Lögberg-Heimskringla - 04.02.1971, Page 2
2
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 4. FEBRÚAR 1971
Frét+ir fró Seattle
Framhald af bls. 1.
voru fram. Svo tók hin nýja
stjómarnefnd við:
Lloyd Olason,
forseti;
Carl Anderson,
féhirðir;
E^h^1 Vatnsdal.
skrifaxi;
J. Marvin. Jónsson,
vara-forseti;
Ruth Sigurdson,
viðskipta skrifari;
Lýsti forseti yfir að nefnd-
in mundi gera sitt bezta fyrir
félagið og vonaðist eftir góðri
samvinnu félagsmanna. Á
fundinum var staddur Próf.
Hans Bekker-Nielsen, hinn
danSki íslenzku kennari við
U. W. Hann gat þess að vænt-
anlegur væri herra Andrés
Björnsson f r á íslandi og
mundf hann halda fyrirlestra
á U. W. á vegum Icelandic
Club., þann 8. marz n. k.
ÍSLENZKU NÁM
VIÐ U. WASHINGTON
Var byrjað árið 1970, með
námskeið 101. marz-júní. Þar
kenndi ungfrú Laufey Stein-
grímsdóttir frá Reykjavík, er
var sjálf nemandi við háskól-
ann í öðrum fræðum. Á þessu
námskeiði nutu 34 nemendur
kennslu í nútíma íslenzku
máli (Modern-Icelandic). Var
látið vel af þessari kennslu.
En um haustið, sept-des. tók
við kennslunni, próf. Hans
Bekker-Nielsen. Voru þá 12
nemendur. Þessi kennari er
einkennilega íslenzkur-dansk-
ur maður, er minnir á Rasmus
Christian Rask, er hjálpaði til
að stofma hið íslenzka Bók-
menntafélag og sem skáldin,
Þorsteinn Erlingsson og Hann-
es Hafstein, hafa ort makleg
lofkvæði um, er gert haf'a
manninn ógleymanlegan ís-
lending.
Nú stendur yfir þriðja nám-
Skeiðið — 103 frá jan. til marz
1971 og er Bekker-Nielsen
kennarinn. Því miður eru enn
færri nemendur, bara átta.
Kennarinn hefur bezta orðstír
og er mjög fær Aðal ástæðan
sýnist vera tímaleysi og pen-
ingaleysi. Háskólaráðið vill
halda áfram með þrjú nám-
skeið á ári svo það er vonandi
að fleiri muni nota þetta tæki-
færi í framtíðinni, og það
verði hægt að halda áfram.
ÍSLENZKAR MESSUR
HALDNAR í SEATTLE
Um þetta hefur verið litið
verið skrifað í L.-II. síðan að
íslenzkur prestur hætti hér
þjónustu árið 1955. Hafa samt
verið» íslenzkar messur einu
sinni á ári, oftast um jóla-
leytið,. Þá predikaði séra G.
P. Johlison fyrst framan af og
svo tók við séra Kolbeinn
Sæmundsson. Síðastliðið ár,
1970 voru haldnar tvær mess-
ur, um páska og jólin. Fyrir
þá seinni predikaði séra Eric
Sigmar én séra Kolbeinn flutti
þar einnig stutta ræðu. Tani
Bjornson og frú Svava Sigm-
ar sungu einsöngva sem sér-
stáklega setti hátíðisblæ á
messuna.
NÝ ÍSLENZK
PRESTKONA í SEATTLE
Hún heitir Allene og er
systurdóttir Halldóru Bjarna-
dóttur, hinnar þjóðfrægu.
Maður Allene’s heitir Walter
Morris og er þjónandi prest-
ur við Our Redeemer’s Luth-
eran Church hér í Ballard.
DÁNARFREGNIR
Þann 2. desember, 1970 and-
aðist að Elliheimilinu Staf-
holt, Blaine, ekkjan, Margrét
George, 96 ára. Hún var dótt-
ir Karvels Gíslasonar og ætt-
uð af ísafirði. Hana syrgja 3
börn, Dan og 2 dætur, Freda
Rundle og Leona Gjosund,
búsett í Seattle, en fjögur eru
dáin. Hún var jarðsett í
Seattle, kveðjumál flutti séra
K. Simundsson.
* * *
Þann 1. nóv. 1970, andaðist
að Elliheimilinu Stafholt í
Blaine, Wash., Sigurður S.
Thorðarson, 83 ára. Hann var
jarðsettur í Blaine grafreit og
flutti þar kveðjumál lútersk-
ur prestur. Sigurður heitinn
var fæddur í Rangárvalla-
sýslu, faðir hans, Sigurður
Thorðarson skósmiður en
móðirin hét Guðríður. Hann
lærði skósmíði á íslandi en
fluttist til Vesturheims árið
1909, þá 22 ára. Hann hætti
við skósmíði hér en stundaði
ýmsa aðra atvinnu. Hann var
einn af stofnendum íslenzku
kirkjunnar í Seattle; var söng-
elskur og stöðugur meðlimur
söngflokksins. Tryggur með-
liipur var Siggi í lestrarfélag-
inu Vestri og stofnandi í Ice-
landic Club of Greater Seattle.
Hann var í fyrra heimsstríð-
inu en kom ómeiddur heim.
Siggi var snyrtimenni og vin-
sæll, en ókvæntur. Nánir ætt-
ingjar eru fimm hálfsystur,
allar búsettar hér á Kyrra-
hafsströnd.
Jón A. Magnússon.
Fréffir frá fslandi
Framhald af bls. 1.
og hefur svo verið allt frá
stríðslokum. Friðrik tók síðast
þátt í þessu móti í hitteðfyrra.
Margir sterkir skákmenn
verða meðal þátttakenda á
móti þessu.
Alls bárust á land 719.600
lestir af fiski á árinu 1970.
Þorskafli nam þar 469.000 lest-
ir, loðna 190.950 lestum, síld
45.000 lestum og annar afli
var rækja humar, hörpudisk-
ur, grásleppa og fleira. Bol-
fiskaflinn var um 20 þús. lest-
um meiri 1970, en árið áður.
Vestmannaeyjar eru sem
fyrr langhæsta verstöðin með
liðlega 170 þúsimd lestir af
fiski, en þar af er bolfiskur
liðlega 70 þús. lestir, loðna
tæplega 100 þús. lestir auk
annars.
Lætur nærri að 25% alls
ársafla landsmanna komi frá
Vestmannaeyjum í ár. Önnur
hæsta verstöðin er Grindavík
með um 46 þús. lestir af bol-
fiski og nokkur þús. lestir af
loðnu. Þriðja hæsta verstöðin
er Sandgerði.
Búizt er við talsverðri aukn-
ingu í aðsókn brezkra togara
á íslandsmið á þessu ári, eink-
um síðari hluta ársins. Er
reiknað með að brezkir út-
hafstogarar hætti að mestu
veiðum við Noreg eftir fyrstu
tvo mánuði ársins, bæði vegna
breyttrar fiskgengdar og
breytinga á landhelginni, en
snúi sér þess í stað að miðum
við ísland og Bjamarey, og
á Barentshafi, n o r ð u r af
Noregi.
Konur á íslandi mega til
jafnaðar reikna með að verða
76,2 ára gamlar. Það er þó
ekki hæsti meðalaldur í heim-
inum heldur næsthæsti. Ör-
litlu eldri verða konur í Sví-
þjóð og Hollandi, en þar er
meðalaldur 76,5 ár. 1 Noregi,
Frakklandi og Úkraníu er
meðalaldur kvenna 75 ár.
Þetta kemur fram í árlegri
manntalsskýrslu Sameinuðu
þjóðanna fyrir árið 1969.
íslenzka írímerkjasýningin,
sem Islands-klubben og Mot-
iv-klubben gangast fyrir í
Gautaborg var opnuð fyrir
stuttu. Aðalræðismaður ís-
lands, Bjöm Steenstrup, opn-
aði sýninguna, sem er hluti
af íslandskynningu hér en auk
hennar eru Loftleiðir hér með
kynningu og sýndar eru ís-
lenzkar ullarvörur. íslands-
kynning þessi er haldin í til-
efni 350 ára afmælis Gauta-
borgar og verður líka sýnd
íslenzk list.
Tómas Guðmundsson skáld
átti sjötugsafmæli 6. janúar.
V a r afmælisins minnzt á
margan hátt af vinum og að-
dáendum skáldsins. í öllum
dagblöðunum var skáldsins
minnzt og ennfremur helgaði
Ríkisútvarpið honum dagskrá
sína. Þá e f n d i Leikfélag
Reykjavíkur til samkomu í
Iðnó, þar sem nokkrir lista-
menn fluttu ljóð eftir skáldið,
bæði með upplestri og söng.
Var húsið troðfullt og urðu
fjölmargir frá að hverfa. Voru
samkomugestir á ý m s u m
aldri, en áberandi var þó
hversu margt ungt fólk sótti
samkomuna.
ICELAND - CALIF0RNIA C0
Bryan (Brjann) Whipple
Import and Sale of lcelandic
Woolens, Ceromic, Etc.
1090 Sonsome, San Fronciseo CA94111
Wanted for cash: Older
lcelandic Stomps and Envelopes
LOPI - WOOL
NOW AVAILABLE
IN CANADA
From:
HOUSE OF YARN
939 Portage Ave.,
WINNIPEG. PHONE 783-3139
»
FRAN'S YARN SHOP
303-33rd Street W.
SASKATOON, SASK.
PHONE 652-1492
•
YARN PARADISE
ARBORG, MAN
•
Approximate cost for
one Sweater $12-$15
Patterns Available.
Mail Orders Welcome.
EINARS0N - ENTERPRISES
WINNIPEG, CANADA
(Á „Yum dögunum" fer fram kynning í fylkinu á hinum margvíslega mat og
drykk sem framleiddur er í Manitoball!)
Manitoba Department of Industry & Commerce
o HON. LEONARD S. EVANS, Minister LEONARD REMIS, Deputy Minister