listum og iðnvarn- ingi í Bandaríkjunum, sem vakið hefur mikla athygli, eins og Mbl. hefur frá skýrt. Mbl. leitaði frétta hjá Pétri af kynningunni og sáum við hjá honum mikið af blaðaúr- klippum m e ð lofsamlegum greinum um Island, myndum af íslenzkum ullarfatnaði og heilsíðuauglýsingum úr blöð- um frá verzlunum þeim, sem stóðu að sýningunum, með myndum af sýningarstúlkum o. fl. Þegar Pétur fór heim hafði íslenzka sýningin verið í tólf verzlunum í fimm ríkj- um í Bandaríkjunum og á svo eftir að halda áfram í hálfan mánuð í Michigan og Cinn- cinnati. — Jú, þetta hefur alls stað- ar gengið vel, sagði Pétur. Fyrirkomulagið hefur verið það að þessar verzlanir allar, sem voru sérstaklega valdar vegna þess að þær eru þekkt- ar fyrir að vera með vandað- ar vörur, höfðu fyrirfram keypt talsvert magn af ís- lenzkum ullarvörum og skinn- um. Áður en sýningarnar hóf- ust höfðu verzlanirnar aug- lýst rækilega íslenzkar sýn- ingar, ekki einungis á þeim vörum, heldur höfðum við með okkur silfurvörur, kera- mik, höggmyndir, málverk, barnateikningar, í s 1 e n z k a músík á segulbandi, íslenzka kvikmynd o. fl. Verzlanirnar sáu um all- an undirbúning, útstillingar, uppsetningu á sýýningunni og auglýsingar og skipulögðu sjónvarps- og útvarpsviðtöl og blaðamannafundi. Islenzki hópurinn sámanstóð af Thom- as Holton, sem hefur um 9 mánaða skeið unnið að undir- búningi þessara sýninga, þremur íslenzkum sýningar- stúlkum, frú Sigrúnu Stefáns- dóttur, sem sýndi íslenzka tó- vinnu og vakti mikla athygli og Jens Guðjónssyni gull- smiði, sem sýndi og smíðaði silfur í tvær vikur í Balti- more. M a g n ú s Magnússon sendiherra kom til Baltimore og North Conway. En Hannes Kiartansson sendiherra kom til Albany og Springfield. I Minnesota afhenti Björn Björnsson konsúll viðurkenn- ingarskjal viðskiptamálaráðu- neytisins, en Valdimar Björns- son ráðherra mætti fyrir hönd ríkisstjórans og kvaðst vera stoltur af því að vera íslend- ingur. Vörusýninganefnd hér studdi á mjög myndarlegan hátt þessar sýningar. Sömu- leiðis hafa Loftleiðir veitt mjög mikla aðstoð og kom Sigurður Helgason til St. Paul í þessu tilefni. — I flestöllum verzlunum seldust algjörlega upp þær í s 1 e n z k u vörur, sem áður höfðu verið keyptar og gefur þá augaleið að verzlanirnar vilja fá nýjar vörur, svaraði Pétur, er spurt var um raun- hæfan árangur kynningarinn- ar. Því miður eru takmarkað- ir lagerar til af ullarvörum hér í landinu og þess vegna þorðum við ekki að taka við nema m j ö g talmörkuðum pöntunum til afgreiðslu á þessu ári. Hins vegar er hér búið að stofna til sambanda sem auðvelt verður að vinna með á næstu árum, ef okkur tekst að framleiða nægilega góðar vörur á aðgengilegu verði. En það má staðfesta, að íslenzku vörurnar, sem sýnd- ar voru, þóttu framúrskarandi vandaðar og verðviðunandi. — Þá vil ég einnig geta þess, að geysilegur áhugi virt- ist alls staðar vera fyrir keramikvörum frá Glit, hélt Pétur áfram, og er það á- nægjulegt fyrir þá verzlun, þegar hún hefur lokið sinni stækkun. Islenzkar silfurvör- ur vöktu líka mikinn áhuga. N o k k u r málverk seldust, mynd eftir Pétur Friðrik í St. Paul og eftir Einar Hákonar- son í North Conway, en það eru margar myndir, sem halda áfram á sýningarferðinni. I móttökunum var alls staðar íslenzkt brennivín, kavíar, ostur, hangikjöt og súkkulaði frá Lindu. Hins vegar höfð- um við ekki aðstöðu til að annast verulega sölustarfsemi á þessum hlutum, en hins veg- ar var greinilegur áhugi á þeim. Mgbl. 18. okl. SCHOLARSHIPS Framhald af bls. 1. 1967-1970 and a member of the French Drama Group which presented French plays at the Winnipeg School Division French Drama festi- vals 1969 and 1970. Scholastic awards include the Governor-General Medal in 1970, School Board book awards, as well as a major citizenship award at D.M.C.I. Lynne is the daughter of Mr. and Mrs. Agnar Rae Magnusson, of Winnipeg. ERIC S. SIGURDSON Eric Stefan Sigurdson has been awarded a one hundred dollar Icelandic Festival Scholarship. Mr. Sigurdson was born in Manitoba, but his youth was spent in Ontario. He attended the Northern Collegiate Insti- tute and Vocational School at Sarnia grades 9 to 13. He was an honor student throughout and was active in sports, in- cluding soccer, football, curl- ing, basketball, and volley- ball. He was captain of the school cadet corps, was active in the Boy Scouts, and was president of the Students’ Council. In addition, he won several art prizes at the Cana- dian National exhibition in Toronto. He attended the University of Western Ontario, graduat- ing with a B.A. degree. The following year he taught at the Central Collegiate Insti- tute. Then followed two years, 1967-1969, with CUSO (Cana- dian University Service Over- seas) in Ghana, West Africa, where he taught Physics ahd Health Science at Techiman Secondary School, in the Bong Ahafo R e g i o n . Iain Thomson, Direction of In- formation CUSO, says of Eric Sigurdson’s report that it is one of the best reports from any CUSO volunteer. Miss Lynne Taylor, Assistant Di- rection of the West Africa Program, s a y s “it is quite obvious from all reports that you have been one of CUSO’s r e a 11 y outstanding. volun- teers.” On his return from his Ghana assignment, Mr. Sig- urdson attended the Univer- sity of Manitoba for the aca- demic year 1969-1970, taking the Pre-masters course in the Z o o 1 o g y Department. His standing on the final examin- ations included four A’s and four B pluses. In September, 1970, he began his studies in the Faculty of Medicine at the University of Manitoba. His parents are Baldur Sig- urjon Sigurdson and Doreen* Mavis Sigurdson (nee H:\y- den).

x

Lögberg-Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.