Lögberg-Heimskringla - 18.03.1976, Blaðsíða 5

Lögberg-Heimskringla - 18.03.1976, Blaðsíða 5
5 þær hafa eigin vanda fram úr að ráða. Aðal deila japana, til dæm- is, er við Soviet ríkin. Báðar þessar þjóðir stunda fiski- veiðar í stórum stíl með vel útbúnum nýtísku veiðiflota, og fara víða. Þegar Rússar færðu land- helgina fyrst út í 12 mílur, tóku þeir um 40 japönsk skip með 278 mönnum í landhelgi Þjóðirnar komust að samn- ingi í fyrra. Japan á líka í sífelldum deilum við Norður Koreu, en bar voru tekin föst tvö jap- önsk fiskiskip í fyrra. Hinn 2. sept. sl. skaut fallbyssu skip í Koreu á japanskt skip, varð tveim fiskimönnum að bana og særði tvo. Japan bók staflega lifir á afurðum hafs- ins. — Fiskurinn leggur til meira en helming protén efna í matvæli þjóðarinnar og 10 prósent verkalýðsins vinnur að fiskiveiðum. Ef veiðiskip frá Hong Kong reyna að komast und- an án þess að borga það sem þeim ber ,eiga þau það víst að kínverskir varðbátar nái þeim, taki þau föst, geri veiði færin upptæk og haldi eftir áhöfnunum. Þorskastríðið hefur nú stað íð milh íslands og Bretlands í 10 ár. Islendingar halda því fram, að 200 mílna takmörk- in þurfi að verja til að varð- veita fiskistofninn. Islendingar benda á þverr- andi afla máli sínu til sönn- unar, segja að hann votti það að þorskurinn sé veiddur um of áður en hann nái að þrosk ast og hrygna. Þorskurinn hrygnir 10 sinn um frá sjö til 17 ára aldurs, en yfirleitt er fiskur sem nú veiðist á miðunum aðeins 3 óra gamall. ísland vill tak- marka heildaraflann, að sín- um eigin meðtöldum, minka hann um meira en helming af því sem hann var síðast- liðið ár, í þeim tilgangi að stofninn fái að ná sér. Bretiand viðurkennir ekki 200 mílna fiskveiðilögsögu ís lands. Það er því sammála að fiskistofninn verði að varð- veita, en samþykkir ekki að þörf sé að minnka aflann eins mikið og Island krefst. Bretar segja að fiskiútveg- ur þeirra sem nú þegar stend ur völtum fótum, eyðileggist við þessar kröfur, að atvinnu leysi fari vaxandi í landinu og verð á fiski hækki upp úr öllu hófi. En íslendingar byggja nær því allan sinn efnahag á fiski, á honum lif- ir þjóðarhagurinn. — 85 pró- sent af útflutningsvöru Is- lendinga eru sjávarafurðir. Verðbólga vex um 50 prósent á ári, og sendiherra Islends í London segir, ,,á þessu velt- ur líf eða dauði íslands. Án fisks yrði þar ekkert fólk, svo einfalt er málið.” Sex varðskip íslands hafa hrjáð breska togara, og not- að til þess sérstök neðansjáv- LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 18. MARS 1976 ar tæki, sem sneiða af þeim togvírana. Síðastliðinn nóv- ember sendi sióherinn þrjár freigátur á miðin að bón tog aramanna. 1 æstum viðureignum hafa orðið margir árekstrar, en að eins í einu tilfelli hleypt af byssu. — íslenskt varðskip skaut 57 millimetra kúlu eft ir árekstur við togara, en ekkert manntjón varð. Bretar heimtu heim frei- gáturnar þegar ísland hótaði að rjúfa stjórnmálasamband þjóðanna. Samræður á hæsta stigi stjórnmálanna hafa mis tekist, og nú bíða málsaðilar úrlausnar á hafréttarstefnu Sameinuðu þjóðanna. Þrætum Vestur-Þýskalands við ísland lauk síðastliðið ár með samningi sem leyfir Vestur Þjóðverjum að taka meira en helmingi minni afla en áður. Sömuleiðis sam- þykktu Belgar að takmarka fiskiveiðar í grennd við Is- land. Sem stendur eru Norð- menn að semja við Island. — Flestir norskir fiskimenn hafa samhyggð með Islend- ingum í þessum deilum. I rauninni stendur það til að Noregur staðfesti 200 mílna efnahags svæði, ekki landhelgi, en svæði þar sem Noregur getur ráðið erlend- um afla í því skyni að varð- veita stofninn. í’lest þeirra skipa, sem tek- in hafa verið af norskum varðskipum eru rússnesk og aukin yfirráð Norðmanna mundu skerða hlut rúsneska flotans. Svíþjóð hefur nú fært land helgina út 1 12 sjómílur, tók viðbrögð mest vegna veiðiað ferða Soviet manna og Aust- ur-Þjóðverja. — Togararnir sjúga upp fiskinn úr djúpi hafsins. Rússneskir, japanskir og austur evrópískir veiðiflotar sækja að Atlantshafsströnd- um og Kyrrahafsströndum Bandaríkjanna. — Nærvera þeirra og hávær mótmæli Amerískra fiskimanna, sem eru búnir ófullkomnari tækj um, hafa hvatt þingið til framkvæmda viðvíkjandi 200 mílna fiskive'iðilögsögu. 1 japönskum og rússnesk- um veiðiflotum eru iðulega 100 skip. Þar eru með stór verksmiðjuskip og smærri veiðiskip sem færa þeim afl- ann. Á meðal þeirra sem líða við 200 mílna landhelgi í Equador, Chile, Peru og Brazilíu, eru Bandaríkja- menn.sem stunda rækjuveið- ar og túnfiskveiðar. 1 vor gengur í gildi 200 mílna fisk- veiðilögsaga í Mexico. Þá skerðist hagur Bandaríkjam- anna, sem stunda rækjuveið- ar í Mexico flóa. Á síðastliðn um árum hafa varðskip í Mexico tekið föst bandarísk rækjuveiðiskip innan 12 mílna landhelgi í flóanum. I Equador hafa bandarísk skip, sem veiddu þar túnfisk verið tekin í landhelgi árum saman, en til vandræða horfði árið 1972, þegar her- floti Equador ríkis tók 53 bandarísk túnfiskveiðiskip, miðaði á þau byssum og sekt aði þau meira en tvær millj- ónir dollara. Bandaríkin minnkuðu fjár styrk við her Equador ríkis, en Equador svaraði þeim að- gerðum með því að reka bandaríska herinn úr landi. Viðræður Bandaríkjanna um fiskiveiði samninga við Equ- ador, Peru og Chile voru látnir falla niður og þar er enn þögn. Árið 1972 voru tekin föst í Equador 27 skip, er veiddu túnfisk við strendur landsins og látin borga 1.2 milljóna dollara sektir. 1 fyrra var haldið föstum sjö veiðiskip- um og þau sektuð um 1.6 milljón dollara. Bandaríkja- stjórn bætti útgerðarmönn- um skaðann. Nú er orðið minna um að túnfisk veiðiskip séu tekin föst í Equador. Er ein ástæð an sú að bandarískir útgerð- armenn kaupa leyfi af Equa- dor til að stunda veiðar á miðunum. En þetta hefur aukið mjög á kostnað útgerðarmanna og skert tekjur 30,000 sjómanna sem stunda túnfiskveiðar í fiskiflota Bandaríkjanna og eru flestir búsettir í Kali- forníu. Þessi leyfi kosta á milli $25.000 og $30,000 og ná aðeins yfir 50 daga eða þang að til skipið er fullhlaðið, hvort sem fyrst verður. Brazilía hefur verið með 200 mílna fiskveiðilögsögu í sex ár og tekist að leysa all- ar þrætur með samningum. Nýverið staðfestu Banda- ríkin í annað sinn tveggja ára samning, sem leyfir bandarískum rækiuskipum að stunda veiðar við norður strendur Brazilíu. Brazilíu er heimilt að rannsaka banda- rísk skip, setja þeim toll og taka yfirráð á veiðifærum þeirra. Bandaríkin taka þá af- stöðu að samningurinn sé ekki viðurkenning á 200 mílna takmörkunum, heldur aðeins samvinnu viðleitni í því að varðveita rækjustofn- inn. Utanríkisráð Bandaríkj- anna segist ekki geta um ó- ákveðinn tíma liðið ó- reglubundnar og skeytingar- lausar veiðar við strendur landsins. En Bandaríkin hafa reynt að ná samningum við hlutað eigandi lönd. Nýverið tókust samningar við Soviet ríkin, Japan og Póland. Stjómin hefur verið mót- stæð einhliða tilkynningum 200 mílna landhelgi hverrar einstakrar þjóðar. Hún styð- ur takmörk sett eftir alþjóða samkomulagi, til dæmis á hafréttarstefnunni. Framhald á bls. 3 • Business and Protessional Cards • Þjóðræknisfélag íslendinga í Vesturheimi | FORSETI: STEFAN J. STEFANSON, 37 Macklin Ave. Winnipeg, Manitoba, R2V 2M4 Styrkið félagið og deildir þess, með því að gerast meðlimir. Ársgjald: EINSTAKLINGAR $3.00 — HJÓN $5'.e0 Sendið ársgjöld til gjaldkera ykkar eigin deilda, eða til Fjármálaritara, Mrs. KRISTÍNAR R. JOHNSON, 1059 Dominion St., Winnipeg, Man., R3E 2P3 Phone: 783-3971 Building Mechanics Ltd. Pointing - Decoroting - Construction Renovoting - Rcel Estote K W (BILL) JOHANNSON Manager 910 Palmerston Ave. Winnipeg R3G ÍJS ICELANDIC STAMPS WANTED DLDER ICELANDIC STAMPS and LETTERS are VALUABLE I am an Expert Collector. able to Appraise or Buy. BRYAN Brjánn WHIPPLE 1205 SPRUCE STREET, BERKELEY, CAL 94709 USA A. S. BARDAL ITD. FUNERAL HOME 3-43 Shcrbrook Street ‘ielur líkkistur og annast um útfarir. Allur útbúnaður sá hezti StofnaS 1894 774-7474 FRÁ V«N! Goodman and Kojima Electric ilectricol Controctort 640 McGee Streel, Winnipeg, Manitoba R3E 1W8 Phone: 774-5549 ARTHUR GOODMANI M. KOJIMA Evenings and Holiday- TALLIN. KRISTJANSSON & SMITH Barrislers and Solicitors 300—232 Portage Avenue WINNIPEG, MANITOBA R3C ÓBl 774-7855 ESTIMATES FREE J. M. Ingimundson Re-root, Aspholt Shingles. Roof Repoirs, Instoll Vents, Insulotion ond Eovestroughinq 774-7855 632 Simcoe St., Winnipeg 3. Mon. Th-s Wesxern Paint Co Ltd. 521 HARGRAVE ST WINNIPEG "THE PAINTERS' SUPPLY HOUSE" | VS7 I SINCE 1908 943-7395 1 SHIMNOWSKI, Prctidcnt A H COTC. Treaturtr Selkirk Funeral Chapel Ltd. Oirector GARTH CLARv Licensed Embo*rr*e' Servíng Selkirk ond Interloke oreot Ambulonce Sorvice Coll Selkirk Phone 4S2-62M Collect 209 Dufferin Av«.. Selkirk. Mon Minnist BETEL í erfðaskróm yðar CAPITAL LUMBER Co. Ltd. 'THE COTTAGE BUILDERS’ >92 Higgins Ave. Winnip., Man Prefab homes, Gottages, Garages, CMHC ápproved Roof Trusses 943-1455 943-1455 S. A. Thorarinson Barriitcr 4 Sallcitor 701 SOMERSET PLACE 294 PORTAGE AVE RSC 0B9 Office 942-7051 L Residence 489-6488 1 Asgeirson Paints & Wallpapers Ltd. 696 Sargent Avenue Winnipeg 3. Maniloba PAINTS Benjamin Moore Sherwin Williamf C.I.L. HARDWARE Skúli Anderson Custom Jewellery Engravet. 207 PARIS BLDG. 259 PORTAGE AVE. . Offtce: 942-5756 Home: 783-6688 DIVINSKY, BIRNBOIM. CAMERON & COOK Chrartered Accountants 300-288 Notre Dame Avenue, Winnipeg Manitoba R3B 1N7 Telephone: No. 942-0526-7-8 Effective July 3, 1972 GLASS & GLAZING WOOD & ALUMINUM WALLPAPER Phones: 783-5967 - 783-4322 FREE DELIVERY ASGEIR ASGEIRSSON GEORGE ASGEIRSSON RICHARDSON AND COMPANY BARRISTER AND ATTORNEYS AT LAW 274 Girry Slreet, Winnipeg, Man. R3C 1H5. — Tel: 957-1670 Mr. S. GLENN SIGURDSON attends in GIMLI and RIVER- TON on 'he lst and 3rd FRIDAYS of each month. Offices are in the Gimli Medical Centre, 62—3rd Ave, between the hours of 9:30 A.M. and 5:30 P.M. with Mr. Sigurdson and his legal ass'stant in attendance. — (Telephone 642-7955). ín Riverton, Mr. Sigurdson attends in the Riverton Village Office between the hours of 1:00 P.M. and 3:00 P.M.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.