Lögberg-Heimskringla - 18.03.1976, Blaðsíða 6
6
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 18.
INGIBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR
SIGRÚN
í NESI
Skáldsaga
BÓKAFORLAG ODDS BJÖRNSSONAR
Stofnsett 1897
— Svo að það var ég, sem brást þér, Sverrir!
—Nei, Sigrún, það var hvorugt okkar, sem brást.
Hann heldur enn í hönd Sigrúnar og horfir í djúp
augnu hennar. — Hvernig líður þér héma, Sigrún
segir hann.
Sigrún svarar engu ,en horfir í augu hans, og
Sverrir les svarið í tárum hennar. Hann þrýstir
hönd hennar fastar. Öll orð eru óþörf. Sálir þeirra
tala sínu hljóða máli innilegrar ástar og sárrar
sorgar.
Búðardymar opnast, og maður kemur inn. Sig-
rún kippir að sér hendinni og reikar út úr búðinni,
Hún er komin heim að húsi sínu, og man þá eftir
því, sem hún setlaði að kaupa í búðinni. En nú er
Sverrir litli kominn heim og er að leika sér sunn-
an undir húsinu, og Sigrún sendir hann ofan í búð
ina eftir því, sem hún gleymdi. Síðan reikar hún
inn í eldhúsið og hnígur þar niður á stól. Sorg
hennar og kvöl er þyngri og sárari en nokkru sinni
fyrr.
— t>að var ég sem brást honum, sem treysti
mér! Guð minn góður, hjálpaðu mér. Orðin líða
eins og neyðaróp frá vörum hennar út í þögn ein-
verunnar. Brennheit tár hennar brjótast fram, og
útrás þeirra svalar sál hennar.
Sverrir litli kemur aftur neðan úr búðinni. —
Hann hleypur inn í eldhúsið til móður sinnar og
nemur staðar hjá henni. Barnsleg augu hans horfa
með spyriandi undrun á tárin, sem streyma niður
vanga hennar. — Hann hefur aldrei séð mömmu
gráta fyrr.
— Af hverju ertu að gráta, mamma mín? spyr
hann.
— Þú ert of ungur enn, vinur minn ti lað skilja
sorg mína, segir Sigrún. Sverrir litli lyftir sér upp
í fang hennar og vefur örmum sínum um háls
hennar.
— Gráttu ekki, mamma mín, segir hann með
blíðri barnsrödd. Þegar ég er orðinn stór eins og
nafni í búðinni, ætla ég að vera góður eins og
hann og alltaf hafa þig hjá mér.
— Guð blessi þig, elsku litli Sverrir minn, og
gefi að þú verði líkur nafna þínum í búðinni. Sig-
rún faðmar drenginn að sér, og örlítill brosgeisli
speiglast í tárum hennar. Sverrir litli er dýrmæt
guðs gjöf og bjartur geisli í þungbæru örlaga-
myrkri lífs hennar, og hans vegna má hún ekki
láta bugast.
Sverrir Karlsson getur ekki hugsað sér að vera
lengur í Lóni. Ást hans til Sigrúnar er heitari en
nokkru sinni fyrr. Hann veit, að Sigrúnu líður illa
en hann hvorki má né getur hjálpað, og það er
honum sárara en allt annað. Hann verður að kom-
ast sem fyrst burt frá Lóni.
Nú ákveður hann að fara heim að Hamraendum
og létta áhyggjum af þreyttum foreldrum sínum.
Hann ætlar að eyða kröftum sínum í sveitinni
sinni í þögulli sorg, þar til yfir lýkur.
Sverrir kemur að máli við Snjólf kaupmann og
segir honum ,að hann verði að hverfa heim aftur
í sveitina sína. Snjólfi þykir það leitt að missa
þennan ágætis mann, því engan betri hefur hann
haft í þjónustu sinni öll þau ár, sem hann hefur
rekið verslun í Lóni.
Sverrir er ekki ráðinn neinn ákveðinn tíma, og
fyrrverandi búðarmaður Snjólfs er kominn heim
aftur við sæmilega heilsu, tilbúinn að hefja sitt
fyrra starf. Sverrir segir því upp stöðu sinni með
mánaðar fyrirvara.
Einn fagran vormorgun kemur Sverrir litli
hlaupandi inn til mömmu sinnar og heldur á stóru
umslagi í hendinni. Honum er mikið niðri fyrir.
— Mamma, sjáðu, hvað hann nafni minn í búð-
inni gaf mér. Hann réttir mömmu sinni umslag-
ið. Sigrún tekur við því og opnar það. í umslaginu
er sparisjóðsbók með nafni Sverris Þórarinssonar
og eitt þúsund króna inneign í sparisjóð Lóns-
hrepps.
— Hvað sagði nafni þinn, þegar hann gaf þér
þetta? Sigrún er undrandi yfir þessari stóru gjöf.
— Hann sagði, að ég ætti að eiga þetta til minn-
ingar um nafna í búðinni. Svo fór hann með mig
inn í blómagarðinn hjá hcnum Snjólfi. Þar lét
hann mig setjast hjá blómunum. Svo kom hann
með skrítinn kassa og sagðist ætla að taka mynd
af mér. Nafni minn kyssti míg marga kossa og var
ósköp góður við mig. Hann sagðist ætla að fara
með skipinu í dag. — Dapur skuggi líður yfir and-
lit drengsins.
j— Jæja, svo hann er þá á förum héðan. Sigrún
lætur umslagið með sparisjóðsbókinni niður í
kommóðuskúffu. — Þetta skal mamma geyma fyr-
ir drenginn sinn, segir hún og kyssir Sverrir litla
blíðlega.
Drengurinn hleypur út aftur, en Sigrún færir
stól að glugganu.m, sem snýr út að firðinum, og
tekur sér sæti þar. Augu hennar fylgja eftir stóru
strandferðaskipi, sem siglir út lognkyrran fjörð-
inn. Sverrir Karlsson er þar einn farþeganna. —
Skvldi hún aldrei sjá hann framar? í sál hennar
brennur djúpur harmur og ástliúf þrá eftir hon-
um, sem skipið ber óðfluga burt frá henni.
— Guð og gæfan fylgi þér, góði, göfugi æsku-
vinur! Aldrei skal lengd tímans má mynd þína úr
hiarta mínu, hugsar hún, og augu hennar fyllast
tárum. Og strandferðaskipið hverfur fyrir móðu
þeirra. Sverrir er farinn.
Sigrún rís á fætur og gengur frá glugganum aft-
ur. Hversdagsstörfin kalla hana til þrotlausrar
þjónustu og nýrra fórna.
XVI. ENDURMINNINGARNAR LIFA
Sverrir Kansson er kominn heim að Hamraend-
um. Foreldrar hans fagna innilega heimkomu síns
kæra einkasonar. Hann tekur ötull til starfa í þjón
ustu við frjóa jörðina til lífs og þroska. Starfið
megnar að sefa og milda djúpan söknuð og dula
harma hans.
Drungalegur sunnudagsmorgun grúfir yfir sveit
inni. Þorgerður gengur upp í svefnherbergi sonar
síns með morgunkaffið hans á bakka. Sverrir er
löngu vaknaður, en liggur enn í legubekk sínum
og les í bók. Þorgerður býður syni sínum góðan
dag og setur kaffibakkann á náttborðið hjá hon-
um.
Sverrir leggur bókina frá sér og býður móður
sinni sæti á legubekknum fyrir framan sig. Þor-
gerður sezt niður og styður hönd undir kinn. —
Sverrir drekkur kaffið en Þorgerður veitir athygli
mynd af litlum dreng, sem stendur á náttborði
Sverris.
— Hver á þennan fallega dreng? segir hún og
tekur myndina af borðinu og skoðar hana.
Sverrir brosir raunalega. — Eg á hann.
— Þú? Átt þú — dreng? Þorgerður horfir undr-
andi á son sinn.
— Já, víst á ég hann, þó gæfan væri mér ekki
svo hliðholl að verða faðir hans, Sigrún frá Nesi
MARS 1976
er móðir hans, og hann ber nafnið mitt.
— Bar fundum ykkar Sigrúnar saman á ný,
meðan þú dvaldir að heiman?
— Já, hún er búsett í Lóni, þar sem ég var
innanbúðarmaður.
Þorgerður kann ekki við að spyrja son sinn nán-
ar út í þetta viðkvæma einkamál hans, en Sverrir
segir henni allt um samfund þeirra Sigrúnar og
kynnum sínum af litla drengnum hennar.
Þorgerður hlustar döpur á frásögn Sverris, og
svo segir hún:
— Eg vildi að þessi fallegi drengur væri kom-
inn hingað til okkar. Ekkert ber skapandi mætti
allífsins fegurra vitni en lítið saklaust barn.
Sverrir tekur myndina af nafna sínum og horf-
ir raunalega á hana.
— Eg ber sjálfsagt aldrei gæfu til að sjá hann á
heimili mínu.
Sorgin í rödd Sverris snertir djúpt strengi móð-
urhjartans, og Þorgerður segir blíðlega: — Vegir
Guðs eru órannsakanlegir, Sverrir minn. Hver veit
nema hann eigi eftir að gefa þér hann, og þau
bæði.
Bjartur geisli brýst skyndilega fram úr skýjum
himinsins, sem hulið hafa sólina, það sem af er
dagsins, og fellur á myndina, sem Sverrir heldur
enn í hendi sér. Móðir og sonur líta hvor á annað
og brosa. Var þessi geisli sendur þeim sem svar
við spurningum framtíðarinnar?
Þorgerður rís á fætur, tekur kaffibakkann og
gengur út úr herbergi sonar síns.
Sumarið líður. — Ótal verkefni kalla. Sverrir
gengur ötull og mikilvirkur að störfum. Heima á
óðali feðra sinna í nánum tengslum við frjóa ang-
andi moldina finnur hann loks hugsvölun og frið.
Á hljóðum sumarkvöldum söðlar hann gæðinga
sína og þeysir einn út í þagnarheim náttúrunnar.
1 víðáttu-faðmi hinna óbyggðu heiða og öræfa rifj-
ar hann upp endurminningar æskuáranna. Þær
getur enginn frá honum tekið. Hvíti fallegi Fákur
fylgir honum ætíð á slíkum ferðum.
Þorgerður ein skilur son sinn til hlítar. Hún á
leyndarmálið harmblíða með honum og geymir
það trúlega. —' Og sumarið líður. Brosmild haust-
sólin stafar geislum sínum inn um skrifstofu-
glugga Karls hreppstjóra. Hann situr við skrifborð
sitt, og Sverrir við hlið hans. Þeir fara sameigin-
lega yfir skjöl og reikninga sveitarinnar.
Karl hreppstjóri dregur hverja skúffuna af ann-
arri fram úr skrifborði sínu og tekur upp ný skjöl.
Hann vantar mikilsvarðandi bréf ,sem hann finn-
ur ekki. — Neðstu skúffuna í skrifborðinu opnar
hann sjaldan, en nú dregur hann þá skúffu fram
líka og leitar í henni. Sverrir fylgist af athygli
með leit föður síns að hinu dyrmæta skjali, og
skyndilega nema augu hans staðar á óopnuðu
sendibréfi, sem liggur neðst á botni skúffunnar.
Sverrir skiptir litum. Hann þrífur bréfið, og hönd
hans titrar lítið eitt, þetta sendibréf þekkir hann.
Karl hættir að leita og horfir dálítið undrandi
á son sinn.
— Því er þetta sendibréf hér niður komið? segir
hann.
Karl lítur á bréfið. — Þetta kom hingað í pósti
sumarið eftir að þau fluttu frá Nesi, Björn gamli
og Sigrún. Eg vissi ekki um heimilisfang þeirra
fyrir vestan, en ætlaði alltaf að spyrja hjónin í
Nesi um það. Eg bjóst við því, að þau vissu það
einna helst, en það fórst fyrir, og bréfið gleymdist
með öllu.
— Þekktir þú ekki skriftina utan á bréfinu?
— Jú, ég þekkti þína rithönd á bréfinu, en það
skipti engu máli. Það tafði ekki að neinu leyti fyr-
ir því, að bréfið kæmist til skila. Þú ert frjáls að
skrifa hverjum og hverri, sem þér sýnist, mín
vegna.
— Komu þá ekki fleiri bréf hingað til Sigrúnar
með minni rithönd, meðan ég dvaldi í Svíþjóð?
— Jú, það mun hafa komið eitt bréf til hennar
frá þér löngu áður, og það sendi ég út að Nesi.
— Það bréf komst aldrei til Sigrúnar.
— Hvernig veistu það?
— Hún sagði mér það sjálf, er ég hitti hana
vestur í Lóni.
Svipur hreppstjórans þyngist.
— Manstu með hverjum þú sendir bréfið út að
Nesi? spyr Sverrir.