Lögberg-Heimskringla - 18.03.1976, Blaðsíða 1
Borgsteinn Jonsson,
Box 218
REYKJAVIK, Iceland
90 ARGANGUR
WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 18. MARS 1976
NÚMER 10
Freigátan Yarmouth siglir á bakborössiöu Baldurs nær þvi á sama staft og Diomede sigldi á
hann hálfum mánuhi áöur. Skemmdir á Baldri uröu ekki mjög miklar og er hann enn aö
angra breska togara á miöunum...
JIM GOODMAN HÓF STARFSFERILINN í
GRJÓTHRÚGUNNI í FLIN FLON
J. E. Goodman lét nýverið
af störfum sem aðal fram-
kvæmdarstjóri námu fyrir-
tækisins, Hudson Bay Min-
ing and Smelting Company í
Flin Flon, Manitoba. Hann
minntis.t þess þá að hafa
byrjað starfsferil sinn í grjót
hrúgunni þar, en á kreppu-
árunum var allri vinnu tek-
ið fegins hendi og þetta var
í febrúar 1935.
Jim er af íslenskum ætt-
um ,sonur Gisla Goodman og
Ólafar Bjönrsdóttur .sem nú
eru bæði látin. Gísli var tin-
smiður í Winnipeg og organ-
isti í Fyrstu Lúthersku
kirkju. Þau hjón áttu 8 börn
sem ólust upp í íslendinga-
hverfinu i Winnipeg. Fimm
eru enn á lífi. — Bræðurnir
Mike og Jim, systurnar Ólöf,
Goodv og Babe. Tveir bræð-
urnir eru létnir, þeir Connie
og Biörn, svo og Frieda syst-
ir þeirra.
Fimm systkinanna tóku
virkan þátt í íþróttum. Mike
Goodman vann sér til frama
í íslenska ís hockey flokkn-
um, „Falcon Hockev Team,”
sem sisraði heiminn í Ólym-
píu leikunum 1920, en syst-
urnar, Goody, Babe og Fri-
eda, léku boltaleikinn “soft
ball,” í flokki sem nefndist
Rambke Rambiers og skor-
aði 103 sigra hvern af öðrum
á miðium briðja tug aldarinn
ar. Er sú frammistaða enn
minnisstæð íþróttamönnum í
Winnipeg.
Framh. á bls. 8
Fólk úr flestum
fylkjum landsins
samferða fil
íslands í sumar
ISLENSKUR LÆKNIR SÉRFRÆÐINGUR VIÐ
THE MAYO CLINIC
HÁLFA ÖLD VIÐ HÁRGREIÐSLU
Tíska og tækni taka mörg- upp á hana og árnuðu henni
SNORRI Ólafsson, læknir, hefur
verið ráðinn frá júlí 1975 sérfræð-
ingur f lyflækningum, öndunar-
færa- og brjóstholssjúkdómum
vió „The Mavo Clinic" í Rochest-
er, Minnesota, f Bandarfkjunum,
og kennari við læknaháskólann
þar.
, Snorri er fæddur á Eskifirði,
sonur hjónanna Guðrúnar
Ingvarsdóttur Pálmasonar al-
þingismanns frá Ekru í Norðfirði
og Ólafs forstjóra Sveinssonar
Olafssonar alþingismanns frá
Firði í Mjóafirði. Hann lauk
læknaprófi frá læknadeild Há-
skóla lslands 1959, stundaði fram-
haldsnám i Bandaríkjunum,
lengst af við They MayoClinic, en
siðar í Winnipeg og Montreal í
Kanada. 1 Bandarikjunum vann
hann nær ár á styrkjum frá
Bandarikjastjórn við rannsóknir
á lungnasjúkdómum, og í Kanada
vann hann sem „Fellow of the
Medical Research Council of
Canada" að framhaldsrannsókn-
um með styrk frá Kanadastjórn.
Hann hefur skrifað um rannsókn-
ir sínar i visindarit. Hann hefur
lokið prófum og hlotið viðurkenn-
ingu sem sérfræðingur i sérgrein-
um sínum bæði í Bandarikjunum
og Kanada.
Arin 1971 til 1975 vann Snorri
sem sérfræðingur í lyflækn-
ingum,■ brjósthols- og öndunar-
færasjúkdómum við Landspital-
ann og hafði auk þess lækninga-
stofu i Reykjavík.
Snorri Olafsson hefur verið kos-
inn „Fellow of the Royal College
of Physicians and Surgeons of
Framh. á bis. 3
um breytingum á hálfri öld.
Nú eru andlit kvennanna,
sem ganga út úr Lil’s Beauty
Shop á Ellice Ave. í Winni-
peg, í allt öðrum ramma en
þau voru þegar Lillian Eyj-
ólfson byrjaði hárgreiðslu
fyrir 50 árum og setti 25
cent á kollinn.
Sunnudaginn 7. mars
héldu ættingjar Lillian upp
á starfsafmæli hennar með
kaffiveislu í neðri sal Fyrstu
Lúthersku kirkju, og skráðu
178 manns nöfn sín í gesta-
bókina. Margir viðskiptavin-
ir heiðurgestsins heilsuðu þá
Á ÍSLENSKUM HESTUM YFIR ÞVERA AMERfKU
FJ'ÓRIR ÞjóBverjar og einn Auat-
urrlkismaBur jatla I sumar aB taka
þátt I hópreiB á hestum yfir þvera
Amerlku en hópreiS þessi er farin I
tilefni af 200 ára afmæli Banda-
rlkjanna. Fararskjótar fimmmenn-
inganna verBa islenskir hestar en
þátttakendur I hópreiBinni verBa
frá öllum rlkjum Bandarikjanna
auk þess, sem nokkrar sveitir
koma erlendis frá. AætlaB er aB
ferB þessi taki 100 daga og vega-
lengdin sem farin verBur er um
5600 km. islensku hestamir. sem
I ferBina fara verBa 10 og hafa
þeir allir dvaliB á erlendri grund
slBustu 3 ár og eru eldri en 10
vetra.
Frumkvöðlarnrr að þátttöku is-
lenska hestsins I þessari hópreið eru
hjónin Claus og Ullu Becker^en þau
búa I Saarbrúcken I Þýrkalandi og
hafa átt Islenzka hesta síðan 1956
Auk þeirra hjóna fara I ferð þessa
þeir Lothar Weiland. Johannes Hoy-
os og Walter Feldmann yngri Hver
Hrappur frá Garðsauka
þátttakandi hefur til umráða tvo
hesta nefna má að Beckerhjónin
ætla að nota stóðhest sinn Hrapp frá
Garðsauka og son hans, Hrappson, I
ferðinni. Ekki er vitað hvaða aðrir
hestar fara I ferðina, en um slðustu
helgi var farið með 15 islenska
hesta frá Þýzkalandi til San Fran-
cisco á vesturströnd Bandarikjanna
en þar verða þeir þjálfaðir og siðah
valdir úr þeir tiu, sem I ferðina fara
Eins og áður sagði eru þetta allt
hestar, sem dvalið hafa erlendis um
nokkurt skeið og hafa náð að aðlag-
ast aðstæðum erlendis auk þess,
sem þeir hafa þegar fengið þá
hrossasjúkdóma. sem algengir eru
erlendis og Islensk hross fá eftir að
þau koma út.
Lagt verður af stað I ferðina frá
Saratoga skammt frá New York 29
mai n.k. og til Sacramento I Kali-
fornlu verður komið 5 september
og þá lýkur ferðinni Meðal svæða,
sem farið verður um má nefna Nev-
adaeyðimörkina og Klettaf jöllirt
Þátttakendurnir verða á ferðalagi sex
daga vikunnar en sjöunda daginn
verður haldið kyrru fyrir Vegalengd-
Framh. á bls 3
heilla, þó þar sé oftast
skammt á milli samfunda,
því margar konur í Winni-
peg eiga snyrtimensku sína
undir því komna að Lil og
Herdís systir hennar leggi
hendur á hár þeirra. Af góð-
um og gildum ástæðum
halda þær tryggð við hár-
greiðslustofu þeirra systra
allt frá fyrstu kynnum.
1 samsætinu voru sex kon-
ur, sem hafa sótt hárgreiðslu
til Lil síðan hún tók fyrst til
starfa í lítilli stofu á St.
Matthews Ave. Ein þeirra er
Mrs. Lily Smith, og skenkti
hún kaffi við fagurbúið borð
í veislunni. — Ein minntist
þess að Lil hefði greitt henni
upp á hæsta móð á brúð-
kaupsdaginn 1919.
Framh á bls 3
Áhuginn er mikill að
komast til íslands í sum-
ar, segir Stefan J. Stef-
anson, en hann og Ted
Arnason, sem báðir eru
Nýja-lslendingar að ætt
og uppruna, hafa tekið á
leigu Air Canada flugvél
og standa fyrir hópferð
til íslands í sumar.
„Fólk úr flestum fylkj
um þessa lands verður í
hópnum,” sagði Stefan í
viðtali við L.-H. Að sjálf
sögðu verða því endur-
fundir með nokkrum
Vestur-íslendingum þeg
ar lagt verður upp í ferð
ina, og ekki vonlaust um
að sumir kynnist sam-
löndum sínum hér í
fyrsta sinn.
Flogið verður af flug-
vellinum í Winnipeg
seint að kvöldi 29. júní
n. k. og áætlað að hóp-
urinn verði kominn til ís
lands eftir rúmar fimm
klukkustundir.
Stefan segir að enn
séu laus sæti og þeir,
sem hafa áhuga á að
vera með í ferðinni, ættu
að hafa samband við
Ollu Stefanson í Winni-
peg í síma 338-1161, eða
Márjorie Arnason á
Gimli í síma 642-8276
sem allra fyrst til að
leita sér nánari upplýs-
inga.
i