Lögberg-Heimskringla - 01.08.1978, Page 3

Lögberg-Heimskringla - 01.08.1978, Page 3
LOGBERG-HEIMSKRINGLA, HATIÐARBLAÐ AGUST 1978 3 Fólk á förnum vegi Þau búa nú í vistlegri lítilli íbúð í nýlegum húsakynnum við Burnell Street í Winni- peg. Þar hefur verið reist fjölbýlishús fyrir aldraða, og er öll aðstaða þar til hinnar mestu fyrirmyndar. — Við heimsóttum þau um daginn, og kom hann þá frameftir ganginum til þess að taka á móti okkur, því hann hafði orðið okkar var. Hann heitir Jón og er Jóns son Jónssonar Sigurðssonar, og hefur því gengið undir nafninu John Sigurdson hér fyrir vestan. Hann fæddist í Mulvihill- byggðinni skammt frá Lund ar árið 1907. Kona Jóns tók síðan á móti okkur og vísaði til stofu. Rjúkandi kaffi var framborið að gömlum og góðum íslenskum sið, og við tókum tal saman. Hún heitir Margrét Sigur- björg Stefánsdóttir Ólafsson ar. Faðir hennar Stefán, fæddist árið 1861 að Skála- nesi í Vopnafirði, og kona FJALLKONA Framh. af bls. 1 hún þó helgað íslenskum menningarerfðum. Hún var í flokki þeirra er mynduðu Gimlideild Þjóðræknisfélags- ins 1943, og hefir verið for- seti hennar siðustu tíu árin (1968-78); en nú er óli Narfason tekinn við því em- bætti. Sem forseti hefir hún beitt sér fyrir íslenskri starf semi yfirleitt: — íslenskum fundarhöldum og skemmti- samkomum, viðhaldi Lög- bergs-Heimskringlu, mót- töku við gesti frá Islandi og stúdentaskiftum við Island, en mest þá fyrir stofnun námsskeiða í íslensku, Má þar til telja “The Icelandic Language Camp,” íslensku- kennslu í barnaskóla Gimli- bæjar, og kveldskóla þar fyr ir fullorðna. Fyrir þá tryggð við ís- lenskar arfðir fer vel á þvi að hún er nú kjörin Fjall- kona. — Sigurbjörg Stefánsson. Jón og Margrét Sigurdson hans, Petrína Vigfúsdóttir frá Ásbrandsstöðum í Vopna firði var fædd árið 1869. — Þau komu til Kanada árið 1888 og giftu sig hér árið eftir. Fyrst bjuggu þau í Winnipeg, þar sem faðir Mar grétar stundaði alla algenga vinnu, — hann var vika- drengur hjá hóteli, bann bar út skólp og mjólkurmaður var hann í ellefu ár. — Ár- ið 1901 fluttu þau hjónin til Lundcu-. Faðir Jóns var fæddur ár- ið 1880 og sjö ára gamall kom hann vestur um haf með sínu fólki. Hann var frá Ketilsstöðum í Hlíð, Norður- Múlasýslu. Jón yngri bjó i föðurhús- um til ársins 1935. — Hann stundaði fiskveiðar með föð- ur sínum á vetrum og vann við búskapinn á sumrum. En árið 1935 giftust þau Mar- grét og hann, og fyrstu hjú- skaparár sín bjuggu þau við norðurenda Elm Point, við Lake Manitoba. Þar höfðu þau samyrkjubú með bróður Margrétar í fjögur ár. Þau eignuðust tvö börn á þessu tímabili (eiga fimm), og vegna erfiðleika með skóla- göngu fyrir börnin, og ým- issa erfiðleika annara vegna þá fluttu þau þaðan til Lund ar árið 1939. Bær þeirra var afskekktur það voru sex mílur til næsta bæjar, — læknaþjónusta var nánast .engin, og það var ekki hægt að komast í kaup- stað til þess að a£la vista og gera önnur nauðsynleg við- skipti í 3 vikur á hverju vori, og aðrar þrjár vikur á hverju hausti, vegna ófærð- ar. 1 Lundar bjuggu þau lengst af, og var Jón í her- þjónustu, frá þvi á árinu 1944 til ársloka 1945. Hann varð fyrir slysi á meðan hann gegndi herþjónustu og á árunum 1946 til 1964 starf aði hann meðal annars sem vélstjóri í Lundar, en eftir að þau fluttu til Winnipeg 1964 þá ráku þau um skeið gistiheimili við MacMillan Avenue. Nú er langur starfsdagur á enda, og nú .búa þau ásamt tólf Islendingum öðrum í fyrrgreindu húsi við Burnell Stræti. Þau kunna frá mörgu að segja, og það gera þau á skenímtilegan og hógværan hátt, — á hreinni íslensku. Hvorugt þeirra hefur komið til Islands. Þau eiga margt fágætra bóka, og þau lesa mikið sér til ánægju. Það var sannar- lega ánægjuleg stund, sem við áttum með þessum sæmdarhjónum, Margréti og Jóni. já Compliments of . . . WILL’S TAXI LTD. Owned and operated by MAGNUSSON BROS. 474 MAIN STREET Phone 482-4111 SELKIRK MANITOBA 90. fSLENDINGADAGURINN Á NÆSTA ÁRI 1 ÁR er íslendingadagurinn haldinn hátíðlegui’ í 89. skipti. Að ári verður það gert í nítugasta sinn. Gera má ráð fyrir, að þá verði sérstaklega til dagskrárinn- ar vandað, þótt auðvitað verði ekki eins mikið um að vera, og búast má við tíu ár- um síðar. Þegar mun vera byrjað að undirbúa dagskrána að ein- hverju leyti, og er vitað um nokkra aðila á Islandi, sem hafa látið í ljós áhuga á að koma hingað vestur um haf af þessu tilefni. 1 blaðinu í dag er að finna TRADITIONAL FESTIVAL PROGRAM in GIMLI PARK MONDAY, AUGUST 6th, 1978 — 2:00 P.M. 1. O Canada — O Gud vors lands The New Iceland Choir 2. Chairman’s Remarks Mr. Ernest Stefanson 3. The Address of The Fjallkona Mrs. Lara H. Tergesen 4. Toast to Canada Mr. Freeman Melsted, St. Thomas, North Dakota, U.S.A. 5. The New Iceland Choir Shirley McCreedy, director Barbara Honey, accompanist 6. Toast to Iceland Mr. John Craig Eaton, Toronto, Ontario 7. Solo, Elma Gislason 8. Greetings from: — Mayor T. K. Arnason, Town of Gimli. — Mr. Michael Carpenter, Consul General, U.S. Consulate. — Hon. Keith Cosens, Minister of Education, Government of Manitoba. — Mayor Robert Steen, City of Winnipeg. — Mr. Aleck Thorarinson, Consul General, Consulate of Iceland. 9. God Save the Queen — Eldgamla Isafold. í ALÚÐAR ÁRNAÐARÓSKIR til allra íslendinga í tilefni af lslendingadeginum á Gimli (&. & •E. fflaah S’ínrr GENERAL MERCHANTS JOHN GUTTORMSON, SR. JOHN V. P. GUTTORMSON, JR. Lundar Phone 762-5331 Mon. LUNDAR MEAT & GROCERIES A SOLO STORE Bussiness Phone 762-5261 Kriss Vigfússon, Res. 762-5230 Bert Lower 762t5428 Custom Cutting — Curing — Smoking Full Line of Dry Goods Compliments of . to Our Friends and Customers ☆ LUNDAR BAKERY Mr. and Mrs. ERIC JOHNSON, Proprietor’s PHONE LUNDAR 762-5341 "The Homa of the Bread that made Mother Quít Baking" lista með nöfniun þeirra sem sæti eiga í Islendingadags- nefndinni. Ernest Stefanson hefur verið formaður nefndarinn- ar síðustu tvö ár, og sam- kvæmt hefð lætur hann nú af því embætti og fyrsti varaformaður tekur við, Terry Tergesen, arkitekt. — Maurice Eyjolfson, sem nú er annar varaformaður, og jafnframt formaður kynning arnefndarinnar, verður þá fyrsti varaformaður, og nýr maður verður kosinn í em- bættið, sem hann gegnir nú. já CONGRATULATIONS! LAKESHORE ENTERPRISES LTD. RECREATION EQUIPMENT Formerly Maple Leaf Creamery BRUCE BRECKMAN Box 123, LUNDAR, Man. R0C 1Y0 Phone 762-5241 COMPLIMENTS OF LUNDAR PHARMACY KEITH and DAVILYN EYOLFSON PRESCRIPTIONS, DRUGS, COSMETICS COMPLETE VETERINARY SUPPLIES GIFTWARES, STATIONERY, CONFECTIONERY PHONE 762-5431 LUNDAR, MAN.

x

Lögberg-Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.