Lögberg-Heimskringla - 01.08.1978, Síða 24
LOGBERG-HEIMSKRINGLA, HATIÐARBLAÐ AGIJST 1978
Sæmd
erhven
þjóð...
Þrasi falegi akautbúningur ar nú á dögum
einurtgís notaður sem hátíðerbúningur aða
viðhafnarbúningur. Treyjan er með baldýringu
á barmi og ermum, og pHsið með isaumuðum
kanti að neðan. Höfuðbúnaðurinn er faldur,
koffur, slör og silkblaufa að aftan, og að
sjátfsögðu er stokkabelti með sprota ömiss-
andi.
Þá er komið að því að 17. júní renni upp.
Ekki er ólíklegt, að þeir sem bregða sér
niður í bæ, eigi eftir að sjá skrautbúnum
konum með skotthúfur bregða fyrir en
það er einmitt sú sjón, sem setur hvað
mestan hátíðarblæ á þennan mesta
hátíðisdag landsmanna. Saga íslenska
þjóðbúningsins er of löng til þess að rekja
megi hana hér og mun því aðeins verða
getið þeirra gerða hans, sem algengastar
eru þ.e. eftir að Sigurður Guðmundsson,
listmálari, lagði að gjörva hönd á öldinni
sem leið.
Þær eru eflaust margar konurnar, sem
lengi hefur dreymt um að eignast
þjóðbúning, en ekki talið sig hafa efni á
því. En er það nokkuð dýrara að koma
sér upp slíkum upphlut í dag, en að fá sér
veglegan samkvæmiskjól?
Við leituðum til verslunarinnar
BALDURSBRÁR með þessa fyrirspurn,
en hún var stofnuð árið 1919 af frk.
Kristínu M. Jónsdóttur og frú Ingibjörgu
E. Eyfells, sem nú er látin. Núverandi
eigandi verslunarinnar er frú Kristín
Eyfells, en hún er dóttir Ingibjargar.
Kristín upplýsti okkur um það, að
áhugi kvenna fyrir upphlutnum hefði
aukist mjög á síðustu árum. Væri þaö
mikið vegna þess, að nú væri hægt að
gera hann úr garði á viðráðanlegu verði,
með því að sauma hann eftir eldri gerð
með svokölluðum líberíborðum og legg-
ingum, og gjarna væri tekin upp gamla,
beina miðlínan á baki. Bolirnir eru þá
rauðir, flöskugrænir eða indigóbláir og
prjónuð, svört húfa með skúf í lit, sem fer
vel við, er þá gjarna notuð. Þá hefur
aukist í seinni tíð notkun handofinnar
ullarsvuntu, dúksvuntu, og hvítrar blússu.
Mjög erfitt er að upplýsa nákvæmlega
hvað það kostar, að fá sér upphlut, þar
sem hægt er að fá efni i hann á mjög
mismunandi verði, eftir magni og gæðum.
Einnig fer það mikið eftir smekk hvers og
eins, hve mikið silfur er notað í
búninginn. Kristín Eyfells áætlaði, að
efnið í búninginn (dúksvuntan ekki talin
með) gæti kostað 30-40 þúsund krónur.
Skúfhólkurinn og millurnar kosta um 50
þúsund, en allt silfrið í heild kostar um
100 þúsund. Að sjálfsögðu hefur efnið í
þessa búninga alla tíð verið háð þvi hvað
fáanlegt hefur verið og hentugt hefur
getað talist, og eins hefur gætt í gerð
hans tiskufyrirbæra, eins og eðlilegt er
með lifandi búninga. Þeir, sem áhuga
hafa á nánari upplýsingum um upphlut-
inn, er bent á að hafa samband við
Baldursbrá Skólavörðustíg 4a, en fyrir
utan að hafa nú bæði til sýnis og sölu
ýmsa muni lista- og hagleiksmanna t.d.
málverk, tréskurðar- og prjónavörur (lopa-
peysur), þá er hún eina sérverslun
þessarar tegundar hér á landi.
Vikan
24. tbl. 40. árg. 15. júní 1978
KyrtHlinn or sannHoga onduriffgun búnlngs
fomkvsnna. Hann er löttur, þœgilagur og
ætíaður tH viðhafnar og skemmtana við dans,
brúðkaup og aðrar gleðisamkomur. Hann mö
vera hvrtur, blér eða svartur með ýmiskonar
útsaumi, og honum f ylgir f aldhófuðbúnaður
eins og skautbúningL
Síðastliðna áratugi harfur nútimaupphkiturinn
verið skreyttur með æ meira silfri, svo segja
mö að nú sé möl að linni, til þess að notkun
hans geti orðið almennari en nú er. Við hann er
notað baldýrað beKi og dúksvunta.
Hér sjöum við upphlut með rauðum bol, sem er
saumaður eftir eldri gerð. Hann er skreyttur
með liberiborðum og millum. Svuntan og háls-
knýtið er úr köflóttu, léttu efni og húfan djúp
með rauðum skúf.
With Compliments of . . .
TARGET STORE
DRY GOODS
Phono: 642-5246
83 & 3rd Ave.
Gimli, Manitoba
Compliments of . . .
PALSON RADIO & TV
R.C.A. TV, RADIO, STEREO AND APPLIANCES
Phone 376-5011 ARBORG, MAN.
COMPUMENTS OF . . .
RIVERTON CO-OP
ASS'N LTD.
Service Centre 378-2324 General Store 378-2251
Groceries, Meat, Dry Goods, Hardware, Feed, Oil, Grease
Building material, Farm Supply, Pump Gas.
PHONE 378-2251 RIVERTON. MAN.