Lögberg-Heimskringla - 01.08.1978, Blaðsíða 10
LOGRERG-HEIMSKRINGLA, HATIÐARBLAÐ AGUST 1978
'ÍO
JÓN TRAUSTI
ANNA FRÁ STÓRUBORG
SAGA
FRÁ SEXTÁNDU ÖLD
é
ALMENNA BÓKAFÉLAGIÐ
REVKJAVlK
Anna lagði höndina á öxlina á Steini og færði hann nær
bróður sínum. Hallur stóðst þá ekki lengur og tók við fram-
réttri hönd hans. Rétt á eftir kysstust þeir fast og innilega,
eins og þeir væru að bítast.
Drengirnir héldu niðri í sér hlátrinum af öllum mætti.
Svo smeygðu þeir sér út á bak við mömmu sína, til þess að
hlæja lyst sína.
Anna fór þá aftur ofan í veislusalinn til að sækja vínið,
sem hún hafði lofað bræðrunum.
Þegar hún kom þangað, stóð svo á, að bróðir hennar var
að halda ræðu. Hann var að svara fyrir skál, sem til hans
hafði verið drukkin.
Anna nam staðar og hlustaði á ræðuna. Hún ætlaði að
ná tali af bróður sinum á eftir.
„-----það er meira sólskin undir Eyjafjöllum í dag,”
mælti lögmaður, „en ég hefi nokkum tíma sér fyrri. Oft
hefir mér fundist næða köldu á móti mér, þegar ég hefi
verið hér á ferð. Venjulegast hefi ég ekki annað séð en kald
an og ískyggilegan þrjóskusvip á öllu — og öllum. Hvert
sem ég hefi litið, hefir ekki annað mætt augum mínum en
þoka og drungi og skynvillur. Hvergi skír svipur, hvergi
hreinleiki og einlægni og vingjarnlegt viðmót. Mér fannst
allt hér imdir fjöllunum hata mig, bæði náttúran og menn-
imir. Mér fannst himinn og jörð vera á hverri stundu til
þess búin að leggjast saman og kremja mig á milli sín. Eg
var farinn að þrá sólskin — bjarta fjallatinda og blikandi
sjó, — sjóinn héma fyrir framan, sem oft kastar af sér svo
miklu sólskini, að maður fær verk í augun, — fjöllin hérna
fyrir ofan, sem gætu lýst heilum heimi, þegar vel liggur á
þeim. En alltaf varð svartara yfir, eftir því sem ég kom oft-
ar. Loksins skildist mér það þó að seint væri, að maður get-
ur ekki tekið sólskinið með valdi. Yfir því ræður ekkert
lögmannsvald, ekkert jarðneskt konungsvald. — En þegar
eitthvað hefir verið vel gert, opnast himinninn og sólskinið
steypist yfir mann í stórum fossum. Og nú finn ég, að ég
hefi loksins hitt á að gera það, sem Eyfellingar óskuðu, þvi
að nú streymir sólskinið á móti mér úr hverju auga. Og
ég fer að halda, að ég hafi líka borið gæfu til að geðjast
himinbúimum, því að aldrei hefir sólin skinið glaðar á mig
en i þessari ferð----.
Að þessari ræðu lögmanns var gerður mikill rómur.
Anna náði í bróður sinn að ræðunni lokinni, sagði hon-
um frá sætt þeirra • bræðranna, og bað hann að gera það
fyrir sig að gleðja þá með því að koma í loftið til þeirra og
hringja glösum við þá.
Lögmaður gerði þetta með mestu ánægju. Mesta gleði
hans á þessum degi var að sýna sem flestum almúgamönn-
um lítillæti.
Sigvaldi í Hvammi fór með þeim i loftið. Anna gat ekki
fengið af sér að láta hann verða af þeirri ánægju að sjá
bræðurna faðmast.
— Rétt á eftir töluðu þau ein saman nokkur orð, Anna
og bróðir hennar.
„Eg hefi aldrei lifað glaðari dag en þennan,” mælti lög-
maður. „Nú veit ég loksins, að það er sælla að fyrirgefa en
hefna. Þetta hefir verið prédikað fyrir mér á ýmsan hátt
alla mína ævi, og ég hefi aldrei trúað því. Nú er ég innan
um fjölda manns, sem allir hafa verið í sökum við mig, og
nú eru þeir svo glaðir yfir því að hafa mig mitt á meðal sín,
að ég held, að þeir gengju út í eld og vatn mín vegna.”
„Já, það geturðu reitt þig á, að þeir mundu gera'. Eg sá
þetta fyrir, og þess vegna valdi ég þá eina úr, sem mest
höfðu gert á hluta þinn að undanförnu í þessu máli. Nógu
margir munu óvinir þínir vera samt, þó að þessir gengi
frá.”
Það var sem ský drægi yfir svip lögmanns.
„Já, nógu margir eru óvinir mínir samt,” mælti hann.
„Nú er búið að grafa svo sundur allan grunn undir fótum
mér, að engin von er til, að ég fái staðist lengi úr þessu. —
Alls staðar er búið að rægja mig og óvirða. Allt í kringum
mig er búið að leggja net af sakargiftum, sumum sönnum,
Pctur minn, það eru bara
leiðindakallar, sem ætla að
taka boltann frá honum pabba
þínum!
Þetta verður í síðasta skipti
sem ég réyni að fá kónginn til
að hlæja!
Ég sit hér vegna litblindu. —
Prentaði 5000 kalla!
Þetta hcitir mislingar!
— Nú het ég komizt aft þvl, aö
ég hef sömu málin og Sophia
Loren, bara ekki alveg á sömu
stöbum.
flestum .lognum, net, sem ómögulegt er að slíta, net, sem
herða þvi fastar að sem fastar er á þeirn tekið. Innan fárra
ára hlýt ég að verða dæmdur frá embætti og kannske ein-
hverju af eignum mínum líka. Ef til vill á ég nú enga vini
til, nema þá, sem ég hefi unnið mér til hér undir fjöllunum
þessa dagana. En það eru líka góðir vinir, sem ég má
treysta, hvað sem annafs gengur á. Og þó að ég viti að
skýin dragast saman allt í kringum mig, á meðan ég baðast
í sólskininu hjá ykkur, gef ég því engan gaum, og nýt hinn-
ar líðandi stundar. Það var engin uppgerð, sem ég sagði í
ræðunni minni áðan. Hér er sólskin og gleði, sem vermir
mig inn að hjartarótum, og ef til vill bý ég lengi að þessu
sólskini, þegar allt er orðið kalt í kringum mig. Ef til vill
vermir þessi dagur mig til dauðans.”
Systkinin gengu aftur inn í veisluglauminn, en uppi i
svefnloftinu föðmuðust bræðurnir og kystust og drukku
hvern sáttabikarinn eftir annan, þar til báðir sofnuðu á gólf
inu.
2. NÝTTLlF
Daginn eftir brúðkaupið var messað í hálfkirkjunni á Stóru
borg og þar vígður nýr prédikunarstóll, sem Hjalti hafði
skorið út á tíma þeim, sem liðinn var frá því sættir tókust
með systkinununr og fram að brúðkaupinu, og gefið kirkj-
unni í guðsþakkaskyni. Kirkjan var troðfull af fólki; við
hlið altarisins að sunnanverðu sat lögmaður og Hjalti hjá
honum. Anna og börn hennar sátu í sæti þvi, er næst var
prédikunarstólnum, en frammi í krókbekk sátu bræðurnir
Steinn og Hallur. Það var í fyrsta skipti sem Hallur hafði
fengist til að koma í „saurgaða” kirkju, og hafði það ekki
gengið striðlaust, en vegna þess, að ekki var laust við, að
það „hamraði í höfðinu á honum” eftir veislugleðina daginn
áður, hafði hann unnist.
— Að lokinni messu dreifðist mannsöfnuðurinn í allar
áttir, og undir kvöld var loks orðið gestalaust á Stóruborg.
Fólkið var orðið þreytt á gestanauðinni og veislumönnun- ■
um og gekk snemma til værðar um kvöldið. — Rósemin og
friðurinn á heimilinu stakk mjög í stúf við það, sem verið
hafði næstu daga á undan.
Um kvöldið sátu þau Anna og Hjalti í svefnlofti sinu. —
Börnin, sem þar sváfu, voru sofnuð og allt orðið hljótt um-
hverfis þau. En þetta friðsæla kvöld var svo fullt af blíðu
og yndi, að það var sem þau gætu varla slitið sig frá því
að vera á fótum og njóta þess.
Þau sátu bæði þegjandi og horfðu út um gluggann. Úti
fyrir var allt svo hátíðlegt, kyrrt og blítt, að það greip hug
þeirra rfieð lotningu.
Grundirnar suður af bænum lágu í mildum, blágrænum
kvöldskugga, því að sólin var fyrir góðri stundu gengin bak
við Eyjafjallajökul. Þessi blágræni litur dökknaði frammi
við sjóinn, þar sem sandarnir tóku við. Framan við sandana
reis landaldan, hægt og letilega, en hélt þó áfram að rísa,
þar til hún var orðin svo há, að hún gnæfði yfir sandana,
og svo hvöss, að hún var glær að ofan. Þá steyptist hún yfir
sjálfa sig og valt i fannhvítri, freiðandi hrönn upp á sand-
inn. Utan við hana liðu stórar, þungar ölduleiðingar, hver
á eftir annarri. Allar stefndu þær upp að sandinum og allar
tóku þær upp sama verkið, sem fyrri systur þeirra höfðu
sprungið á: Allar reyndu þær að skola burtu sandinum. Og
allar slitu þær jötunafli sínu til furðu lítils. á þessari seigu,
mjúku dyngju, sem lá á endilangri ströndinni.
Lengra úti var hafið slétt og bjart, eins og þunnur, glær
ís lægi yfir því öllu.
Langt, langt suður á hafinu var þokubakki, sem geislar
hinna lækkandi sólar bak við Eyjafjallajökul, léku sér nú
að að skrýða pelli og purpura. Ó, hvílík dýrð! Það var sem
myndir af heilum löndum væru dregnar upp á himininn
með hinum dásamlegustu litum. Það var sem suðurhiminn-
inn speglaði ekki einungis allt Island, heldur ótal undra-
lönd að baki þess langt úti í regin-norðri, norður í hafs-
botnum, ævintýralönd, sem ekkert dauðlegt auga hafði litið.
— Þar risu himinhá fjöll með meitilhvössum tindum, þar
gnæfðu skínandi jökulbungur, þar stóðu dásamlegir eldstólp
ar og undu sig upp i himininn. Neðri hluti skýjafjallanna
rann saman í mjúkri, blárri móðu. Á hana voru svo undir-
f jöllin dregin. Þau voru ekki aðrir eins jötunar óg hin, sem
hærra gnæfðu, en þau voru fegurri og yndislegri í yfirlæt-
isleysi sínu. Þar voru allir svipdrættir svo mjúkir og mildir,
engar skerandi hvassar raðir, engir hrikasvipir skins og
skugga hver við annars hlið. Þar var allt sem strokið og
fágað af hlýrri, vingjarnlegri hönd. Sólin var horfin af þeim.
Þau voru hætt að brenna eins og fjallaeldar, þau létu sér
nægja með endurskinið af björtu kvöldloftinu fyrir ofan sig