Lögberg-Heimskringla

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmars 1976næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    29123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Lögberg-Heimskringla - 18.03.1976, Blaðsíða 4

Lögberg-Heimskringla - 18.03.1976, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 18. MARS 1976 LÖGBERG-HEIMSKRIHGLA PUBLISHED CVCIVY THURSDAY BY LOGBERG-HEIMSKRINGLA PUBLISHING Co. Ltd. 67 ST. ANNE'S ROAD, WINNIPEG, MANITOBA R2M 2Y4 CANADA * TELEPHONE 247-7798 ■DlTORi CAROLINE GUNNARSSON PRCBIDENT, K. W. JOHANNSON, VICK-PRCSIDCNT, DR. L. S1GURDSON, sccretaKy-trcasurer, cmily benjaminson, ADV'T MANAGER, S. ALECK THORARINSON SUBSCRIPTION S 16.00 PER YEAR — PAYABLE IN ADVANCE — SECOND CLASS MAILING RCGISTRATION NUMBER ISS7 — PRINTCD BY GARDiffR PRINTING LIMITED — PHONE 247-8140 ÞEIM RENNUR SALT BLÓÐ f ÆÐUM „Það er eins og það gleymist oft að við erum sævar- þjóð,” sagði ungur maður á austurströnd Kanada í sjón- varpinu nýverið. Hann er skipasmiður í Lunenburg, Nova Scotia, og tók þá iðn í arf frá íorfeðrunum í fimmta lið. í Lunenburg víkinni settust að Svisslendingar, franskir mót- mælendur (Hugonot) og þjóðverjar á miðri átjándu öld og nú er talið að röskur helmingur íbúanna sé af þýskum upp- runa. Flestir þýsku innflytjendanna voru bændur, en hafið tók þá að sér og ól þá upp í sjómenn og skipasmiði, sem standa ekki öðrum skipasmiðum að baki enn þann dag í dag. Kanadamenn ættu að velta vel fyrir sér tíu-centa skild- ingum áður en þeir sleppa þeim úr greipum sér. Á þeim er mynd af fiskiskútunni “Bluenose.” Hún stundaði fiski- veiðar af kappi á Atlantshafi í vetrarvertíðum, en á sumrin sigraði hún jafnan í kappsiglingumf við skip, sem bandarísk- ir auðmenn létu byggja til þess eins að stunda kappsigling- ar. “Bluenose” var smíðuð af skipasmiðum í Lunenburg. Skipherrann, Captain Walters, var afkomandi frumbyggj- anna þar og áhöfnin öll þaðan. Fyrstu innflytjendurnir urðu að smíða sér báta til að komast á sjóinn og leita sér bjargar, sagði ungi skipasmiður- inn, og svo þróaðist iðnaðurinn og sjómenskan mann fram af manni þar á Atlantsströnd Kanada. Næst komu í sjónvarpið gamlir sjómenn í Nova Scotia og Nýfundnalandi. Þar vantaði aðeins eitt á að þetta yrði skemmtilegasti sjónvarpsþáttur ársins. Karlarnir hefðu átt að róla inn á senuna fyrir augunum á manni, því kempur sem hafa stigið af sér haföldur alla ævi, hafa allt annað göngulag en landkrabbar, og knáum sjómönnum verður ekki fótaskortur í þungum sjó. „Okkur rennur salt blóð í æðum,” sagði einn karlinn á Nýfundnálandi. Hann byrjaði að stunda sjó níu ára gamall og hélt því áfram fram á elliár. Foreldrar hans voru fátækir, sagði hann, þeir áttu ekki annars úrkosta en að senda hann á sjóinn, og þar hlaut hann alla sína menntun. Ungur réði hann sig stundum á skip, sem fluttu vínföng milli landa á vínbanns árunum, því meira var upp úr því að hafa en þorskinum. Þá fékk hann $5.00 fyrir bverja klukkustund á skipsfjöl, en það var á við $25.00 nú á dögum. Þetta var ekki svo afleitt fyrir sjómenn yfirleitt, sagði karlinn, því á þeim árum gátu þeir fengið fullan brúsa af áfengi fyrir sex cent ef þeir lögðu sjálfir til brúsana. Þessir gömlu sjómenn höfðu frá mörgu að segja, á sér- kennilegum alþýðu mállýskum Nýja Skotlands og Ný- fundnalands. — Þetta eru hraustir djarfir og ósérplægnir menn, sem fram í háa elli hafa haldið lífsgleðinni þrátt fyrir harðrétti og þröngan kost. Þeir hafa oftsinnis á ævinni telft upp á líf og dauða við ofurefli hafsins, stigið af sér öld- urnar og fært þjóð sinni björg í bú. Þeir sverja sig í ættir feðranna, sem smíðuðu sér báta af iitlum efnum og lögðu grundvöll að sjávarútvegi þjóðarinnar á eigin spýtur. Sjómannastett þessarar þjoðar hefur þróast mann fram af manni í sjávarfyikjunum á austurströnd landsins, og enn er skipasmíði arfgeng iðn í Lunenburg. Þjóðarhagurinn nýt- ur góðs af afurðum hafsins fyrir dugnað og þrautseigju kanadískra sjómanna, því iandsstjórnm hefur upp að þessu látið sig litlu skipta lífsbaráttu þeirra og framtíð sjávarút- vegsins í Kanada. Hún virðist ekki koma auga á bjóðar- haginn í því að verja rétt sjómanna, þeir eru olnbogahörn þjóðíélagsins. Erlendum veiðiþjófum lýðst að ganga á rétt þeirra eftir vild og ræna auðlindir hafsins við strendur lands ins, án þess að þeim sé svo mikið sem gefið hornauga af þeim sem völdin hafa. Ef ein og sama þjóð byggir þetta land, er hún sævar- þjóð og henni ber að standa saman og halda vörð um þjóð- arhaginn. C.G. SyjÆ „Heldurðu að nokkur mann- eskja hafi gert sér það til skammar að láta brennivín í kjötkássuna handa þessari blessaðri skepnu?” sagði kona við mig um daginn. Við sátum nefnilega við að sötra svart kaffi og horfa á auglýs ingar í tívíinu, og stjaman var köttur, sem dansaði eins og ballerína og vinkaði, fyrst með öðru auganu, svo með hinum, eins og hann hefði lært að flirta í fínasta dömu- skóla. „Þetta er víst kisa en ekki kisi,” sagði ég, „og þess vegna dettur mér ekki í hug að hún sé full af öðru en kjötkássunni, sem þeir eru að reyna að selja okkur handa köttunum okkar, ef við ættum ketti.” „Jæja, ég trúi nú samt ekki að kettir verði svona af " eintómu vítamíni, ég veit að ekki fer það svona í fæturn- ar á mér og ég get haldið augunum í mér kyrrum þó ég éti dýrar pillur á hverjum degi.” „Það væri svo sem engin synd að gefa ketti sjúss ef hann hefur svona gott af því, sagði ég, „en þetta gutl er svo rándýrt, að þessir náung ar fara ekki að hræra því saman við dósagraut handa köttum, þó þeir séu að búa til auglýsingar til að selja grautinn.” En auglýsingamönnum get ur samt dottið margt í hug og þeir mundu kannski ekki sjá eftir því að skvetta ein- hverju góðu í kött ef þeir gætu grætt á því peninga. — En ég sagði bara við vinkonu mína að ef nokkuð væri á markaðnum, sem gæti gert okkur eins skemmtilegar og þennan kött skildi ég kaupa okkur tár út í kaffið. „Hvað gerði það okkur svo sem gott?” sagði hún. „Svona lagað fer ekki vel með gráu hári. Svo ertu með hrukkur eins og hrafnsklær í kring- um augun o‘g þau eru alltaf hálflokuð eins og þú nennir ekki að líta í kringum þig.” Mér sámaði þetta af því ég öfunda kisuna í tívíinu af augunum. Þau eru svo stór og galopin og hún kann að vinka þeim sitt á hvað. — Þetta hef ég aldrei getað lært, þó ég hafi margreynt það á langri ævi, og þó mig gruni að það geti verið eitt- hvert trikk í þessum auglýs- ingum, langar mig til að fá kisu lánaðan og vita hvort hún getur ekki menntað mig í þeim listum, sem hún kann betur en allar aðrar dömur sem ég þekki. C.G. FRIÐARBÁTUR HEIMSINS RUGGAR Á ÖLDUM FISKISTRÍÐA Hinn 15. mars hófst haf- réttarstefna Sameinuðu þjóðanna í New York. — Hinn 7. mars birtist í blað- inu St. Paul Pioneer Press í St. Paul Minnesota, grein eftir John Barbour blaða- mann hjá Associated Press sem hér fer á eftir lauslega þýdd: Fiskimenn eru í uppnámi og óreiða á heimshöfunum fer vaxandi. Islensk varðskip inngirða breska togara í Norður At- lantshafi. Fallbyssubátar í Burma gerðu í fyrra árás á fiskimenn frá Thailandi að veiðum við strendur lands- ins. Italskir sjómenn flýðu skothríð varðbáta á Tunisia. Um allan heim er geðæs- ing. Skip eru tekin föst, haf- inu skipt í svæði eins og byggingarsvæðum borganna. 1 sjónum við strendur marg- ra landa. þar sem fiskurinn tímgast og margfaldast, er alltof krökt af fiskimönnum. Nú hefur þing og öldunga- deild Bandaríkjanna sam- þykkt lög um að færa fiski- veiðilögsögu Bandaríkjanna út í 200 mílur í ár eða næsta ár og þar með hleypt af skoti yfir framstafn erlendra fiskiskipa. Landhelgin er nú sem stendur 12 mílur. Rússneska blaðið Pravda tilkynnti í janúar að Rúss- land mundi styðja 200 mílna fiskveiðilögsögu strandríkja, en þó veiða rússneskir og jap anskir fiskimenn verst út úr útfærslu bandarískrar land- helgi. Við þessar horfur hefst hin þriðja hafréttarstefna Sameinuðu þjóðanna. Tvær fyrri tilraunir til að koma á samningi, sem næði yfir allt viðvíkjandi notkun hafsins mistókust. Jafnvel áður en stefnan skyldi hafin, fann ísland nauðsyn. á að rjúfa stjórn- málasamband við Bretland og veiðiflotar beggja þjóð- anna berjast um auðug fiski- mið í Norður Atlantshafi. Augljós hætta stafar af á- framhaldandi kyrrstöðu í þessum málum. — Ef ekki vinnst að ná alþjóða samn- ingum, halda þjóðirnar áfram að fylgja fram eigin stefnu. — í sumum tilfellum beita þær valdi og vopnum til að staðfesta 200 mílna fiskveiðilögsögu. — Nú sem komið er, er hægt að skýra ástandið með því að segja að enginn eigi hafið eða að allir eigi hafið. Hið fyrrnefnda hugtak kalla lögfræðingar res nullius, hið síðarnefnda res communis. Undir nú ríkj andi reglum res nullius hef- ur verið framin rányrkja á öllum lífverum hafsins. Hval ir hafa verið veiddir þar til þeir eru nær því gereyddir, og gengið hefur verið í fiski- stofninn við strendur margra landa. I eina tíð var gnótt síldar, þorsks og lúðu við strendur Nýja Englands ríkj anna ,en nú eyðist stofninn óðum fyrir aðgerðir rúss- neska flotans, sem veiðir ut- an 12 mílna takmarkanna þar. Þjóðirnar leita betri úr- lausnar. En í millitíðinni verða hörð átök á hafinu mönnum stundum að bana. I fyrra var 19 ára gamall sjómaður veginn þegar fall- byssubátur í Tunisiu hleypti af skothríð gegn ítölsku fiskiskipi á flótta af miðum landsins. Áður en sú deila leystist voru 12 ítölsk skip tekin föst, og í reiði sinni börðu sjómenn á Sikiley til óbóta Tunisíumenn, sem eru þar búsettir. Að lokum komust þessar þjóðir að nýjum samningum þegar hinn gamli var útrunn inn. Tunisia samþykkti að leyfa ítölskum sjómönnum að veiða á miðunum. ítalía gekkst inn á að kaupa mikl- ar byrgðir af olíuviðar olíu af Tunisia, veita þjóðinni 48 milljón dollara lán og borga henni árlega í þrjú ár 3 milljónir dollara fyrir að fá að veiða á miðunum. Aðeins 100 mílur hafsins skilja að Italíu og Tunisiu og 100 mílur Adriahafsins eru á milli Sikileyar og Júg- óslavíu. Fiskurinn heldur sig frekar í skjóli klettanna við strendur Júgóslavíu en við sendnar strendur Italíu. Afleiðingin er sú ,að ítalsk ir sjómenn elta fiskinn að ströndum Júgóslavíu og þetta hefur valdið skærum milli júgóslavneskra varð- skipa og ítalskra fiskiskipa. Veiðiskipin hafa verið tekin föst og fiskimennirnir sekt- aðir. Svo hafa þeir siglt aftur í sama kjölfar og byrjað veið ar á ný. Samningur, sem þess ar þjóðir gerðu með sér í fyrra, hefur ekki orðið til þess að greiða úr vandræðun um. Síðastliðinn nóvember gerði fallbyssuskip í Tunisia árás á togara frá Thailandi, söktu einum þeirra og drekktu 23 sjómönnum. Þetta var hið alvarlegasta margra átaka Thai sjómanna við nágrannaþjóðir. Um tvær milljónir Thaimanna stunda fiskiveiðar og út- fluttningur þeirra á sjávaraf urðum fer vaxandi. Tekjur af þeim námu 10 milljónum dollara síðastliðið ár. Um mikið er telft hvort heldur stórþjóð eða smáþjóð á í hlut. Þær þjóðir, sem gera út stæstu fiskiflotana, gera þráfaldlega innrásir á fiskimið annarra þjóða, en

x

Lögberg-Heimskringla

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
0047-4967
Tungumál:
Árgangar:
60
Fjöldi tölublaða/hefta:
2323
Gefið út:
1959-í dag
Myndað til:
15.12.2018
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Fréttablað í Winnipeg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað: 10. tölublað (18.03.1976)
https://timarit.is/issue/163931

Tengja á þessa síðu: 4
https://timarit.is/page/2232845

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

10. tölublað (18.03.1976)

Aðgerðir: