Lögberg-Heimskringla - 04.02.1971, Blaðsíða 3
3
LÖGBiiiRG-HEIMSKRINGLA, u IMMTuDAGINN 4, FeBRÚAR 19/1
Bréf frá Lundar
Ekki hef ég mikið af frétt-
um að skrifa, allt gengur sinn
vanagang með búskapinn, og
tíðin mátt heita góð, aðeins
einn reglulegur byldagur, og
fólk gat farið allra sinna
ferða um hátíðarnar að heim-
sækja vini og kunningja og á
Lundar er mikið um skemmt-
anir, danssamkomur og „Curl-
ing“ sem unga og miðaldra
fólkið tekur þátt í, en við þau
eldri sitjum heima og höfum
rólegheit í hlýjum húsum og
tölum mikið í síma við vini
okkar og horfum á sjónvarp
(TV).
Börnin mín öll og barna-
börn hafa heimsótt mig í vet-
ur. Það er töluvert mikið af
„Flu“, og kvefi á Lundar en
við hér sloppið við það enn
sem komið er.
Snjóplógar halda öllum
brautum opnum svo fólk ferð-
ast á bílum sínum og megum
við vera þakklát, sem lifum
hér á milli vatnanna, að sleppa
við snjóflóð og hamfarir nátt-
úrunnar, sem sagt er frá dag-
lega í útvarpinu að eigi sér
stað bæði austur og vestur
frá, og heyrist ekki oft um
jafn mikinn snjó eins og nú
er í Vancouver.
Björg Björnsson.
Hvít lýgi
Smásaga eflir LEO LARGUIER
Hægt var að segja — án
þess að þjarma um of að
sannleikanum — að César
Aubert, pósturinn í Japavaire-
héraði, væri skáld. Hann orti
nefnilega vers stöku sinnum.
Ekki svo að skilja, að nafnið
hans væri þekkt í París og
stóru blöðin kæmu með ljóð-
in hans á prenti; nei, en skáld
var hann engu að síður, —
nýtízku sveitaskáld, á sinn
hátt.
Hann sóttist hvorki eftir
frægð né sæmd, en það bjó
sólskin í sálu hans og músík
hljómaði í hjarta hans; það
var allt og sumt. Stærsta gleði
hans var stjörnubjört nótt,
þytur í trjákrónunum að
morgni dags, fallegt gamalt
tré eða þá landslagið, sem
hann þekkti svo vel og mundi
frá bernsku sinni. Öll þessi
stemning varð að ljóði, og
hann orti ljóðin sín á sveitar-
mállýzku sinni; þau voru
skrifuð þar sem hann áði við
vegkantinn. Þannig lifði hann
sínu skáldlega lífi. Hann eltist
að árum án þess að hljóta
lárviðarkrans, en — eins og
hann svo oft sagði í spaugi —
þá var ekki amalegt að eign-
ast slíkan krans eftir að hann
yrði atvinnulaus.
í þrjátíu löng ár hafði hann
kynnzt héraðinu á daglegum
göngum sínum með póstinn.
Hann þekkti sérhvern blett,
hvern krók og kima, og vissi
um allt sem gerðist. Hann
þurfti að lesa bréfin upphátt
fyrir fleiri en einn móttak-
anda í héraðinu, því að þeir
áttu stundum bágt með „að
lesa skrift“. Smám saman
þekkti hann rithandir þeirra
sem skrifuðu bréfin. Þess
vegna gat hann t. d. séð
hvenær bréf komu frá Ballut,
sem var í Indókína. Hann
s k ý r ð i1 foreldrum sínum í
bréfunum frá vikapiltinum
sínum, hrjsuppskerunni, verð-
laginu á fendbúnaðarafurðun-
um í hinu fjarlæga landi, —
og gömlu hjónin brostu ham-
ingjusöm, þegar César las allt
þetta upphátt fyrir þau. Og
þegar bréf kom frá Berthe
Lilaire, ungri stúlku, sem
hann hafði þekkt frá því hún
var í vöggu; nú hafði hún
fengið starf í stórborginni ...
Stöku sinnum kom hún heim
í sveitina og var þá með vott
af andlitsfarða á sínum ungu
kinnum, í „fínum“ fötum
samkvæmt nýjustu tízku og
hafði borið á sig meira ilm-
vatn en fyrirfannst í allri
blómaverzlun sveitarinnar.
Glaðastur var César þegar
bréf barst ekkjunni Lenotre,
en hún hafði verið draumadís
hans þegar bæði voru um
t v í t u g t. Hún giftist svo
Amelone Lenotre, en sjálfur
kvæntist hann Marie Lom-
bard. í þessu lífi hlaut maður
einatt það sem maður hafði
sízt af öllu ætlað sér að fá.
í dag var einmitt bréf til
ekkjunnar. Það var frá París,
en það var ekki rithönd son-
ar hennar, Francois, á bréf-
inu. Bara að það væri nú ekki
slæmar fréttir. á
Ungi maðurinn hafði gefið
út ljóðabók undir dulnefninu
Tristan Lenoir. César hafði
lesið hana. Og fyrsta útgáfan
hafði verið tileinkuð ungfrú
Sabioncella, s e m var víst
söngkona við eitthvert leik-
hús. En ungi maðurinn virt-
ist samt ekki hamingjusamur,
þegar hann kom síðast í heim-
sókn. Nei, söngvar hans voru
víst engir Rómeó-söngvar...
Frú Lenotre geymdi bókina
á öruggum stað, en hún hafði
aldrei verið neinn lestrarhest-
ur um dagana, og auk þess
fór bókin atarna í taugarnar
á henni. Hún hafði haft aðrar
fyrirætlanir um framtíð son-
ar síns. Hana hafði dreymt
um, að hann yrði forstjóri
fyrirtækis, fulltrúi í ráðu-
neyti, en rithöfundur ... nei,
það fannst henni engu lagi
líkt.
Pósturinn hraðaði för sinni
að húsi Lenotre. Hann vissi,
að hún lá rúmföst, en hann
hafði ekki heimsótt hana í
vikutíma.
I því sem hann gekk upp
tröppurnar k o m læknirinn
innan úr húsinu. César spurði
hann, hvernig sinni gömlu
vinkonu liði.
„Illa, mjög illa,“ svaraði
læknirinn og hristi höfuðið.
„Sjúkdómurinn hefur aðeins
lagzt þyngra á hana, kraftarn-
ir rénað, og hún á varla eftir
nema einn eða tvo daga.“
César gekk inn í húsið.
Frú Lenotre lá í móki og
heyrði hann ekki koma. Á
kommóðunni stóð mynd af
Francois í plussramma við
hliðina á vasa með blómum.
Hann vildi ekki vekja gömlu
konuna, heldur settist við
gluggann, tók bréfið upp úr
tösku sinni og opnaði það.
Hann var hvort sem er van
ur að lesa bréfin fyrir hana
áður en hann færi aftur.
Innihald bréfsins var aðeins
stutt tilkynning frá einum af
vinum Tristan Lonoirs þess
efnis, að ungi maðurinn væri
látinn; söngkona Vera Sabion-
cella hafði myrt hann. Hann
lét eftir sig h a n d r i t sín
o. s. frv.
Gamla konan opnaði augun,
þegar César hóstaði. „Nei, ert
það þú, César minn,“ sagði
hún veikri röddu. „Ertu með
bréf til mín? Æ, flýttu þér
að lesa það fyrir mig.“
Hún leit á César eftirvænt-
ingarfull, en hann ræskti sig
og deplaði augunum eins og
honum þætti birtan óþægileg.
Svo las hann:
Elsku móðir mín!
Ég sendi þér nú fáeinar lín-
ur, svo þú farir ekki að ótt-
ast um mig. Mér líður vel og
hef undirritað samning við
útgáfufyrirtæki um prentun
næstu bókar minnar. Eftir
mánuð eða svo kem ég heim
og eyði fríinu hjá þér,
mamma litla.
Þinn sonur,
Francois.
Hamingjuríkt bros breidd-
ist yfir gamalt andlitið, sem
merkt var dauðanum. Hún
krosslagði hendurnar og féll
aftur í mók. César stóð kyrr
andartak og horfði á hana. —
Rúmri viku síðar fylgdi
hann sinni gömlu draumadís
til grafar, ánægður í þeirri
fullvissu sinni, að skáldskap-
arhæfileikinn hefði þó fært
einni mannssál hamingju og
gleði, enda þótt það væri
reyndar á dauðastund.
Heimilisblaðið.
Business and Professional Cards
ÞJÓÐRÆKNISFÉLAG ÍSLENDINGA í VESTURHEIMI
Forseíi: SKÚLI JÓHANNSSON
587 Minio Streel, Winnipeg 10, Manitoba
Siyrkið félagið með því að gerasi meðlimir.
Ársgjald — Einsiaklingar $3.00 — Hjón $5.00
Sendisi til fjármáiariiara
MRS. KRI5TIN R. JOHNSON
1059 Dominion Si., Winnipeg 3, Maniioba.
Phone: 783-3971
Building Mechanics Ltd.
Pafntíng - Decoratir.s - Construction
Renovatinc - Rcal Estate
K. W. (BILL) JOHANNSON
Manager
938 Elgin Avenue Winnipeg 3
A. S. BARDAL LTD.
FUNERAL HOME
843 Sberbrook Síreet
Selur líkkistur og annast um
útfarir. Allur útbúnaður
sá bezti
Siofnað 1894 774-7474
Goodman and Kojima Electric
Electrical Contractors
770 Eilice Ave., Winnipeg 10
774-5549
ARTHUR GOODMAN M. KOJIMA
772-5561 533-6433
Evenings aml Holidays
774-7855
ESTIMATES FREE
J. M. Ingimundson
Re-roof. Asphalt Shingles, Roof Repairs,
Install Vents, Insulation and
Eavcstroughing.
774-7855
632 Simcoe St., Winnipeg 3. Man.
Selkirk Funeral Chapel Ltd.
Director: GARTH CLARY
Licensed Embalmer
Serving Selkirk and Interlake areas
Ambulance Scrvice
Call Selkirk Phone 482-6284 Collect
209 Duffcrin Ave., Selkirk, Manitoba
S. A. Thorarinson
Barrister & Solicitor
800-356 MAIN STREET
Office 942-7051
Residence 489-6488
Skúli Anderson
Custom Jewellery Engraver.
810 PARIS BLDG.
259 PORTAGE AVE.
Office: 942-5756
Home: 783-6688
Divinsky, Birnboim & Company
Chariered Accountanis
707 Monireal Trust Bldg.
213 Noire Dame Ave.
Wlnnipeg 2,
Telephone: 943-0526
Benjaminson Construction Co.
Ltd.
1425 Erin Sireei,
Winnipsg 3,
Ph: 786-7416
GENF.RAI, CONTRACTORS
E. BF.NJAMINSON, Manaser
Lennett Motor Service
Operated by MICKEY LENNETT
IMPERIAL ESSO PRODUCTS
Hargrave & Baunatyne
MINNIPEG 2, MAN.
Phone 943-8157
HALLDOR SIGURDSSON
AND SON LTD.
Laihing and Plasiering
Coniraciors
H. Mel Sigurdson, Manager
Office and Warehouse:
1212 Si. Mary's Rd., Winnipeg 8
Ph. 256-4S48 Res. 452-3000
TALLIN, KRISTJANSS0N
PARKER & SMITH
Barristers & Solicitors,
210 Osborne Street North,
WINNIPEG 1, MANITOBA,
Area Code 204,
Telephone No. 775-8171
The Wesfern Paint Co. Ltd.
521 HARGRAVE ST. WINNIPEG
“THE PAINTERS
SUPPLY HOUSE”
! j SINCE 1908
943-7395
J. SHIMNOWSKI, President
A. H. COTE, Treasurer
Minnist
BETEL
í ®rfðoslcrórr* vðo»
Asgeirson Paints & Wallpapers
Ltd.
BUILDING MATERIALS
696 Sargeni Avenue
Winnipeg 3, Maniioba
• AU types of Plywood
• Pre-finish doors and
windows
® Aluminum combination
doors
® Sashless Units
® Formica
® Arborite
• Tile Boards
® Hard Boards etc.
• Table Legs
Phones:
783-5967 783-4322
FREE DELIVERY
RICHARDSON & COMPANY
Parristers and Solicitors
274 Garry Street, Winnipeg 1, Manitoba Telcphone 942-7467
G. RICHARDSON, Q.C.
C. R. HUBAND, LL.B.
W. NORRIE, B.A., LL.B.
G. M. ERICKSON, B.A., LL.B.
J. F. R. TAYLOR, LL.B.
VV. S. WRIGHT, B.A., LL.B.
W. .1. KEHLER, B.A.., LL.B.
E. C. BEAUDIN, B.A., LL.B.
“GARTH M. ERICKSON of thc firm of Richardson & Company attends at the
Oimli Crr*dit Umon Office. Gimli, 4:00 p.m. to 6:00 p.m. on the first and third
Wednesday of each month.”