Lögberg-Heimskringla - 18.03.1976, Blaðsíða 8

Lögberg-Heimskringla - 18.03.1976, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 18. MARS 1976 'Híibpt oq JJkohid £fiÍA tjCUldcVl ýaAdMlAáJDn Breska eftirlitsskipið Hausa kom nýlega inn á Norðfjörð með fótbrotinn mann. Var maðurinn með lélegt gips um fót- inn og var skipt um umbúðir og fékk maðurinn síðan að fara aftur um borð í skipið, þar sem læknar töldu ekki þörf á því að hann væri í sjúkrahúsinu á Neskaupstað, enda voru fyrirmæli dómsmálaráðuneytisins þau, að ef ekki væri þörf á því að maðurinn legðist inn í sjúkrahús skyldi hann aftur sendur um borð. Samkvæmt upplýsingum Péturs Sigurðssonar, forstjóra Landhelgisgæslunnar, var 31 togari að veiðum fyrir Norð- austurlandi, allflestir á friðaða svæðinu úti fyrir Langanesi. Fjórar til fimm freigátur gættu skipanna, 4 dráttarbátar og 2 aðstoðarskip, alls 11 skip, að verja 31 breskan togara, en búist var við að ein freigátan væri á förum heim til Bret- lands. Pétur sagði að varðskipin hefðu verið að stelast inn á milli togaranna og hefði þeim gengið dável að trufla veiðar þeirra. Tveir bílar fuku í Oddsskarði í byrjun mánaðarins. Annar bíllinn var mannlaus, hafði verið skilinn eftir vegna óveð- urs, en hinn fór sex veltur með bifreiðarstjórann og farþega hans innanborðs. Fólkið slasaðist ekki, en þó var stúlka í bílnum lögð inn í sjúkrahúsið á Neskaupstað.til öryggis. Ríkisstjórnin hefur staðfest ákvörðun verðlagsnefndar um hækkun á neyslufiski, en hún fylgir í kjölfar hækkunar á almennu fiskverði. Hvert kg af ýsuflökum hækkar úr 204 krónum í 253 krónur eða 24%. Kg af ýsu með haus hækkar úr 91 krónu í 114 krónur eða 25,3%. Hvert kg af þorskflökum hækkar úr 204 krónum í 251 krónu eða 23%. Hvert kg af þorski með haus hækkar úr 91 krónu í 113 krónur eða 25%. Samkv. gengisskrá númer 47 — 9 mars 1976 eru 175.60 ísl. kr. í einum kanadískum dollara. (175,60 ísl. kr. sama og $1.00) Eg reyndi þvínæst að reka bílinn í bakkgír en það tókst ekki. Þá var ekki annað að gera en stökkva upp, opna hurðina og hrópa á fólkið að koma sér strax út. Þetta sagði Gestur Hall- dórsson í samtali við Mbl., en Gestur ók 17 manna áætlunar- bíl, sem fór fram af veginum Siglufjarðarmegin við Stráka- göng í byrjun mánaðarins, en í þessu slysi beið einn maður bana, Magnús Sævar Viðarsson sjómaður. Gengur krafta- verki næst að takast skyldi að koma öllum farþegum út úr bílnum stjórnlausum og bremsulausum og er það fyrst og frcmst að þakka snarræði bílstjórans að það tókst. Fyrsti áfangi Hjónagarða stúdenta verður tekinn í notkun 1. maí n.k. Hefur Félagsstofnun stúdenta þegar auglýst laus- ar til leigu þrjátíu íbúðir sem tilbúnar verða í vor. í þessum fyrsta áfanga eru 57 xbúðir og verða þær sem eftir eru vænt- anlega tilbúnar 1. október n.k. Ný freigáta hefur bætst í hóp þeirra Scyllu, Bacchante og Naiad, sem nú gæta 32ja breskra togara, ásamt dráttarbátun- um. Er það freigátan Mermaid F 76, sem er nokkru minni en þær freigátur, sem hér hafa verið við land. en þær hafa allflestar verið af svokallaðri Leander-gerð. — Mermaid er 2.300 tonna skip og kom á miðin 8. mars. Landhelgisgæslan hefur fest kaup á þyrlu af Hughes-gerð. Þyrlan er tilbúin til afhendingar í Bandaríkjunum og kem- ur til Islands með fyrstu ferð. Þyrlan er splunkuný og kaup- verð hennar er um 35 milljónir íslenskra króna. Dómsmálaráðuneytið ritaði utanríkisráðuneytinu bréf, dag- sett 5. mars, þar sem þess er óskað, að þeirri málaleitan verði beint formlega til Bandaríkjastjórnar að íslensku Landhelg- isgæslunni verði látin í té bandarísk gæsluskip af gerðinni “Asherville” eða önnur samsvarandi. Er í bréfinu vitnað til ákvæðis í viðauka frá 1974 við varnarsamninginn við Banda- ríkin, málaleitan þessari til stuðnings. Baldur Möller, ráðu- neytisstjóri dómsmálaráðuneytisins, sagði Mbl. sama dag, að vísað væri til E-liðar í 3. grein fyrrnefnds viðauka, þar sem fjallað er um samstarf varnarliðsins og Landhelgisgæslunn- ar. Sagði Baldur að orðlag þessa viðauka væri almennt og ekki nánar fjallað um það í hverju þetta samstarf væri fólg- ið, en sú túlkun væri á því, að Landhelgisgæslan ætti að geta notið þar góðs af. Fyrrnefnd skip af “Asheville” gerð hafa skipherra Landhelgisgæslunnar bent á sem heppileg, hrað- geng skip, en þeir hafa einnig bent á rússneska smáfreigátu af “Mirka”-gerð í sama skyni. JIM GOODMAN Framh. af bls. 1 Jim hneigðist að hockey og stundaði bá bióðlegu vetrar- iþrótt með Pittsburgh Horn- ets um skeið, en betta var að- eins tómstunda iðn og henrii fylgdu lítil sem eingin laun. í von um að hún yrði at- vinna hans með tíð og tíma, lagði Jim á atvinnuleit norð- ur í fylki klyfjaður. hockey útbúnaði. Sú von brást þegar það kom upp úr kafinu að hann þurfti að vinna hverja nótt í hverri viku i heilt ár og þar með voru ævingar og leiksam- keppni útilokaðar. Jim segir að sér gleymist aldrei kuldinn í Flin Flon þegar hann kom þangað at- vinnulaus á miðjum vetri og vissi ekki hvar hann átti að leita sér húsaskjóls. Fyrstu nóttina svaf hann í tjaldi en komst svo á heimili hjá ís- lenskri fjölskyldu sem heitir Einarsson. Er sumt af því fólki enn í kringum Flin Flon. Fjölskyldan hafði tekið á leigu stóra stofu uppi á lofti yfir járnsmiðju, skipt henni í herbergi og komið þar fyrir sex manns, fjölskyldunni og þrem aukamönnum, sem höfðu þar fæði og húsnæði. Oft stóð svæla upp úr járn- smiðjunni, sér í lagi þegar verið var að járna hesta. íbúðin var upphituð með tveim eldstæðum og var við- ur notaður til eldsneytis. — „Um hádegi var manni loks- in sfarið að hlýna um herð- arnar,” segir Goodman. Honum lærðist samt fljótt að það var talið sjálfsagt í Flin Flon að mönnum væri heimilt að bjóða gestum á heimili þeirra, sem menn bjuggu hjá. „Stundum rakst maður á náunga, sem var ný kominn og datt ekki ánnað í hug en að bjóða honum að koma með sér heim og skríða í bólið hjá sér. Ef fólk var í vandræðum þurfti að ráða fram úr þeim og við höfðum öll reynt þetta sjálf.” Fyrstu sex vikurnar í Flin Flon vann hann við sitt af hverju, en komst svo að hjá Hudson Bay Smelting and Mining Company og var sett það fvrir að tína grjót, sem var svo mulið með vélum. — Hann vann um nætur og fékk 38 cent á tímann. Loks var hann færður í fram- leiðslu deild fyrirtækisins. Það var annað vorið, sem hann var í Flin Flon að hann tók ástfóstri við staðinn. — Hann labbaði að hinum mik- ilfengulegu og fögru stöðu- vötnum og andaði að sér hreinan blæinn, sem blés yf- ir vatnið. Þetta er töfrandi land, segir hann og hann hef ur aldrei misst ást á því. Eftir fimm ára erfiðis- vinnu, fór Goodman að hugsa um að afla sér frekari menntunar. — Hann lauk menntaskóla prófi í kvöld- skóla og árið 1940 hóf hann nám í- málmvinnslufræði við British Columhiri háskóla, fór svo aftur til Flin Flon ár- ið 1944 með Bachelor of Sci- ence^ gráðu í málmvinnslu- verkfræði. Árið 1949 kvæntist Jim Goodman Shirley Anderson, hjúkrunarkonu í sjúkrahús- inu í Flin Flon. Þau hjón eiga fjögur börn, eitt búsett í Flin Flon, tvö í Winnipeg og eitt í British Columbia. Flin Flon hefu.r vaxið upp úr smábæjar stakknum síðan Jim kom þangað fyrst. Nú er þetta stæðileg borg. Síðustu árin hefur hann verið við það riðinn að gera nýtísku endurbætur á vinnutækjum félaesins. Á meðal annars hefur verið reistur þar 820 feta hár reykháfur. Tæknileg kunnátta Good- mans er mikil, en hann er líka sérstaklega glöggur á skapferli fólks og eiginleika. „Eg hef gengið eina eða tvær mílur í sömu spor og hver einasti maður, sem starfar hér, skil hvað hann á við að stríða og þekki inn á tilfinn- ingar hans,” segir hann. — Þessi orð sanna sig sjálf í hvert sinn, sem hann afhend ir starfsmönnum félagsins verðlaun og viðurkenningar við sérstök tækifæri. Hann hefur gaman af að minnast þess að hafa einu sinni verið húsbóndi tveggja hockey leikara, sem nú eru frægir liðsmenn Philadelph- ia Flyers, þeirra Bobby Clarke og Reg Leach, sem spilðu hockey með Flin Flon Bombers á starfsárum sínum þar. Um Clarke segir Jim að hann hafi verið sjálfum sér líkur við vinnu og í leik, lagt sig allan fram. Jim Goodman er gæddur góðum söng hæfileikum, tók þá í arf frá föður sínum, sem var organisti , Fyrstu lúth- ersku kirkju í Winnipeg á sínum tíma. — Eitt af því fyrsta, sem hann ætlar að taka að sér þegar hann sest í helgan stein, er stjórn söng flokksins; “Flin Flon Glee Clubs.” Hann hefur verið í söngflokknum frá upphafi til veru hans, fyrst einn af söng vörunum, en svo bar það við að stjórnandi flokksins var fluttur veikur á sjúkrahús þegar verið var að æva söng leik og var Jim beðinn að taka við af honum. • Síðan hefur hann sett á svið marga vinsæla söngleiki svo sem “Oklahoma,” “Briga- doon,” “The Merry Widow,” “The Music Man,” “Guys and Dolls” og “Hello Dolly.” Það gleður hann mest, seg- ir hann, að finna í einhverri versluninni á aðalstræti bæj- arins, náunga sem er gædd- ur persónuleika og góðri söngrödd en finnst hann ekk ert geta. Maður þjálfar hann einn vetur og svo blómstrar þetta allt fyrsta kvöldið, sem leikurinn er sýndur. En hið yfirgripsmikla starf aðalf ramkvæmdarst j óranns gerði honum ókleift að vera eins riðinn við framleiðslu söngleikjanna og hann hefði viljað síðustu árin. Það var ómögulegt að sinna hvoru- tveggja, segir hann. — Allt, sem þurfti að hugsa um kom st ekki fyrir í einu höfði. Nú er hann 65 ára gamall og frjáls ferða sinna, getur gefið sig allan að músik og heimsótt Mike bróður sinn, sem nú er 78 ára gamall og býr í Miami, Florida. Hockey garpurinn sem vann sér til frægðar með Fálkunum forð um, er farinn að hlakka til þess að bregða sér á skauta með yngri bróður sínum þeg ar hann kemur suður, láta hann reyna sig í “figur skat- ing.” Jim Goodman hóf starfs- feril sinn í grjóthrúgunni í Flin Flon og kveðst vera bjartsýnn á framtíð hennar og námanna í norður Mani- toba. Það er allt undir tvennu komið, segir hann, heims- markaðnum og lífsmöguleik- um (viability) fyrirtækisins. Hið síðarnefnda kveður hann fyrirtækið hafa til að bera, ef skattar verði ekki látnir r"áða því að fullu, það hafi alla málmvinnslu möguleika til að tryggja því langa fram tíð. Jim heldur áfram að þjóna fyrirtækinu sem ráðunautur og þau hión búa áfram í Flin Flon. Þau kunna þar vel við sig. MESSUBOÐ FYRSTA LÚTERSKA KIRKJA JOHN V. ARVIDSON, PASTOR Sími: 772-7444 Sunday School 9.45 Services Sundays 9.45 and 11.00 a.m. Icelandic Service MARCH 28th — 7 o clock

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.