Lögberg-Heimskringla - 26.11.1970, Side 6

Lögberg-Heimskringla - 26.11.1970, Side 6
6 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 26. NÓVEMBER 1970 GUÐRÚN FRÁ LUNDI: NÁTTMÁLASKIN Skáldsaga „Það liggur ekki vel á þér núna, þó að þú komir frá „góðu Svelgsá“, þar sem öllum líður svo vel,“ sagði Simmi ónotalega háðskur. „Var ekki Páll heima til að koma þér í gott skap eins og öllum?“ Ekki batnaði skapið við þetta. „Reyndu að halda þér saman,“ sagði hún. „Þér kemui- víst ekkert við, hvernig ég er til skaps- munanna, og því síður varðar þig um, hvort Páll á Svelgsá hefur verið heima eða ekki.“ „Það segir þú alveg satt. En ég er bara hissa á því, hvað þú getur smitazt af geðvonzkunni í Ráðu,“ sagði hann. Meira heyrði hún ekki, því að nú var hún búin að ganga hann af sér og leit ekki aftur til að huga að ferðum hans. „Það er alveg óþarfi að vera að senda mann á móti mér,“ sagði Sæja, þegar hún var búin að kasta kveðju á foreldra sína. „Áin er á hestís og það hefði strákbjáninn getað sagt ykkur.“ „Hann hafði ekkert á móti því, skinnið,“ sagði Friðgerður. „Það er þá ekki hægt að segja að maður sé alveg hugsunarlaus um börnin sín, með- an maður hefur áhyggjur út af þeim. Ekki viss- um við hvernig áin var.“ „Ég var hálfpartinn að hugsa um að gista, en frænka hélt að þið yrðuð óróleg heima. Alltaf þessi sífelda hræðsla um mann, hvað gamall, sem maður verður,“ sagði Sæja. „Hverslags úlfúð er þetta í þér, manneskja. Það er naumast að þú ert ánægð, þegar þú kemur frá þessum skemmtilega bæ, sem alltaf hefur gert þig svo glaða,“ sagði faðir hennar. „En í þetta sinn hefði líklega verið.betra fyrir þig að sitja heima. Yfir höfuð finnst mér þú hafa haft heldur lítinn ábáta af því, að vera að rápa úr foreldra- húsum.“ „Líklega engan skaða heldur,“ svaraði hún. „Þú hefðir sjálfsagt hvorki komizt 1 kynni við berklaveiki né barneign í lausaleik, hefðir þú setið heima, sagði faðri hennar með nokkrum gusti. Þá skall húshurðin á hæla henni. „Það er nú heldur lítil nærgætni í því að kasta svona löguðu framan í fólk,“ sagði kona hans. „Það er ekki að undra, þó það sé talsvert merkilegt, svona fólk. Það er líka eins og fyrri, bezt að stinga á kýlunum,“ svaraði Hrólfur. Svo varð löng og þung þögn. Sæja var frammi í baðstofunni eitthvað að tala við Ráðu. Svo kom hún inn fyrir aftur og var nú ólíkt hýrari á svip. Hún skilaði kveðju frá Jón- önnu, Ingunni og Bergljótu gömlu, og bætti því við brosandi, að þær hefðu fylgt sér yfir ána, sem væru það góðar til gangsins, að þær hefðu getað það. En Bergljót kæmist nú styttra. Hún sæti bara við að prjóna plögg á fjármanninn á Grænumýri. „Er hún ekki farin út eftir?1' spurði Hrólfur háðslega. Því var ekki svarað. „Er ekki Sæfríður litla orðin stór stúlka?“ spurði Friðgerður. „Jú, hún er bara farin að ganga með stokk- unum,“ sagði Sæja hreikin. „Hún hefði varla verið svo efnileg, ef ég hefði alið hana upp.“ „Það er langbezt fyrir þig að láta Jónönnu hana eftir til fósturs. Það lítur víst ekki út fyrir að það sé fjölgunarvon hjá þeim,“ sagði Frið- gerður. „Ég tók ekkert eftir því,“ sagði Sæja. „Páll hefur engan tíma til neins. Hann þarf að snúast í kringum Grænumýrarbúskapinn,“ sagði Hrólfur. „Nei, hann segist alveg vera laus við- það og er mikið feginn að losna við það umstang,“ sagði Sæja. „Nei, hvernig getur hann verið laus við það?“ spurði faðir hennar. „Hann er búinn að fá fólk í kofana, sem eldar ofan í karlinn og svo hugsar hann um skepnurnar. Þá er það víst vel skiljanlegt. Að minnsta kosti skil ég það vel, þó að ég sé ekki mikil búkona,“ sagði Sæja. „Talaðir þú ekkert um ráðsmennskuna við hann?“ spurði faðir hennar. „Víst gerði ég það, mér til mikillar skammar. Því að hann sagði að mér kæmi sín ráðsmennska ekkert við. Hann stæði við það, sem hann hefði sagt í sumar, að ég gæti tekið við jörðinni og búinu í vor, ef ég vildi, og þá skyldi hausatalan verða sú sama og hún hefði verið í haust,“ sagði hún og reyndi að stilla sig. „En hver skyldi þá vita um þá hausatölu. Sjálfsagt vantar þá kúna og kálfinn, hvað sem öðru líður,“ sagði Hrólfur. „Hann sagði það strax, að hann fengi kúna,“ ‘ sagði Sæja. „En nú er ég búin að taka það í mig að skipta mér ekkert af þessu meir, en fara til Vesturheims í vor. Þá þarf ekki að vera að kýta út af því.“ „Alltaf dettur þér eitthvað í hug,“ sagði móðir hennar. „Ég held mér fyndist ég vera að fylgja þér til grafarinnar, ef ég á eftir að lifa það. Bless- uð láttu þér ekki detta þetta í hug í aivpru. Þvílík vitleysa.11 Það var nokkru seinna að Páll Bergsson fór að ríða út að Koluhóli með stuttu millibili og kom aftur dálítið hreyfur af víni. Jónanna var ekki vön að skipta sér af ferðum hans, en nú talaði hún um það við hann, hvort hann væri svona fátækur heima fyrir, að hann ætti ekki dropa út í kaffi, en þyrfti að fara út að Koluhóli til þess að hressa sig. Annað erindi gat hún ekki skilið að hann ætti á það heimili. Hann hló bara. , Nei, svo aumur er ég ekki, góða mín. Það er líka ólíkt styttra fyrir mig að fara ofan á Möl, heldur en út að Koluhóli. Ég hef bara gaman af að sjá, hvernig sveitungar mínir búa,“ sagði hann. „Ég get ekki skilið að það sé gaman að koma á það heimili,“ sagði Jónanna. „Það er svo sem ekkert flottheimili. Það vant- ar húsmóður þangað. Húsmóðirin er orðin hrörleg og vinnukonan lítið Betri. Það er engin meining fyrir efnaða bændur að fá sér ekki bústýru. Þá er allt fengið um leið,“ sagði hann. „Það langar víst engan til að setjast í það sæti,“ sagði Jónanna. ,.Nóg mun vera til að bíta og brenna á bænum þeim. Og það er ekkert lítið í það varið,“ sagði Páll. „Nú finnst mér þú vera nokkuð líkur Hrólfi á Bakka,“ sagði hún. „Ekki leiðum að líkjast, sjálfum tengdapabba,“ sagði Páll. „Ég hef nú líka heyrt að Haraldur hafi verið að reyna að ná í þig, en þú hafir ekki viljað bíta á öngulinn hjá honum. Hann öfundar mig líka mikið af þér'og það er líka engin undur. Annan eins gimstein fá víst fáir.“ „Nú þykr mér nóg um að heyra til þín,“ sagði hún og kafroðnaði af ánægju. 48. Einn góðan veðurdag á einmánuði reið Har- aldur á Koluhóli í hlaðið á Bakka. Ráða var frammi við og kom til dyra. Gesturinn gerði boð fyrir húsbóndann. Hann var nú ekki heima við. En náttúrlega var hægt að láta hann vita um ferðir hans. Það varð því Friðgerður, sem bauð þessum sjaldséða gesti til stofu. En Ráða geystist um baðstofugólfið og flissaði. „Það er ég viss um að Haraldur er kominn hingað í bónorðsför. Þvílík fínheit á mannskepn- unni. Bara á glansandi brúnelsbuxum og reið- jakka, sem svo stásslegar tölur eru í, áð ég hef aldrei séð annað eins. Ellegar hestarnir. Þvílíkt spik á skepnunum--------“. „Það viía allir að það á enginn maður í sveit- inni eins svínalda hesta og þeir Koluhólsfeðgar,“ sagði Simmi. „Það er líka það eina, sem á er horfandi á því heimili.“ „Allt annað er loðið af ryki, skít og svívirð- ingu,“ botnaði Ráða samtalið, hróðug yfir orð- snilld sinni. „Og nú ætlar hann að fara að biðla til Sæju. Og sannið þið til, hvort ég verð ekki sannspá.“ Það var sent til fjárhúsanna og húsbóndinn kom heim. Og það var setið lengi frammi í stofu og rætt af kappi. Þangað til Sæja kom fram með pönnukökur og kaffi í betri pörunum á bakka handa gestinum. Hann virti þessa snotru bónda- dóttur fyrir sér með ánægjusvip. Hún setti bakkann á borðið og bauð þeim að gera svo vel. Þá dró gesturinn vasaglas upp úr vasa sínum og skellti því á bakkann og sagði glaðlega: ,.Nú skalt þú, Sæjunn mín, ná í pör handa þér og drekka kaffisopa með okkur. Hér er hressandi dropi út í. Helzt ætti móðir þín að koma með sín pör líka, ef ég ætti að vera algerlega ánægður,“ sagði gesturinn. „Láttu nú þetta niður hjá þér, vinur,“ sagði Hrólfur. „Slíka ólyfjan líð ég ekki á mínu heimili. Og varla langar þær í það, mæðgurnar.“ „Ekki það,“ sagði Haraldur hissa. „Páli tengdasyni þínum þykir þó gott að fá út í,“ sagði gesturinn. „Það lét hann aldrei sjást á mínu heimili,“ sagði -Hrólfur. Sæja fór burtu og kom ekki aftur með bollann. Nokkru seinna stóð gesturinn ferðbúinn í dyr- unum og óskaði þess að fá að kveðja þær mæðgurnar. Friðgerður fór fram til gestsins og sagði að Sæja hefði lagt sig. Hún væri svo slæm af höfuð- verk stundum. ,.Er hún ekki orðin vel hress af þessu, sem hún lá í á spítalanum í fyrra?“ spurði Haraldur. „Jú, að minnsta kosti vonar maður að svo sé. En hún fær stundum slæmt kvef, ef það gengur, og verður þá að fara ákaflega varlega með sig,“ sagði Friðgerður. „Það getur nú gengið meðan hún er undir handarjaðri móðurinnar,“ sagði Haraldur. Svo sagði hann ekki meira, enda flýtti húsfreyja sér inn. Hrólfur fylgdist með honum ut fyrir túnið. Það var órækt vináttumerki. Það leyndi sér ekki að það var mikið um að vera. Hrólfur var líka kvik- ur í hreyfingum og órór í sæti sínu þetta kvöld. Lagði aftur hurðina í hvert skipti, sem einhver fór fram, ekki ólíkt að hann óttaðist að leyndar- málið ryki fram úr húsdyrunum til málgefins vinnufólks í baðstofunni. Friðgerði og dóttur hennar leizt ekki meir en svo á háttalag húsbóndans. Það lá eitthvað dul- magnað í loftinu. Loks þegar kyrrð var komin á og Bessi háttaður og sofnaður, byrjaði hann að skýra frá áhugamálum sínum: „Það var nú bara það erindið, sem hann átti hingað í dag, stórbóndinn á Koluhóli, að bjóða þér, Sæja litla, hvorki meira né minna en hús- móðursætið á Koluhóli. Ef þú vildir það ekki, þá ráðskonustöðu þar, svona til að vita, hvort þú gætir fellt þig við heimilið. Þú þarft ekki 'að kvíða því, að þú hafir ekki nóg að skammta á því heimili.“ „Þér hefði verið óhætt að segja honum, að hann skyldi ríða í einhverja aðra átt til þess að fá sér ráðskonu, Við hinu lítur engin manneskja," sagði Sæja. „Nú það þarf kannski ekki lengi að hugsa um svarið. Þú ert líklega eitthvað svipuð systur þinni með merkilegheitin. Henni þótti á sínum tíma betra að troða sér inn í kofana á Barði og éta þar stolinn mat, þangað til hún var orðin leið á því og varð fegin að skríða heim aftur,“ sagði Hrólfur. „Siggi er nú líka heldur myndarlegri maður en þetta naut á Koluhóli,“ greip Sæja fram í, „og heimilið á Barði er bara þrifalegt og konan við- kunnanleg. Hvað sem þeim hefur borið á milli, var ég aldrei hissa á því, þó að henni litist vel á hann, strákgreyið.“

x

Lögberg-Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.