Lögberg-Heimskringla - 18.03.1976, Blaðsíða 7
7
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 18. MARS 1976 76
I I Fjölstrendnismenningarstefnan?
llíW VIW LV yVJlMm Hún er undir þér komin.
Það er tilgangur fjölstrendnismenningarstefnunnar
að hjálpa Kanadamönnum til að eiga góða sambúð
að skilja hvers annars fjöl-breytta uppruna og mismunandi
erfðir. Það er heila hugmyndin.
Þó kanadíska fjölstrendnismenningarstefna sé föst stefna
stjórnarinnar, er hver maður frjáls og sjálfráður.
Það er eiginlega allt undir okkur komið að hún heppnist.
Sambandsstjórnin býður upp á eftirfarandi
starfsskrá (program) og möguleika til að
varðveita menningarerfðir okkar.
í INNANRÍKISRÁÐUNEYTINU
Fjölstrendnismenningarstefriuskráin er til þess gerð að að-
stoða og'framfleyta þróun allra kanadískra samtaka, sem
vilja varðveita þjóðararf sinn og auðga með honum kana-
díska menningu. Framkvæmdum eftirfarandi áætlana er
ætlað að styðja að því að markmiðinu verði náð:
MILLIGÖNGU ÞJÓNUSTA FYRIR FÉLÖG
INNAN ÞJjÓÐARBROTANNA
Býður upp á aðstoð sérfræðinga á alþjóðarsviði og út um
land við stofnun félaga og upplýsingamiðlun.'
AÆTLUN VARÐANDI ÞJÓÐARSÉRKENNI
Kappkostar að hlúa að menningarsérkennum smærri þjóða-
brotanna og stuðla að auknum skilningi og vakandi meðvit-
und um hina margþættu menningu kanadísku þjóðarinnar,
gegnum hannyrðir, leiklist, þjóðlistasýningar og bókmenntir
NEFND SEM LEGGUR A RAÐ UM KENNSLU 1
FRÆÐUM ÞJÓÐBROTANNA
Leiðbeinir og leggur á ráð um rannsóknir í fræðum þjóða-
brotanna í Kanada og skipuleggur störf- aðkomandi fræði-
manna í kanadískum háskólum.
AÐSTOÐ VIÐ KENNSLU í ÞREÐJA TUNGUMALS
Fé veitt til ‘þróunar og framleiðslu kennslutækja-í tungu-
málatímum.
AÆTLUN UM FJÖLSTRENDNISMENNINGAR
SAMKOMUSTAÐI
Fé veitt sjálfboðahópum til að koma upp fjölstrendnis-
menningar samkornustöðum í umhverfum sínum.
AÆTLUN UM SAMSTILLINGU INNFLYTJENDA
VIÐ ÞJ|ÓÐARHEILDINA
Aðstoðar hina ýmsu_hópa við að hjálpa innflytjendum til að
taka fullan þátt í kanadísku þjóðfélagi.
FJARVEITINGA AÆTLUN
Fjárframlög til styrktar sjálfboðahópum, sem vinna að því
að efla fjölstrendnismenninguna á yfirgripsmiklu svæði.
ÞJÓÐFILMUNEFNDIN
Þjóðfilmunefndin (The National Film Boárd) hefur gert 400
myndir með texta á 19 tungumálum. Þær eru fáanlegar
endUrgjaldslaust á skrifstofum The National Film Board í
eftirfarandi borgum: — Vancouver, Winnipeg, Toronto,
Montreal, Ottawa og Halifax.
ÞJÓÐMINJASAFNIÐ
Þjóðminjasafnið (The National Museum of Man) skráir sögu
menningar og hefða allra þjóðabrota í Kanada. 1 safninu er
saman kominn fjöldi minjagripa, segulbanda og sjónvarps-
segulbanda. Sérstök áhetsla hefur verið lögð á sérkennileg-
an og þjóðlegan byggingarstíl, innanhússmuni, matarfram-
leiðslu tæki, sem tíðkuðust áður en nútíðar iðntækni tók
við; þjóðsögur, fjölskyldulíf og félagslíf, veisluhöld og há-
tíðasiði. Menningarsýningar og ferðasýningar eru í undir-
búningi.
í ALMENNA SKJALASAFNINU
Þjóðbrotaskjalasafnsdeildin í Þjóðskjalasafninu (Public
Archives) er til þess gerð að hafa uppi á skráðum heimildum
þjóðabrotanna og varðveita þær frá glötun, skemmdum og
eyðilegging. Starfslið skipað sérfræðingum hefur nú byrjað
athugun og samanburð á þessum dýrmætu og þýðingar-
miklu heimildum um þjóðararf okkar, með því að hafa sam-
band við félög og einstaklinga innan þjóðafcrotanna.
t ÞJÓÐBÓKASAFNINU
Þjóðbókasafnið (The National Litorary) hefur tekist á hend-
ur að skipuleggja fjöltyngda (multilingual) bókfræðiþjón-
ustu. Er þar með stefnt að því að safna bókum á öðrum
tungumálum en hinum tveim löggildu tungumálum, óg
veita aðgang að bókunum í almennum bókasöfnum. Fyrsta
bókasendingin á 10 tungumálum fór út frá Ottawa í mars
1975. Tilgangurinn er að bæta við bókum á 10 öðrum tungu-
málum þar til talan kemst upp í bókmenntir á 70 tungumál-
um...
Til að tjá skoðun þína eða leyta
frekari upplýsinga, skrifaðu:
Muiticulturalism, P.O. Box 366, Station A, Ottawa,
Ontario K1N 8Z9
■ |H Hon. John Munro L’hon. John Munro
I MP Minister Responsible Ministre chargé
m for Multicuituralism du multiculturalisme